Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 17.09.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 17.09.1898, Blaðsíða 1
DAGSKRA. III. M 9. Reykjavík, laugardaginn 17, september. Yfirréttarmálaflutningsmaður. Undirskrifaður tekur að sér að flytja mál fyrir undir->g yfirrétti, að heimta inn skuldir og gera samninga. Hittist bezt frá kl. io—12 og 4—5 Hafnarstrœti 18. (Christensenshús. Einar Benediktsson. kemur héreftir út hvern laugardag\ skrifstofa Og afgreiðsla blaðsins verður til I. október í „Aberdeen" (við norðurendann á Glasgow), en frá þeim tíma í Tjarnargötu 1. Opin hvern virkan dag kl. 11 —12 árd. og 4—5 síðd. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja blaðsins á afgreiðslustofunni, þegar þeir eru hér á ferð. Til allra auglýsenda Dagskrá tekur auglýsingar fyrir það verð sem hér segir: Hverjr. iír.u með meginmálsletri (Corpus), ef minna er auglýst en / þumlungur 12 aura. Hvern þumlung, alt upp aðj þuml. 75 — Hvern þuml. ef augl. er 5—10 þuml. 65 — og sé auglýst meira en tíu þuml. þá 50 — og þar að auki afslátt ef oft er auglýst. Þetta er svo lágt auglýsingagjald að allir ættu að sjá sér hag í því að auglýsa í Dagskrá, þar sem það er þriðjungi ódýr- ara en í sumum hinum blöðunurn og jafn- vel meira. Þakkarávörp verða tekin fyrir sama verð, Xil minnis. Jjcejarstiótnar-íuaáxc 1. og 3. Fmtd. í mín., kl. 5 síðd. Fdtœkranefndar-ivinávc 2. og 4. Fmtd. imán., kl. 5 síðd. Forngripasafnið opið Mvkd. og Ld. kl. ix 12 árdegis. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegi til 2 síð- degis. — Bankastjóri við kl. nh—i1/*. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. Landsbókasafni&. Lestrarsalur opinn dagl kl. 12—2 siðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til d. 3 síðd. — Útlán sömu daga. Ndttúrugripasafníð (i Glasgow) opið á unnudög- um kl. 2—3 siðd. Söfnunarsjóðunnn opinn í barnaskólanun gamla kl. 5—6 síðdegis 1, Mánud. í hv. mSiuði. Fastir fundir í Good-Templarhúinu. ■»LLlíw Mánud. kl, 8 síðd. »Verðandh Þriðjud. - — »BifrösH Miðv.d. nEiningiw Fimtudag - — David Qstlund Sunnud. kl. 6V4 síðd. Bindtndisfélag ísl. kvenna; 1. föstudg hvers mánaðar kl. 81/* síðd. Fastir fundir í Framfarafélagshúinu. Fundir Framfarafélagsins á hverjum sunudegi. kl. 4 síðd. Friðrik Friðtiksson stud. theol. heldur guðsjónustu hvern föstudag kl. 8 síðd. Háttvirtu landír! Þar eð félag eitt í Reykjavík hef keypt blaðið »Dagskrá« og falið mér á hedur rit- stjórn þess og ábyrgð, leyfi ég mér að á- varpa yður fáum orðum. Ég hefi arei haft ritstjórn á hendi áður nema að bariblaðinu „Æskan“, sem hefir þegar eftir eitt g fengið mjög góðar undirtektir og mikla úlreiðslu. Þar að auki hefi ég ritað nokkrum nnum í Reykjavfkur blöðin einkum þetta hð, en að öðru leyti veit ég að þér þekkiðnig lít- ið. Ég vona samt svo góðs til yði allra, að þér sýnið þessu blaði ekki minnivelvild undir minni stjórn, en þér hafið áðu gjört. Ég mun gjöra mér far um að vandi blaðið svo, bæði að efni og öllum frágari, sem mér er auðið og jafnframt vera semliprast- ur í viðskiftum við kaupendur þessg alla, sem eitthvað kunna að hafa við lig að skifta. Stefnu þá, er blaðið kann að fylgja í hverju sérstöku máli, mun lesendum gefast kostur á að sjá áður en langt líður, en það hefir litla þýðing að telja fyrir fram upp hvert einasta mál, er á dagskrá kann að koma. Þess skal þó getið að sömu stefnu mun haldið fram í stjórnarskrármálinu, sem blaðið áður hefir fylgt, þar sem hún fellur öldungis saman við þá skoðun, er ég hefi eftir beztu þekkingu og sannfæringu. Dag- skrá mun ekkert mál láta sér óviðkomandi, sem nokkru varðar, hún mun ræða: stjórn- mál alls konar, atvinnumál, samgöngumál, mentamél o. s. frv. í hinu síðasttalda mun hún eindregið halda fram nauðsyn á alþýðu- mentun Og benda á ráð til þess að koma henni í viðunanlegt horf, eftir því sem frek- ast er kostur á. DAGSKRA mun halda fram frelsi og jafnrétti allra eftir megni. Hún mun halda því fram, að íslending- ar eigi að nota sem bezt sína eigin krafta, reyna að hnekkja þeirri skaðlegu skoðun að íslendingar sjálfir geti ekkert, alt sé einskis- virði, er þeir gjöra. Hún mun eindregið ráða til þess að færa sem mest stjórnina, kennsluna, o. s. frv. inn í landið, að svo miklu leyti sem kringumstæður leyfa. DAGSKRÁ ætlar ekki að áreita menn að fyrra bragði að ástæðulausu, en hvorki mun hún hlífast við að segja afdráttarlaust álit sitt um aðgjörðir einstakra manna eða einstakra stétta, ef henni finnst þess vera þörf, hvort sem í hlut á æðri eða lægri, né heldur taka á móti óverðugum hnútum án þess að reyna að kasta þeim aftur. DAGSKRÁ mun reyna að hafa frið við alla menn, sem ekki verðskulda annað, en ekki skríða í duftinu fyrir nokkrum manni eða nokkru embætti. DAGSKRÁ mun alls ekki telja það rétt að einungis auður, völd eða árafjöldi sé eða eigi að vera nokkurs konar einkaleyfi til þess að mega láta í ljósi skoðanir sínar af- dráttarlaust. DAGSKRA mun gjöra sér far um að flytja sem mest af fréttum og fróðleik og í því skyni útvega sér útlend blöð og tímarit svo sem kostur er á. DAGSKRÁ mun flytja allt það, er mönnum þykir skemtilegt, svo sem fréttir, utan af landi; alt merkast sem við ber í Reykjavík, dánarskrár, trúlofanir, giftingar, og fleira. DAGSKRÁ mun enn fremur flytja innlendar og útlendar skáldsögur, skrítlur, gátur, spakinæli og svo framvegis. FRÉTTABRÉFUM og ritgjörðum verður þakksamlega veitt móttaka, en helzt er ósk- eftir að ritgjörðir séu ekki mjög langar, sökum þess að ætlast er til að blaðið verði sem allra fjölbreyttast að efni. Ég vonast til að margir verði til þess að kaupa DAG8KRA, til þess að sjá, hvernig hún verður, vita hvort þeim líkar ekki eins vel við hana og hin blöðin. Þeir geta sagt sig úr henni, ef þeim fellur hún ekki í geð. Alt það, sem ekki verðskuldar, að því sé haldið við, á að eyðileggja, en hitt, sem að einhverju er nýtilegt, á að styrkja, hvort sem það er blað eða annað, án tillits til þess, hvort það er ungt eða gamalt. Gömlu blöð- in hafa alls ekki hærri rétt fil þess að lifa, en hin yngri að öllum kostum jöfnum. Dagskrá á að verða alþýðublað. Hún mun tala máli alþýðunnar rækilegar en hin blöðin hafa gjört hingað til. Þeir sem vildu gjörast útsölumenn að Dagskrá, gjöri svo vel að láta mig vita það sem fyrst. Hvort Dagskrá verður höfð í sama broti l'ramvegis, er enn ekki afráðið, en það verður tekið fram í næsta blaði. Ef hún kynni að verða minkuð í broti, þá verður hún jafnframt lækkuð að verði, svo að kaup- endur megi vel við una að því leyti. Að endingu eru það vinsamleg tilmæli, að sem flestir kaupendur „Dagskrár" borgi hana sem fyrst, ef þeir eigahægt með. Með óskum alls hins bezta og von um góð og lipur viðskifti, marga og skilvísa kaupendur, sendi ég yður fyrsta blað Dag- skrár undir mínu nafni. Reykjavík 16. sept. 1898. Sig. Júl. Jóhannesson. cand. phil. * ❖ * ❖ * * * ❖ * Eins og skýrt er frá hjer að framan, hef jeg nú selt „Dagskrá" öðrum í hendur til eignar og ábyrgðar og hef jeg því einu við að bæta, að jeg óska að blaðinu verði fram- vegis svo tekið, sem vera þarf til þess, að því geti vegnað vel,j og að stefnu þess í al- mennum málum verði haldið fram óháð og án tillits til annara lítilvægari hagsmuna. — Jeg skal geta þess, að jeg ljet blaðið frá mjer þannig aðeins, að jeg hafði góða trygg- ing fyrir því, að hinn nýi, efnilegi og frjáls- lyndi ábyrgðarmaður þess mundi halda fram fyrri skoðunum „Dagskrár" í lielstu málum, og býst jeg því við og vona, að þeir, sem unna þeirri stefnu, láti blaðið alls ekki gjalda þess á neinn hátt, að önnur störf knúðu mig til þess að láta það af hendi. Reykjavík 17. sept. 1898. Einar Benediktsson. Um Straumferjur. Straumferjur eru að því leyti líkar svif- ferjum, að þær berast fram og afturyfirum, af afli stráumsins. En svo eru þær hentugri að því leyti, að þeim má auðveldlega koma fyrir, alstaðar þar sem þörf er fyrir nokkra ferju, ef annars straumur er nægilegur. Á íslandi væru straumferjur mjög nauð- synlegar á allar stærri ár og fíjót. Þær mundu kosta þar svo sem ekki neitt í sam- anburði við brýr, en mundu fullnægja þar víðast hvar, hér um bil eins og brýr, en jafnfratnt taka þeim ferjunefnum (dráps-boll- um), sem þar hafa tíðkast hingað til, svo mikið fram, að þörfin fyrir brýr mundi alveg hverfa. Straumferjur taka og dragferjum fram að því leyti, að vinnutilkostnaðurinn er svo miklu minni árlega við straumferjurn- ar. Við dragferjurnar þarf n.l. 2 menn stöð- ugt, og annaðhvort hest eða uxa að auki; þar sem ekki þarf nema að eins einn mann við straumferjurnar; en svo hafa dragferjurn- ar þann kost fram yfir straumferjur, aðþeim má koma við hvar sem vera skal og einnig þar sem alveg er straumlaust. Straumferjur (sem og dragferjur) má hafa á hvaða stærð sem vera vill, eftir kring- umstæðum. En þó ættu þær ekki að vera minni en svo, að þær geti flutt í einu, t. d. 2 hesta með hlöðnum vagni (eða svo sem 5000 pd.) að minstu kosti. Straumferja á þeirri stærð þyrfti að vera 24 fet að lengd 14 fet á breidd um miðjuna og 4 til 4V2 fet á hæð (á borðstokk eða yfirborð dekksins). Á þeirri stærð mundi hún rista hér um bil 1 fet tóm, en með 5 þús. pd. hleðslu um 17 þuml. I slíka ferju, vel benta, með 2 þuml. þykkum byrðingi og 3 þuml. þykku dekki mundi þurfa hér um bil 3000 ferhyrn- ingsfet af timbri (með einnar tommu þykt), 250 teningsfet, það er nálega 32 tylftir af 8 þuml. breiðum málsborðum, á I2fetalengd. Geri maður svo ráð fyrir að hæfilega gott timbur (óheflað greni) í eina slíka ferju kosti á Islandi sem svari til þess, að tylftin af málsborðum kosti 8 krónur, og það er lík- lega full vel ílagt. Þá kostar alt efnið í ferjuna sjálfa um 256 kr., auk þess sem saumur, farvi eða tjara o. þ. h. kostar. Ferj- an uppsett mundi því að öllum líkindum ekki kosta yfir svo sem 450 kr. með öllu tilheyrandi. Straumferjur eru vanalega bygðar með flötum botni og lóðrcttum hliðum, en löng- um sniðum til beggja enda, svo að þær fljóti sem bezt að bökkunum beggja megin. Við 24 feta lengd að ofan er nóg að botn- inn sé átján feta á lengd. Endarnir séulóð- réttir um 2 fet eða svo , niður frá dekks- brún, og sniðið þar fyrir neðan að botni. Hliðarnar séu beinar frá miðju beggja meg- in, til endanna' Fyrir 14 feta breidd um miðjuna er hæfileg 12 feta breidd til 1 898, endanna. Betra er að hafa svo sem 4—6 þuml. háan kjöl eftir endilöngum botninum að neðan. Alt í kring um dekkið sé 3—4 feta há girðing (stakket), með hliðum til b^ggja enda ferjunnar. Til endanna séu og traustir hlerar á hjörum, sem lagðir skulu niður á bakkana eða bryggju-stúfa, fyrir menn og skepnúr að ganga á, bæði t á ferjuna og af henni; þess á milli er þeim kræktupp að hliðunum til beggja enda þangað til að landi er komið. Bezt er að lendingarstaðirnir séu láréttir við yfirborð dekksins, því að alt sem ferjað er á að standa á dekkinu. Straumferjum er þannig fyrirkomið: Fyrst er járnreipi (1—2 þuml í gegnmál) strengt þvert yfir ána þar sem ferjan á að vera, með spili, eða vogstangar afli á ein- hvern hátt, og vel búið um báða enda. Síð- an ganga tvær sterkar taugar \ köðlum, sín frá hvorum enda ferjunnar í 2 hjól, sem ganga fram og til baka eftir járnreipinu, og halda ferjunni þannig í vissri rás þvert yfir ána. Á dekki ferjunnar eru þcssar taugar lengdar eða styttar eftir viid, með því að vinda þær upp á eða ofan af þar tilgerðum ás, sem stoppa má hvar sem er, og með því er ferjunni haldið í ákveðinui stefnu fyrir straumnum, og í ákveðinni fjarlægð frá járn- reipinu, svo að straumurinn ber ferjuna fram og aftur yfir ána. Þessi ás eða sívalningur, er hafður út við þann borðstokkinn, sem að sni/r járnreip- inu, á miðju, enda milli; þeim ás er snúið með sveif eða vogstöng. Taugarnarfrá járn- reipinu sameinast á þessum ás, frá báðum endum ferjur.nar þar sem þær ganga í blokk- um (í hjólum) eins og ein taug væri. Við það að snúa þessum ás, lengist taugin til annars endans, um leið og hún styttist ná- kvæmlega jafn mikið til hins endans, með því að önnur taugin vefst upp á ásinn um leið og hin rekst ofan af hor. -ni, við það breytist stefna ferjunnar, svo st'aumurinn ber hana aftur eða áfram yfir ána eftir vild. Til þess að ferjan fari hvergi, þarf hún að liggja þvert fyrir straumnum, jafnlangt frá járnreipinu til begja enda, en til þess að straumurinn flytji hana yfirum, þarf að snúa henni þannig, að straumurinn falli meðfram hlið ferjunnar til annars endans; með því að lengja aðra taugina en stytta hina, svo að ferjan liggji skáhalt við straumnum; þrýstir þá straumurinn ferjunni undan séráfram yfir um ána á þann endann, sem nær er járn- reipinu, snýr þá sá endinn sem á undan gengur nærri því þvert í strauminn, svo að straumurinn skellur nærri beint á fremri hluta hliðarinnar (en fellur þó lítið eitt aftur með) en fellur með öllum krafti aftur að aftari helmingi hliðarinnar, í stað þess sem straum- urinn klofnar á miðri hliðinni, og feilur til beggja enda jafnt, ef ferjunni er snúið þver- beint við straumnum, og fer þá ferjan hvergi. Jafnframt og ferjan er knúð á þennan hátt yfirum af straumnum, þá renna hjólin áfram eftir járnreipinu hindrunarlaust, og haldaferj- unni í réttri stefnu fram og tii baka. Járnreipið þarf að vera svo hátt yfir yfirborð vatnsins, að ferjan geti gengið und- ir það hindrunarlaust í tilfelli að sterku rvind- ur geti hrakið hana móti straumnum. Ef dýpið er meira en nóg, þá er mjög gott að hafa borð (svo sem 12 þuml. breitt og átta til tíu feta langt (straumborð) á kant undir botn ferjunnar, fastan ás um miðjuna, er gangi upp í gegnum ferjuna miðja og vatns- held pípa utan um ásinn að neðan nægilega hátt yfir vatnsborð) til þess að auka með hraða ferjunnar; því borði er þá snúið eftir straumnum á sama hátt og ferjunni, enmeira undan straumnum, svo að straumpressan verður við það meiri aftan á ferjuna; þó er þetta straumborð ekki nauðsyniegt 1 vanaleg- um tilfellum, nema að straumuiinn sé því minni. Slíka ferju sem þessa getur hver greind ur unglingur meðhöndlað einn í óllum veðrum, og enda hver rólfær hreppsómagi. En svona ferja er auk þess, ekki einasta hættuminni fyrir líf mar.na en ferjubytturnar algengu á Islandi, heldur einnig get= menn ferjað stóra hópa af allskonar fénaði, alveg hraknmgslaim, og klyfjaða hesta á svona ferjum, og það svo að segja fyrirhafnarlaust og rneð því komist lijá þvi að sundleggja skepnur í öllum veðrum eins og venja hefir verið til á íslandi.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.