Dagskrá

Issue

Dagskrá - 11.05.1898, Page 1

Dagskrá - 11.05.1898, Page 1
r II, 102. Reykjavík, miðvikudaginn 11. maí. 1898. Munið eptir að borga Dagskrá. ÞINGVALLAFUNDARBOÐ. Með því að svo má gjöra ráð fyrir, að á næstkomandi sumri, eigi síðar en 20. dag ágústmánaðar, verði búið að byggia hús það á Þingvelli, er styrkur er veittur til í núgild- andi fjárlögum, fyrir þjóðlegar samkomur og erlenda ferðamenn, þá viljum vjer undirritað- ir leyfa oss að skora á hin einstöku kjör- dæmi landsins að kjósa og senda þangað fulltrúa, einn eður tvo, eins og ákveðið er um þjóðkjörna alþingismenn. Tilgang fundarins höfum vjer hugsað oss þann að ræða mest um-varðandi almenn þjóðmálefni, sjer í lagi stjórnarskipunarmál- ið, en tengja þar við jafnframt þjóðmenn- ingarsamkomu fyrir land allt með svipuðu fyrirkomulagi og gjört var í Reykjavík síð- astliðið sumar. Vjer fulltreystum því, Islendingar, að þjer munuð gefa þessari áskorun því ræki- legri gaum, sem þjer munuð finna til þess, eins og vjer, að aldrei hefur verið brýnni ástæða til þess, en nú, að sameina beztu krapta fósturjarðarinnar henni sjálfri til vegs og frama. Fundurinn verður settur fyrnefndan dag, 20. ágústm. á hádegi. Ritað í aprílmánuði i8g8. B. Sveinsson. Sigurður Gunnarsson Kl. Jónsson. Jón Jónsson. f>m. Eyfirðinga. Pjetur Jónsson. * * ❖ Til skýringar þessu fundarboði skal það tekið fram, að það er tilætlun vor fundarboð- enda, að allir kjósendur í hverjum hreppi hinna ýmsu kjördæma landsins, eða því sem næst, eigi fund með sjer fyrir iorgöngu beztu manna, að þeir á þeim fundi kjósi kjörmenn, I fyrir hverja io kjósendur eptir hinum gildandi kjörskrám, að þeir kjósendur sem mæta, verði nafngreindir í fundargjörðunum á sama hátt sem í kjörskránum, og að allir kjörmenn hreppanna, að því búnu, komi sam- an á einn fund, og kjósi þar fulltrúa til þing- vallafundarins I eða 2, eptir því sem alþing- ismennirnir eru. Það segir sig sjálft að al- þingismennirnir eru ekki kjörgengir, hvorki sem kjörmenn, nje þingvallafundarfulltrúar. Fundarboðendurnir. Frjettaþráðarmálið. Dr. Valtýr Guðmundsson hefur gjörst milligöngumaður milli Dana og Islendinga, einnig í þessu máli, óbeðinn, og ekki til neinna góðra happa en vafalaust í góðu skyni. Hann vill fá frjettaþráðarfjelagið nor- ræna til þess að leggja þráðinn að Aust- fjörðum og þaðan yfir land að Reykjavík, fyrir áætlað viðbótarframlag frá ísl. c. 150 þús. krónur. — En bæði er það í sjálfu sjer óheppilegt vegna Reykjavíkur að leggja þráð- inn þannig, þó það væri gerlegt, og svo virðist það furða að menn skuli tala um það í alvöru að leggja þráðinn yfir feikna langan veg í óbyggðum öræfum hjer á landi, þar sem ómögulegt mundi nema með afarkostn- aði að komast að því að gjöra við þráðinn ef hann bilaði um vetrartíma. Þessi uppá- stunga getur ekki álitist til neins annars nýt en að tefja fyrir framkvæmd þessa nauðsynlega fyrirtækis, og er vonandi að frá henni verði horfið algjörlega sem fyrst, af öllum sem eiga hjer hlut að. — Mælingar kvað fjelagið ætla að láta gjöra í sumar. Saltfisk til Brasiliu. Merkur íslendingur ytra skrifar Dagskrá meðal annars, með síðasta póstskipi: „ . . . Nú verða ísl. kaupmenn að lík- indum að sæta því að selja víxla þá er þeir fá til borgunar saltfisksförmum að heiman, með afarmiklum afföllum og getur það orðið landsmönnum til voðahnekkis. En sjálfsagt hækkar verð á fiskinum sjálfum innan Spán- ar vegna ófriðarins, og ef kaupmenn þyrðu sjálfir eða þyldu að geyma skuldabrjef sín til borgunardags, þá er að sönnu lítil hætta á því, að þeir gætu ekki fengið sitt hjástór- auðugum viðskiptamönnum. — En mjer dett- ur annað í hug. — Því selja íslendingar ekki saltfisk sinn til Brasilíu, þar sem áreið- anlega finnst hinn besti markaður fyrir þenn- an varning? I öllu falli finnst mjer að slíkt gæti komið til álita fyrir óháða ísl. kaupmenn nú, þegar hinn venjulegi aðalkaupandi Spánn, er álitin svo gott sem kaupleysingi . . . «. r Ofriðurinn milli Spánverja og Bandaríkjanna hófst 21. f. m. og var það forseti fylkjanna er lýsti yfir ófriðnum gegn Spánverjum út af því að Spánv. neituðu áskorun Banclar. um að taka herlið sitt burt úr Kuba, eins og áð- ur hefur verið skýrt frá í Dagskrá. Síðustu frjettir segja lítil tíðindi enn af víðureigninni. Það helsta sem skeð hafði var það að Ame- ríkumenn hjeldu Havana, höfuðbænum á Kúba, í herkvíum, og höfðu skotið á vígið Matanz- as, um nokkurn tíma og fjellu þar nokkrir Spánverjar. Tvö herskip spánversk höfðu nýlega brotist gegnum herkvíarnar, og var yfirleitt lítið magn í aðförum hvorugra enn sem komið var, enda segja útlend blöð sam- hljóða að fyrirbúnaður hafi verið ófullkominn mjög hjá háðum. Ekki er unnt aðgjöraallt með peningum og rígur milli silfurmannanna og annara flokka á þingi Ameríkumanna hafði þegar í byrjun dregið nokkuð úr framkvæmd- um fylkjaforsetans Mc Kinleys. — Meginfloti Spánverja var nýlagður af stað vestur á bóg- inn, með innsigluðum fyrirskipunum, og ætl- uðu flestir að ráðgjört væri að byrja á því að skjóta á ýmsa verslunarstaði Bandaríkjanna. Eptir því sem „Times" hermir frá Spáni er ekki ástæða til að ætla að Spv. sjeu strax þrotnir að fje, og hafa gagngert skynsamleg- ar fjármálaráðstafanir verið gjörðar af þingi og stjórn til þess að halda uppi ófriðn- um. Fjármálaráðgjafinn lýsti því um ieið yfir að ástæður landsins væru mikið betri en menn ætluðu almennt. — Sú fregn hefur einnig breiðst út að Spv. sjeu kolalausir en ótakmarkaðar kolabyrgðir eru fluttar til her- skipastöðvanna frá innlendum námum. Ev- rópuþjóðirnar munu undir niðri hallast að málstað Spánverja en eru opinberlega af- skiptalausar af ófriðnum. Lausar fregnir um bandalóg milli Ameríku og Englands gegn Spáni, og heityrði Rússa um hjálp til handa Spánverjum að sama skapi sem Bretar hlut- ist til um málið, hafa verið teknar upp í mörg heldri blöð Þjóðverja, en lítt er mark takandi á því, og er ætlun flestra að ófrið- ui þessi muni skjótlega háður án íhlutunar frá hálfu annara þjóða, með þeim malalok- um að hinir fjárauðgu Vestanvjerar sigri hina fátæku, dremþilátu Spánarmenn. — Menn bjuggust við aðalorustu á sjó innan skamms tíma einhversstaðar í nánd við eyjuna Kúba. Stjórnarmálið og Þ. G. Því er svo varið, að það er leiðinlegt bæði að lesa skammir eptir Þorstein Gíslason og um hann. — Hann kann ekki að skrifa svo að það sie læsi- legt siðuðum mönnum. Fúkyrði hans eru ófynd- in og ekki í neinu hugsunarsambandi hvort við annað; hann hefur ekkert vald yfir því efni sem hann velur sjer og hinar einstöku klausur sem hann setur saman, eina úr austri og aðra úr vestri af handa-hófi, eru jafnan andasnauðar að sínu leyti eins og öll heildin fer langt fyrir ofan garða eg neðan. Þannig fer það þegar Þorsteinn tekst það á hendur ýmist fyrir, sjálfan sig eða húsbónda sinn og meistara, Jón Olafsson, að rita dónaskammir, og eru slík ritstörf þó langbest við hæfi hans, bæði sam- kvæmt eðli hans og því menningarstigi sem hann stendur á. — En þao leiðir einnig af sjálfu sjer að mönnum er óskemmtun að því að heyra hann skammaðan, því öll hans opinbera framkoma hef- ur verið svo hlægilega ómerkileg frá því fyrsta, að all-flestir munu álíta ,hann standa fyrir neðan allt umtal. Kvæði hans sem birst hafa til þessa dags geta ekki bætt úr hinni auðvirðilegu frammistöðu hans í opinberum málum, enda má segja það satt, án allrar hlutdrægni, að það mesta, sem sjest hefur eptir hann, er ósvikinn íslenskur leirbutður af lakara tagi. Fáein kvæði sem hann hefur látið frá sjer slðar eru nokkuð betur gerð; en þau hafa þó alltof lítið bókmenntalegt gildi, til þess að þau.geti borið uppi svo illkynjuð brot á móti góðum stíl og höfundskap sem Þorsteinn hefur svo afiátslaust framið í atvinnurógi sínum, sorpslettum til einstakra manna, bögubósaglósum, og dæmalausu fáráðlingsgreinum um opinber máí heimspekileg efni o. s. frv. einkum í þlaðinu,, ís- land“. En þrátt fyrir allt þetta álítum vjer að öllu vel athuguðu að Þorsteinn eigi það skilið að hald- in sje nokkurskonar skoðunargerð á ritmennsku hans, í eitt skipti fyrir öll, og þá auðvitað með þeim röksemdum og á þann hátt, að ekki þurfi að endurtaka það mönnum til óskemmtunar nje heldur að Þorsteinn þurfi sjálfur að ónáða lesend- ur sína bráðlega með neinum skýringum á því hvers virði hann sje fyrir bókmenntir vorar eða fjelagsmál. Astæðan til þess að Þ. getur að vorri hyggju komið „til álita“ þrátt fyrir það sem hjer hefur verið sagt, er sú, að hann er svo gott sýnishorn, að hann er, sem maður segir á óíslensku máli, svo tyjiskur jafningi þeirra lökustu og framhleypnustu málaskúma vorra, sem hafaáýmsumtímum og á ýms- um stöðum tekið að sjer, að halda há-kennimann- lega fyrirlestra um það sem þeir hafa aídrei þekkt eða skilið, að gjörast óskeikulir smekk-dómarar með óáheyrilegum smekklausum sleggjudómum, að karpa jafnvel á móti betri vitund og röksemda- laust um það sem þeir höfðu frá fyrstu aldrei neitt vit á — í einu orði að segja, að þykjast vera stórmenntaðir spekingar en véra 1 raun rjettri ó- menntaðir einfeldingar, — sem hefðu átt að þegja og hlusta á hvað aðrir sögðu í stað þess að gjálfra og glamra fram í hvað sem er. — Það er fyrir pessara verðleika-sakir að það getur álitistjrjett og þarft að gefa yfirlit yfir það sem Þ. G" hefur þegar gjört sem rithöfundur. Eins og áður er skýrt frá ætlum vjer fyrst og fremst að tala um afskipti hans af stjórnarmálinu, sem einnig er það helsta sem honum getur reikn- ast, að því er snertir eiginleg fjelagsmálefni. — Þegar þetta er skrifað (miðvikudag) hefur reyndar ekki birst enn neitt áfram-hald af síðustu stjórnmálagrein hans, oghefurhann þó haft meira en misseri til þess að nugsa um þetta „meira“ sem hann þá gaf mönnum vonum. Yjer skulum þvf að þessu sinni láta nægja að setja fram skýrt og í fáum orðum hinar ýmsu stefnur er hann hefur fylgt í eudurskoðunarmálinu: JVs x. Eindreginn endurskodunarmaður (Sbr. „Landsins Gagn og Nauðsynjar"). M 2. Adskilnaðar-postuli (sbr. „Island 9. jan. f. á: Sá vegur ! 1 sem þetta blað vill benda á að heppilegastur sje til að ná úrslitum í þessu máli er algerður aðskilnaður). M 3. Valtýssinni (sbr. „Island“ 28. ágúst f. á: Við hefðum því átt að nota það tilboð sem nú er fram komið frá stjórninni (o: Valtýs-frv.). , M 4. »Með stjórnarskrdnni 1874« óbreyttri (sbr. Isl. 18. sept. f. á. um breytingar á stjórnarfarinu án allrar stjórnarskrárbreytingar). JVS,5. Miðlunarmaðm (sbr. Isl. 23. okt. f. á.: nú vill Island nota tilboð stjórnarinnar á þann hátt að haldið sje fram frv. frá 8g. „Meira« hefur ekki komið í ljós enn af póli- tiskum trúarjátningum Þorsteins. Þegar J. 01. vellir heilagraut í Öldinni, er Þ. vanur ao láta ofurlítit lóuþrælskvak heyrast hæst uppi undir Fjallatiifdum í Landinu — og lofa skýringum á því f næsta blaði. „Meira", „Meira", en aldrei verður nein framkvæmd á því. Er hann að búa sig til að opinbera 6. trúarjátninguna ? (Frh.j.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.