Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 08.02.1898, Qupperneq 5

Dagskrá - 08.02.1898, Qupperneq 5
3 67 Þá Hrólf, inum stolta, var stillingin hörð — Þó stórslysum vildi hann fresta — Er hornið hann tæmdi og henti á jörð ÞHm hring, sem var gersemin besta Og ónotað höggfærið eygði Er Aðils til hringsins sig teygði. En háðslegt var brosið, er hleypti hann svig Og hestinn sinn sporunum læsti — „Að tína upp gullið mitt svínbeygir sig Nú Svíinn inn ríkasti’ og æsti! En hann sem er hermaður gildur Og hugrakkur, er líka mildur«, Og baugarnir tindruðu’ um túnið í kring, Það tíndi þar hver sem hann lysti; Hver fátækur drengur fjekk dýrmætan hring, Hver drós tók þar men eða nisti — En öðling frá óvinadróma Slapp arflaus, en ríkur af sóma! * * * * * * * :j: * Þið liðfáu sveinar, sem lánað er það, Að losna’ úr þeim fjandmanna kvíum: Þar grálynda Fyrnskan ber eldana að Þeim yngri, og hugsjónum nýjum, Uns sjálfra sín hofum og höllum Hún hlæðir loks, kolbrendum öllum. Sem stóðust þann hatrama ættmanna eld Sem opt brennir sárast og heitast; Og sviðuð til atfylgis sjálfs ykkar feld Ef sáuð í loganum þreytast Inn yngsta, o’g allra’ ykkar maka, Hann Oð-konung — HrólfykkarKraka! Æ, spillið ei sigri með svíðingalund, Þó sæki’ eptir fjandmenn úr höllu, En stráið úr göfugri gjöfulli mund Því gulli’ yfir braut ykkar öliu, Sem gaf ykkur móðirin góða, Af gersemum mannvits og ljóða. Listamenn og dómar um þá. Vjer eigum ekki því láni að fagna enn sem komið er að sönn list geti þrifist hjer eða unnið það hlutverk í menning fólksins sem listinni er ætlað. Þjóðin er enn of fámenn, velmegun henn- ar er á svo veikum fótum að mest öllu hand- bæru fje verður að verja til lífsnauðsynja — en Xífcnautnimar verða að sitja á hakanum. Þetta hefur verið margtekið fram af svo fjölda mörgum að um það þarf ekki að deila. En þó hin fullkomna list hafi ekki nóg lífs- skilyrði enn hjá Islendingum, geta tilraunir í þá átt komið hjer fram og hljóta að koma fram í ýmsum myndum listarinnar, svo sem málverkum myndaskurði, söng, ljóðum leikj- um o. s. frv. — Og þessar tilraunir eru vott- ur um að vjer erum á framfara skeiði, og hafa mikla þýðingu fyrir hugsunarhátt þjóðarinn- ar þótt þær sjeu ófullkomnar. — Vjer verð- um því að líta á þær á líkan hátt, eins og aðrar ríkari og mannaðri þjóðir líta á hinasönnu list, sem þrífst og lifir hjá þeim, í ýmsum myndum og á ýmsum stigum. Það eru tveir meginaðilar máls sem um •er að ræða þegar meta skal verðleika einhverr- •ar listar eða tilraunar í þá átt. Menn verða að gæta þess á hverju stigi mennirnir sjálfir standa og menn verða einnig að líta á það fyrir hverja listirnar eru unnar. — Hvorttveggja til samans ákvarðar gildi þess sem boðið er undir listarinnar nafni. Hjer á landi má óhætt fullyrða að hin almenna dómgreind eða þekking á list stend- ur tiltölulega mikið lægra heldur en jafnvel sú ófullkomna list sem mönnum gefst kost- ur á að sjá hjer. — Þannig eru nýíslensk skáld- verk margfallt lengra á leið komin til fullkomn- unar heldur en ritdómar þeir sem birst hafa í bókmenntum vorum. Hjer eru og hafa ver- ið mörg skáld sem ort hafsC af sannri list við og við að minnsta kosti, innanum allt rím- gjálfrið, en hversu opt heyra menti heilbrigt og rökstutt last eða lof um þessi verk í blöðum eða bókum er hjer koma út? — Og hvernig taka menn því, ef hreinskilið orð heyrist um skáldskap í þessu landi? Fjölnisritdómurinn al- kunni, um leirburð hins hroðvirka sniílings Sig- urðar Breiðfjörðs stendur einn sjer og hátt settur yfir flest annað í þessari grein, sem vott- ur þess hve sárt sannleikurinn getur stungið hið gegndarlausa umburðarlyndi manna hjer gegn vinsælum, illa yrkjandi kvæðasmiðum. — Dómgreindin í flestum öðrum listum en einmitt Ijóðalistinni stendur jafnvel svo lágtenn- þa að engin rödd heyrist segja eitt orð um þær hvorki til iofs nje lasts. Þess eru þann- ig dæmi að menn hafa gjört misjafnlega heppi- legar tilraunir í málverkalist og myndasmíði, og hjer er jafnvel til safn af nokkrum erlend- um sýnishornum hinnar svokölluðu myndalist- ar. — En það má kallast dæmalaust að nokk- ur hafi vakist upp til þess að þykjast bera nokkurt skyn á. slíkt, hvað þá heldur að gjöra það í raun og veru. En að því er snertir sönglist og leiki má að vísu kannast við að enginn skortur er á dómurum þar um. En hvernig eru dóm- arnir flestir hverjir?—Þeir eru vafalaust að sínu leyti af mikið lægra og lakara tagi held- ur en frammistaða þejrra’ sem syngja eða leika. Með örfáum góðum undantekningum má svo segja sem hjer heyrist aldrei sagt eitt orð rjcttlátr eða fræðandi um slíka hluti. Annaðhvort er allt látið heita óhafandi eða allt ágætt — það er aðalreglan, en rökin fyr- ir dómunum eru ekki til þess fallin að sanna neitt annað, en það að hlutaðeigandi lista- dómari hafi sjálfur ekki hið allra minnsta vit á því, sem hann talar um. — Og sje farið út í einstök atriði, svo að dómarinn neyðist til þess, að setja eitthvað fram, eitthvað sem fest verði hönd á, þá fer fyrsfi skörin upp í bekkinn. Menn hafa sagt hjer opt og einatt að of mikið lof sje borið á söngvara og leikara, en því er ekki þannig varið. Ranglátar og ástæðulausar útásetningar eru einmitt mik- ið tíðari hjer tiltölulega, og er eðlilegt að misbeiting almannadómsins einmitt fari yfirleitt í þessa átt, en ekkihina, — hjá þeiin sem vilja gjöra sig »merkilega« yfir því, að þeir hafi meiri smekkvísi og betri dómgreind heldur þeim er lánuð. Eins og kunnugt er hefur enginn innlend- ur maður sem leikið hefur hjer númið neitt í þeirri list öðru vísi heldur en af eigin æfing. Meira að segja hafa fæstir af þeim sem leika hjer nú, sjeð neina leikaralist — og það má því segja að öll furða sje hve vel mörgum leikurum tekst hjer í Reykjavík. Líkt er að segja um söng og spil. Þeir sem helst gefa sig við slíku hjer, eru menn sem verða að taka æf- ingarstundir sínar frá öðrum störfum og fá aldrei og hafa aldrei fengið neitt annað telj- andi endurgjald fyrir frammistöðu sína held- ur en sleggjudóma hinna og þessara, sem þykjast hafa fengið þá köllun að dæma um fagrar listir, án þess að þeir hafi minnstu hugmynd um hvað list er — en það verða menn að hafa til þess að geta verið rjettlát- ir í dómum um þær tilraunir, semmenngera hjer af góðum vilja, en litlum mætti í þá átt. Frh. Verðmæti lyginnar. (Að nokkru leyti þýtt). Eitt af því, sem allra mest ber á og leikur aðal-þáttinn, jöfnum höndum, í hinu almenna og »prívat«. lífi þjóðanna, er lygin. Hún heitir auðvit- að ekki ávallt því nafni; því með hinum blinda ákafa sínum hafa ýmsir grúskarar og hugsjóna- menn talið hana löst, og fólk sem heldur sjer við þessa skoðun, hefir því fundið upp orðið »sann- leika«, sem gagnstæði. Annars á hún ýms gælu- nöfn eins og eftirlætisbörnin. — Það eru ekki aðrir en dónar og rustamenni sem hafa um hana hið óvirðuglega orð lýgi; — þannig kallast hún í hirð- inni og fjelagslífinu kurteysi, lítillæti og lofsyrði. Aftur á móti heitir hún á tungu bersöglisúianna smjaður og hræsni. í viðskiftalífinu heitir hún viðskiftahagsýni. í landsmálum „pólitíkinni" stjórn- kænska, stjórnvísi, rnálsnilld, í hinu daglega sam- lífi og heimilislífinu kallast hún umhyggjusemi fyr- ir tilfinningum annara = orðhlífni, siðmenning, tíska, snið, etc. Hún leikur þannig einn alvarlegasta aðalþátt- inn í öllu skipulagi þjóðanna. Hún er bandið sem bindur fjelagsheild ríkjanna og þjóðanna saman og heldur þjóðarfriðnum hjarandi. — Hún er í einu orði sagt höfuðgrundvöllurinn undir gjörvöllu fjel- agslífi, siðfágun og menning (Civilisation) hins menntaða heims. Hugsum oss aðeins eitt augnablik að sann- leikurinn kæmi alstaðar fram á sjónarsviðið í stað lyginnar. Hugsum oss hina óviðfelldnu, en opinskáu við- urkenning allra manna, fyrir því, hver verið hafi tilgangur athafna þeirra; hin virkilega umhyggja þeirra fyrir öðrum mönnum; hið rjetta sannvirði þeirra í manngildi og menntun o. s. frv. Leggðu svo höndina á hjartað lesari góður, og seg mjer hvort þú hyggur að nokkur af oss myndi til lengdar þola að standa augliti til aug- litis frammi fyrir þessum allsnakta sannleika, og hyggja sig hafa breytt um til batnaðar. Mundi ekki hin sóðalegasta forarkelda vera kristallstær uppspretta í augum þínum, borin sam- an við díki hinnar siðferðislegu rotnunar gegn um allar tiðir og stjórnarháttu ríkjanna og þjóðanna. Lygin er gefin hinum ófullkomna manni, svo að hann í fáráðshætti sínum beri þó með sjer ein- hver ytri merki, er svari til þeirrar hugsjónar um fullkomnun, sem hann hefir getað fengið einhver- staðar að. — Það er einskonar leikhússfyrirkomu- lag, sem við samþykki áhorfendanna er látið gilda fyrir virkileika. Enginn verður þó dreginn á tál- ar til lengdar, sem ekki er alveg blindur — vill vera pad. Þegar smjaðrarinn ber lofsyrði á auð- manninn sem hann hatar í hjarta sínu og vildi helst geta komið á knje ef hann gæti; þegar prest- urinn hrósar dauðum götuþjófum og nirflinum, sem aldrei varð öðrum að liði, en sem allir vissu, að hafði komist í álnirnar með því að svíkja aðra og fjefletta; þegar stjórnarmálamaðurinn, sem vill koma sjer inn undir hjá kjósendum, fullvissar tilheyrendur sína um, að hann aldrei áður hafi sjeð þvílíkan fjölda af jafn virðuglegum andlitum á einum stað; þegar fjeglæframaðurinn og glysmangarinn sverja það, að þeir selji fyrir neðan innkaupsverð, þótt allur heimurinn viti að þeir leggja fleiri hundruð prócent á vöru sína, þegar eiginmaðurirm, „sem ávallt er ógiftur í verunni" fullvissar elskulegu kon- una sína um hina órjúfanlegu ást sína; þegar tengda- sonurinn faðmar tengdamóður sína að sjer; þegar tvær vinkonur kyssast og íaðmast að skilnaði; þeg- ar iooo svipaða hluti þessu ber fyrir augu vor í daglega lífinu þá vitum vjer,— og allir þessir um sjálfa sig, að þeir eru lygarar og hræsnarar, og flestir hinir sjá það og vita það með þeim, en vjer erum svo fast bundnir við venjur og viðtektir, að eigi tjáir að reyna til að raska þeim höftum. Það mundu verða algjörð endaskipti á öllum hlutum í kringum oss. Vjer mundum hvorki þekkja — sjálfa oss nje aðra. Allt myndi verða ein ófæra, ægilegt ólgandi hafrót, sem engum mundi tjá að ætla sjer að sigla. Það er lygin sem heldur yfir- borðinu nokkurnveginn sljettu; hún eir jafnvægið, sem hamlar því, að hann rjúki yfir með mann- skaðabylinn; hún er nauðsynjavara, sem vjer get- um eigi án verið fremur enn fæðunnar, og hún er — ef svo mætti að orði kveða lífsloftið, sem vjer öndum að oss. I henni lifum, störfum og hvll- umst vjer. Hvað er skynhelgi, hræsni og smjað- ur annað en andstæði göfugleikans, rjettlætisins og sannleikans. Þannig breyta menn löstunum í dyggð- ir en lyginni í sannleika; en sannleikurinn sem er rjettlátur en beiskur verður að synd, synd gagn- vart sjálfum manni og öðrum, og lífleysis-sök og og dauðadómur þeirrar hreinskilni er hann drýgir. »Alvörugefnir hugsandi menn, eiga ávallt í stríði við áheyrendurna« segir Goethe. Það er einkenni þessara manna að þeir fylgja ekki skoð- unum fjöldans, heldur ryðja sjer nýjar brautir og aka seglum eptir sínum eigin skoðunum. Allur þorri manna verður þeim meir og meir andvígur; að sama skapi einangrast þeir; torfærurnar auk- ast smátt og smátt, jöfnum höndum við það sem óvinsæld þeirra eykst, og að lokunum verða þeir að lúta sökum aflsmunanna —• ef til vill lát- a lífið fyrir öxi böðulsins. Samtíð þessara manna

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.