Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 18.12.1897, Side 2

Dagskrá - 18.12.1897, Side 2
342 full gott í »N. Ö.“! 3. d. 22. 1. a. o. lenda í jólak'óttinn (!!) skyldi ölluin þykja það fallegt? 3. d. 19. 1. a. n., að því, er veðrið snertir, má vænta að útgefandinn stækki blaðið. Hvernig getur ritstjóriun komið því í sam- band við veðrið? 3. d. 9. ]. a. n. »Æsk- nna«. 3, d. 8. 1. a. n. Onnnr eins ómynd og hún sýnir sig að vera ! Það er tæpast liægt fyrir nokkurn mann að tala »bögubósa- legra« n)á! en þetta! og Jón Olafsson ætti að minnsta kosti að vera vaxinn upp úr því. Jeg þykist nú hafa sýnt fram á það með rökum, að Jón Olafsson þarf ekki að láta mikið yfir sjer þar sem um rjettritun og gott mál er að ræða, eða vera digurmæltur um unglinga, þegar hann, sem margsinnis hefur gjörst leiðtogi þjóðarinnar, bæði hjer heima og annarsstaðar, leyfir sjer að bera á borð fyrir fullorðið fólk annað eins góðgæti og þetta; og það er ekki óhugsandi að hann fái áð- ur en langt um h'ður að komast að því, að meira þarf ti! þess að öðlast ’nylii fyrir biað sitt, en einungis að heita Jón Ólafsson. Þetta er að eins það helsta, sem atliuga- vert er, en jeg hef sleppt öllum vitlausum greinarmerkjum og fl. þess háttar; þar á með- al hinni miklu ósannkvæmni í rithættinum, þar sem hann skrifar ýmist allt eða alt, als eða alls og m. fl. Svona margar vitleysur á einni einustu síðu munu vera sjaldgæfar. Að endingu skal jeg geta þess, að jeg er fús til að fylgja því ráði, sem ritstj. „N. A.“ kennir og þannig hljóðar: „Blessaður láttu’ ei bíta á þig að baulur hala sletta, aðra vilja þær eins og sig, eins er nú með þetta". Nei, það bítur ekki á »Æskuna« þótt Jón sletti halanum. Að svo mæltu óska jeg Jóni mínum gleði- legra jó!a og góðs árs, jeg bið hamingjuna að styrkja hann til þess að vanda betur frágang- inn á Öldinni sinni framvegis því það gæti þó orðið til þess að dálítið lengra yrði þang- að ti! „Æskan" stæði yfir moldum hennar. Sig- Júl. Jóhannisson. „Hafragraut á ekxi að sjóða lengur en 5 — iomín.“, segir N, Ö., „og margir Vestur- heimsmenn sjóða hann ekki öðruvísi en að heila heitu vatni á mjölið (!) Hann er því hollari, bragðbetri og auðmeltari (!!) sem hann er minna soðinn(!)« náttúrlega þí beztur hrár! Slík fæða er sjálfsagt heiitug handa vestur- heimskum uxum. — Islendingar eru orðnir siðaðri en svo að þeir sjeu hráætur. S. J. J. „Vílian4' vestfirska. „Þjóðv. uiigi", r.r. 10, er að gefa öðr- um blöðum það nafn. sem hann verðskuldar sjálfur, fremur flestu öðru sem gefið hefur verið út í blaðsniði hjer á landi. — Hann er frekur og tekur munninn fullan nú sem fyr. I þeirri mennt hefur hann æfst en ekki ryðgað, eptir að ritstj. Sk. Th. gekk í lið með Dönum í stjórnarskrármálinu, því síðan það skeði hefur Sk. þurft á ollu sínu takmark- aða mannviti að halda til þess, að sjóða saman ósvífnar og staðlausar getsakir um aíla þá er fyigdu líkri skoðun fram í end- urskoðunarmálinu eins og þeirri sem hann skrifaði sjálfur nafi sitt undir í nefndaráiit- inu sæla, síðast á þingi í sumar. — Þessa hefur Sk. þurft, til þess að láta svo sýnast, sem hann tryði óbifanlega á það að vera sannur vinur fóiksins — sem hann hafði svikið, þar sem aðrir vildu ekki svíkja. — En hversu mjög sem Sk. reynir að deyfa sína betri vitund með háværu gjálfri og glaumi í Þjóðvillusneplinum sínum, mun hann þó ekkl geta fengið aðra til þess að gleyma eða loka augum fyrir því hve auð- virðilega honum hefur farist, alla leið síðan að hann kom 5000 króna „bitinni" á landsjóð og þóttist fá tækifæri til þess að koma fram óvild sinni gegn persónulegum óvinum sínum upp á kostnað Islands. Það er ekki hugsanlegt að neinn maður sem vinnur allt af eiginhagsmuna hvöt einni — sem er jafn treggáfaður eins og Skúli Thor- oddsen, og ekki betur innrættur að upplagi geti gefið út annað en saurblað, enda mun enginn efast um hvern »karaktjer« beri að gefa »Villunni“ nú síðan að innri maður hins aflagða fógeta fór að koma fyllilega í Ijós, — enginn ftema sá aflagði sjálfur, er virðist vera að reyna að dáleiða sig og svæfa sína litlu sjálfsþekking með þvkað veifa hrossa- fælunni um sír.ar eigin hlustir. ,Bjarki‘ og stjórnarskrármálið. — Meðal hinna kátlegustu fyrirburða í æfi- sögu Valtýskuglópskunnar, er hefur mengað og sýkt hugi nokkurra málaskúma hjer í landi, munu stjórnmálsleiðararblaðsins „Bjarka" verða taldir, — þá er menn síðar fara að hafa gleggra yfirlityfir alla hringreið hinna ýmsu forríðara og pólitisku klunna er tekið hafa þátt í skrípaeimferð doktor Valtýs. Það hefur aldrei heyrst eitt orð eðasjest ein hugsun skráð í leiðurum þessa rímarablaðs um stjórnarskrármálið, sem hafi verið til annars en athlægis. — Sá, sem hefur ritað greinarn- ar, hefur auðsjáanlega aldrei haft hugmynd um, hvað stjórnarskipun er, hvað ráðgjafi er, hvað þing er, í einu orði að segja, verið jafn sakiaus af allri þekkingu á þessu mál- efni, eins og Adam fyrir syndafallið. — En samt hefur orðabelgingurinn og hinn djúp- setti hugvekjutónn í þessum austfirska Kontra- Skapta alltaf verið jafn hátíðlegur og virst benda ótvíræðlega á Tyrkjatrú höfundarins á eigið víðsýni sit't og skarpskyggni. Það virðist ekki geta kornist inn í höf- uð hans, að það sje allt annað að ríma her.dingar og stuðla stökur heldur en að skrifa um stjórnarfar lands eða ríkis. — En eins og flestir munu vita, höfum vjer átt ýmsa bragsmiði vel hagorða, sem hafa ver- ið svo gersneyddir öllum hæfileikum til þess að skilja eða skýra almenn málefni, að þeir hafa jafnvel, sumir hverjir, mátt heita koma fram sem hrein og bein fífl í öllum fjelags- málum er þeir hafa lagt til um og er það ó- þarfi að nefna nein nöfn að þeirri mannlýsing. Islendmgar vita vel, að þessir menn hafa gefist hjer — menn sem sjálfum sjer óafvit- andi skrifuðu já og nei um sama hlut í sama greinardálkinum, hringluðu úr einu og í annað eins og hálffirtar, gátu ekki hugsað neina liugsun til enda, og voru ófyndnir og þreytandi gasprarar þegar þeir tóku að rita um stjórnarmál eða önnur slík efni — og voru þó vel skáldmæltir eins og höf. Bjarka- greinanna. Meira að segja, vjer þekkjum all- ir eitt skáld hjer á landi, sem stendur hátt yfir þessum höf. í andagift og öllu skáldlegu ágæti. — En enginn skynberandi, íslenskur lesari vill þó sjá „stjórnarmálsleiðara" eptir hann. — Vjer ætlum hjer ekki að fara að ræða um hin ýmsu málsatriði Valtýskuþrætunnar við „Bjarka". Það væri óþarft verk, því vjer getum ekki skilið að nokkur hugsandi maður láti blekkjast af þeim rímaraþvættingi sem blaðið hefur borið á borð í þessu máli. -— Vjer höfum og hingað til látið »Bjarka« greyið umtalslausan — en í allra síðustu tölublöðunum, keyra prosa-hortittir hans svo fram úr hófi að það heföi ekki verið rjett að geta ekki um leiðara blaðsins sem fyrir- burð — einn þann allra kátlegasta í öllu ambögusafni Valtýskuglópskunnar. En sem dæmi þess hve hrokasteytt þetta Eimreiðargagn þar eystra er, út af flokks- stöðu sinni, má nefna ummæli þess um »Blöð- n og stjórnarskrármálið« í einu síðasta tbl. Þar segir „BjarkT' meðal annars um tvö af blöð- uni þeim, er fylgja fram sömu skoðunum og stefnu í stjórnarskrármálinu sem öll pjóðin hefur fylgt og fylgir enn — þrátt fyrir mein- lokur nokkurra Valtýssinna, og ómerkilegar tilraunir nokkurra leigðra „miðlara", — að aðrir hafi engir fengist til þess »að hætta nöfn- um sínum á þá pappíra« orendurskoðun sem fer frain á stjórnarbót fyrir Island! — Það er sumsje »Bjarki«, sem á hjer að vera helsti og fínasti pappírinn — hafandi flækst inn í það, þekkingarlaus og skamm- sýnn að aula sig með hinum ómögulega Danasendli, Valtý Guðmundssyni. — Þessi klausa blaðsins er vjer höfum vitn- að í er ekki löng—en hún einkennir „Bjarka«. — Það er eins og menn sjái í anda rímar- ann og tjelagsmálafíflið er hreykir sjer upp af engu og hefur hátt, — þar sem hann ætti að steinþegja. Síjórnarbót Valtýsdóttir. Engin lifandi skepna, sem nú er á jarðríki, veit með vissu, hve nær Bakka- bræður væru uppi. Þetta er hulinn leyndar- dómur jafnvel Boga Melsteð, sem alþingi hef- ur sýnt mestan sóma fyrir afrek hans á leik- velii sögunnar. Jón frá Ráðagerði, sem sit- ur honum hið næsta í öndveginu, hristir höfuð- ið þegar hann er spurður um þetta efni og ættfræðingarnir drepa niður höfði og þeim syrtir fyrir sjónum — því enginn hefir nekkru sinni rakið ætt sína til Bakkabræðra. Það skiptir heldur ekki afarmiklu, hve- nær þeir lifðu í holdinu og dóu í syndinni. Hitt er aðalatriðið, og það er verra, að: þeir eru nú gengnir aptur. Og til sannindamerkis um, að þessi sögn sje ekki gripin úr vindinum er það, að þeir voru sjenir með berum augum í sjálfum sóiar- geisla höfuðstaðarins s. 1. sumar og hjeldu þeir einkum til í hofinu, sem einkennt er með þorskreiðinni og stendur hjá öðrum enda musterisins með mosavaxna turninn. Og eins og bókin mikla (sagan) mun sýna og sanna, þegar hún verður lesin nið- ur í kjölinn, hjeit Gísli, sem jafnan hefur verið talinn fyrir þeim bræðrum sökum ald- urs og gáfna — þegar reiknað er frá núlli og niður á við, og hefur hann því jafnan veriðmesturvirðingamaðurþeirra—já,hannhjelt Stjórnarbót Valtýsdóttur undir skírn. ■— En Eiríkur og Helgi voru skírnarvottar. Þetta hefur þeim bræðrum þokað upp ept- ir trc.ppustigum tignarinnar, síðan þeir hlóðu grjótinu að Brunku sálugu í storminum svo hún fykí ekki. — Batnandi manni er best að lifa. Hver myndi hafa trúað því, þegar þeir gleymdu keraldsbotninum suður í Borg- arfirði forðum og jusu svo skyrinu í skokkx inn, að þeir yrðu skírnarvottar og guðfeðu- svo tiginnar meyjar ? En þó þeir sjeu nú orðnir goðfeður, þá eru þeir ekki orðnir goðsfeður. Stjórnarbót Valtýsdóttir er ekki enn þá orðin goð þjóð- arinnar cða átrúnaðargoð almennings — þótt nálega helmingur þingmanna hafi sópað slcarn- ið með skegginu fyrir fótum hennar. Það hefur tíðkast allt til þessá dags, að ýmsir rembilátir einokunarkaupmenn hafa tekið kveðju umkomulítilla skuldunauta sinna og verslunarmanna á þann hátt, að þeir hafa , » >

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.