Dagskrá

Issue

Dagskrá - 17.09.1897, Page 3

Dagskrá - 17.09.1897, Page 3
rangt að nota þau jöfnum höndum a'n þess að gjöra greinarmun á. Sem dæmi upp á þetta má taka eina setningu: Veðrið er gott og þó=samt er vetur; þárna væri rangt að hafa þótt. Þá eru smáorðin hvorki — nje og annaðhvort — eða\ þeim er allopt ruglað saman þannig að skrifað er hvorki -— eða, sem er ekki rjett. Enn má geta þess að í staðinn fyrir orðið hví er nálega alltaf haft orðið því; það er alveg rangt. Hví getur ekki verið nema í spyrjandi sambandi og því á ekki að vera nema í álykt- andi sambandi, það getur ekki byrjað sjálfstæða setn- ingu eða það er að ininnsta kosti undantekning. Þá er algengt að nota spurnarfornafnið hvað fyrir spurnarorðið hve eða hversu, t. d: hvað eríu gam- all? í staðinn fyrir, hversu gamall eða hve gamall ertu? Alltítt er það einnig að nota jöfnum höndum tvítölu og fleirtölu, segja t. d. hvor (af mörgum) og hver (af tveim- ur), en það er langtum fyrirgefanlegra en allt hitt sök- um þess að það getur haft rót sína að rekja til þess að menn þjera, sem er alveg málfræðislega rangt. Þá er algengt að blanda saman persónulausum sögn- um við aðrar sagnir. Það hefur t. d. opt sjest í blöð- um að hvalir hafi rekið í staðinn fyrir að hvali hafi rekið; að reka er í því sambandi persónulaus áhrifssögn. Ekki er það sjaldgjæft að tvö orð sjeu sett saman, er bæði hafa sömu þýðingu og notuð sem eitt orð. Stundum er annað orðið útlent með íslenskri áherslu og íslenskri endingu, en hitt orðið íslenskt, T. d- má taka »gufu- dampur« sem algengt er nú orðið í íslensku máli að minnsta kosti á Reykjavíkurmáli, og »lagajúristi«. Enn fremur »fiskiveiðar« og »ferðareisa«. Fiski er sama sem veiði og reisa er orðskrípi myndað ai danska orðinu »Rejse« sem þýðir ferð. Þetta er alveg sama sem sagt væri »gufugufa!«, »lagalögfræðingurl«, »ferðaferð!« og »veiðiveiðar!«. Opt heyrast menn mæla á þessa leið:, jeg varaði hann við því að gjöra það ekki — » það er ómissandi að hafa það ekki\«. og margt fleira þessu líkt. Það er ekki furða þótt alþýðan tali íllt mál, en sannleikurinn er sá að lærðu mennirnir eru verstir. Jeg hef t. d. opt heyrt þá tala á þessa leið; »ÞIerra gúð, það er for fann- en ekkert ljett að klára sig við allar þessar forretningar! En það gjörir for satan sljett ekkert til; maður bruðar sig ekki stórt um, hvernig útfallið verður«. Það væri vel gjört af þeim, sem færir væru til þess, að laga málið, auðga það og bæta; með því gætu þeir bæði unnið landinu og þjóðinni gagn og sjáifum sjer heiður. Sig. Júl, Jóhannesson. Flskimærin, Eptir Björnstjeme Björnson. (Framh.). Þegar Petra kom til sjálfrar sfn aptur, lá hún í rúmi sínu; hún hafði verið færð úr fötunum og vel hjúkrað að öllu leyti. Fyrir framan hana sat móðir hennar; hún studdi sínum ölnboga á hvort knjeog sinni hönd undir hvora kinn og horfði stöðugt á dóttur sína hvössum augum. »Hefirðu nú lesið nokkuð hjá hon- um?« spurði hún — hefirðu lært nokkuð? — -— hvað ætlarðu nú annars að verða?« — Petra svaraði engu, en fór að gráta. Móðir hennar horfði á hana stundar- korn og sagði því næst: »Fari hann bölvaður!« — Petra greip fram í fyrir henni og sagði: »ekki hann, mamma! ekki hann! heldur jeg«. »Uss, jeg þekki hysk- ið!« mælti móðir hcnnar, »jeg veit hvað jeg segi«. »Nei, mamma jeg hef dregið hann á tálar — það er jeg sem hef reynst honum ótrú!« Hún gat naumast stunið upp orðunum fyrir ekka. Hún vildi alls ekki ! láta falla nokkurn grun á hann. Hún sagði frá því sem henni og Gunnari hefði farið á milli og hvers hún hefði beðið hann, en kvaðst þó ekki hafa vitað sjálf hvað hún hefði gjört, þá sagði hún henni frá ólukku festinni hans Yngve Vold og loksins um Ödegaard. Hún kvaðst hafa gleyrr.t öllu öðru þegar hún hefði sjeð hann; hún kvaðst ekkert skilja hvernig þetta hefði allt getað farið, hún fann það að hún var sek og syndug við þá alla og einkum Ödegaard, sem hafði tekið hana upp af götu sinni og látið henni allt í tje sem hægt var að hugsa sjer, og hana tók það mjög sárt. Móð- ir hennar hlustaði á hana með mestu athygli á meðan hún sagði frá öllu þessu og langt um lengur, eptir að Petra þagnaði. Þær mæltu ekki orð frá munni í lang- an tíma, en loksins rauf Gunnlaug þögnina og mælti. »Þú þykist víst ekki vera sek gagnvart mjer? að þú skulir ekki hafa sagt mjer eitt einasta orð þessu við- víkjandi?« »Ó, góða mamma hjálpaðu mjer! vertu ekki hörð við mig; jeg finn sjálf til þess hversu mikið jeg hef syndgað og jeg verð að taka út hegningu fyrir það svo lengi sem jeg lifi og vil því biðja góðan guð að lofa mjer að deyja sein fyrst«. Hún fórnaði höndum til himins og mælti: »Guð minn góður! bænheyr þú mig! vertu mjer líknsamur! jeg hef eyðilagt líf mitt, glatað framtíð minni; jeg get ekki lifað lengur! jeg hef ekki skilið lífið; jeg hef villst út á glapstigu, bænheyr þú mig drottinn, og lát mig fa að deyja sem fyrst — sem allra fyrst. Bæn hennar var svo innileg, orðum | hennar fylgdi svo djúp alvara að Gunnlaug sem áður | hafði verið hörð í orðum og hvatskeitsleg í viðmóti, j varð nú nokkru mildari á svipinn; hún tók utan um j handleggina á Petru og ætlaði að aptra henni frá bæn

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.