Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 24.09.1898, Blaðsíða 3

Dagskrá - 24.09.1898, Blaðsíða 3
39 Menn og málefni. Þegar menn hafa skiftar skoðanir um eitthvert mál, þá er það algengt að taka persónuna sjálfa í stað málefnisins; finna henni eitthvað til foráttu, rífa hana niður fyr- ir allar hellur og rita um hana langar klaus- ur. en ganga næstum fram hjá því, sem að- allega átti að ræðast. Þetta þori ég að segja að stendur samvinnu og framkvæmd- um manna stórkostlega fyrir þrifum og vil ég benda á stjórnarskrármálið í því efni; þar hafa menn borist á andlegum banaspjót- um, ef svo mætti að orði komast, út af einhverju smáatriði, farið langar leiðir út frá efninu og stundum næstum villst frá því af þeim ástæðum. Menn eru svo gjarnir á það, að geta ekki séð eða viðurkent nokkurn kost, nokkuð nýtt í fari mótstöðumanna sinna, geta þess til, að alt sé af einhverjum eigin- gjörnum hvötum, eða einhverju enn verra, sem þeir hugsa, tala og gjöra, gætandi ekki þess, að tveir menn, sem halda fram gagnó- líkum skoðunum, geta sjálfir, hver um sig, verið fyllilega sannfærðir um, að þeir hafi á réttu að standa; geta, hver um sig, talið það heilaga skyldu sina að koma fram sinni skoðun. ,En í stað þess, að færa fram rök fyrir máli sínu og reyna að leiða mótpartinn á þann veg, er þeir telja betri og sjálfsagð- ari, grípa þeir til þeirra vopnanna er áður var getið. Þetta er svo alment, að engum sérstökum er þar til að dreifa, en það er auðsætt, að æskilegt væri að koma í veg fyrir slíkt, að fá menn til þess að ræða öll mál með sem mestri stillingu, með sem mestri samvizkusemi, með sem mestri athug. an, bæði á sínum málstað og mótparts síns. Þetta eiga menn erfitt með, en það þarf að lærast; mönnum þarf að skiljast það, aðmál- ið er ekki sama sem persónan, er það flyt- ur. Valtýr Guðmundsson, Benedikt Sveins son o. s. frv. eru ekki sama sem stjórnar- skrármálið, eða stefnur þeirra í því, það hljóta aliir að viðurkenna; en þó er alloft rætt og ritað líkt og það væri. Ég býst við að mér verði svarað því að, málið sé altaf skylt þeim, er það flytur, ávöxturinn sé lík- ur eikinni og það getur verið satt að nokkru leyti; en ráðið til þess að snúa öðrum frá einhverri þeirri stefnu, er maður álítur ranga, er ekki að skamma þá sjálfa, heldur sýna fram á það með r'ókum, að sitt mál sé rétt og þeirra rangt, að leiðaíljós sannleikann eft- Ir því sem hægt er. Annað er það, að menn geta verið neyddir til þess að verja sig fyrir persónu- legum árásum ýmsra óeyrðarseggja, og það er ekki meining mín að taka eigi öllu með þögn og þolinmæði, hversu hart sem það kann að vera. Dýrin. LjÓtup siður er það, sem margir sveitamenn hafa, sem koma hér til bæjarins með hestalestir, þar sem þeir hnýta hvern hestinn í taglið á öðrum, hafa þannig oft io—- 12 hesta í einni lest. Þetta er óforsvarandi meðferð á hestun- um. Ég get ekki ímyndað mér að það sé af eintómri mannvonsku, að þeir gjöra þetta og hafa enn ekki lagt niður þenna ljóta sið. Það hlýtur að vera þetta almenna hugsunarleysi og kæruleysi, sem blindar menn svo mjög. Getur það aldrei troðist inn í höfuðið á mönnum, að skynlausu skepnurnar hafa til- finningu alveg eins og við mennirnirf Þegar við meiðum okkur, t. d. á fingri eða fæti, þá líður allur líkaminn, alvég eins er því varið með skepnurnar. Ég hef heyrt marga kvarta um, hvað þeir yrðu lúnir, er þeir teymdu taumlata hesta, en það er fullgott handa hestunum að hnýta þá marga, hvern í taglið á öðrum og leggja jafnframt því á þá þungan burð, lofa þeim síðan í næði að kippa í taumana, þeim sem kippóttir eru, hanga í taumunum, þeim sem taumlatir eru, o. s. frv, Ferðamenn! Gætið þess, að þegar þið farið með lestirnar upp Laugaveginn, þá hvíla á ýkkur og hestunum sem þið hafið með- ferðis mörg augu, augu sem vilja sjá, hve vel þið kunnið að fara með það, sem ykkur er í hendur fengið. Utlendingar hafa oft heyrt orð á þvi gjört að vér íslendingar værum hálfgjörðir og algjörðir skrælingjar, látið þá sjá að svo sé ekki. En þá verðið þið að leggja niður þenna Ijóta vana, því hanr. er ómótmælanlega ein- kenni skrælingjaháttarins, Farið vel með skepnurnar; án þeirra getum vér ekki lifað, og guð hefir boðið oss að breyta vel við þær. J. H. Á þetta efni hefir áður verið minnsthér { blaðinu, en vér viljum þó ekki synja grein- inniupptöku, þar sem höf. hefiralveg rétt málað flytja. Það veitir sannarlega ekki af að gjöra alttil þess að opna augu manna fyrir þessum þjóðarósóma, þessum skrælingjahætti er höf. réttilega nefnir það og Dagskrá mun við og við minnast á dýraverndun og bcnda mönn- um á hvað vantar í því efni. Ritstj. Vikan sem leið. Með þessari fyrirsögn flytur „Dagskrá" fram- vegis ýijisan fróðleik úr höfuðsstaðnum og grend- inni og getur þess er gjörst hefir á hverjum degi fyrir sig: Laugardagur. Frú Kristín Waage var jarðsett, og fylgdi henni fjöldi fólks til grafar. Bankahúsið var reist laugardaginn 18. þ. m. — Kl. 8 um kveldið var haldið samsæti í Iðnaðarmannahúsinu í tilefni af því. Voru þar viðstaddir allir, er að húsbygging- unni hafa starfað, ásamt bankastjóra og starfsmönnum bankans. Voru þeir alls 6o-— 70 að tölu. Þar voru haldnar nokkrar ræður; þar á meðal talaði bankastjóri, Valdemar Bald, Halldór bankagjaldkeri, Kristján Jónsson yfir- dómari o. fl. Bankastjóri talaði um það, hversu mik- ilsvarðandi væri framkvæmd og dugnaður og þakkaði hr. Bald með fögrum orðum fyr- ir alla framkomu hans; enda er það einróma vitnisburður allra, er að bankanum hafa starf- að, að betri verkstjóra geti þeir ekki hugsað sér; mun það sjaldgæft, að minnsta kostihér á landi, að 60—70 menn séu svo ánægðir með yfimann sinn að enginn hafi hið minnsta við hann að athuga. Bankastjóri gat þess, að þótt mönnum, ef til vill, skildist það elcki enn, að þörf væri á svona dýru eða ram- gjörvu bankahúsi, þá vonaðist hann til að tíminn sýndi hið gagnstæða. Auk ræðanna skemtu menn sérvið söng og samræður og var samkoman hin skemti- legasta. Reyndar er sagt að einstöku mað- ur hafi verið nokkuð ölvaður, en slíkt er svo algengt þar sem jafnmargir eru saman- komnir, að það er ef til vill ekki í frásög- ur færandi, en leiðinlegt er það, að ekki skuli vera óhætt að bjóða mönnum á sak- lausa gleðisamkomu án þess að eiga Það á hættu, að veizluspjöll verði. Bankahúsið er til hinnar mestu prýði í bænum og óskandi og vonandi að margur eigi þar athvarf þegar tímar líða. Nokkrir opnir bátar komu hlaðnir af þorski, er þeir höfðu fengið hjá botnverp- ingum; bauðst þeim svo mikið af honum, að þeir urðu að kjölhausa. Sunnudagur, Séra Jónas A. Sigurðsson frá Ameríku, sté í stólinn kl. 5. síðd, og valdi sér þessi orð fyrir texta. »Elska skaltu drottinn guð þinn af öllu hjarta þínu og náunga þinn eins og sjálfan þig“. Talaði hann síðan um kær- leikann til guðs og náungans og sagðist á- gætlega. Kvað hann menn þurfa að verða betur vakandi og tilfinningarnæmari fyrir því, hversu margir gengju villuráfandi. Menn þyrftu ekki að vera tröll að burðum til þess að geta látið ljós sitt skína á leiðir þeirra manna, er í myrkri lifðu, ef menn einungis ynnu af alvöru og áhuga, trú og sann- færingu, þá hlyti þeim að verða eitthvað á- gengt. Móðirin væri ekki altaf svo sterk, en þó hefði hún meiri áhrif á líf og uppeldi barnsins; hún elskar heitara, gleðst innilegar, líður sárar, stríðir öflugar en nokkur annar og þess vegna vinnur hún svo mikið. Það þarf að bræða ísinn, andlega, hjartakuldann mikla. Ljósgeislar kærleikans þurfa að skína í hverja einustu dapra sál, hvert ein- asta hrygt hjarta. Það þarf að lifna löngun í hugum manna til þess að lýsa öllum, hjálpa öllum sem hjálpar þurfa, hverrar þjóðar sem hann er, hvaða tungu sem hann talar, hvar sem hann býr. Margt sagði hann fleira, vel og ágæt- lega og luku allir upp einum munni um ræðu hans. Einkum lagði hann aðaláherzl- una á það, að lítið dygðu fagrar ræður og kenningar, ef það sæist ekki af verkum þeirra, sem þær flyttu, að hugur fylgdi máli. Hann sagði að vér hefðum nóg aforðaglamri; nóg af hörðum dómum, nóg af fögrum kenn- ingum, en framkvæmdirnar vantaði, tilfinning- arnar vantaði, sannfæringuna vantaði; tilfinn- ingarnar fyrir því að eitthvað þyrfti að giöra sannfæringuna fyrir því að mikið sé hægt að gjöra; það vantaði menn, sem vildu berj- ast fyrir öllu góðu, fögru og háleitu af öll- um lífs og sálar kröftum, láta sín eigin lífs- þægindi sitja á hakanum til þess að geta starfað enn þá betur. Nefndi hann sem fyr- irmynd Livingstone, sem varði megin parti æfi sinnar til þess að kristna og fræða heið- ingja í Afríku og ferðaðist þar um óbygðir og eyðimerkur, í stað þess að lifa gleðiríku og rólegu lífi heima í Englandi. Það vant- aði menn, sem vildu ótrauðir yfirgefa óðul og ástvini og leggja út á hinar andlegu eyði- merkur villu og vanþekkingar til þess að breyta þeim í ekrur og aldingarða vísdóms og þekkingar. Seglskipið Martha Elen, 123 tons (skip- stjóri J. Blix), kom með kol til verzlunar Sturlu kaupmanns Jónssonar; hafði verið mán- uð á leiðinni frá Dysart. Mánudagur. »Reykjavíkin« fór til Hafnarfjarðar, Voga og Keflavíkur. Opinberan bindindisfund hélt stúkan „Hlín“ Nr. 33, í Good-Templarhúsinu. — Byrjaði með því að Einar Hjörleifsson las upp kvæðið „Rispa“ og þótti mönnum un- un á að heyra, enda mun Einar vera einn af þeim fáu mönnum hér á landi, er kann að lesa skáldskap eftir efni. „Hann hefir svo mikið vald yfir tilfinningum áheyrenda sinna, að liann getur látið þá gráta eða hlæja eft- ir vild“, sagði prestur einn um hann fyrir skömmu og munu fleiri vilja taka í sama strenginn. Þá talaði séra Jónas A. Sigurðsson frá Ameríku; hélt hann alllanga ræðu og eink- ar snjalla. Hann byrjaði á því að telja upp nokkra merkismenn og skáld, nokkra af mestu mönnum heimsins. er annaðhvort hefðu dáið af völdum ofdrykkjunnar, — drukkið sig niður í gröfina eða gjört einhver stórafglöp, sem heil lönd og heilar þjóðir hefðu liðið af stórtjón. Hann gat þess einnig að Island væri ekki afskift þessu böli, þessari plágu, og því til sönnunar kvaðst hann skyldu gefa þá upplýsing, að fyrsti kirkjulegi kennimað- urinn, er hann hitti þegar hann hefði komið hér til lands frá Vesturheimi, hefði verið svo víndrukkinn, að hann hefði ekki getað tekið kveðju sinni með fullu ráði. Eklci nefndi hann hver prestur þessi hefði verið, en ljót er sagan og engum dett- ur víst í hug að efast um að hún sé sönn. Hann kvaðst hafa sannar sögur af því, að menn hefðu drukkið svo við jarðarför hér á landi, fyrir skömmu, að mælt hefði verið fyr- skálum og sungið: „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“. Hann sagði, að bæði hér og víðar, vant- aði kirkjur og skóla en veitingahúsin þytu upp hvert á fætur öðru, með öðrum orðum: fáir vildu gjörast til þess að byggja, en margir til þess að rífa niður, fáir til þess að græða, en margir til þess að særa. Hann sagði. að kirkjan hefði vanrækt skyldu sína, kennimennirnir misskildu stöðu sína; í stað þess að prédika í tíma og ótíma á móti þessari uppsprettu syndarinnar, ofdrykkjunni, hefðu þeir haldið yfir henni hlífskildi með því að ganga sjálfir á undan með illu eftir- dæmi. Þeir heíðu leitt menn út á glapstigu í stað þess að beina þeim á rétta leið. Skáld vor hefðu jafnvel farið svo langt í siðleysinu, spillingunni, hinni andlegu blindni, ósvífninni, að þeir hefðu kveðið lof glötun- inni, eyðileggingunni; þeir hefðu kveðið lof þeim ræningja, sem svift hefði miljónir manna viti og fé, heilsu og heiðri og öllu góðu; sem hrakið hefði miljónir kvenna út á hjarn og eyðimerkur fátæktar og ör- birgðar, sorgar og sárra kvala, sem sv'ft hefði miljónir saklausra barna öllum mögu- leika til þess að skapa sér fagr.a framtíð; sem snúið hefði sælu f sorg, Ijósi í myrkur lífi í dauða. Þessum ræningja hefðu skáldin dirfst að syngja lofsöngva. Svon~ væri spill- ingin á háu stigi. Meðal annars sagði hann: »Ef maður hittir ræningja, þá segir hann: ,Láttu annaðhvort fé þitt eða líf‘, en Bakk- Á- us fer lengra, hann segir: ,Láttu bæði fé þitt og líf‘ og samt tigna menn hann og tilbiðja. Hvernig er hægt að ganga lengra niður á við cn þetta?“ Þegar séra Jónas lagði ut af höffunni í New-York og skipsskrúfan þyrlaði upp sjón- um, þá kom þar upp kvennlíkami, sagði hann. Hann gat þess að þar hefði legið ein af þeim konum, ein af þeim hundruðum — þúsundum kvenna er liðið hefðu svo af völd- um ofdrykkjunnar að þeim þætti betri dauði en líf. Þar hefði verið ein þeirra óteljandi kvenna, er heimurinn gæfi engan gaum, sem mennirnir hefðu svikist um að vernda og varðveita. Það er lögð við hegning ef eitthvað ilt er unnið en ekki farinn rétti vegurinn, ekki reynt að koma í veg fyrir þn.ð, að ilt sé unnið með því að uppræta illgresið. Sérajónas tilfærði orð Gladstones gamla, þar sem hann segir að ofdrykkjan hafi drep- ið fleiri, en plágur og drepsóttir, hallæri og harðindi, stríð og styrjaldir til samans. í Ameríku kvað hann árbga deyja 80000 (átta- tíu þúsundir) manna af hung-i og öðru, er flest stafaði af ofdrykkjunni. Þr.ð er miklu fleira en alt fólkið á íslandi. Hann kvað 300 krónum vera eytt þar á hverri sekúndu fyrir áfengi, og veitingahusin væru svo mörg, að þau myndu ná í óslitna húsaröð á mill New-York og Chigago. Loksins óskaði hann Good-Templurum á íslandi góðs gengis. Hann kvaðst hafa átt að flytja hlýja bróðurkveðju til vor frá bræðr- unum og systrunum vestan hafs o g hann kvaðst telja bezt við eiga að skila henni á þessari samkomu, sem væri svo fjölmenn; í þessu félagi, þar sem allir væru kallaðir bræð- ur og systur. Hann óskaði þess að eins og sól settist aldrei í júní mánuði fyrir norðan land og austan eins settist aldrei líknarsól, kær- leikssól Good-Templara hér í höfuðstaðnum og geislar hennar mættu ávalt lý.sa æ bjartar og hlýjar út urn alt land, skína inn í hverja ein- ustu mannssál á íslandi, þýða allan hjarta- kulda og kærleiksleysi. Cand.' theol. Haraldur Níelsson talaði næst, þakkaði gestinum fyrir heimsóknina og hin fögru orð er hann hefði flutt og ósk- aði að koma hans hingað gæti orðið til þess að »brúa hafið«, sem| væri á milli vor og bræðra vorra og systra fyrir vestan. Hann bað séra Jónas að flytja vinakveðju vestur í nafni vor allra og sérstaklega í nafni stúk- unnar »Hlín« er notið hefði þeirrar ánægju að hafa þenna heiðursgest í kveld. Ennfremur talaði Indriði revísor Einars- son, Hjálmar Sigurðsson, ungfrú Ólafía Jó- hannsdóttir og Þorbjörg Sveinsdóttir. Áheyrendur voru á 5. hundrað og gazt öllum vel að nema ef vera skyldi 2—3 mönn- um, sem sagt er að þyki sopinn góður; stóðu þeir framan í dyrum og grettu sig við og við eða ráku upp ámátlegt hljóð, þegar þeim þótti séra Jónas vera nærgöngull sér og sín- um líkum. ,Skálh0lt‘ kom vestan um land með fjölda farþega, var par á meðal frú Sofía Ein- arsdóttir, kona séra Sigurðar prófasts Gunn- arssonar og ungfrú Bergljót dóttir þeirra, Lárus sýslumaður Bjarnason, cand. jur. Mar- ínó Hafstein, Lárus læknir Pálsson, cand. theol. Sigtryggur Guðlaugsson, ekkja séra Rúts Magnússonar, alflutt hingað til bæjar- ins, nokkrir skólapiltar og fjöldi kaupa- fólks. l»rlðjudagur. »Reykjavíkin« kom frá Keflavík og fór aftur samstundis til Akraness og Borgar- ness. Arnakróksrétt var í gær og komu menn þaðan í dag. Var svo að sjá, sem enn hald- ist fornir siðir í fjárréttum og til dæmis skal þess getið, að 15 vetra gamall unglingur var reiddur um þvert bak, sem dauður væri og er líklegt, að fleiri hafi fengið sér neðan í því, þegar börn fara svona langt.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.