Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 08.02.1898, Side 3

Dagskrá - 08.02.1898, Side 3
365 á því, hvernig ætlast er til að frumvarpið leiki á þá, íslendingum í vil! Ó, heilaga einfeldni! Höfundur frumvarpsins er danskur ráð- herra, sem og er ráðgjafi fyrir Island. Hann sendir alþingi þann boðskap, að hann muni mæla fram með því við konung, að hið marg- umrædda frumvarp verði að lögum gert, ef alþingi samþykki það. Og vér eigum að tráa því að danskur ráðherra sje í samtökum við Islendinga álaun til þess að svipta Dani jafnrjetti gegn Islend- ingum, sem að minnsta kosti fara svo langt að hafa af Dönum með óberum sleipyrðum, sem frumvarps höfundur á að treysta, að þeir (Danir) vari sig ekki á, ráðgjafaembættið fyr- ir ísland, og að lögfesta það^hendur Islend- inga. Vjer eigum að trúa því, að danskur ráðherra gangi fyrir danskan konung, til að vjela hann til þess að höggva þetta skarð í konstitutionel rjett danskra þegna sinna, ís- lendingum í vil! Það er nú víst gott að temja sjer að vera barn, en of mikið má af öllu gera, þar á meðal af þeim barnaskap, að ímynda sjer að Dönum sje ómögulegt að læra íslensku. Þegar það er orðið ómaksins vert fyrir þá að nema málið, þá nema þeir það. Þegar frumvarpið væri orðið að lögum, þá væri til mikils að vinna, og „plássið" víst, ef námið nægði ráðaneytisforsetanum. Þá yrðu ung ráðgjafaefni send á skóla í Reykjavík og þeir lærðu málið fljótt, hjeldu því svo við meðal stúdenta í Höfn og á síðan meðal einhverra sýslubúa íslands; og er þó öldungis ekki víst einusinni að öll þessi viðhöfn þætti nauðsyn- leg; eg bendi aðeins á hana eins og hlut, sem liggur opinn og öndverður fyrir athug- anum. Að enginn danskur maður geti lært að skilja og tala íslensku, þegar það er orðið ómaks vert að tala og skilja málið, það er meinlokuleg hjátrú. Og hvað er það nú sem þetta frumvarp býður? Það er það að íslendingar vjelaðir á tál- yrði, svipti sjálfa sig, með eigin lögum, að vissum mjög svo þýðingarmiklum hluta, sam- þegnlegum rjetti, andspænis Dönum, um ald- ur og æfi. Þetta er hið lengsta, sem stjórn- in getur farið út í endurskoðunarmálið. Að þessu samþykktu skal því máli lokið! Það er ekki til neins að vera að klípa utan af því, frumvarpið er löggjafarlegt tálbragð frá hvaða hlið sem það er skoðað! Eg leiði hjá mjer allar athugasemdir um það, hve samboðið það er rjettlætisráð- herra að vera höfundur þessa frumvarps; það lýsir sjálft embættisiegum siðgæðum manns- ins betur en nokkur orð. Að ganga viljugur í slíka vist, er reyndar að sýna sig óspjehrædd- an, en skrítinn vottur er það um manndóm- lega metnaðartilfinning og virðingu fyrir sjálf- um sjer. En fátt er svo fyrir öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Og það er nú ein- mitt eina bótin við þetta frumvarp að í sam- bandi við það, hefur stjórnin lýst skýlaustyf- ir því, ef ármanni hennar er trúandi, að sjer þyki það ekki einungis eðlilegt, heldur sjálf- sagt, að ráðgjafinn fyrir ísland skuli vera ís- lendingur. Er hún því fastara bundin við þessa viðurkenningu því lausari undirhyggju sem hún bjó yfir. Því að gangi hún frá viður- kenningunni, þá er nú það sem enn lafir við af virðingu og trausti í vind fokið; og svo situr allt, þar á ofan við sama storkandi þjóðarathlægið sem fyrri. En pólitiskt fyrir- komulag, sem stjórnin sjálf hefur gefið í skyn að sjer þyki óeðlilegt, og allir menn með heilsugóðu viti hlægja að, eins og að öðru skrípi, getur varla orðið mjög langlíft. — Hitt er annað mál, hvaða þökk íslendingar og konungur þeirra kunna ráðgjöfunum fyr- ir það, að hafa staðráðið að fá hinn háa hús- bónda til að svipta íslendinga löghelguðum samþegnarjetti og hneppa þá í þegnlega nið- urlægingu. En sjáum hvernig bræðrum semst um kaup, aðframkomnum Esaú með „frumburð- arrjettinn" og þriflegum Jakob með—„baun- irnar!" Octavius Hansen og íslenzka stjórnarmáiið. Mjer hefur verið bent á, að í ýmsum blöðum í Reykjavík, og þar með yðar heiðraða blaði, hafi staðið langir útdrættir af umræðum, sem urðu í „Studentersamfundet,, í Kaupmannahöfn í nóvem- ber í vetur eptir fyrirlestur, sem dr. Valtýr Guð- mundsson hafði haldið um stjórnmál íslands. Þar sem eg tók þátt í þessum umræðum, verð eg að segja, að mjer kom ekki til hugar, að orð mín nytu þeirrar virðingar, að verða sögð í útdrætti í íslenzkum blöðum. Það er ekki venja, að þess- ar kveldræður yfir toddyglösum í »Studentersam- fundet« sé gerðar almenningi kunnar. Eg tók að eins þátt í umræðunum af því, að mig fýsti að verða vísari um það hjá dr. (Valtý) Guðmunds- syni, hvernig íslenzku stjórnardeilunni væri hátt- að nú sem stendur. Eg hafði — þó skömm sje frá að segja — ekki gert mjer svo sjálfstæða grein fyrir þessu máli, að eg gæti haft neina ákveðna skoðun á því. Það sem mig einkum fýsti að vita, var það af hverjum ástæðum ráðgjafi Islands hjeldi því fram, að ríkisráðið danska yrði sífellt að hafa Is- lenzk sjermál til meðferðar. Þá er dr. Yaltýr Guðmundsson út af fyrir- spurn minni hafði gert grein fyrir þeim ástæðum, sem ráðgjafinn mundi hafa til að halda þessu fram, og skýrt frá, að tillaga hans á alþingi mundi ekki hafa í sjer fólgna viðurkenning þess, að ráða- neytið hefði á rjettu að standa í þessu máli, tók eg fram, hve æskilegt það væri, að Danir gætu að miklu ieyti („i vidt Omfang") orðið við ósk- um Islendinga og einkum vonaði eg, að hætt yrði að halda fram kröfunni um meðhöndlan íslenzku sérmálanna í danska ríkisráðinu. Við þetta tækifæri tók eg enga stefnu í mál- inu, hvorki í mínu nafni og því síður nokkurs annars pólitísks flokks. Eg hefi ekki sagt, að eg að neinu leyti fallist á (xudtalt nogen Tiltrædelse eller Bill- igelse af«) pólitík dr. (Valtýs) Guðmundssonar og mjerkom ekki heldur til hijgar, að veraámóti henni. Mér finnst dr. Valtýr Guðmundsson eiga þakkir skildar fyrir það, að hann við þetta tæki- færi fræddi að mun meðal annars danska stjórn- málamenn um helztu atriðin í stjórnardeilu íslend- inga. Dönum er ekki vanþörf á upplýsingum í þessu máli. Fyrsta skilyrði samkomulags er, að menn'skilji hvorir aðra. Væri ríkisþinginu ljós ágreiningurinn milli alþingis Islendinga og ráð- gjafa íslands, mundi ríkisþingið ef til vill geta greitt fyrir því, að hin margra ára stjórnarbarátta yrði á enda kljáð. Þá yrði líklega álitið, að þess gerðist engin þö’rf vegna hagsmuna Danmerkur, að neita alþingi Islendinga og ráðgjafa þess um sjálfstæð og full ráð, bæði í löggjöf og umboðs- stjórn, að því, er kemur til sjermála íslands. Að minnsta kosti mundu menn geta sannfærzt um, að hér væri engin hætta búin hagsmunum Dana, ef unnið væri að málinu af góðum hug á báðar hliðar. Eg þarf ekki að taka það fram, að Dön- um er vel til Islands og Islendinga. Hins vegar væri æskilegt, að Danir hefðu meiri áhuga á ís- lenskum málum og þekktu þau dálítið betur en nú gerist. En ætli Islendingum sjálfem sé þar ekki að nokkru leyti um að kenna? Kaupmannahöfn, 10. jan. 1898. Virðingarfyllst. Octavius Hansen. Tungumálakennsla í lærða skóianum. Dagskrá hefur fengið alllanga grein senda um kennslu yfirleitt í lærða skólanum frá einum þeim, sem vel er kunnugur því efni, en vjer látum nægja að birta hjer að- eins einn kafla greinarinnar, þann sem lýtur að túngumálakennslu, því þar virðist höf, hafa alveg rjett að mæla en um ýms önnur atriði dæmir hann, að því er oss sýnist, harðara en rjettlátt er, þegar litið er á allar ástæður skólans og kennaranna: „Það er grátlegt", segir höf. meðal ann- ars, „að piltar, er ganga í lærða skólann, skuli þá er þeir koma úr honum sem „stúd- entar" hafa svo nauðalitla þekkingu á því, sem þeir hafa átt að nerna þar — en einna tilfinnanlegust er þó vanþekking stúdenta vorra í tungmálunum. Það er hægt að 'vera dögum saman með hinum svokölluðu lærðu mönnum án þess að verða þess var að þeir kunna lítið annað í veraldarsögu heldur en fáein orustuártöl, að þeirþekkja svo að segja ekki einn einasta stein, ekki eitt blóm eða gras, og lítið annað yfirleitt úr náttúrunnar ríki held- ur en hin íslensku húsdýr. — En hvernig er hægt að leyna vanþekking sinni í því tungu- máli, sem maður á að tala eða rita? Það er ómögulegt og því hef jsg leyft mjer að kalla þessa vanþekking hina tilfinnanlegustu. Það mun hafa lengi brunnið við hjá oss að lærðu mennirnir hafa flestir verið harla illa að sjer í nýju málunum enáður fyr kunnu menn þó eitthvað í gömlu málunum, að minnsta kosti latfnu. Og jeg skal fyrir mitt leyti játa það hátíðlega að jeg er einn af þeim, sem vilja halda náminu í gömlu málunum við en ekki leggja það niður. Latneskan og margt í bókmenntum Rómverja er enn sem komið er beinlínis ómissandi fróðleikur fyrir mennt- aðan mann, og að íslenskunni einni undan- tekinni eru engar fræðigreinar til sem jeg vildi ekki fyr láta nema burt af skólatöflunum held- ur en gömlu málin. — En nú eru það tiltölu- lega fáir nemendur hjeðan frá skólanum sem geta kallast góðir latínumenn og má vera að sumum hugsist að í því sjeu fólgnar framfar- ir að vera illa lærðir í gömlum tungumálum. Er það þó ekki álitið hjá þeim þjóðum sem langt eru komnar í menning, svo sem Bret- um og Bandaríkjamönnum. Þar er lögð mik- il rækt við hinar fornu bókménntatungur, og eru ekki orðnar þær byltingar hjer enn í fram- fara eða nýjungaáttina að ekki mætti vel særna að íslendingar lærðu að minnsta kosti latínu nokkurnveginn til fullnustu. — I öllu falli ætti mönnum að geta komið saman um að þeim tíma bæri þó að verja til þessa, sem er ákveðinn til þessa lærdóms- greina. -—• Kunnáttan í nýju tungunum og kennsl- an í þeim er enn ófullkomnari að sínu leyti heldur enn í gömlu málunum. — Piltar eru ekki látnir læra að tala málin og stílagerð í hinum þremur menningarmálum þýsku, ensku og frakknesku að sínu leyti jafn áfátt. Yfir- leitt má segja að þessi mál sjeu kennd og numin að eins sem dauð mál, — rjett svo að það á að heita að meðalfróður piltur geti flotið í gegnum ljett lesmál þegar náminu er lokið, og það þó naumlega án orðabókar. Það er enginn gild mótbára á móti þessu þó piltar finnist er kunna betur en hjer er sagt. Eins og menn vita leggja piltar opt fyrir sig eitt mál öðrum fremur, og ná því meiri lærdómi í því heldur en hinum, og auðvitað er, að menn geta „lært af sjálfum sjer“ ekki síður í latínuskólanum en annarsstaðar. En hjer er aðeins talað um það sem almennt er og undantekningar gjóra í rauninni ekki ann- að en að staðfesta regluna. Það mun óhætt mega fullyrða að piltar eru yfirleitt engu síður ástundunarsamir í þess- um skóla heldur en í öðrum latínuskólum — og það er því kennsluaðferðin sem öll skuld- in er á, ef nám pilta verður ekki yfirleitt að eins góðum notum eins og heimta má ept- ir þeim tíma og fje sem varið er til þess. - Jeg vil ekki fara hjer út í það að dæma um þekking hinna einstöku kennara sumra hverra er kenna og kennt hafa til skamms tíma við latínuskólann — enda þótt finna mundi mega dæmi þess, að menn hafa verið settir hjer til þess að kenna í latínuskólanum þó þeir hafi ekki haft öllu betri þekking á kennslu- grein sinni heldur en tíðkást um greindan og vel lesinn skólásvein". — —

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.