Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 21.09.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 21.09.1897, Blaðsíða 1
Vcrð árgangs yrir clHri cndur innanlands. 4 krónur. Kcmur út hvcrn virkan dag. Verð ársfj'rðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsfjórð. erlendis 2,50. II, 67. Reykjavík, þriðjudaginn 21. september. 1897. Þingsaga. Menn hafa svo að segja nýlega byrjað á því, hjer á landi, að „gagn-rýna“ gjörðir einstakra þingmanna, liða sundur ræður þeirra og tillögur um landsmál, og finna að því, sem aðfinningarvert er, jafnt hjá þeim, sem öðrum starfsmönnum þjóðarinnar. Hjá hámönnuðum þjóðum, eins og t. d. Englend- ingum, hefur þessi opinbera verðlagning á þingmennsku fulltrúanna verið gefin út um langan aldur, í ræðum og ritum, til mikils árangurs fyrir þjóð og þing. — Mál- tæki eitt, enskt, segir svo: „Það krefst til almennra mannrjettinda að mega atyrða þingið — en grundvall- arskipun ríkisins má enginn lasta". „Dagskrá" er hið fyrsta íslenska blað, er hefur rækilega sett ofan í við einstöku þingmenn, fyrir ýmsa opinbera framkomu þeirra, á þann hátt, að almenningur hefur getað gjört sjer hugmynd um hverjum þinghæfi- leikum hlutaðeigendur muni vera búnir. — Og á þann hátt þarf að rita um þingmenn til þess, að þing vort komist einhverntíma í það horf, að líkjast löggjafarsam- komu siðaðs þjóðfjelags- „Dagskrá" vill ekki láta það hindra sig frá þessu skylduverki, þó ýmsir hjeraðsríkir höfðingjar kunni að firrtast af því sem satt verður sagt um breytni þeirra á þingi. — Almenningur á Islandi mun heldur ekki til lengdar láta bæla sig niðri af sumum þeim er nú veifa veldissprotanum yfir skoðunum kjósenda í hinum og þessum kjördæmum. — Nýr tími fer í hönd. Ný þroskaðri stefnahjá lands- mönnum miðar upp yfir og burt frá heimskum, stefnu- lausum og ófyrirleitnum málaskúmum, er hingað til hafa lifað á því, að enginn hefur talað um lítilsvirði þeirra. Þingmenn þurfa að vita að þjóðin horfir á aðgerð- ir þeirra og heimtar af þeim annað hvort þögn og af- skiptaleysi af almennum málum eða tillögur sem byggj- ast á einhverju viti og á óhlutdrœgum vilja til þess að vinna þjóðfjelaginu gagn. Þingið þarf að taka sjer rækilega fram í heild sinni. — Það er ekki nóg, þó margir ágætir og vitrir menn sitji á alþingi, — svo lengi sem politisk grunn- hyggni og eigin hagsmunarœkt ræður þar úrslitum mála. Þingið þarf að heyra sannleikann — hjer fremur en nokkursstaðar annarsstaðar. Hjer er freistinganna land fyrir þann sem settur er til nokkurra valda, án þess að honum sje innrætt óhlutdræg rjettsýni ti! þess að gjöra mönnum og málstöðum jafnt undir höfði hvort heldur það eru rnágar, vinir og frændur eða óskyldir menn, sem eiga hlutað. Oghjer er sannarleg Paradís á jörðinni fyrir bráðónýt, ómenntuð og framhleypin þjóðmálaflón — sem hvergi annarsstaðar í öllurn heimi mundu verða heyrð um eitt einasta almenningsmál. En því veldur fámenni þjóðarinnar að ótal skyldubönd tengja einn við annan hvar sem litið er í löggjöf eða stjórn landsins, og því veldur hin gjörsamlegi skortur á vísindum og æðri menning í landinu, að varla getur verið svo viðbjóðsleg pólitisk lokleysa að hún eigi sjer ekki formælendur í ræðum og ritum meðal vor. „Dagskrá" ætlar sjer í nokkrum næstu tölublöðum að flytja sögu-ágrip nokkurt af gerðum alþingis í sum- ar, og drepur þar einnig stuttlega á tillögur og stefnur einstakra þingmanna. Má vera að einhverjir megi eitt- hvað læra af slíku ágripi, og ef til vill, getur þetta orð- ið til þess, að menn síðar leggi meiri rækt við það innan þings að koma fram sem þinghæfum mönnum mætti sæma, og utan þings að leggja einarðari dóm á þingmennsku fulltrúa vorra, heldur en áður hefur verið gjört. „Jyden“. Síðasta meistarastrykið í landsútgerð- arbaslinu sæla, mun vera samningurinn um sigling „Jót- ans" hingað til landsins. Þetta danska nautaskip, hefur hlotið gott og ó- brotið sann-nefni hjá almenningi, þar sem það varskýrt »FjósiJo. — strax eptir að mönnum hafði gefist kostur á því að líta undir þiljurnar á hinum nýja kolabrennara landsjóðs. — Verra endemi mun aldrei hafa verið boð- ið neinstaðar til farþegja-flutnings — en ekki verður slíkt lagt til lasts eigendum skipsins. Þvert á móti. - Allt getur verið gott til síns brúks, og það getur verið í fullt svo þarflegt að flytja naut milli markaða — þar sem verslendur finnast fyrir þann varning —, eins og j að flytja farstjórann okkar frá einu landi til annars yfir gínandi tómum lestarrúmum og eindálkuðum útgjalda-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.