Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 13.07.1898, Síða 4

Dagskrá - 13.07.1898, Síða 4
4 Með þesum skilningi nálægjumst vjer hinar miklu gátur lífsins á nýjan hátt. Vjer munum ekki hefja nein heimspekisleg lieilabrot um eðli guðdómsins, heidur reyna að rannsaka þau lög, sem sett eru lífi voru og breytni. Og með athug- unum vorum munum vjer finna »mátt sem vinnur fyrir rjettlætið«, eins og Matthew Arnold komst að orði. Það er þessi máttur, sem leggur guðs- hugmyndinni grundvöllinn. Og vjer munum smátt og smátt sjá þetta koma skýrara og örugg- ara í Ijós í öliu því, er vjer sjáum og þekkjum, — - á sama hátt og eðlislræðingurinn sjer afl, tíma og rúm koma fram í hverju einu, sem tilveruskil- yrði alls. Yfir höfuð munum vjer láta oss nægja nokk- urn hluta hinna miklu sanninda- og allar þær ó- ráðandi gátur, sem hvervetna verða fyrir oss, munu ekki rugla oss, heldur aðeins efla vissu vora um takmarkaleysi og dulareðli lífsins og al- heimsins. Vjer munum verða þeirrar skoðunar, að síðasta orð hins djúpsæasta vitrings og hinnar háfleygustu visku, verður það, sem kristnin kenn- ir: — að hvað sem almættið er i sjálfu sjer og gagnvart oss, þá verður það best skýrt með nafn- inu: „vald rjettlætisins", eins og spámennirnir og fagnaðarboðskapurinn tala um. Þúsundir ruglandi gátna svífa kringum slíka hugsun; vjer getum alls ekki gert oss grein fyrir henni til hlýtar, en hún er þó alveg nauðsynleg og óflýjanleg, eins og trú eðhsfræðingsins á eitthvað hliðstætt hug- tæki hans: „afl“. Og vjer látum hina einu, ljósu og glöggu hugs- un falla sem ljósgeisla fram undan oss í gegn- um myrkur lífsins og leyndardómanna. V. Mútublaðið. Hr.Jón Olafsson þarf ætíð að minnast á það við og við á hvern hátt hann hefur komist inn í nýju öldina svo langt um fyr en aðrir, sem bíða eptir því, að hún verði skrifuð inn í almanakið. — Sje honum gleymt oflengi í senn — þágleym- ir hann því llka hver hann er og hvar hann stendur. — En það má ekki fyrirgefa honumþá gleymsku. Hann verður að fá að finna það, ef hann fer yfir þau mörk, sem honum hafa verið sett ósjálfrátt, eins og með þegjandi samkomulagi allra sem vita af honum og blaðinu hans. — Og það mun Dagskrá reyna að annast hjer eptir, að hann haldi sjer, sem maður segir, á »mottunni«, nokkuð betur en áður. — Honum var nokkur vorkun að vísu, þó það fyrndist fyrir honum hve mikillar varúðar liann verður að gæta meðal þeirra, sem hafaverið nauðugirlátnirkosta mútublaðið — um þær mundir, sem hann var að gjöra sínar víðfrægu „uppgöt- vanir", er Dagskrá leiddi á sínum tíma í svo skýrt ljós fyrir hans hönd. Hvernig átti maðurinn t. a. m. að muna eptir því, undir hverjum veðurmerkjum síðari (og síðasta) öldin hans rann upp, — rjett á meðan hann var að láta Koch bólusetja hnýsuna? Sú uppgötvun var 'hans eign, en ekki Kochs, og hefdi »Marsvin« verið sama sem hnýsa, þá hefði Jón orðið heimsfrægur — í rauninni miklu fræg- ari en Koch — sem bara vildi alltaf halda sjer á landjörðinni með allar bólusetningar — í stað þess að ganga í vatnið til þeirra starfa, ásamt með hinum „hugðnæma,, hertoga frá gulllandinu. Sömuleiðis var það afsakanlegt þó sjálfsþekk- ing þessa ötula uppgötvara dofnaði nokkuð um það leyti, sem hann var að finna hinn fyrsta stál- gjörðarmann heimsins. Hr J. áleit að hann hefði heitið Bessemer og er Jón einn um þá uppgöt- vun eins og með hina, um hnýsuna. — Ymsar aðrar fundningar Jóns trufluðu hann einnig eðli- lega á sinni tíð, svo sem nýjungin um fyrir- komulagið á sambandi Austurríkis og Ungverja- lands, hin áður óþekkta vitneskja sem hann Ijet í tje farþeganum, víðförla, um »úrið og kompás- inn« o. s. frv. — (A orðinu „farþega" hefur Jón einnigfundið upp nýja ritan. Hann skrifar jafnan „farþeg*á“, og„ farþeg/um“. Enn eitt nýtt í við- bót við hnýsuna og B essemer). — Einnig þóttust menn verða þess varir að hann þyldi illa að ræða um hafragrautinn, hvernig — honum (o: sjálfum inum óumræðilega) þætti haframjöl best matreitt. Menn sögðu að grauturinn hefði stfgið Jóni til heilans um það leiti, svo að hann hefði naumast getað heitið »hrár eða soðinn« í neinu máli. o. s. frv. En nú er farið að verða minna um þessar nýju fundningar Jóns — sem eðlilegt er, þar sem hann svo að segja hefur uppgötvað alla veröld- ina fyrstur manna — og á því næstum ekkert eptir að finna. Og ýms önnur smápatent, sem hann hefur verið að veita sjálfum sjer öðruhvoru geta naumast rjettlætt það að hann gleymi svo algerlega að halda sjer í skefjum — að menn neyðist til þess að gjöra hann ómögulegan. — Undir þessa smærri ávexti af hugviti og fróðleik Jóns verða að teljast „staðgengillinn" hans, „rótneminn,“»sæsíminn«,„sjálfkan« og »hugð- næmin« o. fl. o. fl. af þessum makalausu ný- gervingum sem hann kvað ætla að láta næsta al- þingi borga sjer hundrað króna mánaðarkaup fyrir á næsta fjárhagstímabili. Þar til má einnig telja hina nýju hugmynd hans, að selja nú ræfils' rjettritunina sína fyrir voninanm lítilsháttar„styrk"til þess að gefa út nýtt stafrófskver með „samkomulags- rangritun«. — Af kveri þessu kvað hann að sönnu þegar hafa samið titilblaðið og er það mikið verk og verður naumast fullborgað — ofan á alla hina óviðjafnanlegu ritmennt, sem það opinbera hefur fengið í „NýjuJÖldinni" fyrir 1200 króna meðlagið. En samt sem áður — væri ekki betra að láta sjerdálítið skaplegarsvonafram að „Aldamótunum"? Því Jón má vita það vel, að þau hálmstrá, sem hann hangir nú á hjer á landi þola ekki að hann sprikli mikið. — Það er alkunnugt og sann- reynt, að hver sem ekki losar sig frá honum í tima hreppir af honum vansa og ólán, — svo hefur það verið hingað til og svo mun það reyn- ast enn, ekki sfður nú, þegar hann ber sig, hugsunarhátt sinn og atvinnuveg til sýnis með meiri óskammfeiJni og frekju en nokkru sinni áð- ur. Og ýmsir hafa skilið sig frá honum í tíma^ það ætti hann að muna. — því skyldi hann þá treysta því svo um of að hann verði nú látinn skrifa og lifa einnigyfirlagsmenn sínaog fjelaga það hrun,sem jafnan merkir öll vegamót á æfiferli hans eins og rústir af föllnum vörðum? — Aptur á móti hefur enginn neitt við það að athuga þó hann þreyti kappleik við sjálfan sig í »Nýju Öldinní« með því að skrifa sjálfum sjer hol og gort á hvert reypi og svara svo apt- ur sjálfur brjefum sínum með hinni alkunnu, laun- drjúgu hógværð og gjöri fremur lítið úr því að hann verðskuldi nú þetta. — £n hann muni reyna! . . Og enginn hefur heldur neitt á móti því, að hann prenti auglýsingar um það í N. 0. að hann sjálfur, — ritstjóri blaðsins — sje »talsvert lasinn aí kvefi«”o. s. frv. Sllkt er að eins til þess, að rót- festa enn meir á honum það almanna álit, sem hann hefurjum langan aldur sannlega verðskuldað, — nfnl. að hann sje stór-hlægilegur, ósmekkvís ot- gortari og nagli. Undrakrossinn, Utdráttur af „Laufskálahátíðin" eptir Fritz Werner. .... Þegar Eifik hafði lokið frásögu sinn’ tók hinn ríki verksmiðjueigandi Fried- lænder til máls: Herrar mínir, jeg finn það skyldu mína að stuðla til þess að sannleikur- inn sje viðurkenndur; því jeg hef líka tekið eptir hinum undursamlegu áhrifum Voltakross- ins. Þjer vitið allir hværnig jeg í mörg ár þjáðist af taugaveiklun og brúkaði meðul, tók böð og leitaði margskonar lækninga, en allt árangurslaust. Svo var mjer ráðlagt að bera Voltakrossinn og — jeg var frelsaður og heilbrigður. En þetta urðu ekki einu afleið- ingarnar. Jeg keypti nefnil. fleiri Voltakrossa til þess að reyna verkanir hans á ýmsa menn sem jeg hafði saman við að sælda. Jeg gaf mínum gamla dyraverði einn krossinn og hafði hann alla þá tíð, sem jeg hafði þekkt hann, þjáðst mikið af gigtveiki. Eptir fáa daga sagði hann mjer, frá sjer numinn gleði, að sársaukarnir væru horfnir. Annan kross gaf jeg einum af skrifurum mínum, sem var mjög blóðlítill og áður en 14 dagar voru liðnir var hann alveg heilbrigður. Svo vann ung stúlka í verksmiðju minni, sem þjáðist mjög af bleiksótt og tauguveiklun. Jeg kenndi í brjósti urn vesalings stúlkuna, sem var að vinna fyrir gamalli móður sinni, gaf henni þessvegna Voltakrossinn og hafði hún tæp- lega borið hann 6 vikur áður en hún varð alveg frísk, og þannig hef jeg næstliðið á útbýtt ekki minna en 30 Voltakrossum ti skrifstofu- og verksmiðju- fólks míns og he- haft mikla ánægju af því. Það er sannnefnd- ur töfrasproti fyrir alla sem þjást og enga hjálp hafa getað fundið. Hver ekta kross á að vera stimplaður á öskjunum. Kejserlig kgl. Patent ella ónýt eptirlíking. Voltakross professor Heskiers kostar 1 kr. 50 au. hver og fæst á eptir- fylgjandi stöðum; í Reykjavík hjá hr. kaupm. Birni Kristjánssyni — — — — Gunn. Einarssyni. Á Dýrafirði — — — N. Chr. Gram. Á ísafirði hjá hr. kaupm. - Skagastr.--------— - Eyjafirði — — — - Húsavík — - Raufarhöfn — - Seyðisfirði — - Reyðarfirði---- - Eskifirði — - Einkaútsölu fyrir Skúla Thorodc F. H. Bernds Gránufjelagim Sigfúsi Jónss) Sigv. Þorsteii J. A. Jakobss Sveini Einars C. Wathne S. Stefánssyn Gránufjelagim. Fr. Wathne Fr. Möller. ísland og Fæn hefur stórkaupmaður Jakob Gunnl'ó sfsson, Adelersgade 4 Kjöbenhavn K. Eg undirskrifuð hef í mörg árverið af taugaveiklun, og hef þjáðstbæði á sá líkama. Eptir margar árangurslausar la tilraunir, reyndi eg fyrir 2 árum „Kína elixír" frá hr. Waldemar Peterseníl erikshavn, og þá er eg hafði neytt úr um flöskum varð eg undir eins miklu \ ari. En þá hafði eg ekki föng á að k meira. Nú er sjúkleikinn aptur að ágerast, má sjá af því, að batinn var hinuni á bitter að þakka. Litlu Háeyri. Guðrún Símonardóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum mönnum á Islandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að lita eptir því, að —-þ— standi á flöskunum í £ lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörume flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, i nafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, mark. Fineste Skandinavisk Export Kaffe Surri F. Hjoi’tlu & Co. Kjöbenhavn K. Bindindismannadrykkurinn ,Chika‘, er ljúffengur og fínn svaladrykkur. »C1 er ekki meðal þeirra drykkja sem meðli stórstúku Danmerkur af N. I. O. G. ' bannað að drekka. Martin Jensen, Kjöbenhavn. Umboðsmaður fyrir Island: F. Hjorth & Fineste Skandinavisk Export Kaffe Sorn F. Hjort & Co. Kjöbenhavn K. Abyrgðarmaður: Einar Benediktsso Prentsmiðja Dagskrár. 2 „Þú hlýtur að geta sagt mjer, Harold, hvernig barnið hefur meiðst". „Jeg get það ekki — jeg þoli ekki að sjá hann. Hann hefur naumast hreift sig eða opnað augun síðan hann datt. Jeg held að það sje eitthvað í heil- anum eða mænunni í honum. — O, guð minn góður hjálpi okkur — hann deyr jeg er viss um að hann deyr. Kitty segir" — „Já, hvað segir hún?" Jeg get ekki sagt þjer það. — Jeg er alveg frá mjer“. sagði hann og reisti sig upp úr stólnum. „Heldurðu ekki að við ættum að fara strax af stað“. „Jeg hef beðið ökumann um að koma hingað" svaraði jeg og jeg, hefsent þjóninn minn til þess að vita hvort dr. Parsons er heima, því það væri auðvitað niikið heppilegra ef hann gæti orðið okkur samferða. Og svo verður þú að fá þjer glas af víni". »Jeg gæti ekki komið því niður«, blessaður vertu ekki að bjóða mjer neitt. Ef vagninn er kominn ættlum við að aka til brautarstöðvanna. Jeg vildi ekki missa af þessari lest fyrir allan heiminn. „Jeg skal sjá um að þú missir ekki af henni veslings Hal. Sko, þarna heyr- um við vagninn koma að dyrunum. Ef þjer líður þá vitund betur, getur þú farið inn í vagninn. Jeg vcrð að taka með mjer og láta niður ýms verkfæri — og svo skal jeg innan augnabliks verða til að fara af stað með þjer.„ Hal reikaði út í gegnum herbergið og fordyrið, líkastur því sem hann væri úrvinda aí svefni eða hálfblindur. Jeg flýtti mjer allt hvað jeg gat, fyllti verkfæratösku mína tók með mjer eina flösku af sherry og aðra af cognaki og var rjett að stíga út úr dyrunum þegar einhver kom með brjef til mín og rjetti það að mjer. — Jeg gladdist innilega og það ljetti af mjer þungri áhyggju. — Jeg hafði tryggt mjer aðstoð og hjálp þess manns er jeg áleit þá bestan allra hand- lækna. Hann skrifaði svo: »Jeg kem til Kings Cross 6,30 til þess að ná í norð- urlestina. J. Parsom. — „Til Kings Cross svo fljótt sem þú getur" kallaði jeg til ökumannsins. Hesturinn hljóp á harða ferð og jeg sneri mjer að Iial, gamla vini mínum, í vagninum. „Blessaður huggaðu þig nú svolítið, Hal. Parsons kemur með okkur norð- ur og besta læknishönd sem til er í heimi verður nú til taks að hjálpa drengnum þínum". — Stanhope svaraði ekki. Jeg efast um að hann hafi heyrt til mín. Alla Jeiðina að heiman frá mjer til Kings Cross sat hann álútur í vagninum og tautaði 3 í hálfum hljóðum — rjett svo að jeg gat heyrt það“. —- Við verðum of seinir. Þessi ur er víst bógsiga eða sligaður. — Guð hjálpi okkur — við verðum of seinir of seinir". „Nei“ sagði jeg. Þarna er klukka beint fyrir framan þig á kirkjuturnii Gáðu á hana sjálfur. Sjerðu ekki að klukkuna vantar enn tíu mínútur í hálf : — Stanhope leit upp og jeg tók eptir því að hvftan í augunum var öll blóðhl in og að þau voru hvöss og villt eins og í hálfóðum manni. — „Hamingjan h mjer" hugsaði jeg með sjálfum mjer. — Ef drengurinn deyr þá verður Hal 1 til vitlaus. „ Nokkrum mínútum síðar komum við inn á brautarstöðina. Hal undir eins í handlegginn á mjer og dró mig þangað sem farseðlarnir voru sc Hann hafði sjálfur seðil sem giiti fram og aptur — og þegar hann hafði k miða handa mjer — þaut hann af stað með mig eins og sending áleiðis til v anna. — „Þú gleymir því að taka peninga til brka sagði jeg. „Fari þeir í andi:“ svaraði hann og kippti í mig. — Jeg nam staðar eitt augnablik svo slei mig af honum og náði í það sem gefa átti aftur af tíu punda seðli — svo ur við samferða. — Mjer ljetti enn um hjartaræturnar er jeg sá Parsons standa fyrir framan ckkur á brautarstöðinni. „Nú, nú, Stanhope" sagði jeg eins bistur og jeg gat „reyndu nú að þig dálítið saman. Það er til einskis gagns að vera svona flatur". — „Jeg get ekki að því gert Guyt — gamli vinur minn. Ef þú hefðir hana Kitty". — „Jeg get vel skilið í því að þú finnir til, reyndu nú að vera rólegur vegna Kittys og dreiigsins. En h okkur nú tala um Parsons. — Hann stendur þarna rjett hjá okkur ferðatöskuna í hendinni. Láttu hann sjá að þú hafir hug til þess að taka á hverju sem að höndum ber. Þessi orð mín höfðu góð áhrif. Hal varð kyrrari og tók betur eptir sem fór fram í kringum hann og sú óraskanlega ró sem var yfir Parsons og ö hreiftngum hans og orðum verkaði einnig á taugar hans til þess betra. Li var að fara. Við settumst inn í vagninn og jeg gaf einum þjóninum þjórfje þess að láta okkur vera eina og nokkrum mínútum seinna vorum við á hraðri norður eptir. Við komum til Charterpools milli tíu og ellefu um kvöldið. Lok vagn hafði verið sendur í veg fyrir okkur og svo ókum við allt hvað við gátum til búst Stanhopes. Þetta var nokkuð löng leið og allt upp á móti, en nú var Stanf miklu rólegri. Hann sat þögull í einu horninu á vagninum og sneri bakinr

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.