Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 17.09.1898, Qupperneq 2

Dagskrá - 17.09.1898, Qupperneq 2
24 David Ostlund. Helgihald hvílclardagsins fyr og nú. Bók þessi á það fyllilega skilið að henn- ar sé getið, hvað sem menn annars kunna að segja um skoðanir þær og kenningar, sem þar er haldið fram, þá er hún vel rituð og skynsamlega, hógvært og kurteislega eins og höf. er lagið, og víst er það, að væri ég guð- fræðingur, þá mundi ég telja mér skylt að rita á móti henni, einmitt þess vegna. Það eru aítaf meiri likur til að þær kenningar festi rætur og vinni hyili, sem bornar eru fram af öðrum eins manni og David Östlund er, og með jafnmikilli stillingu og honum er iagin, og þess vegna er meiri þörf á að rita á móti kenningum hans og hrekja þær, fyrir þá sem þeim eru andstæðir og færir eru til þess. Ég hefi þá skoðun, að þeir sem hafa tekist á hendur æfilangan starfa í þjón- ustu einhvers málefnis, hljóti að finna sig knúða tit þess að verja það og halda fyrir því hlífiskildí, hvenær sem þörf er á. Prestarnir hijóta því að gjöra eitthvað til þess að hrekja skoðamr þær sem hr. Östlund heldur fram og sendir á prenti út um alt land; þeir eru jafnvel skyldir til þess. Málið á bókinni er yfirleitt gott, sumstaðar ágætt og mun það eins dæmi að nokkur út- lendingur hafi lært íslenzku svo vel á jafn- stuttum tíma, að'hann hafi getað ritað heilar bækur hjálparlaust; það sýnir framúrskarandi elju og áhuga og mikla námshæfileika. David Östlund hefir ritað smágreinar um ísland og íslendinga í blaðið „Evangeliets Sendebud eller Sandhedstidende" og er þar farið einkar hlýjum orðum um oss. Er all- líklegt að koma hans hingað verði til þess að styrkja vináttubandið milli vor og frænda vorra Norðmanna og leiða athygli þeirra að oss. ÞiIskipakau p . Nú á síðari árum hefir sjávarútvegurinn breyzt þannig aö opnir bátar eru að mestu lagðirniður og eingöngu stundaðarfiskveiðar á þilskipum. Flest þessi skip eru keypt frá útlöndum og hafa fengist fyrir mjög lágt verð, En væri það samt ekki tilvinnandi að smíða þau heldur heima, ef einhverjir efni- legir menn og duglegir vildu læra stórskipa- smíðarf Ég er ekki svo fróður að ég geti svarað því með nokkurri vissu, en vil beina þessari spurningu að útvegsmönnum og smið- um. Heigi kaupm. Helgason hefir þegar smíðað 3 þiiskip og þykir mér ólíklegt að hann hefði gjört það, ef hann héldi ekki eða jafnvel þættist viss um að það svaraði kostnaði. Ivennt er það að minnsta kosti, sem mælir með því að skipin væru smíðuð hér heima; fyrst og fremst hefðu nokkrir menn atvinnu við það og vinnulaunin lentu í land- inu sjálfu og í öðru lagi væru skipin áreiðan- lega ósvikin; þau hlytu að endast miklu bet- ur, pvi þótt þau skip, sem nú éru keypt, kunni að vera góð í alla staði, þá eru samt flest eða öll nokkuð gömul. Vér þurfum að fá því komið til leiðar, að sem allra flest sé gjört hér heitna en sem fæst keypt að; að peningarnir lendi sem mestir inni í land- inu en fari ekki út úr því. Ég skil ekki annað en að tveir, þrír duglegir og efnilegir menn gætu haft góða atvinnu við þilskipa- smíðar ef þeir lærðu þær, eftir því sem nú er útlit til. Alþýðuskólinn sem auglýstur var í síðasta blaði verður í Tjarnargötu i. 7 hafa þegar sótt um inn- töku á hann, 5. piltar og 2 stúlkur. Ósk- að er eftir að menn úr Rvík og nærsveitun- um gefi sig fram sem allra fyrst. Alt, sem þar er kent, er nauðsynlegt að læra. Það er leiðinlegt að kunna ekki að rita rétt sendi- bréf; það er leiðinlegt að geta lítið eða ekk- ert reiknað, að lesa rangt og ógreinilega, að vita ekkert um það nauðsynlegasta, sem fer fram daglega og svo frv. og þá er ekki sízt nauðsynlegt að kunna ettthvað í ensku; það getur borgað sig að læra hana. Enskum ferðamönnum fjölgar altaf hér á landi og það er ilt að geta ekki talað við þá. Ensk- an er alheimsmál, sá sem kann hana, getur talað við nálega allar þjóðir. María Stella. (EFTIR KRINGSJÁ). Það virðist nokkur efi um rétta ætt- færslu konungsættarinnar af Orleans. Ymsir sagnritarar, svo sem Michaud, Nettement og fleiri efast um það, að Filippus íigalité hafi verið sonarsonur Filippusar af Orleans og þáð er næstum sannað, að Lúðvík konungur Fillippus hafi ekki verið sonur Filippusar Égalité. Það sem menn hafa fyrir sér í þessu efni, er það sem hér segir. Nánari frásagn- ir eru um það hjá Alexander Dumas. Hann var skrifari um langan tíma hjá Lúðvík Fllippusiog hafði því fremur tæki- færi en nokkur annar til þess að komast, effir þessum sögulega leyndardómi, er um tíma hafði orðið konunginum til mikilla ó- þæginda. Filippus Egalíté kvæntist 1768 fríðri konu, hertogadóttur frá Orleans. Eftir 4 ára hjónaband hafði þeim ekki orðið barna auð- ið, þetta þótti honum ilt, því allar eignir hans féllu til rfkisins ef hann dæi barnlaus. 1772 ferðaðist hann til Italíu ásamt konu sinni. Til þess að menn þektu hann ekki erlendis nefndi hann sig Joinville greifa. Fyrst fóru þau til Flórens, þaðan til Róma- borgar og svo upp til Appenninfjalla. A ferðum þessum lagðist kona Filippusar á veitingahúsi einu og ól þar barn. Þar urðu þau að dvelja árlangt; Filippus komst þá í kunningsskap við fangavörð nokkurn, er Chiappini hét. Kona fangavarð- arins var þunguð og Filippus fékk hann til þess að lofa því, að ef kona hans (fangav.) æli sveinbarn, en kona Filippusar meybarn, þá skyldu þeir hafa skifti á börnunum. Gegn þessu skyldi Filippus greiða fangaverðinum árlega fjárupphæð. Nú hagaði forsjónin því þannig, að kona fangavarðarins ól sveinbarn en kona Filippusar meybarn. Konungur hafði svein- inn heim með sér sem hann væri sonur hans, en mærin varð eftir hjá fangaverði. Hún ólst þar upp og var nefnd María Stella Chiappini. Sveinninn var skírður Filippus af Orleans og ólst upp við glaum og gleði. María vissi ekki annað en hún væri dóttir þeirra hjóna; kona fangavarðarins var óþýð og ill við hana og barði hana oft fyrir engar sakir. Það er í frásögur fært, hversu fríð hún hafi verið; enda var hún ekki nema 17 ára þegar Nenborough lávarður var þar á ferðogtjáði henni ást sína. Hún giftist honum og flutti með honum til Lundúnaborgar. Þau lifðu saman þang- að til hún var 25 ára og höfðu eignast mörg börn, en þá dó lávarðurinn. Nokkru síðar gekk hún að eiga Steinberg baron og flutti með honum til Pétursborgar. Þau eignuðust einn son. Sambúð þeirra var ekki góð og er svo aðorði kveðið að þau hafa ekki átt betur geð saman en hundur og köttur. Það eina, sem þau komu sjer saman um, var það að skilja. Rétt áður en María ætlaði að leggja af stað frá manni sínum fékk hún bréf með ítölsku frímerki. Það var frá föður hennar, semhún hélt vera. Bréfið hljóðaði þannig. „Milady! Æfi mín er á enda. ég á einungis eftir að segja yður frá nokkru, sem snertir okkur bæði. Það er leyndarmál og mér finnst sem ég geti ekki með góðri samvizku kvatt heiminn án þess að segja yður frá því. Svo sagði hann henni frá dvöl þeirra konungs- hjónanna þar og frá öllu sem þeim hefði farið á milli. Endir bréfsins hljóðaði þannig. „Og nú þegar jeg hef sagt yður allan sann- leika, bið ég yður fyrirgefningar á því, sem ég hefi brotið á móti yður; og ég bið yður jafnframt að halda því leyndu. Bréfið send- ist yður ekki fyr en að mér látnum. Laurentio Chiappini". Fangavörðurinn var dauður. Þessifregn kom yfir Maríu alveg eins og þruma úr heiskýru lopti. Hún bjóst jafnskjótt til ferða. Hún ætlaði til Ítalíu, ef ske kynni að hún kæmist þar að því, hvort þetta væri sannleikur. A þeirri ferð komst hún að því að hjón nokkur frakknesk höfðu ferðast þar um einu ári áður en hún fæddist. Henni var sagt að það hefði verið Joniville greifi og kona hans, Hún þurfti nú ekki lengur að vera í efa. Plún fór rakleiðis til Frakklands og beiddist áheyrnar hjá fangavarðarsyninum, hertoganum af Orleans, er síðar varð konungur og nefnd- ur Lúðvík Filippus. En hann veitti henni ekki áheyrn. Hún neytti allra bragða, en ekkert dugði. Hann hafði tíma til að tala við alla nema hana. Hvort hertoginn hefir sjálfur vitað eitthvað um ætt sína eða einhver hefir við hirðina komist á snoðir um það; er ekki hægt að vita; en víst er það að María varð loks að auglýsa það í blöðum að hún hefði mik- ilsvarðandi málefni að flytja, er snerti erlíngja greifans af Joinville, og því væri hún kom- in til París. Það er athugavert að hún seg- ir ekki Filippus Égalité eða hertoginn af Orleans, heldur greifinn af Joniville. Nú var Filippusi ekki lengur til setunn- ar boðið þar sem hún tók að rita í blöðin Og þetta vakti meiri og meiri eptirtekt í borg- inni dag frá degi. Hann reit skrifara sín- um, Alexander Dumas, varnarbréf, er átti að drepa niður allt umtal um þetta mál. Hann hafði heyrt að María hefði í hyggju að hefja mál móti sér og þá ætlaði hann að leggja fram skjal þetta. Lagalegar sannanir voru þar fáar; þar á móti talaði hann mikið um það, hversu líkir þeir hefðu verið Luðvik 14 afi sinn og hann. María fór aptur til Ítalíu til þess að fá sér fyllri sannanir og þar íékk hún viður- kenningu frá yfirréttinum, Faénza undirritað af mörgum lögfræðingum Var þar fullyrt og ótvírætt haldið fram að hún væri dóttir Filippusar Égalité og konu hans, hertoga- dótturinnar af Orleans. Hún fékk skírnarseðil sinn staðfestan og ritaði sig upp frá því María Stella New- borough, baronsfrú afSternberg, fædd Join- ville. Þegar hún kom aftur til Parísar hafði hún ekki hin minnstu not af þessum skjöl- um. Hún fékk hinar verstu viðtökur hvervetna Enginn dirfðist að taka að sér mál hennar, hún var alveg aðstoðarlaus og orðin nærri fimmtug. Þegar hertoginn af Orleans var krýndur eptir dauða Karls 10. þá var öll von úti. Eftir þetta leigði hún sér lítið kvisther- bergi í Rivoligötu. Hún gekk aldrei út sér til skemtunar, hún átti enga vini, enga kunningja. Hún, þótti nokkuð einkennileg og sérlynd á síðari árum, og það var nattúrlegt, menn höfðu sýnt henni óþolandi hörku og ónærgætni. Hún dó 1845, rétt eitir að þingsetning- arræða hafði birst eftir konunginn. „ Réttið mér blaðið" sagði hún „mig langar til að sjá“ hvað hann hefur sagt, þorparinn." Þetta var hennar síðasta orð. Hún var grafin með lítilli viðhöfn; að- eins nokkrir guðsmenn og þjónustu fólk henn- ar fylgdi henni til moldar. Völdum og auði tekst oft að bæla nið- ur sannleikann. Ferðapistlar eftir Sig. Júl. Jóhannesson. I. Þótt ég riti fáeinar línur, þá þurfa menn ekki að vænta langrar né lærdómsríkrar ferðasögu, þar sem eg hefi aðeins farið í kring um litla landið okkar; sömu leiðina, sem fjöldi manna fer árlega og margir oft- ar en einu sinm á ári, og sjá ekkert ein- kennilegt, ekkert merkilegt, ekkert nema þetta sama, gamla, hrjóstur, nekt og harð- indi; finna ekkert nema „íslenzka kuldann" sem þeir kalla, heyra ekkert nema þytinn í vind- inum, sem kveður hátt og tröllslega í háum gljúfrum og gróðurlausum fjöllum. Þeim heyr- ist hann kveða banaljóð með heljarrómi yfir öllu lifandi og fara með válegum vígamóði yfir hvern einasta stað: »Þar sem lítið lautarblóm langar til að gróa« til þess að koma í veg fyrir vöxt þess og þroska. Þetta heyra þeir; og þeir heýra meira, þeir heyra til gamla Ægis, sem drynur dimt Og syngur við sanda og háa hamra. Þeir heyra hann syngja dánarljóð yfir ótal líkum, sem hann hefir rænt ís- lenzku þjóðina; yfir mörgum dugandi drengj- um, hugrökkum hetjum og hælast yfir sigri sínum. Það eru þeir Ægir og Kári, sem oft hafa tekið höndum saman oss til tjóns og gjöra gys að öllum bænum, öllum tárum öllum harmatölum. Þetta er það, sem flestir sjá, flestir finna og flestir heyra á ferðum sínum kringum landið okkar; en sínum augum lítur hver á silfrið og svo er með þetta. Ég sá, fann og heyrði ýmislegt annað, og mér fannst sem éghlyti að leggja annan skilning í sumt af því fyrtalda en mér virðast margir gjöra t. d. í söngva þeirra Ægis og Kára og skal ég leyfa mér að fara nokkrum orðum um það síðar, en byrja á ferð- inni. Það var að kveldi hins 13. ágúst, kl. 6V2 síðd. að við félagar cand. phil. Einar Gunnarsson og ég, lögðum af stað af Rvík- urhöfn áleiðis í kring um land með gufu- skipinu „Thyra". Við vorum alveg eins og börnin þegar þeim hefir verið lofað ein- hverju t. d. fallegum fötum, skemmtiferð eða einhverju því um líku. Þau telja dagana á hverjum degi og klukkutímana síðasta dag- inn; þau eru langt um skylduræknari og betri börn en þau eiga að sér og hlaupa hvern snúning með góðu geði. Við unnum eins og hetjur, nærri því nótt og dag til þess að alt yrði sem bezt undir það búið að við gætum lyft huganum frá daglegum störfum og þotið eitthvað út í buskann í fyrsta skiftið á æfinni, þótt ekki væri um langa ferð að ræða. Auðvitað byrjaði ekki glæsi- lega förin þar sem við í fyrsta lagi lögðum afstyðái3. degi mánaðarins, er flestumþyk- ir óheillatala og í öðru lagi urðum við svo seinir fyrir að skipið hafði kallað í þriðja skifti þegar við komum á bryggjuna. Þar var einn bátur að leggja frá landi en okkur var neitað um far. Við tókum því það ráð að brjóta 7. boðorðið og stela ferju. Góð var byrjunin. Þegar við komum út á skip, varð þar ekki þverfótað fyrir fólki, af ýmsum stig- um og ýmsum þjóðum. Þar voru Frakkar, Danir, Rúmenar, Englendingar og fjöldi ís- lendinga. Mátti þar sjá greinilegan mismun fátæktar og auðæfa; það var auðséð að tím- inn og hamingjan hafði eklci tekið sömu höndum á öllum, ekki sett sama merki á alla. — Tíminn var kominn, það var létt at- kerum og farið af stað. Fjöldi báta var í kring um skipið, hlaðnir vinum og kunningj- um þeirra, sem í burtu héldu, er veifuðu hvítum klútum í kveðju skyni. Við höfum sjálfsagt öll átt einhvern vin í landi, sem óskaði okkur góðrar ferðar. Bátarnir fóru í land, við héldum út á hafið, út í nóttína út í myrkrið. Mér fannst sem þetta kveld hlyti að minna hvern einasta mann á þá stund þegar hann leggur út á djúp lífsins; þegar foreldrar og vandamenn sleppa af honum hendinni; þegar hann á að byrja að hugsa fyrir sig sjálfur, lifa fyrir sig sjálfur. Þegar ótal heillaóskir fylgja honum og hann áset- ur sér að fara sigurför, ávinna sér heiðurs- sveig á leikvelli lífsins. það er annars ótrúlega margt, sem manni dettur í hug þegar maður ferðast á sjónum. Ég held að ímyndunaraflið sé þar miklu sterkan, tilfinningarnar miklu næmari og betur \akandi. ------Þegar við vorum mitt á milli Reykjavíkur og Akraness, heyrði ég að dansk- ur maður og nokkrir Englendingar deildu um það, hvort fagurt væri hér á Islandi eða ekki. Englendingunum þótti víða einkarfag- urt. Stórkostleg fjöll, gjár og hverir, og yf- ir höfuð alt breytilegt og tilkomumikið. Dansk- inum fannst minna um það alt, en einkum snéri áann sér að íslendingum, hversu dáð- lausir þeir væru og framkvæmdarlitlir. Þar var einnig annar danskur maður frá Reykja- vík og töldu þeir upp ýmislegt, er Danir gætu gjört og hefðu gjört á svo og svo stuttum tíma en Islendingar þyrftu til þess 6—7 sinn- um lengri tíma, t. d. gætu þeir gengið á tveimur tímum sama veg, er Isl. gengi á 13. og svo frv. og svo ráku þeir upp skelli- hlátur að þessari makalausu fyndni sjálfra sín — aumingja mennirnir! Það var auð- heyrt á þeim að alt, sem Danir ættu saman við oss að sælda, væri í guðsþakkarskyni gjört. Ég liefi aldrei fylt þeirra flokk, sem allstað- ar hifa birt rótgróið Danahatur; ég hefi altaf skoðað þá sem bræður vora og haldið að þeir gjörðu hið sama; en þótt það sé ekki talað fyrir munn þjóðarinnar dönsku, sem þessir ferðalangar höfðu sér tll skemtun- ar, þá gat égekki að því gjört að mér þóttí það leiðinlegt. Mér duttu í hug orð sem piltur einn í latínuskólanum sagði fyrir nokkr- um árum við mann, sem honum þótti ekki hafa gefið sér réttan vitnisburð. «Ég er svo reiður við yður, að ég get ekki skamm- að yður!» sagði hann og stælti hnefann fram- an í hann. £g hafði heyrt að ekki væri sem þægi- legast að ferðast með »Thyra« og þótti mér ekki ofsögum sagt af því. Við félagar vor- um á öðru farrými, en satt að segja var ekki mönnum bjóðandi þar að vera. Við urðum að biðja 6—8 sinnum um vatn til að þvo okkur í hvert skifti áður en við fengum það, og stundum kom það'aldrei; engir hráka- dallar á gólfinu og það sjaldan þurkað upp

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.