Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 21.09.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 21.09.1897, Blaðsíða 2
266 reikningum á hendur landsjóði. — En megum við þá biðja um eitthvað annað en nautaskip til þess að fiytja hann á —? Og megum við biðja um eitthvað annað en „Fjós- ið" til þess að flytja aðra farþega á, allra, allra síðustu flónskuferðina sem farin verður til þess að brenna upp peningum þessa bláfátœka þjóðfjelags r Málæðis-sýki, Læknir einn hefur ritað í frakkneskt blað um mál- æði, kveður hann það vera veiki sem einstöku menn þjáist af meira eða minna. Hann segist hafa fundið það að veikin stafi af bakterium í heilanum, sem hann nefnir »málæðismaur«. I heilanum á sumum mönnum er hola þar sem maur þessi er í. Sá sem hefur maur þenna, þjáist opt töluvert af óstöðvandi löngun til mælgi. Þessi hola í heilanum er hið eiginlega aðsetur málæðismaursins, en áhrif hans berast til munnsins eptir taugunum. Á meðan maurinn er einungis í heilanum er mjög erfitt að finna hann. Veiki þessi er sjaldan á háu stígi fyrr en menn eru orðnir 15—20 ára. Stundum er hún þann- ig að menn tala setning og setning á stangli og allt í hljóði, en optast þannig að hver setning rekur aðra án nokkurS millibils. Til þess að lækna veiki þessa, ráðleggur læknirinn munnkörfu. (Eptir »Menneskev.«). Hættulegt verk. Þegar verið er að sópa herbergi og hrysta dúka þá sem breiddir eru á gólfin, fyllist loptið af alls konar bakteríum sem margar eru mjög skaðlegar fyrir heilsuna og því ættu menn að gæta þess að vera ekki inni. Þekking manna á bakteríum er orðin svo mikil, og tjón það er þær valda svo Ijóst, að mönnum ætti að vera annt um að forðast þær sem mest. Á veturna þegar allt er kyrt og hreyfingarlaust, þá safnast bakter- íurnar á gólfdúkana, en fylla svo loptið aptur þegar þeir eru hrystir. Af þessu sjest það að þótt allrar varúðar væri gætt sem frekast yrði og allir forðuðust að vera inni á meðan sópað væri, þá hlyti samt alltaf einhver einn að verða fyrir hættunni, nl. sá sem hrystir dúkana og sópar herbergin. I stað þess að hrysta dúkana ætti því að strjúka þá með votri tusku; annars væri skynsamast að hafa al- drei ullardúka á gólfinu heldur límkvoðudúka; það má þvo þá á hverjum morgni með lítilli fyrirhöfn; helst ætti aldrei að sópa gólfin, heldur einungis að þurka þau líka með votri tusku; það yrði ef til vili nokkru fyrir- hafnarmeira, en þess ber að gæta að ekki er horfandi í jafn smávægilegan 'erfiðleik þegar um heilsuna er að ræða. (Þýtt). Með öilu ieyíiiegu móti. Fjöldamargir menn hafa gengið í fjelag í Danmörku í þeim lofsverða tilgangi að hefja alvarlega og óþreyt- andi baráttu gegn áfengisnautninni. Fjelagið skrifar Pohtiken 22. ágúst á þessa leið. » ... Vjer höfum ásett oss að taka alvarlega til starfa og láta ekkert tækifæri ónot- að til þess að hrinda máli voru áleiðis. Vjer ætlum og og verðum að vinna með alvöru og atorku; vjer ætlum að gjöra ailt til þess að fá alla bestu menn þjóðarinnar til þess að ganga í lið með oss; vjet ætlum blátt áfram að segja víninu stríð á hendur. Vjer verðum að heimsækja óvininn í hans eigin her- búðum; vjer verðum að skoða ásigkomulagið á heimil- unum sjálfum; fá hjálp og liðveislu hjá konunni, ná börn- unum i vorn flokk, reyna að telja manninum hughvarf, vekja hjá honum tilfinningar fyrir skyldum þeim er hann hefur- við konu sína, börn sín og heimilið yfir höfuð; sann- færa hann með órækum rökum, sem oss alldrei mun skorta, og fá hann til þess að snúa aptur á rjetta leið. Vjer verðum enn fremur að hafa áhrif á löggjöfina, sýna henni það og sanna að hún er skyldug að hlynna fyrst og fremst að þessu velferðarinnar og mannkær- leikans máli; að hún er skyldug til þess að koma í veg fyrir drepsótt þessa, sem grafið hefur allar rætur undan framtíðarblómum fjölda margra manna, sem kippt hef- ur fótunum undan vellíðan heilla þjóða og eitrað allt Iíf þeirra með banvænni ólyfjan. Allir ungir og gaml- ir, æðri og lægri, karlar og konur eiga að taka þátt í þessari baráttu sem grundvallast á mannúð og með- aumkvun annarsvegar og vísindalegum sönnuuum og margra alda reynslu hins vegar. Vjer skorum á alla góða menn og konur að ganga í lið með oss og grafa ekki pund sitt í jörðu. Vjer skorum á alla sem unna heill og framförum þjóðar vorrar að leggja fram krapta sína þessu tii styrktar; vjer skorum fyrst og helst á embættismenn vora, leiðtoga og löggjafa að iáta ekki siít eptir liggja, og vjer treystum því að þær góðu von- ir, er vjer berum til þeirra verði ekki til ónýtis . . .« 5. 7. y. Fiskimærin, Eptir Björnstjerne Bj'órnson. (Framh.). Smárnsaman iæg.ði hávaðann; hún læddist fram úr horninu og jaíhskjótt sem hljótt var orðið ætlaði hún

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.