Dagskrá

Issue

Dagskrá - 08.02.1898, Page 4

Dagskrá - 08.02.1898, Page 4
366 Enn um útgerðarmannafjelagið. Þjer hafið, herra ritstjóri, nýlega flutt grein nokkra í Dagskrá um fjelagsskap útgerðar- manna hjer í Reykjavík, sem jeg fyrir mitt leyti álít að innihaldi mjög góða bending fyrir skipaeigendur hjer, og efast jeg ekki um að slíkt fjelag, er þjer talið um, hljóti að myndast hjer fyr eða síðar. En frá sjónarmiði mínu og stjettar- bræðra minna er það nú ekki svo mjög pessi fjelagsskapur, sem er áríðandi fyrst og fremst heldur eru það einmitt samtökin meðal sjó- manna sjálfra eða vinnuþiggenda á vorum litla þilskipaflota, sem bráðnauðsynlegt er að komist á, og það nú þegar. Það er að vísu dagsatt, að maður má ekki láta sjer koma til hugar að einblína einungis á hag sjómannanna og gleyma því, að vinnuveitendur þeirra þurfa einnig að lifa og græða á bjargræðisvegi sínum; því hvað verður um sjómannastjett vora, ef útvegseig- endurnir sleppa tökunum og hætta að leggja skip og alla útgerð til — fyrir þá sök að þeim sje ofþyngt með kröfum sjómanna? Ef við hásetar eða skipstjórar spenntum bog- ann svo hátt, þá færi okkur eins og þeim, sem gleymir að hann verður að fóðra mjólk- urkúna ef hann vill hafa gagn af henni. En svo langt, sem farið verður án þess að útgerðarmönnum verði ofboðið, vil jeg fara. Jeg vil láta gróðan dreifast sem jatn- ast og á sem flestar hendur, því á þann hátt verða flestir munnarnir fæddir með björg þeirri, sem úr sjónum fæst. Grein yðar í Dagskrá síðast, stefndi að- allega að því marki, að útgerðarmenn tryggðu sjer sem mestan arð af þilskipunum og það getur verið mikið gott og rjett í sjálfu sjer, en fyrir mig og jafningja mína, er það önn- ur hlið málsins, sem mestu varðar. Jeg vil hafa samtök milli sjómanna á öllu þvf- sem snertir sameiginlega hagsmuni þeirra, — en einkum og sjer í lagi því, hvern- ig þeir ráða sig á þilskipin og með hverjum kjörum. * Ekkert er sjómannastjettinni fremur á- ríðandi heldur en að efla keppni inn- byrðis meðal hinna einstöku og að tryggja hverjum þeim sem skarar fram úr í dugnaði og ástundun, að hann geti notið þess eins og honum ber. Ekkert er skaðlegra heldur en það, ef sá andi kémst inn í hverja stjett sem er, að það sjé til einkis að vinna með því að leggja á sig og gæta skyldu sinnar strang- lega að öllu leyti, — því þá lamast öll fram- takssemin smátt og smátt og það bitnar að lokum á vinnuþiggendunum þó vinnuveitend- ur verði að vísu fyrst fyrir því. Samtök meðal sjómanna geta komiðmiklu til leiðar í þessa átt. Ef þeir mynduðu fje- lag, sem hjeldi fast saman mundi brátt fara að bera meira á hæfileikum hvers einstaks sjómanns og atorku og reglusemi innan skamms fara að hljóta laun fram yfir það sem slóð- um og óreglumönnum kann að vera goldið nú til jafns við þá háseta, sem betur eru komnir að kaupi sínu. En á hinn bóginn gæti þá einnig fengist trygging fyrir því meiri heldur en nú er, að allir tjelagsmenn, sem hæfir væru,flíæmust að skiprúmum með svo góðum kjörum, sem útvegurinn ýtrast leyfir. Með öðrum orðum, fjelagsskapurinn gæti bætt kjör aUra sjómanna, um leið og hann þó einnig gæti komið því til leiðar að rjettlátur munur yrði gjörður ákjörum hinr.a einstöku eptir verðleikum þeirra. Hið allra fyrsta spor í áttina verður að vera sanitók um, að ráða sig ekki í skiprúm nema með þeim kostum sem fjelagsstjórnin samkvæmt lögum fjelagsins gæti fallist á fyr- ir meðlimina. — Af því leiddi fyrst og fremst að menn gætu ekki fyrir fram bundið sig Eaupmönnum eða öðrum lánveitendúm án þess að þá væri einnig gjörður samningur sem samkvæmur væri kröfum eða skilyrðum fjelagsins. En nú mun það einatt koma fyr- ir að fátækir sjómenn taka lán upp á fram- tíð sína, þannig að kaupmaðurinn er ekki bundinn við að taka hásetann á skip sitt, fremur en verkast vill, og því síður að kjör hans sjeu ákveðin á bindandi hátt fyrir útvegs- manninn. Er sjíkt mjög skaðlegt og stjett- inni til niðurdreps, eins og hver maður get- ur strax sjeð. Fjelagsskapur sjómanna mundi vafalaust flýta fyrir því, að útgerðarmenn einnig gerðu samtök sín á milli, og það er víst að þetta gæti aptur að mörgu leyti haft heillávænleg- ar afleiðingar fyrir sjómannastjettina. Fyrst og fremst hlýtur það að vera þessari stjett til hagsmuna, að útvegurinn efldist yfirleitt, eins og tekið var fram í ofannefndri Dag- skrárgrein og einnig mundi fjelagsskapur út- gerðarmanna beinlínis vinna'sjómönnum gagn í fleiru en einu atriði. Þannig mundi hann vafalaust leiða til þess, aðþlugiegumjogreglu- sömum sjómönnum mundi verða gjört hærra undir höfði tiltölulega og vafalaust mundi þá verða betri framkvæmd á ýmsum ákvæðum laganna, er eiga að miða að því að hlynna að hásetunum. Jeg álít að það eigi ekki við hjer, að fara út í það sjerstaklega hvernig koma ætti á þessum samtökum sjómanna eða ræða ein- stök atriði er að þessu lúta. — Það gæti ef til vill fremur orðið málinu til hnekkis held- ur en til góðs að ræða slíkt opinberlega meðan engin föst fjelagsskipun er orðin í þessa átt. Jeg vildi aðeins benda á það^íal- mennum orðum, hverju jeg álít að samtökin gætu komið til leiðar, og í hverju sambandi þau ættu að standa og gsétu staðið í við út- gerðarmannafjelagsskap þann er Dagskrá rit- aði um á dögunum. Stýrimaður. Viðtökurnar. * Eptir Stephán G. Stephánsson. Og inni sat Hrólfur og hetjurnar tólf I höll, — þeim var lokaður vegur, Því loptið var bræla en bál yfir gólf — Sa beini var stjúpföðurlegur. Hann Aðils var einvaldi þræla, Allt atgervi vildi hann bæla. Því skapið hans fláa var forneskjuþungt — Það fjekk á því margur að kenna. Hann skelfdist og hataði’ alit ágætt og ungt Og æskuna vildi hann brenna. Ef synir að sið hans ei gengu Hann sifjarnar matti að engu. Og því var 'í ríkinu heimskasta hans Hver hugur og mannsandi krepptur, Og þróttur og frelsi og farsældin lands, Sjálf frjósemd og auðurinn heftur. Hver skoðun og agnir af aurum Var angi af konungsins maurum. » En herðið nú eldana, karlar», hann kvað, „Svo Kraka og mönnum hans hitum, Og látið nú kvikna’ í þeim ! Hver þeirra að Er konungur, gleggra þá vitum. Því Hrólfs eru heit í því máli, Að hopa’ ei fra járni nje báli“. Og þrælarnir sköruðu eldsneyti á Inn ólgandi, brakandi funann, Og sviðnir og huglausir hrukku svo frá Meir hræddir við kappana’ en brunann, Því ógn var í augu þeim líta Er eldurinn tók þá að bíta. En brátt urðu logarnir ljettir í gang Og ljeku við kappanna skrúða, Og hoppandi blossinn sjer bylti’ upp í fang Á Bjarka og Hjalta’ inum Prúða, Sem ýttu, með aðgætni’ og snilli, Sjer eldsins og konungs síns milli. »Egstend ekki’ískjóli’yðar«, konungur kvað„ »Er kapparnir mínir sig brenna«. En Böðvar ljest einungis þrengslunum það í þvílíku frosthýsi kenna; , Því ellin þarf ylinn og glæður, Og yngh ert þúi en við bræður«. En skjöld sinn greip Kraki og henti — hann hnje Þar hæst freyddi logandi röstin, í eldfölskvað skjaldsporið stökkvandi stje Og stiklaði bálaðan köstinn; Á-f herðum hans hrísluðust logar Frá hurð ^iegar slagbrandinn togar. Og frjálsir, en berskjalda, fljótlega um hann þeir fylktu sér, garpar hans snjallir, Því konungsins skeið yfir skálaeld þann Þeir skopruðu, samhliða allir — En heimamenn, hugrekki firrta, Bað Hrólfur svo_Aðils að birta: »Að reykur og aska er höllin hans hjer, En Hrólfur ei stóriega brunninn — En hver sá, sem hættuna yfirstje, er Víst ekki frá háskanum runninn. Og heitstrenging heldur svo alla* Hann Hrólfur: — að sigra’ eða falla«. Svo gekk hann. — Þá mætti’ honum móð- irin hans, Um mög sinn í hættunni að vitja. „Eg bið þig að gæta þín — lýðir míns lands Um líf þitt og hamingju sitja. Hvert orð er þjer egnt eins og snara, Hvert óhapp þitt dýrindis vara“, Því Yrsu fórst mal það, sem mæðrunum ferst, Þar mættist ið unga og gamla, Þær kjósa þar sigur sem sonurinn berstl Þó sjálfráðar myndu því hamla —. Þær reyna’ ei málsvöxtu að meta, En málstað þær tekið þó geta. „En taktu hjer útleystan arfhluta þinn, Sem öðlingsson, foringi þjóða! Og margur er dýrgripur, drengurinn minn, Og draupnir í horninu góða. En vaxi þér vinsæld með æfi I Og ver því svo konungi hæfi“. * ❖ * u * »» * Já, svo slitu sköpin þeim skyldmenna fund I En skapþungt var Hrólf, móti vana, Er reið hann út Fýrisvöll rennsljetta grund, Og ríghjelt við kappalinn Grana, Sem einkis fannst öðlingur metti Sitt eldfjör og ljettvökru spretti. Og það sá hann Aðils, og hrópaði hátt: „Upp hirðmenn, og eptirför veitum. Ef Hrólfur kemst undan með fylgi svo fátt Við fól ein og mannskræfur heitum; Og ríki vort verður ei varið, En veldi og tign okkar farið". Þeir riðu svo hóflega, hetjurnar tólf, Sem háskinn þeim enn finnist gaman — En þeir vóru hundra.ð sem þeystu’ eptir Hrólf, Og það dróg nú braðlega saman — En konungur hendina hreifði, Ur horninu gullinu dreifði. Það hljóp hver af baki sem hnossin þau sá. í hóffari á brautinni skína; Þeir skeyttu’ ekki Aðils serrt eggjaði þá, Sem einn þeysti götuna sína Og hleypti’, sem hent getur klaufa, í höggfæri rjett undir Laufa.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.