Dagskrá - 25.09.1897, Page 4
s8o
tekið upp önnur íslensk í staðinn eða lagað þau eptir
íslensku máli og jeg þykist fullviss um að enginnmuni
þess eitt einasta dæmi; en hvernig stendur þá á því að
íslendingar geta ekki fylgt hinni sömu reglu, þegar þeir
setjast að annarsstaðar? hvernig stendur á því að þeir
geta ekki haldið nöfnum sínum óbreyttum eins og allir
aðrir menn gjöra? Hversvegna þurfa þeir að kalla sig
Wilhelm og Paul, Peter og Svend, þótt þeir komi til
annara landa? Það hlýtur að vera af því, að þeim'
þykir það eitthvað fínna eða af því, að þeir vilja al-
gjörlega eyða allri minningu um það að þeir hafi nokkru
sinni verið á íslandi og þetta er svo ríkt hjá þeim, að
þeir taka ekki upp hin rjettu nöfn sín þótt þeir flytji
hingað aptur; þykjast jafnvel ekki skilja þá sem tala
við þá og nefna þá rjett. Þeir þykjast ekki mega
brjóta á móti reglum hins útlenda máls með því að skrifa
og nefna nafn sitt á íslensku, en þeir víla ekki fyrir
sjer að ganga fram hjá öllum reglum sinnareigin tungu
og nefna sig ýmsum ónöfnum þegar þeir hverfa heim
aptur.
Hvernig á að fara að lækna þessa íslensku apa-
ketti ?
Sig. Júl. Jóhannesson.
Gufuskipið EGILL kom í gær af Austfjörðum
með 2—3 hundruð farþega, flest verkafólk að austan.
Fiskilitið er sagt þar eystra og síldafli nálega enginn.
Með Agli kom Skapti ritrtjóri Jósefsson, cand. jur.
Marino Hafstein og fl.
Nýtt blað er komið út á ísafirði; það heitir
»Haukur« og er gefið út af hr. Stefáni Runólfssyni,
prentara.
Fiskimærin.
Eptir Björnstjerne Björnson.
(Framh.).
Það var komið kveld og niðamyrkur, þegar skip-
það er flutti Petru varpaði atkerum á höfninni í Berg-
en. Petra reikaði eins og drukkinn maður þegar hún
fór niður í bát skipstjórans, bátnum var róið í land á
milli ótal skipa, er lágu á höfninni. Þegar í land kom
var bryggjan alskipuð fólki. Skipstjórinn fylgdi Petru
í gegnum mannþröngina þangað til þau komu að litlu
húsi snotru; þar kom út kona, sem skipstjórinn bað fyr-
ir Petru og veitti hún henni viðtökur með hinni mestu
alúð. Hún fygldi henni inn, gaf henni að borða og leiddi
hana til sængur. Daginn eptir vaknaði hún um hádegi.
Það var allt nýtt í kring um hana; málið var nýtt og
töluvert ólíkt því sem hún hafði vanist, og framburður-
inn á því sömuleðis, og þegar hún lypti tjöldunum frá
gluggunum, var útsýnið alveg nýtt, hún þekkti ekkert sem
fyrir augum bar, hvorki dautt nje lifandi.
Henni varð litið litið í spegil, sem hjekk á þilinu
og henni sýndist hún sjálf vera orðin ný — hún gat
naumast trúað því að þetta væri andlitið er hún hafði
sjeð þegarhún leit í spegil áður. Hún gat ekki gjört sjer
glögga grein fyrir mismuninum, en hún var orðin breytt.
Hún vissi það ekki að stúlkur á hennar aldri verða miklu
fegurri og tiikomumeiri, þegar þær hafa mætt einhverju
mótdrægu og þungbæru eða yfir höfuð öllum mikl-
um geðshræringum.
En þegar hún stóð frammi fyrir speglinum datt henni
ósjálfrátt í hug, allt það sem fyrir hana hafði kom-
ið hina síðustu daga, og það fór hrollur um hana þeg-
ar hún hugsaði til þess. Hún flýtti sjer því í fötin og
út úr herberginu til þess að reyna að hrinda frá sjer
öllum döprum hugsunum með því að skoða það, sem
fyrir augun bæri í þessum nýja stað, þar sem hún hafði
ekkert sjeð áður. Þcgar hún kom út hitti hún husmóð-
urina og fleiri konur, sem skoðuðu hana frá hvirfli til
ilja og lofuðu henni því næst að sýna henni allt, er
hana langaði til að sjá og reyna til að láta henni ekki
leiðast. Fyrst kváðust þær skyldu fylgja henni um
borgina til og frá. Hún þurfti þð kaupa ýmislegt og
hljóp því inn í herbergið er hún hafði sofið í, til þess
að sækja veskið sitt, en hún fyrirvarð sig að hafa með
sjer svo stórt veski og opnaði það því til þess að taka úr
því peningana. Hún ætlaði að taka hundrað dalina
hans Ohlsens, en þegar hún gætti að, voru þeir þrjú
hundruð. Nú hafði Pedro Ohlsen aptur gefið henni pen-
inga þvert á móti vitund og vilja móður hennar. Hún
var ekki vön að hafa mikla peninga undir höndum, og
hafði því óljósa hugmynd um, hversu miklir peningar
þetta voru í raun og veru og þess vegna hafði það
ekki eins mikil áhrif á hana og ella mundi verið hafa.
Pedro bjóst við þakklætisbrjefi frá Petru, en það fór á
annan veg. Gunnlaug sendi honum brjef, er hún hafði
fengið frá Petru, þar sem hún segir móður sinni frá því,
að Pedro hafi svikið inn á sig meiri peninga en um
hafi verið talað.
Þegar Petra fór að skoða sig um í borginni, fannst
henni mikið um það hversu náttúran var þar stórskorin
og hrikaleg. Henni fannst fjallið vera langt of nærri
rjett eins og það þreyngdi svo að henni að hún gæti
tæpast dregið andann og hana langaði til, að bægja því
frá sjer með hendinni. Stundum sýndist henni allt vera
svo dapurt og þunglyndislegt og minna sig á allar hörm-
ungar hins Iiðna tíma. Fjallið var dökkt og sveipaðsvörtum
skuggum; skipin huldu efri hluta þess dimm og drunga-
leg. Vindurinn söng einhvern grimmdaróð, sem hún
ekki skildi, en þóttist þess fullviss að það boðaði sjer