Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 24.09.1898, Blaðsíða 2

Dagskrá - 24.09.1898, Blaðsíða 2
38 árinu. Bóndinn er mesti dugnaðarmaður og konan eins, börnin eru mannvænleg, en það er ekki sjón að sjá þau, ásamt móðirinni eru þaú bæði köld og svöng, því þau vantar bæði föt og fæði. enginn af ættingjum þeirra hef- ir veitt þeim nokkra aðstoð, og þóbóndinn vinm baki brotnu, er engin leið til þess að hann koniist af, hann verður því nauðugur viijugur a3 knýja á náðardyr sveitarstjórn- ar sinnar, og biðja hana hjálpar, henni þykir beiðni hans vera á góðum og gildum rökum bygð, og fær náð fyrir hennar augum, en sú náð!! Honum eru nú á „hreppskilunum,, á- kveðnar 6 vættir, það á að samgilda með- lagi með einum krakkanum. En — hvern- ig eru nú útlátin á þessum 6 vætta sveita- styrk? Er það í peningum? í peningum! hvaða csköp eru að heyra þetta, það skyldu þá vera til 5 aurar í allri sveitinni. Það er þá í þeim landvörum, sem með lögum er ákveðið að borga megi með opinber gjöld, eins sveitar útsvör sem önnur. Ó nei, það varð ekki heldur aeitt af því. í þess stað fær bóndi þessi seðil, hvar á er skrifað að hann c igi að taka bennastyrk í 20 stöðum hing- að og þangað um sveitina. Og nú leggur hann upp í þessi ferðalög með poka á baki og staf í hönd, og skulum við nú verða honum samferða dálítinn spotta, sjá hvernig nonúiii gengur í þessum leiðangri, það er þá fyrst, að hann kemur til harrs Ólafs í Skjaldarvík; þar fær hann afsláttarhross, sem hann lætur á 1 vætt, og áskilur sér að auki að háin sé rökuð oghert og fléttað reiptagl úr hárinu. Svo kemur þessi ferðalangur til Bjarna í Bolavík, þar fær hann tólfrætt hundr- að aí hertum haf, það er bezti matur, gefur við sér ^jálfur, hann er svo feitur. Svokem- ur haim til þriðja bóndans, það er elnagóður maður, hnnn iætur 20 pund aftólg jafngilda 20 pundum smjörs, þetta alt saman eru góð útlát! I Svo fær þessi þurfamaður þá aftur betra hjá hinum, þó enganveginn sé það gott eða iogum samkvæmt, hann fær skinnskæði út úr búð með okurverði og þannig færhann þessar 6 vættir úti látnar í mesta reitingi um a!la sveitina og ekki nokkurt álnarvz'rði löglega af hendi látið, og heimilið litlu góðu nær fyrir þetta. Sá sem línur þessar hefir skrifaö, hefir verið í sveit og séð og heyrt athæn sveitarstjóranna og þekkir þessi dæmi, þó þau séu að vísu með þeim lakari, en„til -þesr eru vond dæmi að varast þau“ Nú kemur nokkuð nýtt til sögunarl Sveitarstjórninni dettur gott ráð í hug til þess að létta af sér þessari þungu byrgði, sem þeir eru r.ú búnir að þjást undir í nokkur ár, og ráðið er það að koma fjölskyldu þessari til Ameriku, það kostar að vísu marga pen- inga, en það er tilvinnandi að losast við þennan þyngsla böggul, sem svc- þungt hvflir á herðum v, eiíarfélagsins. Og svo var það að mariru. ð konu og börnum var með samskotum sveitarmanna komið burt úr kongs- ríkinu, það var gleðilegur léttir á útgjöldun- um. En enginn var svo glöggskygn af Bakka- bræörum þessum, að sjá hvaða óhag, tap og tjóu þexr hafái með háttarlagi þessu unnið þjóö siuiá, og meta meir stuttan stundarhagn- að, cn þ~ð ,-,'óra tjón, er þeir vinna föður- landinu með fákænsku sinni og nöprum nirf- ilsb.ætti. Það er nokkuð svipað því, að ef bóndi nokkur. ætti fáein lömb, og vildi ekki setja þau á vetur af þeirri einföldu ástæðu, aö honum þætti þau eyða heyjunum frá öðr- um skepnum hans, þá gæfi hann ekki ein- ungir lömbin hverjum sem hafa vill, heldur gæfi hann líka meðgjöfina með þeim. Og þó eru menn að kvarta undan fólksekl, unni í landinu. Það er oft mjög sorglega tilfinnanlegt- hvernig farið er með þurfamennina, en van inn hefir helgað gildi þess; það er særandi fyrir þurfamanninn þegar hann, hvenær sem tækiíæri býðst, er mintur á ósjálfstæði oíU ug hversu íiann er hjálparþurn, og þetta ei o þær þakkir og viðurkenningar, er hann fær fyrir alt sitt strit og starf í þarfir föður- landsms. Nokkuð væri nær að breyta öðru- vísi, að leiðbeina honum, hugga hann, uppörfa hann og glæða hjá honum vonina um betri framtíð, útvega honurn vinnu þegar hann þaií. Það hefir oft komið fyrir, að fá- tækur maðui iieíir barist með sinn barna- hóp fyrir tilverunni, án þess að neitt væri skift sér af bonum, eða hlynt neitt verulega að högum hans. Hann fær þannig óvild til sveitarstjórnarinnar, og hún til hans, þannig iamast sú virðing að mestu, er hver á til annars ao ixaia. Þetta þarf nauðsynlega að iagasí og hagsunaihátturinn að breytast til latrrAir Að endingu vildi ég minnast á eitt at- riði, og það eru eftirlaunin, þau fá tvenns- konar menn. Uppgjafa embættismenn og uppgjafa alþýðumenn. Hinir fyrtöldu fá eftir- laun sín úr landsjóði, það eru menn sem lif- að hafa við góð laun, og margir þeirra lifað hversdagslega í vellystingum, þeir hafa ekki nauðsynlega þurft að safna til elliáranna, því landssjóður sér þeim borgið. Alt er öðru- vísi varið hinum síðarnefndu, þeir fá líka eft- irlaun af þjóðarfé, nefnilega sveitar- eða bæj- arfélagi, en þau eftirlaun eru langtum verri, það heitir að vera kominn á sveitina, vera hreppsómagi o. fl. þ. h. Þar að auki eru eftirlaun þessi svo lítil, að varla er við þau tórandi, og svo kemur nú eitt, og það er það, að undir eins og maðurinn er kominn á sveitina, er hann lögum samkvæmt búinn að missa nokkuð af réttindum sínum, en það er hart að alþýðumaðurinn skuli þá fremur en uppgjafaembættismaðurinn hljóta að missa réttinda sinna, þó má finna hér bót í máli, með þessu móti er fengin nokkur trygging þess að segja sig ekki til sveitar fyr en ekki er mögulegt öðruvísi af af komast. Og þessu líkur er endirinn, embættis- mennirnir eru jarðaðir með mikilli viðhöín og fjölsóttri samkomu, ensá fátæki erlíka grafinn og getur verið að hann komist í Abrahams faðm. —• Svo jafnar sig alt, og alt gleymist að eilífu, og þannig er saga meiri hluta mannkynsins. A Krossmessu á hausti 1898, Arni H. Hannesson. Ferðapistlar eftir Sig. Júl. Jóhannesson. II. Frá Akranesi héldum við til Stykkis- hólms og komum þangað kl. 12 á hádegi þ. 14. Var veður hið bezta, blæjalogn og sléttur sær. Þótti okkur fagurt að líta yfir Breiðafjörð, og eyjarnar til mikillar prýði og sama sögðu Englendingarnir, en hált ætlaði þeim að verða á því. Þeir fengu sér bát og réru út í ey eina við Stykkishólm og skutu þar nokkra fugla, en fyrir það. átti að draga þá fyrir lög og dóm, þar sem þetta voru friðaðir fuglar og þar að auki sunnudagur. Var lengi leitið að embættis- merki hreppstjóra — sem ég vissi ekki hvort nokkurn tíma fanst — og átti hann að leita uppi sökudólgana og afhenda þá sýslumanni, en sjálfur sat hann heima. En svo gekk illa að ná fundi þeirra og fá nöfn þeirra, að eftir því sem ég komst næst varð ekkert úr sektinni. En mikil umsvif og marga snún- inga leiddi af þessu lögbroti þeirra. í Stykkishólmi fann ég cand. theol. Har- ald Níelsson, er dvalið hafði þar um tíma, ætlaði hann með hjálp séra Sigurðar próf- fasts Gunnarssonar að koma þar upp Good- Templarstúku, ef auðið væri, en báðir sögðu þeir að það myndi erfitt verða í bráð, og lítil líkindi til að það tækist. Daginn eftirkomum við til Patreksfjarðar. Þar þótti okkur ekki eins fagurt og í Stykkis- hólmi, en þó ekki ljóit, fjallahringur alt í kring, en ekki mjög nálægt. Sporbraut var löng á Patreksfirði, sem iá með fram sjónum út eftir mölinni. Þar var staddur Kristján skipstjóri Bjarnason frá Reykjavík; var hann að fá sér ís. Þeir hafa bygt sér íshús. Patreksfjarðarbúar, sem stend- ur við lækjarmynni. Þar er allstór tjörn gjörð af mannahöndum að öllu leyti, þannig að grafið er niður og hlaðnir veggir um- hverfis, en vatni hleypt í úr læknum. Sami lækur er notaður til þess að snúa vatnsmilnu. Er það alt saman, milnan, tjörnin og íshúsið. Heldur virtust okkur verzlanirnar vera þar fátæklegar, og til merkis uin það keypt um við eitthvað í annari þeirra fyrir 20 aura, en ekki var hægt að skifta einni krónu nema í tóman kopar og þó var það um miðjan dag. Þegar við létum í ljósi að óþægilegt væri að taka svo mikið af eyr- peningum, voru okkur boðin einhver peninga- líki, er við höfðum aldrei fyr séð. Þau voru gjörð sem líkust venjulegum silfurpeningum og giltu frá 10—75 aura, þau sem við sá- um, en á þeim stóð að ekki væri öðru svar- að út á þau en vörunt. Við sáum að þetta voru vörumerki þau, er Thorsteinssen hefir auglýst í blöðunum og eru í líkingu við vöruseðla kaupmanna hér. Eg held að þessi vörumerki geti verið töluvert blekkjandi fyr- ir alþýðu. Þetta gengur svo vel í augun að fá t. d. 25 aura um tímann fyrir vinnu sína og fá það í þessum peningum, sem þó eru ekki. meira virði en 3/4 af því, sem á þeim stendur, ef rétt er reiknað. Það getur verið talið ófrjálslyndi, að koma með þá uppástungu að þessi vöru- merki séu bönnuð með lögum, en ég held að það væri alveg rétt. Rétt fyrir vestan kaupstaðinn sáum við einhver mannvirki, tókum við að athuga þau og sáum að það var gamalt völundarhús, þannig gjört, að mokaður hafði verið upp hryggur í ótal krókum og hringum, Voru dyr á einn veg og þaðan átti að komast rétta leið inn í miðdepil völuudarhússins; en það var töluverður vandi og ekki svo fljót- gjört; þó komumst við það á endanum og gjörðum teikning af mannvirki þessu. Er gam- an að því mjög og illa farið að því skuli ekki vera betur viðhaldið en svo, að óglögt sést fyr- ir því sumstaðar. Engir af þeim, sem við hitt- um að máli, gátu sagt okkur, hversu gamalt það myndi vera. Sama dag komum við að Bíldudal og þótti okkur þar margt stórkostlegt og til- komumikið, er til mannvirkjanna kom, og einkum þegar við fréttum að kaupstaðurinn væri nálega allur eign eins manns, hr. Thorst- einsens, og allar eðaflestar framkvæmdir þar honum að þakka. Eftir því sem við komumst næst, er hann nokkurs konar konungur á Bíldudal; handiðnamenn fiestir, er þar vinna, vinna fyrir hann, hvað þá þá aðrir, en mest furðaði mig á því, að allir báru honum hinn ágætasta vitnisburð, því oft er það að litið er öfundaraugum til þeirra manna, sem dug- andi eru og framtakssamir, og ekki er það sjaldnar að þeir miklast af auði sínum og yfirráðum og líta smáum augum á aðra, en enginn talaði eitt einasta orð í þá átt um hr. Thorsteinssen heldur þvert á rnóti. Eitt var það þó, er ég heyrði honum fundið til foráttu, og það var það, að hann takmarkaði áfengi við sjómenn og verka- menn sína yfir höfuð. Þeir geta talið það með ókostum, sem vilja; ég gjöri það ekki. Á Bíldudal voru háar og breiðar bryggj- ur, láréttar, en hallaði ekki niður í sjó, þann- ig að helmingurinn væri oftast neðan sjávar eins og er hér í Reykjavík. Sporbrautir lágu bæði eftir bryggjunum og víða á landi og svo var nálega á hverjum stað þar, sem við komum. Þotti mér það töluverður mun- ur að horfa á menn renna áfram vögnum léttilega og fyrirhafnarlítið eftir sporbrautum, eða horfa á karla og konur hálfbogin, vagg- andi út á hlið til þess að hvíla fæturna á víxl, stynjandi af þreytu með þunga kola- poka, mjölsekki eða eitthvað annað á bakinu, staulast upp eftir bröttu bryggjunum okkar í Reykjavík. Skipin lágu við bryggjurn- ar á Bíldudal, bæði seglskip og gufuskip og spil voru þar til þess að ná vörum upp og ofan. Mæðumaðurinn. Eg gat þess síðast að „Dagskrá" myndi taka Valdimar Ásmundarson til bænar í næsta blaði, en sökum þess að margs konar sorgir hafa borið honum að höndum núna á þess- um síðustu tímum, hefi ég komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé gustuk að bæta á þær, þótt hann gæti ekki haldið sínum innra manni í skefjum, þangað til fyrsta blað Dagskrár kom út undir minni stjórn, hvað þá lengúr. Ein sorgin, sem sagt er að þjái hann nú, er sú að íslandið lifir enn. Segja sumir að hann hafi setið við kófsveittur nætur og daga í heila viku að semja líkræðu yfir því, en orðið að rífa handritið þegar sú sorgar- fregn barst honum til eyrna að „Landið" væri komið út. Er hverjum manni vorkunn sem þannig verður að láta vinnu sína tyrir ekk- ert. Hvað var það annars lengi, sem Fjall- konan kom ekki út hérna um árið þegar pappírinn vantaði í hana og hvenær skyldi Valdimar ætla að bæta upp blaðið, sem féll úr í sumar og aldrei hefir komið? Hve lengi skyldi Kvennablaðið endast til þess að kosta Fjallkonuna? Ein sorgin, sem þjáir Valdim. er sú, að þegar fyrsta blað Æskunnar kom út í fyrra, þá segja menn að hann hafi dreymt, að hann sæi eitthvert barnablað rifið í um- búðir í einhverri sölubúð, þetta hélt hann vera Æskuna og gladdist mjög í sínu göf- uga hjarta. Hann hugsar sér því að koma fram sem spámaður og spá Æskunni hrakförum og bráðumdauða. Menn trúðu honum ekki; því hann hafði aldrei spáð rétt áður og flestuni llkaði vel við Æskuna, en hann þóttist viss í sinni sök fyrir vitranina, og gjörir sitt ítrasta til þess að flýta fyrir því að hún rætist. Hann skrifar um Æskuna ýmsan óhróður, en enginn trúði. Þá kemur konan hans honum til hjálpar og dettur það óskaráð í hug að gefa út annað blað, því það þykir henni örugt meðal til þess að gjöra út afviðÆskuna. Hún hélt að það hlyti að verða drep- andi eitur fyrir „æskuna" og það var nátt- úrlegt að hún héldi það. En æskan var treg til þess að taka inn eitrið. Barnablaðið hennar la í stórri hrúgu óselt. Tekur þá valdimar sig til einn góðan veðurdag og sendir með nokkur hundruð niður í Sturlubúð og leggur það inn til umbúða fyrir brennivín, skóleður eða eitthvað annað. Að því búnu dettur honum í hug draumurinn um barnablaðið, sem hann hélt vera Æskuna, og sér nú að hann var fram kominn, en það var barna- blaðið hennar Bríetar, sem hann hafði dreymt fyrir. Svona hefi ég heyrt söguna og þykir líklegt að hún sé sönn. Má af henni sjá að Valdimar er næsta berdreyminn, en ekki að því skapi góður að ráða drauma. Ef einhverjum kynni að detta í hug. að efast um, að sagan sé sönn, þá gjöri hann svo vel að koma inn í Sturlubúð; þar er sönunin óræk. Mér þykir eðlilegt að Valdimar sé utan við sig þegar svona gengur margt á móti honum, og þess vegna væri það harðbrjósta maður, sem hefði samvizku til að bæta a hann nýrri sorg, svo sem með því að bera saman verð á blöðunum hans þremur við verð hinna blaðanna t. d. Dagskrár eða yfir höf- uð að hreifa nokkuð við því, hvernig þau eru; en þó læt ég hann vita það, að í hvert skifti sem hundur fitjar upp á trýnið framan í mig, þá sveia ég honum og í hvert skifti þegar hann ætlar að bíta mig, þá ber ég hann. Frú Briet Bjarnhéðinsdóttir hafði sér það til skemtunar á ferð sinni í kringum landið, ásamt öðru, að telja mönnum trú um að blaðið Framsókn hefði ekki nema 4—600 kaupendur og væri lítilsvirði í alla staði; hefir hún áður farið óverðugum orðum um það í Fj.k. en útgefendur Framsóknar svara því engu og dettur mér því í hug þessi smellna vísa eftir skáldið Steingrím Thorsteinsson: „Hundaþúfa hreykti kamb, hróðug mjög með þurradramb; skamma tók hún fremdarfjall: „Fáðu skömm, þú ljóti karl!“. Fjallið þagði — það ég skil — það vissi’ ekki’ að hún var til“. Auk þeirra, sem talið var að komið hefðu með »Skálholti«, var P. Thorsteinsson kaupm. á Bíldudal og frú Sigrídur Árnadótt- ir frá Patreksfirði.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.