Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 18.12.1897, Side 1

Dagskrá - 18.12.1897, Side 1
II, 85. Reykjavík, laugardaginn 18. desember. 1897. Hæstirjettur og ríkisráðið. Menn munu minnast þess að vjer gátum þess í sumar þegar hr. Sk. Thoroddsen og nokkrir aðrir löglesnir liðsmenn í Valtýs- flokknum voru að karpa um »ábyrgðina« að vjer mundum bera þá þrætu undir álit ein- hvers lögfræðings ytra, ér marka mætti — og höfum vjer fyrir nokkru fengið svar frá manni þeim, sem vjer snjerum oss til. Hann er vel þekktur í Danmörku, og hefur gegnt embætti um mörg ár í Kaupmannahöfn, sem aðrir eru ekki látnir skipa heldur en bestu lögfræðingar. Vjer höfum ekki leyfi til þess að geta nafns hans og er málefnið þess ■eðlis að vel er skiljanlegt að enginn danskur embættismaður, síst neinn sem hátt er settur, hirði að láta nafngreint álit sitt uppi í þá átt sem þessi fer. — Ætla má að lögfræðingaráð Valtýs þiykist ekki vilja hafa að miklu hvað Danir segi hjer um, og að ekki þurfi að leita út fyrir landið að rjettum rökum í þessu máli. En vitleysur sumra Valtýsliða í sumar gengu svo ’fram úr öllu hófi, og öfugmælum og ax- arsköptum hefur rignt í svo mikilli mergð niður yfir íslenska lesendur — jafnvel frá þeim Valtýingum er þóttst hafa löglærðir (sbr. t. d. »Corpus juris«) — að það virtist fullkom- in ástæða til þess að leggja þrætuna undir dóm annara manna í öðru landi, þar sem upplýsing er komin á það stig að bersýni- legar vitleysur, þvert ofan í það sem allir menn með viti sjá að rjett er, þolast ekki í opinberum ræðum eða ritum. Vjer skulum hjer þýða orðrjett brjef hins danska lögiræðings, -— þann hluta þess sem kemur við rjettarfarsspurning þeirri er »Dagskrá« bar undir hann: »Eptir að jeg nú í fáum orðum hef látið yð- ur í ljósi skoðun mína um hlutfallið á milli hinnar íslensku stjórnarskrár og grundvallar- laganna, skal jeg einnig mjög stuttlega skýra frá því hvað jeg álít um dómsvald hæsta- rjettar í ábyrgðarmálum er höfðuð yrðu út af stjórnarskrárbrotum gegn einhverjum af ráðgjöfunum. Þjer hafið í brjefi yðar tekið það fram, að þræta sú er hafi átt sjer stað í íslensk- um blöðum og á alþingi í sumar um þessa varnarþingsspurning hafi einungis snúist um slík stjórnarskrárbrot er framin væru innan ríkisráðsins. -— En jeg get ekki sjeð betur, en að. þessi aðgreining yðar eða annara, sem deilt hafa um þetta atriði, sje ástæðu- laus. — Hvort sem hin pólitiska yfirsjón er framin í eða utan ríkisráðsins virðist mjer hið sama hljóta að gilda um dómsatkvæði hæstarjettar í þessum málum, svo lengi sem tslandsráðgjafinn er reglulegur meðlimur hins danska ráðaneytis. — Það virðist sem sje auðsætt, að rjettarfarsákvæði grundvallar- laganna yrðu látin gilda að því er snertir ríkisráðsgjörðir, er kæmu í bága við stjórn- arskrána íslensku. Og þá yrðu grundvallarlögin einnig að ná yfir aðrar gjörðir ráðgjafa ykk- ar, að því leyti, sem hann fremur þær sem danskur ráðgjafi, en þannig hlýtur hann að mínu áliti að skoðast bæði utan og innan ríkisráðsins, svo lengi sem hann á að greiða alkvæði sitt um íslandsmál ásamt með hin- um öðrum ráðgjöfum hvort heldur er í ríkis- eða ráðgjafaráðinu danska. Jeg held því þannig föstu, að hjer sje að ræða um öll hugsanleg stjórnarskrárbrot ráðgjafa þess, er hefur Islandsmál á höndum, og gjöri jeg enga þá aðgreining á, er þjer segist hafa gjört í blaðagreinum um þetta málefni. — Jeg verð þá fyrst að taka það fram í samræmi við# það, sem jeg 'hefi áður sagt uri gildi stjórnarskrárinnar yfirleitt*, að jeg álít það víst að varnarþingsregla stjórnar- skrárinnar hljóti að víkja fyrir hinni almennu undantekringarlausu varnarþingsreglu grund- vallarlaganna: að pólitisk brotamál gegn ráð- gjöfunum skuli dæmastljaf ríkisrjettinum. — Jeg álít engan vafa á því að hæstirjettur mundi frávísa hverju máli sem höfðað yrði nú gegn ráðgjafa íslands fyrir tillögur sínar eða aðgerðirær kynnu að ríða í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar og alþingi kynni að höfða málsókn út af. Alþingi getur ekki álitist rjettur sakar- aðili í slíkum málum þrátt fyrir orð stjórn- arskrárinnar — nema því að eins að ráð- gjafi Islands sje álitinn standa fyrir utan reglur grundvallarlaganna um starfsvið, skyld- ur og varnarþing ráðaneytisins. En eins og litið.er nú á stjórnarskrána hjer í Danmörku fer því fjarri að Islands- ráðgjafi sje álitinn að neinu leyti standa fyr- ir utan hinar'almennu ráðaneytisreglur ríkis- ráðsins. Hann er meðlimur ríkis- og fáð- gjafaráðs, og greiðir atkvæði um hvert ein- asta danskt málefni sem fyrir kemur þar og það ekki einasta sem dómsmálaráðgjafi, — heldur mundi hann gjöra það jafnt eptir sem áður, þótt hann ætti einungis að hafa íslensk málefni á höndum. Það hefði engin áhrif á rjettarstöðu hans, þott hann legði frá sjer dómsmálin, því hin svokölluðu íslensku mál eru blátt áfram ekki annað nú, heldur en dönsk mál, sem hafa sjerstaka skrifstofu. Til þess að taka til meðferðar ábyrgð- armál sem höfðað yrði gegn ráðgjafanum fyrir pólitiskar gjörðir hans yrði hæstirjettur að ganga út frá því að ráðgjafi Islands sæti ólöglega í ríkisráði Dana, eða með öðrum orðum, að ákvæði grundvallarlaganna giltu ekki um ráðherrastöðu hans. En því fer fjarri að jeg álíti að hæstirjettur mundi kom- ast að þeirri niðurstöðu. Jeg hygg engan vafa á því,- að hæstirjettur mundi álíta stjórn- arskrárákvæðin ríða í bága við grundvallarlögin að því er ábyrgðarreglur hennar snertir og mundi því vísa slíkri málssókn frá sjer sam- kvæmt skyldu sinni (ex officio). I rauninni stendur og fellur allt gildi hinnar íslensku stjórnarskipunar með því hvort ráðgjafi Islands á að sitja í ríkisráðinu eða ekki. — Eigi hann að sitja þar, þá hafið þið enga stjórnarskipun nema í orði kveðnu; — eigi hann ekki að sitja þar þá hafið þið mjög ófullkomlega orðuð grundvallarlög, sem verða að þýðast og fyllast út samkvæmt hlutarins eðli og eptir almennum stjórn- skipulögum (constitutionell) hugmyndum. (Frh). * Hjer á höf. við rök, er hann fyrr í brjefi sínu hefur leitt að því að stjórnarskráin verði al- staðar þar sem hún kernur í bága við grundvall- arlögin að skoðast sem einkis nýt (»Constitutio- nel Nullitet)« frá sjónarmiði þeirra sem álíti hina núverandi stöðu ráðherrans í rlkisráðinu löglega. Á þeim tíma urðu þeir Heredes og Piiatus vinir, „Sækjast sjer um líkir — — Þeir komu sjer snemma saman um þ að ritstjórarnir Jón Olafsson og Valdimar Ás- mundarson, að gjöra það, sem í þeirra valdi stóð til þess, að reyna að hnekkja útbreiðslu „Æskunnar"; hvort sem það hefur nú verið af öfund yfir því, að þeim skyldi ekki detta það fyrst í hug að gefa út barnablað, eða af einhverjum öðrum ástæðum, þeim eig- inlegum, þá er það víst að »Æskan varð til þess, að koma á vinfengi meðal þeirra, eða að minnsta kosti samkomulagi. Ritstjórinn í 18. sinni, hefur nú fengið málshöfðan fyrir áreitni við hin blóðin og þá ræðst hann af alefli á „Æskuna“,til þess að geta svalað sjer einhversstaðar, Hann heldur sjálfsagt, að hún muni verða veikust til varnar og hægt að kippa undan henni fótum; hann hefur reynsluna fyrir sjer í því, maðurinn, að blöðin eiga erfiðast uppdráttar á meðan þau eru ung og þá er ráðlegast fyrir þá sem veik hafa vopnin að vega að þeim, að minnsta kosti hefur honum ekki gengið svo vel að halda líftórunni í þeim, blöðunnm sínum, þvj flest hafa þau veslastupp í höndunum á honum, og ekki er „N. Ö.“ enn þá svo burðug, að hún geti vænst þess, að verða langlífari en systkini hennar, þótt hann pabbi hennar heiti Jón Olafsson. Það get jeg sagt ritstj. „N. A.“ með sanni, að í hvaða tilgangi sem hann hefur ’nafið þessa krossferð gegn »Æskunni“, þá má hann eiga það víst, að hún hefur þegar náð svo míkilli hylli lesenda sinna, þótt hún hafi enn ekki getað flutt myndir og þótt Jón Olafsson hafi ekki verið ritstjóri hennar, að erfitt mun verða fyrir hann að ráða hana af dögum, þótt hann fái í lið með sjer frú(!!) Bríeti og fleira af þess háttar fólki. Jeg minnist þess, að Jón minn Olafsson hjet »Æskunni“ liðveislu sinni, þegar fyrsta tölublað hennar kom út. „Hamingjan hjálpi mjer og »Æskunni«" minni!« hugsaði jeg „og forði okkur frá því“. Mig minnti það nefnilega, að jeg hefði lesið það, bæði í Vesturheimsblöðum og víðar, að öllum þeim fyrirtækjum væri hætta búin, sem Jón Ólafs- son væri eitthvað viðriðinn. Jeg get nú ekki sagt, að jeg sje svo framúrskarandi hjátrúar- fuliur, en það var samt eins og mjer findist þetta hafa einhvern sannleika í sjer fólginn. Jeg varð því innilega glaður þegar jeg sá að hjalpin átti að vera í því fólgin að níða blaðið; jeg sá að það mundi geta orðið því til góðs og hið sama hefur eflaust vakað fyrir honum sjálfum; þess vegna hefur hann haft hjálpina þannig lagaða. En til þess að sýna að ekki væri van- þörf á því fyrir hann Jón minn að sópa fyrst fyrir sínum eigin dyrum, þá ætla jeg að lesa yfir einungis eina síðu í »N. 0.« og taka hjer upp dálítið af ritvillum og málleysum, og sýna fram á hvernig þar úir og grúir af ýmsu, sem glögglega ber með sjer óvand- virkni og illan frágang. Það er 63. síðan, sem jeg tek til athugunar. I 1. dálkl 2. I. a. o. stendur heiðsgestur, það orð skil jeg ekki. 2. d. 27.1. a. n. hvorki — eða það er málleysa.. 2. d. 12—18 I. a. n. Jeg kann nú bestvið . . — og svo byrjar maður. — Þetta þætti ekki fallegt mál í »Æskunni«. Það getur verið

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.