Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 20.07.1898, Blaðsíða 2

Dagskrá - 20.07.1898, Blaðsíða 2
V Jóreykur. . . . Eins og vant, er draga hæðirnar mann að sjer hærra og hærra upp, fjær öllu því, sem neðar býr — þó allt sje á fótinn, og sólin leggist eins og svefndrungi t alla limi. — Andhrein sveitagola streymir í breiðri, hægri loptmóðu út á hafiC — og flytur með sjer ilm af ungu grasalífi, óteljandi þúsundum blóma og jurta, sem kærleik- ur og afl sumarsins elur, skreytir og styrkir. - Milli grárra, heitra grjótása gljáir og stirnir á vötnin, eins og þar sje leikið við sólina með ómælandi mergð fægðra spegla. Flugurnar suða af sæid og fuglarnir baða sig með hægum, ijettum sundtökum 1 þessum líðandi straumi af tæru lopti. Það er eins og þrótturinn og æskan í náttúrunni sjúgi djúpt að sér andann, og fálmi í hálfgerðum draumi eptir sfnu eigin eðli, niður í dýpstu rætur þess, með opin, sofandi augu. — Hvað sárt, og sætt þó, er að lifa í sjálfum sumargróðrinum — hlusta á hljóð vatnsins,sem aldrei hætt’.r að renna, sjá haf loptsins og sævarins, sem hvergi endar, og finna ilm grasarma, sem vita ekki af því, að þau eru til. Maður finnur með öllum taugum, að hin hærri skynjan er ekki síður tii saknaðar en fagnaðar, og ósjálfrátt dregst hugurinn dýpra inn að lindum lífsins, sem lyptir öll- urn þessurn frjálsu íjöðrum, bindur alla þessa blór i vængi. — Fiallabláminn breiðir mjúkar slæður yfir alla tinda. Vellir og engi vefja grænum og gulum gimsteinalit inn í strandbaugana, sem leggja sig utan um fióann í löngum, bognum og brotnum línum. — Það er hásumarsblær yfir landinu og hafið bælir sitt eigið afl og ókyrrð langt niðri í dýpstu álum. — Það örlar varla á steini, þar sem bylgjur lopts og lagar mætast. —. En niðri á alfaraveginum sjest lágt moldar- ský þjóta hatt upp" eptir, beint á móti andvar- anum — eins og teykur af eimskipi, sem skrúfan knýr upp í vindinn. — Stundum hægir það á sjer og kembir aptur af sjer langan mökk, niður eptir öllum brautum, en aðra stundina herðir það sig aptur og skýst í snöggum kippum upp eptir veginum. — Það er jóreykur af tveim hestum, sem fara samKliða, optast fast hvor við annan, en stundum með lengra bili á milli, svo að moldarskýið aptur af þeim klofnar í tvo mjóa skúfa. Svo færist skýið nær og nær þangað til jeg þekki, þá sem sitja á hestunum. Það eru nýgipt hjón, sem jeg hef talað við nokkrum sinnum niðri í bænum, bæði saman og hvort í sínu lagi. — Þau eru að Ijetía sjer upp frá erfiði vikunnar og hafa verið svo heppin að fá tvo hesta, sem vilja sjálfir hlatipa. Þau eru eins og valin saman, og það er mesta ánægja að sjá hvað þau sitja laglega á hest- unum, sem tyggja mjelin með freyðandi munn- um. — Þau taka bæði undir þegar jeg yppti í hattinn, og fara hægt fram hjá mjer. — Jeg sje mjótt mitti fyrir neðan breiðar, vel fylldar kvenn- mannsherðar, og dálítið Iboginn karlmannshrygg. Svo er aptur hleypt á hraðari gang og rykhjúp- urinn leggst utan um hann og hana. Þessi dagur var ekki góður fyrir heitar, sterk- ar hvatir. — Maður hlaut að fyrirgefa þessum ungu, nýju hjónum að þau riðu svona eins og með ósýnilegan vegg á milli sín. Flitinn og feg- urð heimsins þurkuðu burt allar óskir manns aðr- ar en þá einu, að mega lifa svo um allar aldir, án þess að þurfa að hverfa og án þess að kuldi og royrkur þyrfti að breyðast yfir allt þetta auð- uga, þroskaða líf, sem umhverfði augað á allar hliðar. — Löngunin til þess að lifa — lifa sífelldlega sprettur upp úr innstu fylgsnum hjartans á sllk- um degi. Það ereins og allarhinar ýmislegu hrær- ingar hugans, sem daglegír viðburðir og atvik vekja, safnist saman undir þessum sterku geislum í eina einustu meginhvöt, eins og allir hinir mörgu straumar sálarlífsins snúi sjer frá hinuytra, inn á við, og renni í einum farvegi, aðra leið, á móti ó- þekkta hafinu, eílífðinni sjálfri —• á líkan hátt og allar vatnslindir þessara hæða og ása keppa að sjónum — þar sem þær eiga að hverfa. Hjónin eru nú horfin upp fyrir leytið. Að- eins örlítið mistur af jóreyknum sjest fljóta yfir hæðarbarmana, og dreifa sjer með landáttinni út yfir móa og mela. Þar eru hinar jarðnesku leif- ar hjónaferðarinnar að hverfa aptur til þess dupts, .sern þær eru komnar af. Sólin er hæst á lopti. — Ormarnir flýja dýpra og dýpra niður í moldina til þess að varðveita sitt auma líf fyrir sjálfum lífgjafa sínum. Það brak- ar í lynginu og blöð smáblómanna rjetta sig upp, eins og þurrar tungur, sem beiðast eins dropa af vatni, til svölunar. — En yfir allt þetta sígur lopt- móðan, breið og gagnsæ, fram hjá sálum þess sem kvikar á jörðunni. Ilmurinn af grösum og blómum fylgir henni til hafsins, og þöglar, óljósar hugsanir líða í sömu átt. F.n eptir verður þó þessi svíðandi þrá, þessi vonlausa, sára löngun til þess, að komast út yfir takmörkin. — Geislarnir geta ekki skinið í gegnum drauma- lönd sálarinnar og þorstinn eptir öðru sterk- ara ljósi lifir, byrgður innst inni hjá upptökum allra hugsana, þó maður drykki sig saddan af öllumþessumtæru vötnum, sem gljá og glitraundir hádegissólinni...... Hördur. Skúlí Thcroddsen og stjórnarskrármálið. (Frá landa í Höfn). Það er jafnan harla mikilsvert'fyrir þann mann, er vill kynna sjer þau mál, er sam- tíðarmenn hans láta sig mestu skipta og fjalla kappsamlegast um, að skyggnast aptur í tímann eptir rökum og rótum málefnanna og viðburðanna. Og það eru eigi málin ein er á þenna hátt skýrast fyrir þeim, er rann- sóknina fremur; mannþekking hans eykst að sama skapi, er hann virðir fyrir sjer athafnir málsaðilanna á ýmsum tímutn og ýmsum stigum málsins. Jeg hcf þóttst verða þess var, að marg- ur maðurinn, sem utn þessar mundir spjallar mest um íslensk stjórnmál, yrði opt og tíð- um fyrir ranglátum eða of hörðum dómum einmitt vegna þess, að þeir, sem um hann dæma gjöra sjer eigi Ijósa grein fyrir, hver rök 'iggja til frathkvæmda hans og fram- komu. Vegna þess að þeir sem kveða upp dómana hafa eigi rannsakað frá rótum sögur þeirra manna, sem um er að ræða, ruglast þeir optast í ríminu, er þeir vilja ákveða í hverju hlutfalli verk mannsins og athafnir standi við hugsunaahátt hans og allt sálará- stand. Þau verk, sem beinh'nis eru runnin af vanþekkingu og heimsku, telja menn opt vera unnin af illvilja og mannvondsku. Sömuleiðis,, eru þeir menn, er skipta skoðun- um allt of hart leiknir í almenningsálitinu; menn gæta þess eigi, að atvikin og kring- umstæðurnar hafa alltaf geysimikið vald yfir mönnum og mannanna orðöm og gjörðum. Jafnan síðan er hinn duli og djúpskyggni þingmaður Vestmanneyinaa flutti hið víð- kunna frumvarp sitt inn á alþing, hef jeg verið vakinn og sofinn í að kynna mjer svo vendilega sem jeg get hinn pólitiska feril ýmsra leiðtoga vorra. Það er trúa mín, að ef kíminn maður fremdi slíka rannsókn mundi eigi geta hjá því farið, að við og við bólaði á brosrákunum kringum munnvikin. En mjer hefur verið það ríkast í skapi að afla mjer þeirrar þekkingar á mönnunum, að jeg yrði fær um að kveða upp þá dóma um þá, er sem minnst skökkuðu frá rjettu horfi. Skúli Thoroddsen er einn sá maður, er jeg hygg hafa orðið fyrir einna röngustum eða ranglegast grundvölluðum dómum, síðan er hann villtist inn í flokk Valtýs Guðmunds- sonar. Jeg vil nú raunar fúslega játa, að stefnubreyting hans bar nokkuð bráðlega að. Hann sem áður hatði verið manna harðvít- ugastur og orðljótastur í garð stjórnarinnar gjörist allt í eínu fjandmaður þeirra manna, er lögðu nokkra grunsemd á græskuleysi stjórnarinnar í stjórnarskrármálinu. I grein einni er birtist í blaði hans 30. maí og 12. júní 1896 rakar hann glóðum að höfðum þeirra manna, er höfðu haldið því fram, að stjórnarskrárbarátta íslendinga væri bæði kostnaðarsöm og þar að auki eigi vænleg til mikils árangurs, ef henni væri haidið fram í sama horf sem áður um hríð; í sömu grein fer hann hamförum út af því, að sumir þing- menn (hann tekur til dæmis Guðlaug Guð- mundsson, sem nú er raunar orðinn vinur hans.allkær), svíkistundanþvíað haldafram máli kjósenda sinna og „gangi þvert ofan í sínar eigin yfirlýsingar þegar á þing er komið“. Rjettu ári síðar hefur hann sleppt öllum að- alkröfum sínum, — að ráðgjafi íslands megi ekki eiga sæti í ríkisráðinu — og kallar nú alla þá er frekari voru í kröfum sínum röm- ustu íhaldsmenn; þá er allt komið svo á ystu hlunna fyrir Islendingum, að ekkert getur bjargað þeim nema ráðgjafi, sem „skilur og talar“ íslenska tungu, — en hitt skiptir engu þótt hann sitji rígnegldur í ríkisráði Dana og það atriði hafði hann þó alltaf talið herfi- legasta gallann á stjórnarháttum Islendinga. Á þingmálafundi, sem haldinn var á ísafirði 27. maí 1897, skoruðu kjósendifr hans á al- þingi að láta stjórnina vita, að ef hún teldi »samband íslands við danska ríkið vera því til fyrirstöðu að íslendingar fái sjálfstjórn í sjerstaklegum málefnum sínum, þá sjeu ís- lendingar því samþykkir, og óski, að stjórn- in geri til þess ráðstafanir að slitið verði að öllu sambandi íslands og Danmerkur á lög- legan hátt“. Hver hefur nú orðið var við að Skúli hafi fylgt fram þessari ósk kjós- enda sinnaf Hann hefði þó eigi átt aðskjót- ast undan því, svo hörðum ummælum, sem hann ári áður hafði sveigt að þeim þing- mönnum, er „virtu að vettugi" vilja kjós- enda sinna. Það er nú raunar hrein þarf- leysa, að rifja upp fyrir sjer fleiri ummæli Skúla um þá stefnu, sem hann nú fylgir; þó er ekki nema gaman að því, að sjá hvað hann segir 30. jún. 1899 um „launungar- brjef“ Valtýs, sem nákvæmlega bauð sömu »stjórnarbót“ sem frumvarp það, er hann flutti á síðasta alþingi; þá farast Skúla orð á þessa leið: „Skilyrði fyrir því, að íslend- ingar geti orðið þessarar merkilegu(I) stjórn- arbótar aðnjótandi, er svo það, að þingmenn- irnir heiti því fyrir íslands hönd, að hœtta allri stjórnarbótarbarátiu í bráð\ Menn sjá af þessu, að það eru sannarlega góð kaup, sem danska stjórnin vill fá!“ I sömu grein- inni segir hann, að íslendingar væru börn, ef þeir sinntu slíku tilboði, er gjörði svo „ herfilega “ lítið úr kröptum Islands. En á alþingi 1897 hefur garpurinn brugðið litum og líkjum og 23 okt. s á. segir hann, að það sjeu „stórlygar, að hann hafi horfið Irá fyrri stefnu sinni í stjórnarskrármálinu"; en allir þeir, sem hafa líka skoðun á Valtýsk- unni og Skúli áður hafði haft, eru um þær mundir orðnir annaðhvort heimskingjar, eða þeir láta skyldleika við landshöfðingjaýFáTza stjórna orðum sínum, (eins og Bogi Melsted), eða þeir eru að reyna að krækja sjer í em- bætti (eins og Hafnarstúdentarnir), eða þeir eru flæktir í neti landsdötðinga" (eins og Hannes Þorsteinsson) eða þeir eru þá bein- línis landráðamenn. Jeg þykist vita, að margur muni segja þegar hann les grein þessa, að jeg sje ekki laushentan á „ísfirsku kempunni" en hver annar; en eigi var það þó ætlun mín, að hrakyrða Skúla fyrir framkomu hans, því að jeg þykist þess fullviss, að manninum sjeu öll þessi brek og ólæti ósjálfráð. Jeg get að eins staðhæft, að svona hefur framkoma Skúla verið, en um hitt veit jeg ekkert, hvort honum er sök gefandi á því. Hann hefur jafnan sýnt það, að hann er tilfinningamað- maður mikill og lætur þær opt ráða við þá skynsemi, sem náttúran virðist hafa gefið honum af fremur skornum skammti. Eða mundu það eigi vera tilfinningarnar, sem rjeðu mestu, þegar hann heimtaði, að ísland bætti honum það ranglæti, sem hann þóttist hafa orðið fyrir af hálfu landshöfðingja? Og bera ekki flestar greinar í blaði hans vott um það, að þær eru ritaðar miklu fremur af úlfúð til mótstöðumannanna, heldur en sannfæring um rjettmæti þess málstaðar, er hann fylgir. Og hvernig fer honum,er hann þykist greiða mót- stöðumönnum sínum bitrustu höggin? Bregður hannþeimþá ekki einmittum, aðþeirlátivelvild eða óvild ráða mestu um atkvæðisín? Hann býst sýnilega við, að tilfinningarnar ráðijafn- an við aðra sem sjálfan hann. — Nú kunna einhverjir að segja, að Skúli gæti þó reynt að temja sig betur. En hver veit hvað Skúli reynir? Getur ekki vel verið, að hann í sífelldri baráttu við sjálfan sig, sje alltaf að reyna að gefa sjálfs sin sál stjórnar- skrá og koma lögum yfir tilfinningarnar? Um það veit jeg enkert og jeg leyfi mjer eigi að dæma hart um Skúla fyr en jeg hef rannsakað það atriði til hlítar, hvort sem mjer nú nokkurn tíma auðnast það. — Og þegar um Valtýskuna er að ræða, mega menn gæta þess, að þar komst margur sem vitrari er en Skúli í krappan dans; þeir fóstbræð- urnir Valtýr og Rump sátu á seiðhjallinum og gólu svo rama galdra að þess var engin von, að þeir menn, er eigi voru kunnáttusamir eða margvitrir, fengju staðist öll þau býsn. Jeg get því eigi betur sjeð en það sje hreinn og beinn óþarfi að vera að fárast út afhamskiptum Skúla; hann hefur ef til vill ekkert getað að þeim gjört og jafnvel þótt hann hafi gjört allt þetta af ásettu ráði, er skaðinn eigi mikill; það eru hvort sem er eigi nema vinir hans í Þorska- fjarðarþingi, er hafa hann fyrir pólitíska leiðar- stjörnu. Úr brjefkafla til ,,Dagskrár“. . . . Jeg hef lesið fyrsta tölublaðið af III. árg. „Dagskrár", og ásetti mjer strax að senda blaðinu línur til þakklætis íyrir greinina til lesendanna, einkum að því er snertir landbúnaðarmálið. — Það er sannarlega rjett sem blað yðar tekur fram að lánstraust landsjóðs verðurog á að notast okkur bændunum til góðs. Hvað getur landsjóður gjört betra við efni sín, en að verja þeim því til viðreisnar og viðhalds sem hann sjálfur lifir á ásamt með öllum stjórnarvöldum og stofnunum landsins. Jeg skal síðar, með yðar góða leyfi, senda Dagskrá rækilegri greinir um það hvernig jeg lít á búskap nærsveitamannanna við Reykjavík og á það hversu þeim búskap yrði best hjálpað við með lánum úr opin- berum sjóði. Jeg er sjálfur „nærsveitamaður" og þekki allvel til manna í kringum mig. En látið þjer mig segja yður hvers jeg vildi helst óska fyrir allt landið. — Jeg vildi óska hvorki meira nje minna en þess, að landsjóður notaði allt lánstraust sitt þegar á næsta sumri og veitti stjórninni heimild til- þess að taka svo hátt lán sem ætla mætti að landið gæti fengið, segjum tvœr milljónir króna. Ef jafnhliða væri sett upp lánstofn- un sú, er stungið hefur verið upp á, þannig að borganir fasteignarlána kæmu aptur inn í bankann sem veltulje, segjum ein milljón — þá væri þó nokkuð stig stigið í þá áttt að láta landsmenn hafa handbært fje tilsvarandi við eignir þeirra. Reyndar álít jeg að ís- endingar þyldu að hafa mikið meira fje í veltu heldur en þrjár milljónir í viðbót við það sem þeir hafa nú, án þess að neinn óhollur ofvöxtur yrði í peningastraumnum hjer innan lands. — En látum þetta nægja fyrst, svo má færa sig síðar betur upp á skaptið. — Tvær milljónir skulum við segja. Ætli menn gangi af göflunum þó þeir heyri þessa upphæð nefnda ? Það mundi ekki þykja of mikið veltufje í eina einustu verslun þar sem nokkuð er um að vera, og þó að ís- land sje ekki fjölbyggt eða auðugt þá ætt- um við þó allir saman að geta jafnast á við eina einustu kramarabúð að því leyti, að geta ávaxtað peninga. — Tvær milljónir! Hvað er það í rauninni fyrir 70 þúsund manns. Ekki nema bara byrjunin — bara svolítill lykill úr gulli að auðæfahirslu nátt- úrunnar sem umhverfis okkur er. Og jeg er á því að við bændurnir eig- um að fá bróðurpartinn af því fje, sem land- sjóður þannig gæti fengið. — í rauninni getum við best tryggt landinu stöðuga góða vexti af því láni sem veitt yrði af hinu op inbera. — Hafi „Dagskrá" þökk fyrir að hún vill taka þetta tnál til rækilegrar um- ræðu. Jeg skal gjöra mitt til að breiða þá skoðun út meðal sveitunga minna og þar sem jeg næ til að landsjóðsláns til hjálpar land- búnaðinum sje hið fyrsta og nauðsynlegasta framfarastig sem stigið verður nú sem stend- ur í íslenskri innanlandspólitík. — Jeg skal innan langs tíma senda Dagskrá annað skeyti, „úr sveitinni". — Við viljum fá að tala með hjer líka bændurnir — og við höf- um margt að athuga sem getur verið fullt svo gott fyrir blöðin að flytja eins og annað. — — — Nœrsveiíatnaður. Um botnverpingana. „Dagskrá" hefur nýlega átt kost á, að komast eptir því, með hverjum augum sumir ve) kunnugir og góðir sjómenn líta á að- stöðu landsmanna gegn botnvörpuveiðunum og hvað ætla megi um skaðvænleik þeirra fyrir fiskigönguna. — Reyndur útvegsbóndi einn hjer syðra hefur fyrir skömmu skýrt frá áliti sínu á þessa leið, eptir að vjer höfðum beiðst umsagnar hans um þetta mál: »Jeg skal ekkert segja um það, hvort botnvarpan sje skaðleg fyrir þorskveiðina yf- irleitt, eða rjettara sagt fyrir viðkomu þorsks- ins. Jeg er ekki nógu fróður um kenningar fiskifræðinganna til þess, að geta borið þær saman við þá reynslu, sem jeg hef fengið í þessu efni, og jeg verð einnig að játa, að jeg hcf ekki átt kost á, að athuga botn- vörpuveiðarnar og fiskigönguna hjer nógu lengi, hvort í sambandi við annað, til þess að geta dregið neina ákveðna ályktun afþví um áhrif þessa veiðiskapar út af fyrir sig á fiskimiðin okkar hjer innanlands. En jeg verð jafnframt að segja, að jeg álít með sjálfum mjer, að miklum ofsögum sje sagt af því, hve eyðileggjandi áhrif botnvarpan sjálf hafi á veiðiskapinn og jeg skal með fám orðum gjöra grein fyrir því, hvernigjeg lít á þetta atriði. Sá fiskur, hvort heldur er þorskur eða lúða, sem einusinni er veiddur hann veiðist aldrei aptur. Það er auðvitað mál. Og nú er það svo, að botnvarpan rakar feiknamik- illi fiskmergð saman, og trawlskipin hljóta því að ríra aflavon hvers þess, sem rennir í sjó- inn á eptir þeim. En að því slepptu held jeg alls ekki að botnverpingar fœli fiskinn af miðunum. Jeg hef sjeð trawlara fara fram og aptur sömu línu milli merkjaduflanna og draga jafnmikið af þorski í síðustu ferðinni eins og þeirri fyrstu. Og jeg hef sjeð heilan flota af trawlskipum sveima fram og aptur hvort í kringum annað á litlu svæði dag ept- ir dag. Þetta gæti ekki átt sjer stað, ef fiskurinn fældist botnvörpurnar fremur en önnur veiðarfæri — og þegar trawlarar yfir- gefa einhverjar stöðvar, þá er það af því, að þeir hafa „fiskað miðið upp“. Aptur á móti má ekki blanda saman við þessi áhrif botnvörpudráttarins sjálfs, þeim skaðvænleik, sem stafar af niðurburði trawl- aranna af dauðum þorski hingað og þangað um sjóinn. Þennan niðurburð álít jeg afar-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (20.07.1898)
https://timarit.is/issue/163030

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (20.07.1898)

Aðgerðir: