Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 17.09.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 17.09.1897, Blaðsíða 4
256 þessari. »Stilltu þig barnl« mælti hún, »það dugar ekki að óska sjer dauða þótt eitthvað hafi gengið í öf- uga átt«. Svo stóð hún upp, fór út og steig aldrei fæti sínum inn fyrir dyrnar á kvistherberginu upp frá þeirri stundu. Odegaard var lagstur hættulega veikur; læknirinn var hræddur um hann. Faðir hans flutti sig upp á lopt til hans og hafði lestrarstofu sína við hliðina á svefn- herbergi hans. Þegar menn sögðu við hann að hann yrði að gæta þess að leggja ekki of mikið á sig, þá svaraði hann að hann yrði að vaka yfir syni sínum. Hann varð alltaf að vera hjá honum þegar hann missti einhvern, er hann elskaði meira en föður sinn. Þegar svona var ástatt á báðar síður, kom Gunn- ar heim. Það lá við að móðir hans hnigi örend niður af úræðslu þegar hún sá hann; hún hafði ekki átt von á honum svona snemma; hann kom löngu á undan skipinu er hann fór með. Hún hjelt blátt áfram að hann hlyti að vera dauður og kæmi nú apturgenginn, og orð hans og látæði bættu heldur ekki úr skák. Þegar hann var spurður að einhverju, þá svaraði hann út í hött. Sama daginn og hann kom, fór hann heim til Gunnlaugar, en þaðan var hann rekinn út og og það gerði Gunnlaug sjálf. Þegar hann var kominn út, kallaði hún á eptir honum ógnandi og grimmdarlega: »Komdu aldrei hingað aptur ræksnið þitt! við höfum fengið nóg af svo góðu!« Aður en hann hvarf úr augsýn kom stúlka hlaupandi á eptir honum og hafði tvo böggla meðferðis; annan þeirra fjekk hún Gunnari, en í misgripum hafði hún fengið honum annan böggul en hún átti að gjöra. Gunnar reif hann upp og fann í honum stóra gullfesti. Hann hjelt henni nokkra stund í lófa sjer. Hann hafði ekkert skilið í því hvernig stóð á öllum skömmunum er Gunnlaug ljet dynja yfir hann, en þó skildi hann því síður í þessu; að hún skildi senda honum gullfesti! Hann kallaði á stúlkuna; hann sagði að hún hlyti að hafa fengið sjer þetta í misgrip- um. Hún fjekk honum hinn böggulinn og spurði hvort hann kannaðist við hann. Hann reif hann upp og fann þar allar gjafirnar, er hann hafði sent Petru. »Já, jeg þekki þessa muni«. sagði hann, »en hver á að fá gull- festinaf« »Yngve kaupmaður Vold« svaraði hún og skildi við hann. Gunnar stóð sem steini lostinn. »Yngve kaupmaður Vold!« hugsaði hann, »gefur hann gjafirf það er þá hann sem hefur stolið henni frá mjer — Yngve Vold — já hann skal þá líka —-«. Hann rjeði sjer ekki fyrir samblandaðri sorg og reiöi; hann varð að svala sjer á einhverju og nú var sjálfsagt að það væri Yngve Vold. Framh. Bjarki var talinn á móti Valtýzkunni í síðasta tölubl. Dagskrár, og bar það til að vjer vissum að ýmsir stuðningsmenn »Bjarka« mundu vera hinum megin < stjórnarskrármálinu, enda mátti vel ætlast til þessa af Þorsteini Erlingssyni. En nú .er »Bjarki« komin spán- nýr að austan, og vel samæfður við tón Valtýsliða um þingrof, aukaþing etc. Skulum vjer ekki að sinni fara neinum orðum um afskipti blaðsins af þessu máli, en bíða þess hversu blaðið snýst þá er það sjer hvernig þessari »stefnu« Valtýs reiðir af, og gjörum vjer þetta því fremur sem vjer álítum litlu skipta þó Valtýr, Þór- hallur eða einhverjir forkólfar Valtýskunnar á alþingi riti leiðara í »Bjarka«. Vesta kom í gærkveldi (tveim dögum á undan i áætlun) og með henni 3 — 4 hundruð farþegar, flest kaupafólk frá Austfjörðum. Lætur það yfir höfuð hið I versta yfir ferð sinni þangað austur og hefOi sjálfsagt j verið hyggilegra fyrir marga að vera heima. Það ætti j að hugsa eptir því að vori: „brennt barn forðast eldinn". Skipstrand, Vöruskip til Thomsens verslunar sleit upp og rak á land á Akranesi 15. þ- m. Skioið heitir »Hermann«, það brotnaði lítiðeðaekkert, entalið er | víst að það verði að strandi. til kaups. Jeg hefi í dag fengið hvalrengi að vestan. Kosta 6 krónur hver 100 pund. Reykjavík 17. sept. 1897 Sturla Jónsson. Herbergi eitt eða tvö fyrir einhleypan mann,óskast til leigu 1. oktober, hslst 2 herbergi fyrir utan eldhús, óskast tíi leigu strax, Þrjú herbergi fást til leigu nú þegar, á hentugum stað í bænum. Sig, Júl. Jóhannesson vísar á. Ábyrgðarrnaður: Einar Benediktsson. Prenísmiðja 1) a g s Y r á r

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.