Dagskrá - 08.06.1898, Qupperneq 2
432
ótöldum smáskipum beggja sem ekki eru
höfð til orustu (hjálparskip) og torpedó-
bátum.
Spánverjar munu hafa tælst á því sama
sem var ætlun flestra að Bandam. kynok-
uðu sér við að halda til sjóbardaga' við Spánv.
— þá er Sampson stefndi undan þeim á-
leiðis til Haiti, og munu Spánverjar þá hafa
haldið sér fært að haga sér svo við Kúbu
sem þurfa þætti, og að Bandam. mundu
ekki ráða þar á flotann spænska. Floti þeirra
lagði svo inn á höfnina Santiago við Kuba
(undir forustu Cerveros aðmíráls), skömmu ept-
ir að Sampson var farinn til Haiti.
I Santiago situr nú Cervero með öll þau skip
sem hann hefur yfir að ráða, en Ameríkumenn
dreifa flota sínum á sem allra haganlegastan
hátt á hinar ýmsu hafnir og skipalægi í kring
um sem allt virðist benda á að reka eigi nú
rembihnútinn á þennan ófrið með algerðum ó-
sigri fyrir Spánverja.
Til þessa eru tveir vegir.
Annar sá að halda flota Spánverja í her-
kvíum þangað til að þeir gefast upp með
góðu, hinn er sá, að, ráða til atlögu að flot-
anum þar sem hann liggur inniluktur.
Hvorn veginn Ameríkumennn velja er
ekki gott að segja, en töluverð líkindi eru
til að þeim þyki fyrri kosturinn vænni; þó
hann sé nokkuð óhernaðarlegur er hann hand-
hægur, og það er einmitt við skap Ameríku-
manna.
Að hinu leytinu er atlaga ekki auðger
að Spánverjum, þó þeirra skip séu færri. Við
Santiago hagar svo til að skiipalægið er við
botn á firði einum, sem er 5 sjómílur að
lengd. Ollum er auðsætt að Ameríkumenn
geta ekki af skipum sínum sem liggja í fjarð-
armynni skotið að skipum Spánverja, sem
liggja við fjarðarbotn, með nokkrum árangri.
Á hinn bóginn er ekki auðgert fyrir Amer-
íkumenn að sigla um þennan fjörð svo langt
að þeir komist í þolanlegt skotfæri við Spán-
verja, því í einum stað er innsiglingin örmjó
aðeins nokkur hundruð álnir, og þar eru auð.
vitað sprengivjelar nægar og öflugar neð-
ansjávar sem bíða skipa þeirra. Auk þess
eru skotvígi niður með ströndum fram á þess-
ari leið; þau liggja flest hátt, og eru Jíkleg
til að geta orðið Ameríkumönnum að hinu
versta tjóni, án þess að þeir gætu neinni
vörn fyrir sig komið.
Innsiglingu á sjálfa höfnina, getur floti
Ameríkumanna ekki náð, nema með því móti
að skotvígin sjeu fyrst tekin, og síðan slædd
upp úr sjónum sprengivélar þær er Spán-
verjar kunna að hafa sett niður á innleiðinni.
— Að því búnu væri sjóbardagi á höfniani
mögulegur, og að öllum líkindum bæru Am-
eríkumenn þar hærra hlut fyrir sakir ofur-
eflis, en torsóttir munu þeim þó Spánverjar,
því þeirra skip eru vel vopnuð. og svigrúm
nóg á höfninni til varnar og sóknar. -—-
Ameríkumenn ætla sjer að taka Filipps-
eyjar og Puerto-Rico frá Spánverjum og halda
þeim sem nokkurskonar veði til tryggingar
herkostnaðargreiðsiu á sínum tíma. Svo seg-
ir skeyti eitt fra New-York til eins af helstu
blöðum Frakka. Bandam. óttast að aðrar
þjóðir kynnu að skerast í leikinn ef farið
væri að leggja þessi lönd undir Fylkjastjórn-
ina eptir lok ófriðarins. — Sama ætla þeir
sjer auðvitað að gjöra með Kúbu, og má
því ætla að Vestanvjerinn tald sjer allgóða
borgun fyrir þetta mannúðarstríð gegn ó-
stjórninni spænsku. — Gamli Jónatan kann
optast betur við að sjá eitthvað í aðra hönd.
Heima á Spáni voru að eins tvö orustu-
skip, sem verið var að búa út frá Cadix. —
Frjettir um viðureign Spánv. og Bandam. í
ýmsum smáorustum síðustu dagana alveg ó-
.áreiðanlegar og ein á móti annari.
Frá Ítalíu
OJ )t ;U <?-. S ' Á '
skrifar r Georg Brandes meðal annars í
brjefi til „Politfken1' frá Rómaborg:
. , . . Ítalía hefur reist sjer hurðarás um
öxl með því að haga sjer eins og stórveldi.
-— Ríkið leiddist inn í þríveldasambandið af
Þjóðverjahollustu Crispis og af hatri hans
eða ótta fyrir Frökkum. — Þegar Crispi
gamli var í Berlín 1878 og átti tal við hina
helstu stjórnarmálagarpa þar, þá sagði hann
alltaf: Við erum sjálfsagðir að halda sam-
an, því við eigum sameiginlegan óvin. En
Ítalía hetur ekkert gott haft af sambándinu,
og það hefur kostað hana allt of mikið.
Fraklrar reiddust og hættu verslunarskiptumvið
ítali, sögðu þeim tollstríð á hendur, og tóku
nú þau útlend vín er þeir keyptu að frá
Italíu áður (til þess að selja aptur undir frönsk-
um nöfnum) frá Spáni. — Fyrrum blakti
verslunarfáni Frakka á hverri höfn í Suður-
Italíu en nú er þessar hafnir auðar — og að
sama skapi sem verslunin hefur rírnað, hefur
örbyrgðin aukist hjá Itölum.
Stjórnin hefur að sönnu mörg óhygginda-
brögð á samviskunni, en verst eru þó afglöp
hinna æðri stjetta í Italíu. Þær hafa verið
svo gjörsneiddar góðri rækt til föðurlandsins
að það má kallast samviskuleysi.
.... Sambandið hefur orðið Italíu dýrt
í stóru og smáu — í stóru með fram lögum
til hers og flota og í smáu með viðtökum
og fyrirbúnaði við heimsóknir Þýskalands-
keisara. — — —
Bylting sú eða óeirðir sem vjer höfum
heyrt um síðustu dagana, er höfuðlaus hreif-
ing það er auðvelt að sjá.
í Suður-Ítalíu er það einungis örvænting-
in sem hefur knúð menn til uppreisnar. Brauð-
ið var svo dýrt að það var óideyft að kaupa
það. Þannig var það í Sikiley og í Kalabriu.
Oðru máli er að gegna um upphlaupin í Norð-
ur-landinu, þar vantaði ekki brauð — hvorki
í Milano nje annarsstaðar. . . . En Milano
er hinn efnilegasti bær Itala, og er nokkurs-
konar höfuðstaður ríkisins í andlegri merking
orðsins. Það er ætlun manna að þar hafi verið
farið eptir fyrirætlun sem þegar hafi verið
fyrir löngu gjörð og eptir yfirlögðu ráði.
Tambs Lyche
ritstjóri „Kringsjár" sem er nýlega látinn,
hefur hlotið óvenjulega góð eptirmæli í blöð-
um og tímaritum Norðiiianna, enda þótt hann
stæði í rauninni svo að segja einn með sjer-
staka lífsskoðun lengi vel á móti öllum fjölda
norskra höfunda og listamanna.
Tambs Lyche trúði um fram allt á það
fagra í listinni og unni þeirri hugsun að lífið
stefndi í áttina til þess betra, væri ekki að-
eins leikspil fjandsamlegra krapta er vildu
brjóta hver annan niður, sá sterkari með
grimmd, sá veikari með slægð (sbr. Strind-
berg.) — En á móti þessari stefnu Lyches
rann allur meginstraumur hinna norsku skáld
mennta alit til þessa, samhliða stefnu frakk-
neskra og rússnæskra tísku-skálda, sem
hafa svo lengi skoðað hreifingar mannlegrar
sálar í sjónauka eins og læknir sem er að
rannsaka agnkvikindi í átumeini -— og táið
mannlegar tilfinningar í trefjar með ræktar-
lausum höndum.
En þrátt fyrir það þótt T. L. hafi unnið
sjer frægt og gott nafn meðal Norðmanna
fyrir heilsusamlega dóma er hann lagði á
verk realistanna svokölluðu þar í landi —
þá mun þó annað lengur og betur halda
minning hans uppi, en það er glöggsýni hans
og víðtæka þekking á menningu landa sinna
í öllum hinum hærri greinum, í vísindum,
listum og stórum verklegum fyrirtækjum.
Han var gagntekinn af þeim tveim
hugsunum, hve miklu fullkomin samvinna
þjóðtjelags í fullu frelsi getur komið til leiðar
og hve mikið i Norðmenn vantaði til þess að
heita fullmönnuð þjóð, —■ hann vjek varla
frá þessu umtalsefni, kom að því aptur seint
og snpmma og lattist aldrei á því að skrifa
þá meðvitund inn í Norðmenn hversu miklu
hærra hinar mönnuðustu þjóðir, Bretar og
Ameríkumenn, stæðu í því að beita kröptum
sínum andlegum og líkamlegum, og hversu
holt og nauðsynlegt það væri að nema af
þeim.
Hinar ýmsu ágætu ritgerðir þessa höf-
undar í tímariti hans „Kringsjá" sýna hve
ljóst þetta var iafnan fyrir honum sjálfum
og hve gjarnan hann vildi verja tíma sínum
og kröptum til þess að gjöra öðrum það
jafnljóst. —
Hin nýnorska menning ber í sjer öll einkenni
fortíðarinnaren einnig um leið fyrirboða hinna.
komandi, framfara. Hið smálega hatur á móti
hverri nýrri hugmyndfrá dðrum mönnum sem
fylgir hinni lágu andlegusíngirndlítt mannaðra
manna, loða enn mjög við allar deilur Norð-
manna í ræðum og ritum, en hinar einstöku
hugsjónir eru sterkar og frumlegar, eins og
búast má við hjá þeirri þjóð sem er efni í
öflugt, persónuríkt forustufólk. Hann fann
manna best til þess hve miklu námið veldur
um hæfileika þjóðarinnar og hann útlistaði
það rækilega fyrir lesendum sínum að æfing
kraptanna bæði andlegra og líkamlegra í
öllum hinum ýmsu greinum lífsins er menning,
manns en hlýðni við allar fjelagsreglur, lög, siði,
mannúð og kurteisi, er menning þjóðar
innar. —
Að vera góður maður — og vera góður
Norðmaður — það var takmarkið sem hann
vildi láta alla stefna að og þó hann talaði
optast hógværlega, voru sannleiksorð hans
furðu bitur þegar hann var að sýna fram á
hversu heimskulegur ofmetnaður lágmenntaðra
landa hans hindraði þá frá að reyna til að-
verða sannarlegir menn (þ. e. menn sem gætu
beitt sjer til fulls í þær áttir sem lífstarf þeirra
hvers um sig heimtaði) og hvernig brot þau
er þeir drýgðu í ímyndaðri fullkomnun á
móti boðorðum mannkærleikans og almennr-
ar kurteisi sundraði kröptunum, vakti hatur,.
og veikti fjelag þeirra allt í stað þess að
styrkja og tengja saman hina ýmsu starfandi
krapta í samvinnu þeirra að sameginlegu
marki og miði. —
Tambs Lyche er einn hinn djarfasti og^
bersöglasti sannleiksmaður sem Norðmenn
hafa átt, án þess þó að honum íylgi sú heipt.
og ofstæki sem einatt loðir við postula nýrra
kenninga.
===== .j3íj r'
Fjögur eimskip, þess sameinaða„
„Laura", „Vesta", „Skálholt" og „Hólar"
hafa þessa dagana legið hér á höfninni öll
í einu, og er það ekki lítill floti, sé lestar-
rúmið borið saman við farm og flutningsþörf.
— Ferðum skipanna er eins og kunnugt er
hagað svo, að menn geta ekki haft hálft
gagn af þeim. Þannig er t. a. m. er eitt skip-
ið látið fara degi áður frá aðalhöfnunum
(Rvík., Khöfn) heldur en hitt kemur, svo að
ógerlegt er að fá vörur eða svar upp á brjef
með sömu ferðum til eða frá. — Strandbát-
arnir eru látnir mætast á þann hátt, að löng
strandlína gæti verið skiplaus ef ís bannaði öðru
skipinu að komast leiðar sinnar þó alauður
sjór væri fyrir hitt — og sömuleiðis er sjeð
um að alóþörf umskipun á vörum er fara
eiga kringum land geti lagst við flutnings-
gjaldið. — Þessu er komið til leiðar með
því að láta bátana hittast á tiltekinni höfn
og snúa aptur hvorn um sig sömu leið. —
Yfirleitt má segja að ferðaáætlanir þessara
skipa sjeu nokkurskonar sveinsstykki þess-
arar eptirtektarverðu heimsku og hugsunar-
Framh. á bls. 434.