Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 12.02.1898, Blaðsíða 3

Dagskrá - 12.02.1898, Blaðsíða 3
373 Fiskimærin. F.ptir Björnstjerne Björnson. (Niðurl.). Prófastur vildi að þau skyldu öll neyta heilagrar kveldmáltíðar áður en Petra færi og þessvegna var allt hljótt og hátíðlegt síðustu dagana, og þegar þau töluðu saman var það næstum í hljóði. Þessi hátíðlegi blær, sem kveldmáltíðarnautnin breiddi yfir allt, kom Petru til að skoða alla hluti meðalvöru. Hið liðna vildi hvarla í hug hennar; hún skoðaði það nú allt hvað eþtir annað; það hafði hún aldrei gjört aður; hún hafði einungis litið fram á lifsveginri en aldrei aþtúr. Nú var eins og hún sæi heilt leiksvið í huga sjer, þar sem leikið var allt líf hennar frá því hún heyrði sungnar hinar töfrandi fögru spönsku vísur og það endurfæddist í huga hennar hin djúpa þrá æsku-áranna og hún var ekki ein heldur margar og rak hver aðra svo náttúrlega, rjett eins og hún lifði allt upp aptur. Ef eitthvað gleymdist þá varð allt af einhver hlutur fyr- ir augum hennar til þess að minna á það£ Einkum var það hljóðfærið, sem minnti hana á margt; það lá við að geðshræringarnar ætl- uðu að bera hana ofurliða. Það var eins og hún bæri hátíðlega lotning fyrir hljóðfærinu, ef Signý ljek á það þá varð hún að fara út til þess að láta ekki á tilfinningum sínum bera. Hún vildi helzt vera ein. Odegaard og Signý sáu hvernig í öllu lá og drógu sig þá í hlje. Allir umgengust Petru með saknaðsblöndnum vináttusvip og prófasturinn gekk aldrei svo hjá henni að hann ekki stryki hendinni um höfuð henni og liti framan í hana með blíðu augnaráði. Loksins kom dagurinn þegar þau áttu að vera til altaris. Það var dimmt yfir og þungt lopt, snjórinn þiðnaði úr fjöllunum og gras- ið þaut upp í vorblíðunni. Þau voru öll hvert í sínu herbergi þangað til þau áttu að fara í kirkj- una. Auk þeirra var á staðnum einungis hringj- ari og einn aðkomandi prestur, því prestur- inn ætlaði sjálfur að vera til altaris en ætlaði þar að lesa skriptamálann, því hann þurfti að fara nokkrum orðum sjerstaklega til Petru. Það var eins og hann talaði við hana inni hjá sjer. Hann sagði að það kæmi brátt í ljós, hvort þessi hátíðlega athöfn með bæn til guðs hefði nokkur veruleg áhrif á hana eða framtíð hennar; hann kvaðst vonast eptir að hún neytti Krists líkama og blóðs rjettilega. Hann bað hana að koma sem optast þegar hún væri farin, því fundir trúaðra manna styrkti þá í öllu góðu; ef hún villtist út á glapstigu þá gæti hún helzt komist á rjetta leið aptur með því að leita til þeirra, og ef hún kynni að villast frá þeim án þess að gera sjer það ljóst, gætu þeir hægt og varlega leitt hana aptur á þá rjettu braut. Þau fylgdust að heim að lokinni hinni helgu athöfn, en töluðust ekki frekar við það sem eptir var dags. I herbergi Petru sat hún og Signý langt fram á nótt. Um *morgunin átti hún að fara. Undir borðum kvaddi prófastur hana með mjög hlýj- um orðum. Honum fórust þannig orð: »að hann væri samdóma vini sínum um það, að hún yrði að þreyta baráttuna svona eins og og hún væri í sínu eðli, og ein, alein. Það skyldi vera henni hughressing í þrautum henn- ar meðvitundin um það, að hún ætti vini sem hún gæti treyst. Að vita að þeir bæru hana fram í bænum sínum til guðs, það gæfi, myndi hún sanna, styrk í stríði«. Þegar hann hafði mælt þessi skilnaðarorð til Petru snjeri hann máli sínu til Odegaards. „Tvær verur sameinaðar í ást, sem stýra einu geði, það er hinn fegursti vísir hins eina sanna kærleika", sagði hann meðal annars. Það minni var drukkið og þær kafroðnuðu báðar Petra og Signý; um Ödegaard vissu þær -ekki, það þorði hvorug að líta til hans. Prófasturinn vissi ekki hvaða strengi hann hafði snortið. HestaTnir stóðu fyrir húsdyrunum og allt heimafólkið í hnapp í kringum vagninn. Vin- ir Petru stóðu hjá henni allir þrír. Um leið og hún faðmaði Signýu í síðasta sinn hvísl- aði hún þessum orðum ,í eyra hennar: „Jeg veit að hjeðan er tiðindavon bráðlega; guð blessi ykkur“. Klukkutíma síðar sá hún aðeins hvíta hnúkana í fjarska. Þar var sá staður sem hún hafði kvatt. — < Það var rjett fyrir jólin, og ekkert sæti autt í leikhúsi höfuðstaðarins. Ung leikkona sem mjög mikið orð fór af átti að sýna list sína það kvöld. Hún var almúgabarn — móðir hennar var fátæk fiskikona — en fyr- ir tilstilli vandalausra sem tekið hefðu eptir hæfilegleikum hennar, var hún komin þetta, og menn væntu mikils af henni. Það er margt og mikið pískur á meðal áhorfendanna áður en tjaldið var dregið upp. Voðaleg stelpa hafði hún verið í æsku, og þegar hún var full- vaxin hafði hún einusinni verið trúlofuð ekki minna en sex mönnum í einu og á því hefði gengið í hálft ár. Lögreglan hefði fylgt henni henni burt af bæjarins lóð því allur bærinn hefði verið kominn í uppnám fyrir hennar sök. Það væri merkilegt að leikhússtjórnin skyldi leyfa slíku fólki leiksviðið. Aptur voru aðr- ir sem sögðu að engin fótur væri fyrir neinu þessu. Hún væri alin upp á kyrlátu prests- heimili í Björgvinarstipti, væri vel menntuð og ástúðlegasta stúlka, og fluggáfuð, það vissu þeir, og framúrskarandi fríð sýnum. Enn vöru aðrir, er þóttust fróðari í þessu efni, meðal þeirra var fiskikaupmaðurinn Ynge Vold, sem var öllum kunnur þar'um slóðir. Það vildi svo til að hann var staddur í höf- uðstaðnum í verslunarerindum; það var raun- ar mál manna að hin funheita sál spánsku konunnar hans vermdi hann svo mjög heima að hann kysi opt að takast ferð á hendur til þess að fá jafnvægi á lífið. Hann hafði keypt stærstu stúkuna í leikhúsinu handa sjer og sín- um gestum, mötunautum hans í gistihúsinu, sem hann hafi boðið mjer sjer til þess að horfa á »þennan töfraleik». Hann var í ágætu skapi, allt þangað til að hann sá — var það hanni í einni stúk- unni umkringdur af skipverjum sínum -— nei! jú reyndar var þar kominn Gunnar Ask. Gunn- ar Ask, sem fyrir peninga móður sinnar var orðinn eigandi og skipstjóri á „norsku stjórn- arskránni", og er hann hjelt beitivind út fjörð- inn sigldi hann samskipa, „dönsku stjórnar- skránni", og er Gunnar hafði orðið þess var að hún vildi verða áundan hans skipi, vatt hann upp öll segl. Það brakaði og söng í gömlu stjórnarskránni og að síðustu beitti hann henni svo mjög upp í vindinn að hann fjekk eigi beygt af í tæka tíð og sigldi henni upp á þurt á þeim stað, er enginn hafði bú- ist við. Hann dvaldi nú í bænum, honum var nauðugur einn kostur meðan verið var að lappa uppá „norsku stjórnarskrána". Einn dag, hitti hann Petru og tók hún honum næsta vel, og dró það nokkuð úr ógleði hans; hann gat ekki að sjer gjört að kalla sig mesta þorsk- höfuðið, sem afhöfðað hafði verið í bænum, að hann skyldi nokkurn tíma hafa látið sjer hugkvæmast að hann mundi ná í aðra eins stúlku og hana Petru. I dag hafði hann boðið öllum hásetum sínum á leikhúsið og hafði einsett sjer að veita þeim milli hvers þáttar. En hásetarnir, sem allir voru fæddir í sama bæ og Petra og móðurinni að góðu kunn- ir, þeir álitu að virðing Petra væri sín virð- ing og lofuðu hver öðrum að klappa svo að lýðurinn hefði aldrei heyrt neitt því líkt. — Niðri í forrýminu sást ofan á þjetta burstakemda hárið á prófastinum. Hann sat þar næsta rólegur; hann hafði lagt málefni hennar í hendur hins máttuga. Hjá honum sat Signý Ödegaard. Plún var ásamt manni sínum og Petru nýkominn heim úr utanför; hamingjan skein út úr andliti hennar og hún brostihýrt tíl Ödegaards; því að á milli þeirræ sat gömul kona með fannhvítt hár,_ sem. líkt-. ist næstum kórónu, er hvelfdist yfir hið mó- ieita andlit hennar. Hana bar hærra í sæt- inu cn aðra og var því sýnileg öllum í hús- inu enda var þess skammt að bíða, að allir beindu sjónpípum sínum að gömiu konunni, því að menn kváðu hana vera móður hinnar ungu leikmeyjar. Það var svo mikil tign á yfirlitum hinnar öldruðu konu að hún frið- lýsti dóttur sinni fyrir oddum og örvurn lýðs- ins. Æskan er jafnan full eftirvæntingar, hún treystir á frumaflið í sínu eigin eðli, og það, að-sjá þessa móður, vakti traust manna. Sjálf sá hún engan, og ekkert; hvað þarna gekk á, um það skeytti hún ekki; hún vildi að eins fá að vita hvort menn ljetu dóttur sína njóta sannmælis eða ekki. Tíminn leið; pískrið hætti af eptirvænt- ingunni, er var mikil hjá öllum. Allt í einu kváðu við eirbumbur, trumb- ur og lúðrar í senn og fyrsti þáttur heyrðist. Það var Axel og Valborg eptir Adam Öehl- enslæger; Petra hafði kosið að »byrja« með þessu. Hún sat á bak við leiktjaldið og hlustaði á, en fyrir framan það sátu svo marg- ir landar hennar, sem húsið tók, og var þeim öllum órótt vegna hennar, það var sá kvíði í brjósti þeirra, sem vjer ætíð berum, er vjer væntum að eitthvað mikið og ágætt opinber- ist af voru eigin. Það var rjett eins og hver og einn af þeimætti að „koma fram“; í slíku augnabliki verða til margar bænir og sumar þeirra koma frá hjartanu, sem sjaldan veit annars neitt um bænirnar. Fyrsti þáttur var leikinn, hljóðfærin önd- uðu út eins og í blíðri bjartri sólskinskyrrð. Hann endaði; hátíðleg þögn fylgdi. Síðan var leiktjaldið dregið upp. Biðjið ætíð um Fineste Skandínavísk Export Kaffe Surrogat, ódýrasti og besti kaffibætir. F. Hjort & Co. Kjöbenhavn K. Ágæt Harmonika (18 kr.) með heil- og halfnótum, iítið brúkuð, er til' sölu með góðum afslætti, sje borgað út í hönd. Ritstj. vísar á. í misgripum var tekinn water-proofs- kápaí Good-Templarahúsinu á mánudagskvöld- ið 7. þ. m., en óþekkt kápa þar skilin eptir. Er viðkomandi vinsaml. beðinn að skila káp- unni á afgreiðslustofu Isfoldar; hin kápan þar til sýnis. Til sölu er ágætt íbúðarhús með túni og kál- görðum í verslunarbæ einum á Suð- urlandi. Verð 1500 krónur. — Gef— ur af sjer um 300 krónur á ári netto, fyrir utan ibúð 1 húsinu. Herbergl með eldhúsi, geymsluhúsi og kjallararúmi (á 1. lopti) í miðjum bænum eru til leigu frá 14. maí næstkomandi. Ritstj. vísar á. Reynið munntóbak og rjól frá W, F. Schrams Eftf. Fæst hjá kaupmönnunum.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.