Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 15.09.1897, Side 6

Dagskrá - 15.09.1897, Side 6
stóð þar. Hann stóð snögvast upp; hann vildi segja eitthvað, en gat það ekki fyrir ekka; hann settist nið- ur aptur. »0g jeg sem ekki gat hjálpað föður mínum« sagði hann við sjálfan sig, »jeg get það ekki, jeg finn enga köllun hjá mjer til þess; þess vegna er ekki nátt- úrlegt að nokkur vilji hjálpa mjer, hamingjan hefur al- veg snúið við mjer bakinu, það er alveg úti um mig, alveg«. Hann varð að þagna; hann studdi hægri hönd- inni undir kinn sjer, en hin vinstri hjekk máttlaus nið- ur, það var eins og hann gæti ekki hreyft sig.— Svoná sat hann lengi og sagði ekki eitt einasta orð. Loksins fann hann einhvern hita á hönd sjer og hrökk upp, það var Petra, sem andaði á höndina á hon- um, hún lá á knjánum fyrir framan hann og hengdi niður höfuðið. Þegar hún leit upp, spennti hún greypar og horfði framan í hann með innilegustu bæn um miskun og fyrirgefning; þau horfðust í augu stundarkorn. Hann hóf upp hönd sína eins og hann vildi hrinda henni frá sjer; það leit út fyrir að einhver rödd talaði í huga hans, er hann vildi ekki hlusta á. Hatturinn hafði dottið niður á gólfið af höfði hans; hann laut niður eptir honum, stóð upp og skundaði fram að dyrum; hún var þó fljótari en hann og komst á undan honum fram að dyrunum, fleygði sjer þar á knje horfði fram- an í hann með sömu bænaraugunum og áður og tók með báðum höndum utan um knje hans, en sagði ekki neitt. Astin logaði upp i brjósti hans; hann horfðiáhana og lagði sína hönd á hvora kinn hennar eins og hann hafði gjört þegar þau fundust síðast. Það var gráthljóð í kverkum hans; hann dró aptur að sjer hendurnar, þannig, að hún hlaut að finna hvað hann hugsaði, það var á þessa leið: „Þú getur aldrei elskað, það er ó- mögulegt". Svo mælti hann: „Ógæfusama barn! jeg get ekki ráðið framtíð þínni, en guð fyrirgefi þjer, að þú hefur eyðilagt framtíð mína. Hann gekk fram hjá henni; hún hreyfði sig ekki; hann lauk upp dyrunum og lokaði þeim aptur; hún sagði ekkert — hún heyrði til hans þegar hann fór ofan stigann, og síðast á hcll- unni fyrir utan dyrnar. — Hún rak upp angistaróp, móðir hennar heyrði það og kom upp, (Frh.). Stjörnshröp. I'egar himininn er heiður og fjölstirndur sjest opt lítill og bjartur líkatni, sem þýtur í gegnum geiminn og hverfur á svipstundu; það er kallað stjörnuhrap. Fyr á tímum var það talinn fyrirboði ýmislegs, ef stjörnuhröp sáust og það lifir ef til enn í þeim kolurn. »Nú er einhver feigur« segja menn. 25° Það er auðvitað ekki rangt að kalla þetta stjörnur, en þær eru optast mjög litlar; sjaldan stærri en steinn sem hægt er að kasta með annari hendi. Þetta eru smástirni sem virðast svífa um himingeiminn án nokkurs fastákveðins lögmáls. Þær verða að eins sjáanlegar þegar þær koma inn í gufuhvolf jarðarinnar með geysimiklum nraða (margra mílna á sekúndu) þá hitna þær alveg eins og byssukúla getur hitnað á leið í gegn um loptið. Það kemur ekki sjaldanfyrir að slíkar stjörn- ur falla niður á jörðu vora. A steinasafni í Kaupmannahöfn eru t. d. margir þess konar steinar. Við rannsókn þessara steina hefur það komið í ljós að í þeim eru öldungis sömu efni og í steinum og málmum hjer hjá oss; t.d. gull, silfur, kopar, járn, nikkel og svo frv. Arið 1814 var Alexandir Rússakeisara gefið sverð, er smíð- að var úr járni sem unnið var úr stjörnusteinum: Sverð- inu fylgdi brjef svo látandi. »Mætti það þóknast yðar keisaralega hátign að þiggja grip þennan, sem gjörður er úr samskonar járni af himnesk- um uppruna semljárn það er Pallas fann í Síberíu fyrir nokkr- um árum og sem nú er á safni yðar hátignar. Jeg á steininn sjálf- ur og jeg vonast til að yðar hátign þiggi sverðið. Þetta himn eska járn, sem sverðsblaðíð er smíðað úr, fannst nálægt 200 mílur frá Góðravonarhöfða, sá sem fann það, var Borrow skipstjóri. Smithsen Pennant. Esq. hefur rannsakað það og fundið að í því eru IO/ioo nikkel, þetta er hið eina sverð, sem smíðað heíur verið úr samskonar efni. Sonarsonur James Sewerbys, þess er gaf sverðið, segir að það sje enn geymt í safni í St. Pjetursborg; hann heitir W. Sewerby. Gufuskip eru alltaf að hækka í verði og gjörir það einkum skraut og ýmislegur útbúnaður á þeim að innan. Fyrir 20. árum kostuðu allra stærstu gufuskip 2—3 mil- jónir króna, en nú þykir það ekkert. Hjer er listi er sýnir verð nokkurra gufuskipa. Auremía hefur kostað nál. 4,320,000 kr. Umbría — — — 5,418,000 -- Etruría — — — 5,600,000 — New-York —- — — 5,760,000 — Tevtónic — — — 7,200,000 — Majestic — — — 7,200,000 — Það hefur verið reiknað út að á gufuskipi, sem kostar 7,200,000 kr. eyðist eins mikið vatn á dag og i borg, sem hafi 20,000 íbúa og það kostar 20. kr á hverri mínútu að halda því úti, 1,200 kr. um klukkutstundina, 28,800 um sólarhringinn. Kaupendur ,Dagskrár‘ í Reykjavík eru beðniraðgjöra svo vel að borga aðelns þegar J»elm. eru seiidas? kvittanir.

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.