Dagskrá

Issue

Dagskrá - 16.02.1898, Page 1

Dagskrá - 16.02.1898, Page 1
II, 90. Reykjavík, miðvikudaginn 16. febrúar. 1898. Breytingar á landbúnaðinum. Þegar einhver markaður lokast eða breyt- ist mjög til hins verra er eðiilegt að framleið- endur og seljendur á þeim markaði skoði sig um eftir nýjum leiðum og nýjum varningi, er komið geti í staðinn. Fiskimarkaður vor er fastur og áreiðan- legur að öðru leyti en því, að verðið getur stigið mjög og fallið með snöggum umskipt- um, en markaðurinn fyrir lifandi fje getur ekki lengur talist með. Það hefur verið bent á það í Dagskrá fyrst, og síðan í ísafold, með góðum rökum, hversu afarlangt vjer erum fjarri því að nota til fulls hinn innlenda markað fyrir afurðir sauð- fjárins. Hjer er vítt svæði og svo að segja óunnið fyrir duglega innlenda kaupmenn, er vil'du kaupa sauðfje á haustin í stórum stýl, salta niður kjötið eða reykja það og í einu orði að segja hagnýta sjer allt af kindinni á besta hátt og síðan selja kjötið, ekki einung- is í þeim verslunarbæ, er þeir byggju í eða væru næstir, heldur einnig til hinna ýmsu versl- unarstaða um allt land er strandbátarnir ganga til. A þennan hátt gæti myndast arðsöm og fjörug verslunaratvinna fyrir fjöldamarga menn innan lands, og á þennan hátt einan viljum vjer segja, væri hægt að útrýmaeða að minnsta kosti takmarka mjög hinn afarskaðlega ofvöxt í öllum viðskiptum íslendinga við útlönd um hinar ýmsu korntegundir. Nú baukar hver í sínu horni við það að salta eina og eina kind niður, í verslunarbæjum landsins, og tekst það mjög misjafnlega eins -og von er til. Það er altítt, að lítt reyndar húsmæður gera sjer stórtjón með því að þær kunna eigi rjettilega að fara með kjöt og slátur af kindunum og auk þess er ómögulegt fyrir nokkurt einstakt heimili að gjöra slíkt eins full- komlega eins og þeir sem tækju mörg hundr- uð fjár til slátrunar og söltunar í því skyni að versla með það aptur til heimilanna. Líkt er að segja um skipti sjávarbónd- ans á sínum varningi til sveitabóndans. Kaup- menn ættu að kaupa í stórum stýl allt það sem markaður er fyrir innanlands, lata salta það, herða eða varðveita á sem allraj. bestan hatt og selja síðan þeim, sem nú ýmist verða að leita þessa varnings á víð og dreif í ver- stöðunum, eða þá kaupa sjer kornmeti fyrir uppskrúfað verð í þess stað og láta sjávar- bóndann selja hitt með skaða sínum eða sitja uppi með það. Allur sá kostnaður, sem spar- ast við samvinnu í þessari sem öðrum grein- um, yrði beinlínis þjóðfjelaginu til gróða, ef innlend stórverslun af þessu tagi kæmist á þar sem skilyrði hennar eru fyrir hendi, og auk þess mundi mikill straumur af peningum, sem nú renna út úr landinu fyrir óhollari og dýrari fæðu, veitast inn til sjálfra vor og leiða allt annað gott af sjer um leið, sem pening- ar geta gjört, ekki einungis hjá verslunarstjett- inni, heldur einnig í öðrum atvinnugreinum landsmanna. Afleiðingar af því að þessi innlendi mark- aður yrði betur notaður heldur en áður hef- ur verið gjört, mundu fljótt gera vart við sig í búnaðinum. Fæði fólksins mundi verða mik- ið ódýrara og bæði útvegsbændum og sveita- bændum þar með gjört ljettara fyrir að standa á móti hinni yfirvofandi hættu af vistarleysi og lausagangi hinnar vinnandi stjettar. Ennfremur mundi á mörgum stöðum við sjóinn fyrst og fremst aukast verðmæti ýmsra afurða sjávarútvegsins, sem nú er lítið sinnt um og fleygt í vanhirðu, en jafnframt mundu bænd- ur fá enn öflugri hvöt til þess að bæta fjár- kyn sitt og hirða fjeð vel, ef laun slíkrar á- stundunar gætu strax fengist á innlendum mark- aði. Onnur góð bending hefur einnig komið fram í blöðunum einmitt í sambandi við þá breyting til hins verra, sem orðið hefur í markaði lifandi fjár. Þessi bending miðaði í þá átt, að bændur skyldu snúa sjer fyrir al- vöru og með góðum samtökum að hestarækt- inni. Þetta verður ekxi nógsamlega brýnt fyrir mönnum, og ættu þeir búfræðingar vor- ir, sem ritfærastir eru og besta þekkingu hafa, að snúa sjer að því með alúðogkappi að vekja áhuga hjá bændastjett vorri í þessu efni. Einnig að því er snertir markað fyrir hesta, verðum vjer fyrst og fremst að snúa oss að því, að fullkomna og nota til fulls hin innlendu viðskipti, en því miður er sá andi ríkjandi hjá þjóð vorri mjög um of, að horfa á útlenda verslun og samgöngur við útlönd, sem hið fyrsta og sfðasta stig í við- skiptalífinu. Agætur reiðhestur, af góðu kyni, vel uppalinn og riðinn svo að hann geti notið hæfileika sinna á hverjum gangi sem er, má heita hreinlega sjaldsjeður gripur hjer í landi en það má óhætt fullyrða að hægt væri að selja hjer innanlands á örfáum árum, jafnvel svo þúsundum skipti af slíkum hestum. Það sem sparast við það að ciga cinn þoíinn, hraustan og sterkfjörugan hest ístaðtveggja eða þriggja hálflatra gutlara, nemur svo miklu fje, reiðhestsæfina yfir, sem við skulum gera 8—io ár, að Islendingar mundu ekki síður en aðrir fljótlega læra að meta gildi þess. Samgöngum vorum innanlands er enn og verður víst um langan aldur þannig hag- að, að vjer getum ekki verið án reiðhests- ins auk þess sem það er svo samvaxið eðli voru að hafa skemmtun, af góðum hesti, að vjer mundum seint leggja klárana niður þó sá dagur rynni einhvern tíma yfir landið, að járnbrautatrhugmyndir vorra drauinsjúku sam- göngu-skarfa yrðuframkvæmdar. Þess vegna byggir hver sá bóndi á traustum grundvelli sem ieggur góða stund á hestaræktina, jafn- vel þó hann ætli sjer alls ekkert annað með því, heldur en að versla með þá fyrst um sinn við næstu búa og síðan fjær og fjær í landinu sjálfu eptir því sem tilboð og eptir- spurn segja til. En auk þessa má óhætt fullyrða að það er hægt að erfiða upp mikið tryggari og arðmeiri markað í útlöndum fyrir kyngóða íslenska hesta, heldur en nokkurn tíma fyrir sauðfje, hversu vel sem byr kynni að blása fyrir það. (Frh.) Búi. Góðgjörðir og fátækt í Reykjavík. Dagskrá hefur hvað eptir annað minnt menn á það, að hjer er fjöldi fólks, sem líð- ur neyð í bænum og nálægt honum, sem verðskuldar aðra betri hjálp heldur en hjálp sveitarinnar, og sem margir bæjarbúar mundu glaðir gefa fje til bjargar, ef hjer væri nokk- ur fjelagsskapur stofnaður í því skyni að bæta úr neyð fátækra sjúkiinga og atvinnu- lausra manna. Er það ekki hrópleg synd að láta menn liggja aðstoðarlausa og að fram komna af næringarskorti svo að segja bæ við bæ fátækustu þorpunum hjer, á'n þess gjörð sje tilraun til þess að láta góðvilja eistakra manna geta notið sín í þa átt, að styrkja bræður vora og systur í stríðinu á móti örbyrgðinni ? Hjer í bænum er ekkert góðgjdrðafje- lag, sem verðskuldar það nafn. Thorvaldsensdömurnar eru ekki vel hæfar til þess að bæta úr þörf vorri á slíkum fjel- agsskap. Basarar og því um líkt, sem eyðir jafnmiklu fje frá bæjarmönnum eins og eptir verður til þess að miðla hinum bág- stöddu — ætti alls ekki að eiga sjer stað, þegar ræða er um hjálp til fátæklinga. — Gjafirnar eiga að koma beina leið í gegnum hendur fjelagsins frá gefanda til þiggjanda, svo að sem minnstur kostnaður leggist á. En að því slepptu að meðlimir Thorvald- sensfjelagsins hafa betri tök á því heldur en almenningur, að halda basara eða jafnvel sjónleiki, sjest ekki betur en að þetta vel- viljaða dömuíjelag sje nauða úrræðalaust og óframtakssamt um það, að líkna aumingjun- um, sem ganga hjer fölir af sulti og klæð- leysi um göturnar, en eru of stoitir til þess að leita á náðir sveitarinnar. Jeg heyrði einu sinni hefðarkonu eina hjer í bænum segja eitthvað á þá leið: „að hjer þyrfti enginn að svelta, því menn gætu leitað fátækrastjórnarinnar". En sú hugsun sem felst í þessum orðum er ein hin kær- leikslausasta, jeg vil næstum segja ódreng- legasta, sem maður getur hugsað. — Eð-j á að níða sjalfsþóttann og dugnaðinn úr þeim sem er fatækur, ef hann verður undir í' bar- áttunni og vantar daglegt brauð fyrir sig og sína ? Eiga þeir sem hafa alls nægtir að róa sig í svefn í hægindastólum fyrir fram- an ofnana og bæla niður hjá sjálfum sjer hvötina tll þess að hjálpa öðrum — að eins með því, að varpa áhyggjum sínum á fá- tækrastjórnina ? Getur kvennfjelagið íslenska ekkert gert í þessa att — út því að systrafjelag þeirra Thorvaldsens-klubburinn er svo aðgerða lítið? Hvorugt þetta fjelag hefur hreyft sig til þess að stuðla að því að korna hjer upp hæli fyrir fátæka ferðamenn, þar sem þeir gætu fengið fæði og húsaskjól fyrir hæfilegt verð — og þó hafa menn dáið hjer á götum bæjar- ins af kulda og vosbúð vegna þess að slíkt gistihús er ekki til — í einu orði: ekkert til hjer nema fylliholur og dýr hotelherbergi að leita til fyrir ferðamenn. — Og ef þessi fje- lög hreifa sig nú heldur ekki til þess að rjetta hjálparhönd þeim sem líða nauð hjeríReykjavík, þá skal það þó að minnsta kosti ekki verða þakk- að því, að fjelögin hafi ekki verið minnt á skyldu sína. Hver kona eða karl sem vill sannfærast um að orð mín eru sönn — að hjer er hjálp- arþörf — getur komið með mjer í hús hjer í Vík þar sem fólkið liggur dauðveikt, skjálf- andi af kulda í óhreinum, ónógum rúmfatnaði og þar sem beinlínis er hœtta búin lífi manna, sakir langvarandi hunrurs. Þíð sem eruð efnaðir og getið gefið skerf til fátæklinganna án þess að það skerði vel- líðan ykkar, eruð minntir á að gjöra skyldu ykkar strax. Eða hafið þið brjóst í ykkur til þess að láta tímann líða án þess að gjöra eitthvað fyrir þá sem svelta hjer dag eptir dag. Jeg er ekki ríkur, en sje mjer sagt hvert jeg á að snúa mjer með minn skerf, skal jeg strax gefa io krónur. Þær liggja í borðskúffunni minni og bíða. Fr.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.