Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 21.09.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 21.09.1897, Blaðsíða 3
2Ó7 að ganga út að glugganum og líta út, en bún steig á ótal glerbrot og hörfaði aptur á bak. Hún gætti þess sem best hún gat að láta ekkert heyra til sín, því nú var um að gjöra að geta læðst á brott. Þegar hún hafði staðið stundarkorn í sömu sporum, tók hún skóna af fótum sjer, þreif fataböggulinn og læddist á tánum frarn að dyrunum. Þar beið hún fimm mínútur og fór því næst niður stigann; hún gekk lipurt og hljóðlaust eins og köttur. Henni var ekki ljett í skapi; hún gat ekki hugsað til þess að hafa fyrst bakað móður sinni þessa sorg og verða svo að strjúka frá henni án þess að kveðja hana: „Vertu sæl, mamma mín, vertu sæl, mamma mín“, sagði hún í hálfum hljóðum við sjálfa sig, við hvert fótmál niður stigann. „Vertu sæl, mamma mín!“ — Nú var hún kominn niður fyrir stig- ann; hún stóð þar stundarkorn og dró andann þungtog mæðilega og svo opnaði hún dyrnar; í því tók einhver i handlegginn á henni að aptanverðu, það var móðir hennar. Gunnlaug hafði heyrt þegar hún opnaði dyrn- ar og dottið í hug hvað hún ætlaði sjer. Petra fann að hún gat ekki komist út hjá henni, án þess að beita of- beldi og slíta sig af henni. Hún vissi það glöggt að engar athugasemdir hefðu nokkra þýðingu; móðir henn- ar mundi ekki hafa gefið því nokkurn gaum. Hún var því alráðin í því að slíta sig af henni; það var þó ekk- ert verra til í heiminum en hið versta, og það hafði hún þegar lifað. „Hvert ætlarðu?" spurði móðir hennar. „Jeg ætla að flýja", svaraði Petra stillilega og hjartað barðist ótt og títt í brjósti hennar. „Hvert ætlarðu að flýja?" „Það veit jeg ekki •— en jeg ætla að fara eitt- hvað í burt hjeðan". Hún tók fastari tökum á fata- bögglinum og ætlaði að halda áfram. „Nei, komdu með mjer!" sagði móðir hennar og hjelt af alefli í handlegginn á henni, „jeg hef ráðið við mig, hvernig við skulum hafa það“. Petra hætti sam- stundis allri mótstöðu, varp öndinni mæðilega og gafst á vald móður sinnar. Gunnlaug leiddi dóttur sína inn í dálitla kompu á bak við eldhúsið, þar var giuggalaust en logaði dálítil ljóstýra. Kompan var svo lítil að þær tæpast gátu snúið sjer við í henni. Gunnlaug tók fram böggul nokkurn, iitlu minni en þann er Petra hafði, opn- aði hann og tók þar út sjómannafatnáð: „Farðu í þessi föt“ sagði hún í hálfum hljóðum. Petru grunaði undir eins hver tilgangur móður sinnar væri með þessu, enað hún skyldi ekki segja henni það, þótti henni undarlegt. Hún fór úr sínum eigin fötum og í þessi Móðir henn- ar hjálpaði henni til og einu sinni kom hún nálægt ljósinu svo geislarnir skinu framan í hana; þá sá Petra það í fyrsta skipti að móðir hennar var orðin gömul. Ilafði hún orðið það síðan í fyrra dag, eða hafði Petra ekki tekið eptir því fyr? Tárin hrundu niður eptir kinn- unum á Petru og ofan á móður hennar, en hún leit ekki upp og báðar þögðu. Síðast sctti Gunnlaug sjó- hatt á höfuð henni, tók þ í næst fataböggulinn, slökkti ljósið og sagði: „Komdu nú“. Þær fóm nú fram í dyrnar aptur, en Gunnlaug lauk upp ldiðinu á girðingunni og lokaði á eptir-sjer. Þær gengu í gegn um garðinn, sem allur var troðinn niður; trjen voru ýmist rifin upp með rótum eða brot- in og girðingin víða skekkt og brotin. »Skoðaðu nú vel bæinn okkar og allt umhverfiss sagði Gunnlaug, »þetta verður að líkindum í síðasta skiptið, sem þú kemur hingað, þjer er óhætt að kveðja æskustöðvar þínar fyrir fullt og allt«. Það fór hrollur um Petru; hún sneri sjer við og litaðist um. Hún kvaddi bæinn, æskuhæli sitt með við- kvæmum söknuði; hún kvaddi hvern stein og hvcrja spítu, sem hún þekkti og það var eins og hún hefði tæpast kjark til þess að skilja við það, en hún varð að fara. Henni sýndist sorgarsvipur hvíla yfir öllu, rjett eins og það kveddi hana með söknuði, eins og hún ! kvaddi það. — Þær gengu eptir skóginum, þar sem Petra hafði leikið sjer svo opt í sakleysi æskunnar, svo glöð og áhyggjulaus; þær gengu einmitt þar scm fund- um þeirra Gunnars bar saman kveldið góða, þar sem þau Yngve Vold höfðu áttst við, og þar scm hún hafði lifað hinar innilegustu fagnaðarstundir með Ödegaard þegar hann kom heim aptur. Visin blöð lágu fyrir fót- um þeirra og minntu Petru á að vonarblóm framfíðar- innar væru einnig fölnuð að því er hana snerti, þótt hún væri ekki orðin gömul. Það var nístingskuldi og hún hríð skalf í þessum nýja klæðnaði, sem móðir hennar hafði fengið henni Gunnlaug beygði út af leið niður að garði nokkr- um. Petra þckkti garðinn þótt langt væri liðið frá því hún hafði sjeð liáhn síðast — það var garðurinn hans Pedro Ohlsen. Gunnlaug hafði lykil að honum, lauk honum upp og læsti síðan er þær voru komnar inn. Gunnlaug hafði orðið að fara til Ohlsens um morgun- inn og nú varð hún einnig að fara til hans með dótt- ur sína þegar hún gat ekki verndað hana lengur. Hún hafði tekið þetta mjög nærri sjer, en það var ekkert undanfæri og allt sem varð að gjöra það gat Gunn- laug gjört. Þegar þær komu að dyrunum, drap Gunn- iaug högg á hurðina með hendinni. Samstundis opn- uöust dyrnar og ljós var inni fyrir; Pedro kom sjálfur til dyra klæddur feröafötum. Hann var náfölur í and- liti og auðsjáanlega hræddur. Hann hjelt á kerti í hendi sjer og varp öndinni mæðilega þegar hann leit á Petru, sem var grátþrúngin í andliti. Hún Icit framan | í hann; en vegna þess að hann þorði ekki að láta á því bera að hann þekkti haua, há þorði hún það ekki lieldur. »Þessi maður hefur lofað að hjálpa þjer og koma þjer á brott« mælti Gunnlaug án þess að líta a

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.