Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 24.03.1898, Síða 3

Dagskrá - 24.03.1898, Síða 3
397 I un á embættisvaldi til þess að fá menn til að með- ganga sem hann gæti hugsað sjer. - Hvort hann ættti að hafa upp fyrir mjer ým- islegt sem jeg hefði sagt. Hann hefði hlustað á mig með athygli og þótt fjarska vænt um mig fyrir það sem jeg sagði, það hefði verið alveg það sem hann hefði hugsað, en verið bundið á tungu hans. Jeg bað hann innilega að vægja mjer við að heyra orð mín endurtekin, jeg hefði verið hálf- drukkinn, og þar að auki reiður af því að ónefnd- ur Islendingur kom inn þar sem við sátum á veit- ingahúsinu við ölglas, og rjeðst á okkur Vestur- farana með allskyns fúkyrðum og brígslum. — Nei, hann gæti vel haft upp fyrir mjer heilar setn- ingarnar, hann hafði tekið svo'vel eptirþeim. — — Þegar þessi gallinn var á Jóni hafði jeg vana- lega það lag á honum að snúa mjer að að tala um framtíðarhorfur hans í Ameríku sem hann aldrei gat orðið þreyttur á að skrafa um- — Hann hefði farið burt af Islandi af því að sjer finndist að hann aldrei gæti orðið þar að manni. Hann gæti auðvitað eins og aðrir haft ofan í sig að jeta með þeim vanalega hætti að vera í vinnumennsku þangað til að hann væri orðinn gamall og slitinn og svo einn góðan veð- urdag þegar höndin væri orðin kreppt og fótur- inn stirður að fara á sveitina. — Það væri vegur- inn okkar allra sem fæddir væru á fátækum sveita- heimilum, og hann væri sannarlega ekki glæsileg- ur. Þá væri munur á að fara eitthvað langt burt, til annara landa þar sem ótal vegir væru opnir fyrir þá sem hefðu hug og dug til þess að bjarga sjer. Hvort hann hjeldi að þar væri enga erfið- leika við að strfða, að sínu leyti eins mikla eða meiri en á Islandi? — Jú auðvitað yrðu menn allstaðar, eitthvað að gera tit þess að hafa ofan f sig að jeta,en það væri á hinn bóginn ómögulegt að það gæti orðið honum örðugra að'fleyta fram lífinu í Amerlku en það hefði verið bonum í Islandi. — Frá því að haun var 16 ára og þangað til að hann steig á skip til Ameríku befði hann í 6 ár þrælað dag út og dag inn, og hvað átti hann afgangs fargjaldinu? Aðeins fáa silfurpeninga, og þó hafði hann aldrei eytt neinu í tóbak eða brennivín. Það væri laglegur arð- ur af svo langri baráttu. — Hvort hann væri ekki smeikur við, að það væri erfitt fyrir hann að ryðja sjer braut í landi þar sem hann engan skildi eða gæti gert sig skiljanlegan fyrir neinum. — Það færi margur • til Ameríku sem ekki gæti talað, stakt orð 1 ensku og eptir nokkur ár væru þeir orðnir fólríkir samt. Það sem aðrir gætu, gæti hann líka, Hann áliti að það væri nóg að kunna svo mikið í málinu að geta sagt „já“, þegar mað- ur ætti áð taka á móti peningum en „nei“ þegar maður ætti að láta peninga. — Þessu líkar voru skoðanir han á þeims erfið- lelkum er biðu hans í lifinu fyrir vestan hafið, og jeg þori að segja að hafi nokkur maður nokkurn tíma yfirgefið land sítt með óbifandi traust þess að hann myndi finna það sem hann leitaði að, þá var það þessi unglingspiltur frá Austurlandi, Jón P. Gíslason. Jeg gerði allt sem í mínu valdi stóð til þess að fá hann til að líta vitund dýpra á lífið, en hann sló öllu upp í glens, og sagði að jeg öfund aði sig af sinni brimsterku trú á framtíð sína, hann vildi ekki heyra neitt vfl nje vol. (Frh.) SKOSMIÐUR nýkominn til bæjarins Páll Halldórsson, er settstur að í húsi söðlasmiðs Sigurðar Bjarna sonar við Laugaveg. Hjá honum getið þjer feng- ið vandaðan skófatnað og allt er að skósmíði lítur ódýrara en hjá öllum öðrum. Komið! sjáið og kaupið, ef þjer viljið versla yður til hagnaðar. Hvernig fær maður bragðbestan kaffibolla? Með því að nota Fineste Skandinavisk Export Kaffe Surrogat sem enginn býr til nema F. Hjorth. & Co. Kjöbenhavn K. Býður nokkur betri k]ör? Nei. Maður, sem er 25 ára gamall og kaupir sjer 4000 króna lífsábyrgð í „Star“ sem hann fær út- borgaða þegar hann er 60 ára, (eða hvenær sem hann deyr, ef það verður fyr), verður að greiða í iðgjöld 110 kr. 68 au., eða með öðrum orðum, 3873 80 aur. ef hann verður sextugur. Þetta er voðalega mikið, munu menn ef til vill segja, en gæti þeir að. Eptir þeim „bonus", sem útbýtt var 1894, fengi sami maður þegar hann væri sext- ugur: Upphæðina sem hann tryggði sig fyrir 4000 kr bonus fyrstu fimm árin.................310 — -----önnnur — —...................330 — -----þriðju — — . . . .............352 — -----fjórðu — —....................378 — -----fimmtu — —................., . . . 390 — -----sjöttu — —....................420 — -----sjöundu — —....................470 — Samtals 6650 kr Sex þúsund, sex hundruð og fímmtíu krónur. Menn ættu að sjá, hversu miklu betra þetta er, en að leggja peninga í sparisjóð. Setjum sem svo, að einhver leggði fyrir 110 kr. árlega; ef hann svo ljeti þær í sparisjóð og dæi eptir eitt ár, þá fengju eptirlifendur hans einungis þessar 110 kr. með rentum, en ef hann hefði látið þær í iðgjöld í „Star“ þá ferigju þeirfjögur þúsund Jkrónur. Er það ekki munur! Hvaða lífsábyrgðar- fjelag skyldi þola samanburð við Star? Allar nauðsynlegar upplýsingar víðvíkjandi fjelaginu gefur Sig. Júi. Jóhannesson, sem er að hitta á Skólavörðustíg 11. á hverjum virkum degi kl. 12 —1 og 5—6. 24 urámig um þenna glæp, en frá því að jeg greiddi þaðhögg og til þess dags hefur líf mitt verið hvíldarlaus plága. — Nú hafið þjer heyrt æfisögu mína“. „Jeg vann þetta níðingsverk til þess að auðgast afþessa heims gæðum en það átti ekki svo að fara, því mjer óafvit- andi var kona frænda míns þunguð, og fæddi 3 mánuðum síðar barn, sem er komið í beinan karllegg frá Hr. Perowne og sem að honum látnum erfir allan hans auð. — Þetta barn heitir Constance. Þegar stundir líða fram giptist hún og maður hennar tekur við arfinum. — Nú, skal jeg segja yður herra Gilchrist, vil jeg ná henni á mitt vald“. „Jeg ætla mjer ekki að drýgja morðglæp í annað sinn, 'en jeg vil geta haft Constance og hennar ráð í hendi mjer eins og mjer best líkar. Ef þjer dirfist að leggja steinígötu mína í því efni, þá er yður glötun og dauði viss".— Hún þagnaði allt í einu, einblindi yfir í vegginn hinumegin og ljet báða handleggina hanga niður með sjer. »Jeg vil helst að þjer farið burt«, mælti hún eptir dá- litla þögn. Jeg tók eptir því að málrómur hennar var nú allur annar en áður. — Röddin var hálfkjökrandi og kjark- laus. »Þjer eruð mjer þyrnir í auga hjer; við stöndum í sam- bandi hvort við annað, þjer hafið vald yfir mjer, þjer getið meira að segja lesið hugsanir mínar. Jeg kom hingað í kvöld ekki af frjálsum vilja heldur af því að jeg gat ekki komist hjá því, og það sem jeg hef sagt yður hef jeg sagt af því að mjer var ómögulegt að verjast því«. „Viljið þjer ekki fara og lofa mjer vera í friði«. — Aður en mig varði fleygði hún sjer á knje fyrir fram- an mig, og mjakaði sjer liggjandi á knjám, nær mjer og nær. »Standið þjer á fætur«, mælti jeg, „þjervitið ekki hvað þjer segið --- þarna eru dyrnar; þjer verðið að fara út hjeð- an«, —- »Ekki fyr en þjer hafið lofað mjer því sem jeg hef 21 eptir mjer, var hugur minn fullur kynlegrar gremju og bitur- leiks. Jeg gérði uppreisn á móti þeim örlögum, sem valdið höfðu tilveru minni. Jeg hlaut í æsku óvenjulegt uppeldi, einmitt af þvítagi, sem var allra hættulegast innræti mínu. Kona sú, sem annað- ist mig, hafði frá því hún fór að komast til vits og ára lagt stund á hin undarlegu hálf-ókunnu vísindi er menn kalla „mes- merismus“ eða, dýrsegulfræðina. Hún var þess bráðlega vísari, að jeg var ágætlega fallin til dáleiðslu, og að jeg átti til hulda óvenjulega krapta. Hún hvatti mig til þess að beita þeim, og hún þaulæfði mig í þessum fræðum svo að jeg eptir eitt eða tvö ár var orðin frábærlega skyggn, sem við köllum, og gat skynjað margt og mikið, sem venjuleg augu og eyru ná ekki til. Jeg var barnung enn þá, þegar jeg fór með henni til Indlands til þess að nema dýrsegullistina meðal austrænna fræðimanna. Og jeg var nýlega orðin 18 ára þegar jeg kom aptur til Englands. Fóstra mín var dauð, og móðir mín vildí fyrir hvern mun, að jeg byggji með henni svo að jeg settist að í húsi því, sem hún nú býr í. Stjúpbróðir móður minnar, eigandi þessarar miklu fasteignar, var þá nýgiptur, en þó hann væri tengdur mjer, hataði jeg hann fyrir það, að hann skyldi vera til, því hefði hann ekki verið, þá hefði jeg sjálf verið erfingi að Queens Marvel allri. Jeg þráði að komast yfir þessa eign með svo mikilli og hatursfullri öfund, með svo mikilli ástríðu, að þjer, sem eruð fæddur til auðæfa, getið ekki skilið það eða trúað því. En samt sem áður bældi jeg niður ákefð mína og reyndi að gjöra mig þægilega og vinsæla hjá húsbændunum. Jeg hef aldrei verið frfð, en jeg hef haft hæfileika til þess að hrífa mennn, og jeg hreif þennan móðurbróður minn, því megið þjer trúa. Hann var ungur, að eins fáum árum eldri en jeg, mjög laglegur maður og örlátlega útbúinn af náttúrunni með öllu því sem getur gert manni gleði og á- nægju í lífinu. Hann hafði einmitt það sem mig vantaði, ró-

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.