Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 08.02.1898, Side 7

Dagskrá - 08.02.1898, Side 7
369 þeir geti með engu móti verið kyrrir, þeir verða að fara eitthvað á burt til þess að kanna ókunna stigu. En þótt þessi löngun vaknaði nú hjá Petru, þótt hún varla neytti svefns nje matar fyrir ferðahug, þá hafði hún samt al- drei fundið eins innilega til þess hve heitt hún elskaði þann stað, er hún síðast hafði dvalið á, allir hlutir voru svo fagrir, viðkunn- anlegir, heimalegir í augum hennar á þessari stundu þegar hún átti að fara burt og segja skilið við þá, að henni hitnaði um hjartaræt- urnar, hún gat ekki tára bundist. Henni fannst sem hún aldrei hefði gefið því gaum, sem í kring um hana var fyr en nú á skilnaðarstund- inni. Hún átti einungis eptir að vera fáa daga, á prestssetrinu, — þær gengu um allt, Signý og Petra og hún kvaddi allt, alla menn, all- ar verur, alla staði og alla hluti með sárum söknuði, og bað drottinn að halda verndarhendi sinni yfir því öllu. Allt í einu var þeim sagt að Ödegaard væri þar í grenndinni og hefði í hyggju að koma þangað. Þegar Ödegaard kom, var hann glaðari og kátari, fjörugri og skrafhreifari en nokkur mundi eptir áður. Erindi hans var að stofna þjóð- skóla þar í þorpinu og ætlaði hann sjálfur að vera skólastjóri fyrst um sinn þangað til honum byðist einhver, er hann áliti tæran til þess. Síðan ætlaði hann að koma á fleiri um- bótum í menntalegu tilliti. Hann kvaðst ætla með því að borga nokkuð af því, sém faðir sinn skuldaði þessu hjeraði og faðir hans hafði lofað að flytja sig til hans jafnskjótt sem hús- ið væri komið upp. Bæði prófastur og Signý urðu mjög glöð við þessar frjettir. Sama var að segja um Petru, en henni þótti það þó unþarlegt að einmitt þegar hún var að fara, þá kom Ödegaard til þess að setjast þar að. Frh. Loptfarið. (Niðurl.) Það sem Bolgarinn sá var ólíkt öllu öðru sem hann hafði nokkru sinni dreymt um. — Það var djöfull með vængjum, víðum stórfjöðruðum og kolsvörtum að sjá. Glyrn- ur hafði ófreskjan tvær í haus sem glórðu eins og hálfslokknaður eldur í kolablaði, það eina sem skipaði þessari ófreskja á bekk með nokkri lifandi veru sem hafði borið fyr- ir Bolgarann í vöku eða draumi, var niður hluti líkamans, ef líkama skyldi kalla. Þrátt fyrir hinar tinnusvörtu fjaðrir sem þöktu kykvendið, gat hann ekki betur sjeð en að þessi vængjablakkur hefði nokkurnvegin eðli lega mannsmynd frá mitti og niður úr, og eptir því sem hann virti ferlíkið lengur fyrir sjer komst hann áð þeirri niðurstóðu að und- ir þessum ferlega hams væri falin eðlileg mannsmynd og vera. En hvaða erindi gat nokkur mennskur maður átt á þessum stað í jafn undursam- legu aulagerfi. Það fló Dátanum í hug að hjer gæti máske verið um einhvern aðsætinn keppinaut að ræða, og hann ýtti tönnunum ofan í hænubringuna. Hann var í þann veginn að byrja að tyggja þegar nýr atburð- ur í eldhúsinu, sem hann alltaf hafði auga- stað á í gegnum „Júdasargatið", greip athygli hans með ómótstæðulegu afli. — Hryllingin smó eins og köld vatnsbuna um hinn vígvana Bolgara og liefði ekki kjöt- Þitinn sem hann hafði á milli tannanna ó- tugginn komið honum að liði, hefði enginn mannlegur kraptur megnað að hindra tennur hans frá því að nötra, svo trillandi hræðileg var sú sjón sem hann sá. — Ferlíkiðvar að kastahaminum. Undanhin- um úfna skrattahaus kom nef, augu, munnur, haka, sem hvort um sig var óafskræmdur og lýtalaus hluti þess týgulega mannsandlits sem litlu á eptir blasti við Bolgaranum í „Júd- asargatinu". Herðar, handleggir, mitti, mjaðm- ir, hendur og fætur, felldu smámsaman fjaðr- irnar og Hr. Wool hinn örláti hafði tekið á sig mannsmynd. — Bolgarinn rak upp hátt óp, og hnje niður í aungviti. — Þegar hann raknaði við aptur, lá hann í legubekk og Hr. Wool stóð hjá honum. Þar var ekkert fleira manna. Bolgaranum hnikti svo við er hann sá hann að hann rak upp annað óp stærra og meira en hið fyrra, hentist á fætur, og hefði að öllum líkindum gert brottför sína hið bráð- asta hefði ekki Hr. Wool, gripið utanum hann og haldið honum kyrrum. — Þegar hryllingin var runnin af Bolgar- anum leiddi Hr. Wool hann með sjer inn í afvikið herbergi, bauð honum til sætis, setti vín og glös á borðið. Þar töluðust þeir við hljótt og lengi, og þegar Bolgarinn bauð Hr. Wool góða nótt, vissi hann það sem eng- inn annar í »Sofía« vissinema Hr. Wool sjálf- ur, og það var hvernig auðæfi og gjafmildi hans voru undirkomin. — En Bolgarinn gat ekki staðist mátið, hún þyngdi á honum þessi launungarsaga Hr. Wools og eitt kvöld losaði vín og víf um tunguböndin. — Hr. Wool hafði frá því hann var 19 ára ekki um annað hugsað en að búa sjer út flugham sem gæti gert honum mögulegt að lypta líkama sínum frá jörðinni og vera í förum með fuglum loptsins. — Margar til- raunir hafði hann gjört árangurslausar, þang- að til að þolinmæði hans loksins sigraði þrautina, frá þeim degi jukust auðæfi hans. Um þau kvöld og nætur sem hann sat ekki veislur með broddunum í »Sofía«, fleygði hann yfir sig flughaminum, og ljet vængina bera sig þangað sem hann vissi gulls og gimsteina von. — Hann vissi hvert hann átti að leita, og í hvert sinn kom hann aptur með gimsteina °g gull sem var nóg peningavirði til þess að auka auðlegð hans á óskiljanlegan hátt þó hann gæti ekki flutt mikið í einu. Hvert hann sótti fjarsjóðina það fjekk Bolgarinn ekki að vita, en »gaman væri að fá haminn lánaðan eitt kvöld, og sjá hvers maður yrði vísari«, sagði Bolgarinn um leið og hann lauk sögunni.— Skýrslurnar frá stúdentasamkundunni, Brjef það sem að framan er skrifað frá hæsta- rjettarmálfærslumanni Octavius Hansen höfum vjer tekið hjer upp til þess að lesendur Dagskrár gætu sjálfir dæmt um það, að hye miklu leyti innihald þess ríður í bága við skýrslur þeirra blaða er stað- ið hafa á móti hinni nafnfrægu stjórnarbyltingu herra Valtýs. Þess skal getið að vjer fengum vitneskju um það skömmu eptir að fyrstu brjef bárustum hinn umrædda fund danskra stúdenta, að ýmsar frá- sagnir landa í Höfn trá ræðuhöldunum, er þeir höfðu skrifað hingað voru miður áreiðanlegar og mjög litaðar, og þótti því rjettara að láta skýrsl- urnar eiga sig því fremur, sem fundarályktan ís- lenskra nemenda var að öllu leyti miklu merkari í þessu máli, og næg til þess, að sýna hvernig lit- ið er á slíkt ráðabrugg sem Valtýskuna meðal menntaðra Islendinga, sem ekki eru „compromitt- eraðir" ginningarmenn þessarar síðustu og verstu »tlsku«. — En að því er snertir samanburðinn á yfirlýsingum þeirra er dr. Valtýr hefur fengið frá ræðumönnum á danska stúdentafundinum (sbr. Isafold), og það, sem borist hafði áður um ræður þeirra, þá getur hver maður heilskyggn og óhlut- drægur fundið að Valtýsliðar hafa mjög haggað þar rjettu máli sjer í vil, sem búast mátti við, og llkist aðferð þeirra mjög hinu alþekkta Valtýs- bragði, er hann stóð upp og tjáði mönnum »að það gleddi sig, að allir væru sjer samdóma« - • þá er Danir höfðu talað við hann á fundi þessum. Annars geta bragðnæmir menn fundið „and- ann“ í yfirlýsingum þeirra merkismanna, er dr. Valtýr hefur fengið til að gefa sjer „vottorð". — Þetta er hið síðasta innlegg, sem dr. Valtýr flyt- ur í máli sínu, og er ekki sjerlega kröptugt. - Það mun lítið bæta um öllu fremur vekja enn meiri óbeit á öllu þessu ógeðslega makkí hans, sem Danastjórn hefur nú stungid algerlega undir stól, — en sem því miður hefur ekki verið vansalaust fyrir mikinn hluta þingsins og mun lengi í minnum haft. Til sölu er ácjætt íbiiðarhús með túnl og kál- görðum 1 verslunarbæ einum á Suð- urlandi. Verð 1500 krónur. — Gef- ur af sjer um 300 krónur á ári netto, fyrir utan ibúð í húsinu. Herbergi með eldhúsi, geymsluhúsi og kjallararúmi (á 1. lopti) í miðjum bænum eru til leigu frá 14. maí næstkomandi. Ritstj. vísar á. H|ex* með auglýsist að þeir, sem ósika að kaupa vín- föng þau, sem jeg áður iiefi auglýst að jeg liefði á boð- stólum við verslun mina, snúi sjer til föður míns E- M Vaage, sem hofur sölu þeirra á hendi. Reykjavík 7. jan. 1898. Sigurður E Vaage Versl u n Sigurðar E. Vaage Pósthússtræti nr. 16, Heilgrjón, Hálfgrjón, Hveitimjöl 2 teg., Kaffl, Kandís, Export, Melís í toppum og steyttur, Púðursykur, Kartöflumjöl, Sagómjöl, fín Sagó, Súkkulade fleiri teg., Kanel, Kirsuber, Sveskjur, Rúsínur, Makkarónur. Kardemommer. Aprikoser, Ananas, Perur, Hindber, og Jarðber, Syltetau, Eplagele og fleira þ. h. Hollenskur og Meieri ostur. Reyktóbak ágætt margar teg. Vindlar ágætir — — Munntóbak. Kafflbrauð, Tekex margar teg. Brjóstsykur mjög — — Grænsápa, Soda. Peningalán. Allt aö IOOO krónum óskast gegn veði í ágætum stofu og búsmunum sem metnir eru og vátryggðir fyrir 4000 krónur. — Vextir háir. — Einn- ig mundi hlutaðeigandi gjalda rif- lega þóknun sjálfskuldarábyrgðar- mönnum er vildu taka búsmunina að veði sjer til tryggingar. — Rit- stj. þessa blaðs vísar á lántakanda. Fineste Skandinavisk Exportkaffe Surrogat óefað hið besta og ódýrast exportkaffi. F. Hjarth & Co. Kjöbenhavn K. Nokkrar jarðir nálœgt Reykjavík fást leigðar eða keyptar. Gísli Þorbjarnarson, (búfræðingur). Reynið munntóbak og rjól frá W. F. Schrams Eftf. Fæst hjá kaupmönnunum.

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.