Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 20.07.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 20.07.1898, Blaðsíða 1
DAGSKRA. III. Jú 2 Reykjavík, miðvikudaginn 20. júlí. 1898. Frá ófriðnum. (Frjettaseðill borinn út 15. júlí.) Atlaga Bandamanna að Santiago. Með botnvörpuskipinu „Hermes" er lagði af stað frá Grimsby 8. þ. m. hafa borist ensk blöð, er ná til 4. þ. m. Yngri blöð voru ekki til hjá skipverjum, en lausafregnir einar að hafa hjá þeim frá þeim degi, til þess er þeir fóru að heiman. Hjer skal nú stuttlega skýrt frá því helsta er sagt var frá ófriðnum milli Spán- verja og Bandamanna, og er það að mestu tekið upp úr Lundúnablaðinu „Daily Tele- graf“ dags. 4. júlí. Eins og áður hefur verið sagt rækilega frá í Dagskrá, liggur meginfloti Spánverja allur inni á víkinni Santiago á Kúba, en floti Bandamanna fyrir utan og hafa menn ekki búist við að þar kæmi til sjóorustu milli flotanna, sökum þess að mjótt sund er inn að fara fyrir Bandamenn og öflug vígi Spánverja á báðar hendur, en á hinn bóginn mundi spænski flotinn naumast komast út ó- eyddur gegnum herkví Ameríkumanna, er hafa að mun fleiri og öflugri skip. — Hafa flestir álitið að það mundi vera ætlun Banda- manna að halda Spánv. þarna inni, þangað til þeir gæfust upp, en taka sjer það jafn- frarnt fyrir hendur að ná undir sig bæ þeim er flotahöfnin liggur fyrir og banna Spánv. þannig allar bjargir frá iandi. — Fregnir hafa áður borist af því að Am- eríkumenn settu r.okkurt lið á land við Sant- iago og áttu þar nokkrar smáorustur við Spánverja, en ekki var orðinn neinn teljandi árangur af þessu á hvoruga hlið, þá er síð- ast frjettist. — Nú segir blaðið Daily Tele- gr. frá þýðingarmeiri vopnaviðskiptum, sem orðið hafa við þennan hafnarstað einkum föstudag og laugardag í byrjun þessa mán- aðar (1. og 2. júlí). Foringi Bandamanna Shafter að nafni sem áður hefur verið minnst á í „Dagskrá", rjeði til atlögu á vígi bæjarins snemma morg- uns á föstudag með 24,000 manna. Voru þar með nokkrar þúsundir kúbverskra upp- reistarmanna, og jafnframt var skothríð haf- in í einu af öllum skipum Bm. er lágu úti fyrir undir yfirforustu Sampsons aðmíráls. Hafði Shafter hafið landgöngu í fyrstu með þeim ummælum að hann skildi hafa tekið borgina frá Spv. innan tveggja sólarhringa, og þótti engum efi á því, í liði hans, að þetta mundi verða íramkvæmt eins og hann sagði. — Hin eiginlega orusta byrjaði kl. 8 að morgni og höfðu Bandamenn öflug fallskeyti er þeim tókst að koma fyrir á ýmsum hæð- um í nánd við útvígi bæjarins, — en fót- gönguliði var víða skipað í þjettar fylkingar fyrir aptan fallskeytastöðvarnar. Þennan dag allan var barist af miklu kappi af báðum og er að vísu ekki hægt að sja greinilega hvorum hafi vegnað betur, því blaðið virðist einungis hafa farið eptir ameriskum fregnritum en þó má ætla að Spánverjar hafi orðið að hörfa undan til borgarinnar, og að útvígi hafi verið tekin af þeim. En það gjörði Bm. mikið tjón að hersveit- ir voru látnar standa rjett að baki fallskota- liðsins, því Spánverjar beyndu skeytum sín- um auðvitað að þeim stöðvum. Þannig var til dæmis: ein hundraðs sveit rifin upp og eyðilögð fyrir Bm. af einni sprengikúlu Spánverja. Er svo að sjá af öllum fregnum að mannfall hafi verið mikið meira af Bm. þennan dag heldur en yfirforinginn hefur viljað láta uppskátt. — Spv. voru miklu betur settir að því leyti að þeir höfðu reyk- laust púður svo að Bm. gekk illa að ná rjettu miði að fallskeytum þeirra, en sjálfir skutu þeir með venjulegu púðri og voru því auðlrittari.— Þaðkomogmjögflatt|upp á|Banda- menn að fallskeytunum innan frá borgarvígj- unum var ágætlega stýrt þenna dag, og hafði Cervera, aðmírállinn spænski, sent borgar- mönnum góðar skyttur af flotanum til liðs, og voru mörg skot þeirra frábærlega hittin — sem þykir frásagnavert þar sem Spánverjar hafa jafnan haft orð á sjer fyrir að miða illa stórskeytum sínum, frá því að ófriður þessi hófst. Shafter hjelt áfram atlögunni til sólar- lags, og þegar hætt var um kvöldið er sagt að hann hafi fullyrt við foringja sína: „að ameriski fáninn mundi blakta yfir Santiago sunnudag næsta". — En úr því varð ekki. Næsta dag, laugardag, var enn hafin orusta, grimmari og öflugri heldur en fyr. — Beindu Bandamenn þá fallskeytum á móti borginni frá ýmsum útvígjum er höfðu verið henni til varnar daginn áður og jafnframt hjelt floti Sampsons skothríðinni áfram af- látslaust utan af sjónum. En Spánverjar vörðust af mestu hreysti, og eru menn sam- huga um það bæði vinir og óvinir að dást að því, hve frábærlega þeir börðust þennan síðari dag. — Eins og nærri má geta lögðu Bandamenn allt fram til þess að heitstreng- ing yfirforingjans gæti efnst og eru amerisk blöð full af frásögnum um það, hversu ein- stakir foringjar og liðsmenn í her Shafters kepptust hverir við aðra í hreystiverkum. Enþað kom allt fyrir ekki. — Krossfánar rauð- ir og hvítir blöktu yfir fjölda húsa í Santia- go — þar sem eigendur vildu gefa til kynna að þeir óskuðu friðar og hlífðar af Bandam. En skothríðin var látin dynja yfir borgina alla jafnt eptir megni, bæði af flotanum og landhernum. En svo lauk þó að Bm. urðu frá að hverfa. Segja ameriskar frjettir að fa.ll- ið hafi um 2000 Spánv. báða dagana en um 1000 alls af Bandam. — En ráða má af ýmsu að mannfall muni hafa verið mikið meira af Ameríkumönnum og niðurstaðan varð í öllu falli sú, að Shafter hefur beiðst aukins liðsafla heiman að og frestað frekari atlögum að borginni. Herlið Bandam. sýkist mjög þar á eynni og var þegar síðast frjett- ist gjört boð eptir 40 nýjum læknum til landhersins frá Nýju Jórvík. — Er svo að sjá sem Shafter hafi látið laus aptur í bráð- ina útvígi þau, er hann hafði náð, og aðum- sátrinu um Santiago hafi síðan verið haldið áfram fjær borgarvígjunum, og beðið eptir nýju liði frá Bandafylkjunum. — Einnig er þess getið að Spánverjum muni hafa komið liðsauki frá nærliggjandi setuliðsstöðvum og að Spánv. muni síðan fremur hafa gjört aðsækja en verja og hafi mannfall Bandam. verið mikið einnig eptir að þeir hörfuðu frá borg- inni. — En að öðru leyti var ekki unnt að fá frekari greinilegar frjettir af viðureigninni við Santiago af blöðum þeim er botverping- ar þessir höfðu í höndum. Þar á móti er sagt frá Sjóorustu við Manzanillo 2. júlí. Þar sem Spánverjar ráku 3 herskip Bm. á flótta og höfðu gjört eitt þeirra („Hornet") óvígt. Varð því náð með naumindum fra því að falla í hendur Spánverja af hinum 2 („Hist“ og „Vampatuck"), er komust undan með illan leik. Ekki er greinilega sagt frá því, hve mörg skip Spanverjar hafi haft, sumir segja 4 aðrir 9, en allt voru þetta minni skip og ekki neitt af þeim úr Cadiz- flotadeildinni. Lausafregnir hafa einnig þorist um það, að Þjóðverjar hafi sent 20 herskip til Fílippseyja, til þess að gæta hagsmuna þegna sinna þar, í orði kveðnu, en í raun rjettri, að því er menn halda, til þess að skáka Bandamönnum. — Einnig hefur kvisast, að Englendingar mundu vera búnir til þess, að veita Bandamönnum jafnframt o. s. frv. — en allar þessar fregn- ir eru alveg óáreiðilegar, nema ef til vill sú ein, að Þjóðverjar munu hafa sent nokkurn flota til eyjanna. Síðan þessi sjerprentun úr Dagskrá var send út hafa nú komið framhaldsfregnir, sem sýna að vísu að allt er rjett hermt hjer ept- ir í blaðinu Daily Telegraf, en jafnframt sjest það einnig að taflið hefur snúist snögg- lega á móti Spánverjum enda þótt að þeir hjeldi enn uppi drengilegri vörn á landi þeg- ar síðast frjettist. — Eyðilegging spænska flotans. Samkvæmt greinilegum fregnum, sem nú eru komnar af bardögunum við Santiago hafði Cerv- era aðmiráll fengið stranga skipun um það, frá Madrídarstjórninni, á laugardaginn (2. júlí) ein- mitt sama daginn sem hæst stóð orustan um borgina á landi — að hann skyldi tafarlausthalda flota sínum öllum út af höfninni og brjótast út úr herkví ameriska flotans. — Svo er sagt að aðmírállinn hafi ekki hlýtt skipun þessari fyr en við pridja málþráðarskeytið, því hann hefur þóttst sjá það fyrir að ekkert annað gæti leitt af slíkri tilraun heldur en algerð eyðing flotans. — Astæð- an til þessarar hörðu skipunar er ekki viðurkennd eða kunn enn þá — en margs má geta til, svo sem þess, að stjórnin hafi sjeð fram á það, að ella mundi flotinn falla í hendur óvinanna, að með þessu væri færð hin dýrsta fórn á altari þjóðarheiðurs Spánverja eða þvíuml. I öllu falli sýnist augljóst, að herstjórnin hefur vitad fyrir- fram að þetta var ekki annað en opinn dauðinn fyrir skip þau er Cervera rjeði fyrir. Sökum þess hve erfitt er að koma stórum herskipum út um víkurmynnið, tók Cervera þann kost að halda skipunum út um bjartandag. Það var um kl. 9. sunnudagsmorgun sem flotinn lagði upp. Fremsta skipið var »Cristobal Colon“ og þar næst „Oquendo" og „Vizcaya«. Banda menn biðu þangað til skip Spánverja voru kom- in fram fyrir fallskeyti Morro-vígisins, sem er vel sett til þess að banna alla innsigling til Santiago — og síðan var skothríðin látin dynja á Spán- verja, eitt og eitt skip, jafnóðum sem þau komu fram. — Spánv'erjar börðust eins og endranær af mestu hreysti — en þeir hittu svo illa að einung- is eitt einasta skot kom við ameriska flotann. Fjell þar einn maður af Bm. en tveir særðust. — Skip Spánverja brunnu upp, sprungu í lopt, sukku eða rákust í land, og komst ekki eitt einasta und- an. Biðu þar mörg hundruð Spánverja hroðalegan dauða, (c. 1200), steyktust til bana í stálbyrðingunum sem urðu hvítglóandi af brunanum, eða sundruð- ust til agna fyrir sprengikúlum Bm. sem riðu ut- an að þeim hvaðanæfa. — Margir fleygðu sjer útbyrðis til þess að bjarga sjer á sundi í land, en þá tóku við skot og byssustingir uppreistar- mannanna kúbversku sem stóðu fyrir við land- tökuna, þangað til Bandamenn sendu herlið í landtil þess aðverndaSpánv. fyrir níðingsverkum samherja sinna. — Cervera aðmíráll var tekinn til fanga með 1300 manns, og varð sá endi á þessari sjó- orustu sem er víst að öllu samtöldu ein hin hryðju- legasta, sem sagan hefur af að segja. — Santiago ekki tekin enn en við því var búist þá og þegar er síðast frjett- ist að bærinn mundi gefast upp. — Vatnsrennsli til bæjarins var allt stöðvað í byrjun þessa mán- aðar, svo að bærinn lifði síðan að eins við brunna- vatn. Spænsk flotadeild undir forustu Camara aðmíráls hefur farið til Fil- ippseyja, og er búist við því að Amerlkumenn hafi sent nokkur skip til liðs við Dewsen aðmírál, sem heldur sig enn við höfuðbæinn Manilla. Sagasta vill ekki frið. Fyrirspurn var gjörð í rikisþingingu tilstjórn- arinnar spænsku um það, hvort ihún mundi vilja semja frið við Bm. nú eptir að flotinn var upp- rættur. Sagasta svaraði: „Aldrei".— Hann sagði að enn væri 100 þús. hermanna á Kúba sem væru búnir til þess að leggja allt í sölurnar fyrir föðurlandið, og að Spánn væri ráðinn til þess að halda ófriðnum til þess ýtrasta. Bandamenn við Spánarstrendur. Það hefur verið ákveðið í Washington að senda herskip heim til Spánar til þess að skjóta á ýmsa bæi þar ef Spánverjar vildu nú ekki gef- ast upp og taka friðarkostum. Eptir að Camara er farinn til Filippseyja með síðustu lcyfar flot- ans og floti Cerveras er úr sögunni eins og flota- deild Montojos — þá er nú ekki talið eitt einasta vígfært skip eptir til að verja landið. -- Jafnvel frönsk blöð, sem hafa með hita haldið taum Spánverja siðan ófriðurinn hófst, ráða þeim nú til að semja frið, en líkur eru allar til þess að það dragist enn nokkuð. Önnur Evrópuríki eru stranglega afskiptalaus af ófriðnum, og allar fregnir um tilhlutan Þjóðverja milli Spv. og Bm. (reynast enn tilhæfulausar. — Þar á rnóti hafa Englar og Bandamenn látið vina- lega mjög á „frelsisdeginum" ameriska (4. júlí) bæði í Lundúnum og N. Jórvík, og á þann hátt að eflst hefur sá grunur að þessar tvær frændaþjóðir mundu hyggja á samband sín á milli nær sem á þyrfti að halda. ,,Laura‘* kom hingað á mánudag snemma, óvenjulega löngu fyrir áætlun og með henni frá útlöndum: M. A. Eiríkur Magnússon, frk. Ólafía Jóhannsdóttir, frk. Sígrún Isleifsdóttir, skólastjóri Jón Þórarinsson, cand. jur. G. Sveinbjörnsson, B. A. Magnús Magnússon, Holger Clausen kaup- maður, o. fl. — Fimm „oddfellows", komu einnig með þessu skipi dr. P. Beyer, Thuren arkitekt yfirrjettarmálafærslumaður G. Christensen, hr. Lund og Fenger ingeniör. — Þessi nöfn standa og í aðkomendabók „Hotel íslands". Hr. og frú Smith, frú V. Dunda, hr. H. R. Stephenson, hr. R. I. Crook—frá Englandi. Nýbygging Reyk]avíkur. I. Bankinn. Tvö ný hús, stór og gerðarleg, byggjast nú hjer í bænum, sem verða Rvík til verulegrar prýði, það er bankinn og bamaskólinn. — Auk þess stirnir á Lauganesspítalann í sólskininu, þar sem hann stendur inni á tanganumog hefurhann bætt út sýnið í þá átt mikið frá því sem áður var, meðan rústirnar af biskupssetrinu gamla gláptu inn á bæinn með feiknavíðum, holum augnatóptum. — Reyndar er margt fundið að spítalanum. einkum það, að grunnurinn sje allt of lágur — en hvað um það, prýði er að honum og bráðnauðsynlegt var að fá hann, svo þökk sje „Oddfjelögum" fyr- ir hina göðu, rausnarlegu gjöf þeirra — þó land- inn verði að járna hana að nokkrum árum liðn- um. — Bankinn teygir sig hægt og hægt upp úrjörð- inni, með römmum grásteinsveggjum og hvelfdum gluggabogum. Hann er byggður með öllu flagi af traustasta tagi, á að verða talsvert hár eptir stærð, og er settur mitt f miðjuna á bænum. — Húsið er 31 álna langt og 21 álnar breitt. Veit suður- hliðin að Austurstræti en austurgaflinn að Póst- hússtræti. Hæðin er c. 20 álnir. — Kjallari er undir 2/3 hlutum hússins og er honum skipt í 4 hólf. Þar af er eitt hið stærsta í suðvesturhorn- inu til geymslu peningum og verðmætum munum bankans. Það hólf er með eldfastri hurð fyrir rammbyggilegri mjög og grjót- og steinsteypa á alla vegu. — í öðru hólfi er gufuketill allstór, úr honum eiga að liggja hitapípur um allt húsið, og er vatnið til þess tekið úr brunni sem grafinn er í grunninum rjett fyrir vestan ketilinn. — Auk þessa má telja kolarúm og geymsluklefa í kjallar- anum og er inngangurinn í þau aðskilinn frá að- gangi að klefa þeim er fyrst var nefndur. í stofunni (fyrsta gólfi) á að hátta svo herbergj- um að á aðra hönd nær hin eiginlega afgreiðslu- stofa bankans yfir þvert húsið og hálfa lengdina. Ganga þaðan tröppur niður í kjallarann, — og er þaðan einnig innangengt í allstóran skjalaklefa fyrir miðri norðurhlið hússins. — Á hina höndina þegar inn er gengið, eru þrjár stofur hver inn af annari, fyrst „biðsalur« og síðan afgreiðsluher- bergi bankastjórnarinnar. Þar innar af er her- bergi ætlað einungis fyrir bankamennina sjálfa. Loks er þar fyrir innan annar skjalaklefi, og erti ekki fleiri herbergi á þessu gólfi. — Upp á loptinu eru tveir salir sem ekki mun enn vera ákveðið til hvers skuli hafðir. Værn þeir mjög hentugir til þess að geyma þar rninni söfn, svo sem málverkasafnið eða þvíuml. Stíllinn á hinni nýju bankabygging verður „ljettur" — alveg ólíkur stílnum á alþingishúsinu, sem drúpir þungt og grjóthötugt niðri í kvosinni við Austurvöll. — Það sem einkanlega á að draga úr þeim þyngslasvip sem er yfir mörgum steinhúsum, er lóng þakbrún með steinsteyptum rósum neðan á. Gluggum öllum er og „hleyyt inn“ frá ysta fleti veggjanna, sem verða prýddir með ýmislega gerðum upphleyptum rönd- um til skrauts. — Sökum þess að ekki fjekkst nægilegt rúm fyr- ir tröppur jafn háar grunninum, er skarð tekið í grunninn undir innganginum sem er á miðri suð - urhlið og síðan önnur trappa lægri inn í gang- inn fyrir innan.Gangur og gólf verða lögð marglitum steintíglum, í líking við gólfdúk eða ábreiðu og er slíkt ekki dýrt en til mikillar prýði. (Frh.)

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (20.07.1898)
https://timarit.is/issue/163030

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (20.07.1898)

Aðgerðir: