Dagskrá - 25.09.1897, Side 5
281
einhverja óhamingju; enginn tók eptir þessu, eða þýddi
það á líkan hátt og hún.
Allir voru glaðir og kátir og miklu meira líf og
fjör var í þessari borg, en Petra hafði þekkt heimaí
hún gleymdi því smámsaman raunum sínum, því allir
voru henni góðir eins og bestu bræður og systur.
Þegar hún gat þess yfir borðum, daginn eptir að
hún kom, að sjer þætti skemmtilegast að vera þar, sem
margt fólk væri saman komið, þá sögðu menn að hún
skyldi fara á leikhúsið; þar væru mörg hundruð manns í einu
húsi. Það þótti henni óskaráð; það var keyptur handa
henni aðgöngumiði og henni fylgt þangað á rjettum
tíma. Leikhúsið var skammt þaðan sem hún bjó. Hún
fjekk sæti á innsta bekk á veggsvölunum. Hún varð
alveg gagntekin af allri fegurðinni; allt var lýst og upp-
Ijómað; mörg hundruð manns sátu þar, og allir voru
með gleðibros á vörum; áður en farið var að leika töl-
uðu menn um alla heima og geima. Henni hafði aldr-
ei dottið í hug, að hún mundi sjá eða heyra nokkuð
þessu líkt. Ödegaard hafði auðvitað sagt henni frá
mörgu, en á leikhúsið hafði hann aldrei minnst einu orð.
Sjómennirnir höfðu talað um leikhús, þar sem væru
villt dýr og grimmir vargar, en drengjunum hafði aldr-
ei dottið í hug að tala um sjónleiki jafnvel þótt þeir
hefðu sjeð þá í skólanum. I þorpinu var ekkert veru-
legt leikhús. Stundum komu þangað íþróttamenn,
leikarar, skilmingamenn o. s. frv., en þeir voru alltaf
annaðhvort úti á skipi þar á höfninni eða úti á völlum.
Hún sat steinþegjandi og spurði einu sinni ekld að
nokkrum hlut; hún bjóst við að sjá þá og þegar eitt-
hvert dýr t. d. úlfalda, apa eða eitthvað þess háttar og
þetta var svo ríkt í huga hennar að henni sýndist smám- !
saman mennirnir er í kring um hana sátu, breytast í
ýms dyr og kvikindi, svo sem hesta, hunda, tóur, ketti
mýs o. s. frv.
Allt í einu var eins og hún hrykki upp af draumi;
hún heyrði afarmikinn söng og hljóðfæraslátt; það var
samspil ýmsra hljóðfæra og slíkt hafði hún aldrei heyrt
áður. Þetta hafði svo mikil áhrif á hana, að hún
gleymdi næst um sjálfri sjer; ýmist var hún löðrandi í
svita, ýmist varð hún náföl og fannst sem sjer rynni
kalt vatn á milli skinns og hörunds. Hún kveið fyrir
því að eitthvað kæmi næst líkt þessu eða verra og þó
vildi hún ógjarna að það hætti. Henni fannst loptið
allt ganga í bylgjum; henni heyrðust raddirnar blandast
saman cg verða stundum að drynjandi fossanið. Stund-
um lægði sönginn, og var eins og hinir síðustu tónar
liðu burt á loptöldunum; en þegar minnst varði hófst
aptur hinn margbreytti samsöngur. Ljósið varp frá sjer
gulum geislum á allar hliðar.
Allt í einu sá hún að veggurinn sem blasti við }
henni hófst í [opt upp; hún var stödd í kirkju ineð ó-
tal súlum og bugum; þar hljómaði sorgarspil og áhrifa-
mikill söngur; allt var miklu hátíðlegra en hún hafði
nokkru sinni gjört sjer hugmynd um að verið gæti.
Tveir menn komu fram á sjónsviðið í öðruvísi búningi
er hún hafði sjeð og töluðu mál, er hún ekki skildi —
henni fannst þetta hljóta að vera kirkjn. Allt í einu
heyrði hún talað að baki'sjer og sagt: »Sestu niðurL
Hún hrökk við og leit aptur fyrir sig, en hún sá ekk-
ert til þess að sitja á. Þessir tveir menn stóðu alltaf
og töluðu saman; hún horfði stöðugt á þá og því leng-
ur sem hún virti þá fyrir sjer, því betur sannfærðist
hún um að þeir voru alveg eins búnir og mynd er hún
hafði sjeð af Ólafi konungi helga, — hún heyrði það
einnig glöggt, að nafn hans var nefnt. »Sestu niðurL
var aptur sagt að baki hennar: »sestu niður!« kölluðu
margar raddir. «Hver veit nema eitthvað sje um að
vera fyrir aptan mig« hugsaði Petra, og sneri sjer við
skyndilega. Hún sá framan í ótal andlit, sem lýstu
gremju og reiði og sum þeirra horfðu á hana ógnar-
augum. (Frh).
Armenisk vísindakona.
(Þýtt).
I fyrra dvaldi kona ein frá Armeníu i Vlnarborg, sem
hefur aflað sjer svo mikillar þekkingar 1 læknisfræði og fl. að
hún stendur alls ekki að baki góðum læknum í Evropu.
Kona þessi heitir Margitta Beglaríon, dóttir fursta eins og
jarðeignarmanns 1 Armeníu.
Þegar á unga aldri tók hana það sárt hversu landar henn-
ar urðu að fara á mis við alla læknishjálp; ásetti hún sjer þvt
að ráða bót á þessu að svo miklu leyti er hún framast mætti,
og lagði fyrir sig læknisfræði. Hún hefur tekið próf í Bern
og ætlar sjálf að veita forstöðu spítalahúsi er faðir hennar hcf-
ur látið reisa á eigin kotnað með öllu tilheyrandi. Hún vill
einungis hafa kvennfólk sjer til aðstoðar við sjúkrahúsið og
segir að hægt sje að finna nógu margar konur í Armeníu
færar til þess. Þetta vakti miKla eptirtekt og var hún boðuð
tilEvropu af fjelagi einu til þess að halda fyrirlestur í Vínar-
borg um armenískar konur. Hún varð við bæn fjelagsins og
hjelt langan og snjallan fyrirlestur fyrir fjölda áheyrenda. Frk.
Margitta Beglaríon er úr þeim hluta Armeníu, sem heyrir
undh- Rússakeisara, en ekki Tyrki; þar er allur áhugi í mennta-
legu og framfarálegu tilliti á miklu lægra stígi. Hún er ein-
ungis 24 ára gömul, en þó hefur hún veitt svo nákvæma eptir
tekt kvennþjóðinni í Evrópu að hún getur borið hana saman
við armeniskar konur og hefur glögga hugmynd um allan
þann mun sem er á þeim og konum í Evrópu. Hún getur
lýst konunum í Armeníu frá evropisku sjónarmiði og eins
evrópisku konunum frá sjónarmiði Armeníumanna.