Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 08.02.1898, Qupperneq 6

Dagskrá - 08.02.1898, Qupperneq 6
368 \ telur þá fjandmenn þjóðfjelagsins, af því sam- færing og rjettlætistilfinning þeirra hefur ekki samþýðst hennar, en hefur verið peini allt; meira en öll lífsþægindi, meira en sjálft lífið. Sagan er full af dæmum um framúrskarandi menn er sanna þetta: svo sem Sókrates, Aríus, Jóhann úss, Jesus af Nasareth, postular hans. og ótal fleiri. Þannig geta framúrskarandi andans menn sem bera höfuð og herðar hátt yfir samtlð sina, orðið afar óvinsælir. Þeir hafa ekki orkað að hefja hana upp til sin, heldur hefur hún, að því er virst hefur — um stundarsakir — yfirunnið þá, og dregið þá niður á við til sín. Hún fyrirgefur það aldrei að þeir hafa dirfst að skera um þvert þá mælisnúru sem hún hefur fyrirskip- að að fylgja, og troðið það lögmál undir fótum, sem hiin hefur sett. Svona hefur það verið gegn um allar aldir, þannig er það enn í dag. Allir þeir sem eigi skara (líkt og þessir er nú voru taldir) yfirgnæfandi fram úr, fá að sama skapi en verri útreið. Heimurinn er þeim stór- um „ofjarl". Hann situr við sinn keip hvernig sem þeir hamast. — Maður verður að taka hann eins og hann er; því það bjarg sem vjer getum hvergi hrært, verðum vjer að gera oss að góðu að lofa að liggja. Það er ekki barna meðfæri að færa fjöllin úr stað, vjer getum eins vel reynt að drekka þurrann sjóinn. En þrátt fyrir allt, er það ávallt hinn hugs- andi maður, sem leggur hyrningarsteininn að sjerhverri nýrri grundvallarskoðun, sem aldir og óbornir á sínum tíma byggja ofan á — (ef til vill millíónir manna) og sem heimurinn þá hefur orð- ið að þoka fyrir og viðurkenna. Hugvitsmaður- inn og spekingurinn, eru þá að vísu, sem optast, komnir undir græna torfu; en þegar alls er gætt hafa þeir þá unnið sigurinn og haldið heiðri sín- um og vígvellinum, eins, þótt þeir hafi látið lífið í baráttunni; — og þetta er, sem optast um leið, sigur hins sanna, gegn hinu ósanna. Olafur J. Bergsson. Fiski mærin, Eptir Bj'crnstjerne Björnson. (Framh.). Petra var hrærð á meðan hún mælti fram kvæðið; hún bar það fram hátíðlega og án allrar tilgerðar. Þeir sem í kringum hana stóðu, voru sem steini lostnir; það var eins og ljósgeisla hefði skotið upp úr jörðinni á milli þeirra hundr- að fet í lopt upp, með fögrum regnbogalitum. Enginn mælti orð af munni, enginn hreifði sig hið minnsta — en loksins gat skipstjór- inn ekki lengur á sjer setið, hann stóð upp, dró andann þungt og mæðilega, rjetti úr sjer og mælti: „Jeg veit, ekki hvernig því er var- ið með ykkur, en þegar jeg verð fyrir öðru eins og þessu, þá má sjalfur andskotinn —“ „Nú blótaðirðu aptur, skipstjóri! “ sagði litla stúlkan og reiddi framan í hann hnefann, eins og hún vildi ógna honum. „Nú kemur sá gamli undir eins og sækir þig! “ „Það gjör- ir ekkert til, barnið mitt“ sagði skipstjórinn, „við skulum bara lofa honum að koma, því nú vil jeg fá að heyra ættjarðarsöng" Ept- ir litla stund var Signý sezt við hljóðfærið, ljek á það og allir sungu undir: Jeg vil efla mitt land, jeg vil elska mitt land og að unna því, barn mitt og guð minn jeg bið. Jeg vil bæta þess nauð jeg vil auka þess auð bæði innst inn í dali og fremst út á mið. Okkar óðal er nóg fyrir öngul og plóg, ef vjer ættum af -kærleika, kærleika nóg. Heyr hin vonglöðu Ijóð — þetta’ er vaknandi þjóð, ef vjer vinnum í eining að jörð og að sjó. Víða sigldum við fyr, beittum stáli og styr Æ j/yddum strendur og reistum upp borg yfir borg. Miklu víðar þó fer miklu fegri þó er norski fáninn í dag úti’ um hafnir og torg. Framtíð Norðmanna er rík. — Yfir nes yfir vík tengjast Norðlönd í eitt, verða sjalfum sjer lík. Vinndu það sem þú mátt, legg fram allt sem þú átt. Það er alda sem ber þig. Vor stefna er slík. Þetta land eigum vjer allt vort líf, það er hjer. Þetta land verður elskað og var það og er. Og sem hjartnanna fræ dafna um byggðir og bæ. Skulu blóm spretta afást vorri—er framtíðinsjer. Signý stóð upp frá hljóðfærinu, gekk til Petru og iagði handlegginn utan um háls henni og fór með hana inn á skrifstofu, þar var eng- inn maður áður. „Petra, eigum við að vera vinir aptur?“ spurði hún og horfði framan í hana. „Ó, ætlar þú þá loksins að fyrirgefa mjer!“ svaraði Petra. „Nú veit jeg, hvernig í öllu liggur, Petra" sagði Signý, „elskarþú ekki Ödegaardí" Petra blóðroðnaði og kall- aði upp yfir sig: „Guð minn góður! Signý!" „Jeg hef allt af haldið það síðan þú komst fyrst" sagði Signý „og svo heldjegað hann sje kominn til þess að — — allt sem jeg hef hugsað og gjört fyrir ykkur í hálft þriðja ár, hef jeg gjört í því skyni og pabbi heldur þetta líka og hann hefur nú Iíklega talað um það við Ödegaard" „Ó, Signýl? sagði Petra. Þei, Þei! “ mælti Signý, tók fyrir munn henni og hljóp út allt í einu, því einhver kallaði á hana. ■ Það átti að fara að borða kveldmat. Það var borið vín á borð sökum þess að pró- fastur hafði ekki verið heima við miðdagsverð. Hann sat þegjandi á meðan á máltíðinni stóð þangað til rjett áður en staðið var upp frá borði, þá barði hann nokkur högg með skeið í glasið, sem var á borðinu hjá honum og sagði: „Nú ætla jeg að opinbera trúlofun!" Allir litu á ungu stúlkurnar, sem sátu saman og þær vissu ekkert, hvað þær áttu af sjer að gjöra, hvort þær áttu heldur að standa upp eða sitja kyrrar: „Jeg ætla að opinbera trúlofunl" end- urtók prófasturinn og var eins og honum væri erfitt um að hefja máls. „Jeg verð að játa það að hún hefur verið mjer á móti skapi frá upphafi" — allir gestirnir horfðu með undr- un á Ödegaard og þeir ur.druðust enn meira þegar þeir sáu að hann horfði rólegur á pró- fastinn. „Jeg hjelt alltaf að hún væri of góð handa honum" sagði prófastur. Nú urðu all- ir gestirnir svo undirleitir, að enginn þorði að líta á prófastinn; það var að eins einn sem horfði ófeiminn framan í hann, það var Öde- gaard! hann var hinn stiiltasti og lýsti það sjer glöggt að hann var hjartanlega ánægður. „En nú“ hjelt prófasturinn áfram „síðan jeg þekkti hann nánar veit jeg ekki hvort jeg á að álíta hann nógu góðan handa henni; jeg hef fengið svona mikið álit á honum, en hver haldið þið að hann sje? það er hin aðdáan- lega leikaralist og unnustan er Petra fóst- urdóttir mín, elsku barnið mitt. Jeg óska ykk- ur hjartanlega til hamingju. Það sem saman á, það ætti að vera saman; Guð sje með þjer og blessi þig, dóttir mínl“ Petra hljóp í sama vetfangi í faðm hans með innilegasta þakklæti. Litlu síðar stoðu allir upp frá borðum, en Petra gekk t.il Ödegaards og hann leiddi hana út að þeim glugganum, sem fjarst var; hann ætlaði að segja eitthvað við hana, en hún varð að tala fyrst. „Þjer á jeg allt að þakka!" sagði hún. — „Nei Petra" svaraði hann „jeg hef aðeins verið góður bróðir, það var stór synd af mjer að jeg óskaði eptir að verða meira, því hefði það orðið, þá hefðir þú al- drei orðið það, sem þú ert sköpuð til að verða. — „Ödegaard! “ sagði Petra. Þau hjeidust í hendur, en horfðu ekki hvort á annað. Að lítilli stundu liðinni sleppti hann henni og fór á burtu, hún settist niður á stól og brast í grát. Daginn eptir fór Ödegaard. Næsta vor fjekk Petra brjef með embætt- isinnsigli. Hún varð dauðhrædd og fór með það inn til prófastsins, hann reif það upp og las. Brjefið var frá bæjarfógetanum í fæðing- arbæ Petru og hljóðaði þannig. »Með því að Pedro Ohlsen sem dó í gær,, hefur látið eptir sig svohljóðandi erfðaskrá: »það sem eptir mig verður og nákvæmlega er skrifað upp í minnisbók, sem liggur í bláa koffortinu, sem er í herberginu mínu í húsi Gunnlaugar Ásmundsdótttur á Hæðinni og nefnd Gunniaug hefur lykil að, og veit ein um, gef jeg hjer með, svo framarlega sem liún, Gunniaug Ásmundsdóttir krefst þess, sem hún þó ekki getur nema því að eins að hún vilji uppfylla eitt skilyrði, sem jeg hefsagtoghún ein veit hvað er og getur uppfylit — ung- frú Petru dóttur nefndrar Gunnlaugar Ásmunds- dóttur, ef ungfrú Petra vill minnast gamals manns, sem hún hefur huggað hryggan, þótt hún ekki viti af því, scm hún ein hefur ver- ið til ánægju og gleði hin síðustu ár æfi hans, og fyrir það hafði hann hugsað sjer að sýna lit á að votta henni þakklæti sitt þó í smá- um stýl væri og sem hann vonast eptir að hún muni ekki fyrirlíta. Guð veri mjer synd- ugum líknsamur! Pedro Ofdsen“. Þá leyfi jeg mjer að spyrja hvort þjer viljið sjálf snúa yður til móður yðar þessu við- vikjandi eða hvort þjer óskið að jeg gjöri það. Þegar póstur kom næst, fjekk hún brjef frá móður sinni, er Ödegaard prófastur hafði skrifað; hann var sá eini, er húri nú þorði að snúa sjer til. Þar lýsti hún því yfir að hún uppfyllti þau skilyrði, er Pedro hafði sett, þau voru það, að segja Petru, hver Ohlsen var. Frjettirnar og fjeð veitti henni kjark; það var eins og allt hjálpaðist nú að með það að gjöra Petru lífið ljett; hún fór nú að skilja hvernig í öllu lá og þetta síðasta minnti hana svo undur vel á burtförina forðum. Per OhL sen hafði þá verið að draga saman peninga til þess að hún gæti haldið áfram list sinni þegar hann var að spila í brúðkaupsveislum og á danssamkomunum Þetta var ekki mik- il upphæð, en hún var svo mikil að Petra gat nú stigið feti framar á þeirri leið er henni var áhugamál að fara og /arð því kjarkbetri og áhugameiri. En allt í einu datt henni í hug að nú gæti móðir sín iifaðhjáhennif ánægjuog gleði og nú gæti hún endurgoldið henni allt. Hún skrif- aði henni langt brjef með hverjum pósti og beið eptirvæntingarfull eptir svari, en þegar það loksins kom, varð hún heldur en ekki blekkt, þvíGunnlaugþakkaðiherinifyrir, ensagði að bezt mundi fara á því að hver byggi að sínu. Nú lofaði prófasturinn að skrifa og þeg- ar Gunnlaug fjekk það brjef, þá varð hún að láta undan; hún sagði sjómönnum og öðrum skiptavinum sínum að dóttir sín væri orðin vel efnum búin og hún yrði að flytja til henn- ar. Þetta vakti mikið umtal í bænum; það var talað um það, hvar sem menn mættust; sjómennirnir töluðu um það úti á skipum, fólkið talaðiumþað íhverju húsi ogeldhúskerlingarnar ljetu ekki sitt eptirliggja. Gunnlaug,sem aldrei hafði minnst á dóttur sína áður, vildi nú helst ekki um annað tala en hana. „Petra dóttir mín “sagði hún alltafum hvað sem hún talaði. Það var eins og Gunnlaug vildi nú um ekk- ert annað tala en Petru sína. Það varkomið vor, snjórinn þiðnaði srriám saman saman úr fjöllunum og merkurnar tóku að grænka. Þegar náttúran losnar úr fjötr- um frost og snjár, fær lífið stórkostlegan blæ; það er eins og allt endnrfæðist og vakni til nýs lífs og nýrra starfa: mennirnir verða þrek- meiri og fylgja sjer betur að verki; þeim veit- ist allt ijettara; það er eins og hugurinn beri þá langt, langt út í geiminn; þeim finnst sem

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.