Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 01.10.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 01.10.1898, Blaðsíða 1
III. M 1 i. Reykjavík, laugardaglnn 1. október. I 898. lcemur héreftir út hvern laugardag', skriístofa og afgreiðsla blaðsins verður til i. október í „Aberdeen“ (við norðurendann á Glasgow), en frá þeim tíma í Tjarnargötu I. Opin hvern virkan dag kl. i<t—12 árd. og 4—5 síðd. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja blaðsins á afgreiðslustofunni, þegar þeir eru hér á ferð. Til minnis. Jiœjarstjórnaidundir 1. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. -FdtœkranefndarJxmáir 2. og 4. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Jrorngripasafnid opið Mvkd. og Ld. kl. 11—12 árdegis. Landslmnkinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 síð- degis. — Bankastjóri við kl. n'Ar— i1/*. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. Landsbókasafnið'. Lestrarsalur opinn dagl. kl. 12—2 síðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd. — Útlán sömu daga. Náttúrugripasafnið (í Glasgow) opið á sunnudög- um kl. 2—3 síðd. Sifnunarsjóðurinn opinn í barnaskólanum gamla kl. 5—6 síðdegis 1, Mánud. í hv. mánuði. Fasíir fundir í Good-Templarhúsinu. 'iLIttn*. Mánud. kl, 8 síðd. »Verðandh Þriðjud. - — tBifrösU Miðv.d. - — 'sEmingin« Fimtudag - — Ðavid 0stlund Sunnud. kl. 6V4 síðd. Bindtndisfélag ísl. kvenna; 1. föstudag hvers mánaðar kl. 8T/i síðd. Fastir fundir í Framfarafélagshúsinu. Fundir Framfarafélagsins á hverjum sunnudegi. kl. 4 síðd. Friðrik Friðtiksson stud. theol. heldur guðsþjónustu iivern föstudag kl. 8 síðd. Gunnar Einarsson. kaupmaður hefir bygt þrílyft hús í Tjarnargötu; er það hið fyrsta þríiyfta íbúðarhús, sem bygt hefir verið hér í bænum og vonandi að fleiri taki það eitir og sjái, hversu hyggilegt það er og kostnaðarminna tiltölulega. í þessu nýja húsi verður skrifstofa og afgreiðsla Dag- skrár og þar verður alþýðuskólinn, sem allir sækjast eftir að komastá, er eitthvað vilja læra nytsamt og gott. Þegar hafa sótt um inntöku á hann 10 karlmenn og 6 stúlk- ur, flest héðan úr Reykjavík, Menn sjá það, að betra tækifæri til þess að öðlast nauðsynlega mentun fyrir lítið verð, hefir aldrei boðist hér á landi. Fallegasta blaðið. /1 ' T/ A ^ T (barnablað með ÆiS IvAJN myndum) er fallegasta blaðið áíslandi. ÆSKAN er gefin út af Stór-Stúku islands (I. O. G. T.). Ritstjóri ÆSKUNNAR er Sig. Júi. Jóhannesson. cand. phil. Annar ár- gangur ÆSKUNNAR byrjar í október. ÆSKAN er með mörgum ijómandi fall- egum myndum. ÆSKAN flytur sögur, kvæði, skrítlur, spakmæii, fræðigreinir, gátur o. fl. o. fl. ÆBKAN kostar 1 kr. 20 au. utan Rvíkur, í Rvk. 1. kr. Munið eftir að panta ÆSKUNA í tima hjá afgreiðslumanni hennar: Þorv. Þorvarðarsyni prentara, Þingholtsstræti. 4 Rvík. hafi haft töluverð áhrif til hins betra. Þann- ig er þess oft getið að bráðafárið hafi drep- ið fjölda fjár á sama bæ, sem ekki var bólu- sett, en ekkert af því, sem bólusett var, og af skýrslu hr. M. Einarssonar sést það, að af 963 bólusettu ungfé, drápust sxðar 11, þar af var ein kind sem ekki er hægt að segja hvort drepist hafi úr bráðafári og 6 dráp- ust áður en vika var liðin frá bólusetningu, það er því 1.14%., en af 696 ungfjáróbólu- settu drápust á sömu heimilum og á sama tíma 45 eða 6.46%). Loksins má geta þess, að Jón læknir Jónsson segir að sýkin hafi veriðmjög illkynjuð í sínu umdæmi í fyrra vetur og að bólusetn- ingin hafi án efa haft mikla þýðingu. Núhefir verið beðið um bólusetningarefni í nooootjár, en sökum þess að það er tölu- verðum eifiðleikum undirorpið að fá bóluefni höfum vér ekki getað látið meira en í 7 5000 fjír. Bóluefnið, sem er lifandi en veiklaðar sóttkveikjuagnir, er búið til á þann hátt, er hér segir. Hreinræktaðar sóttkveikjuagnir eru látnar í sambland af kjötseyði og blóð- vatni, loftinu er náð í burt með því að leiða ígegnum það vatnsefni (Brint) og því næst er eimiflaskan látin vera 8daga í 37°C hita. Að því búnu er skoðað í hana með sjónauka, og ef frjóagnirnar eru myndaðar eru þær látnar í 5 sinnum meira af sterkum spiritus. Þá koma dreggjar á botninn og í því verða allar sóttkveikjuagnirnar, einungis dreggjarn- ar eru síaðar úrogþurkaðarí 37°hita. Þvínæst er það mulið og hreinsað; þá er það hitað í 5— 10 mínútur þangað til það verður ioo0 og loksins er það þurkað aftur. Þegar ekki er hægt að ákveða árangur bólusetningarinnar með efnafræðislegum rann- sóknum, heldur aðeins með þvf að bólusetja þar sem sýkin er, þá hefir það mikla þýðing, að farið sé svo varlega með bólusetningar sem frekast er unt, og að ekki gjóri það fyrst aðrir en lœknar og dýralœknar eða áreiðan- legir menn, sem hafa fengið tilsögn í því. Bóluefni það, sem sent hefir verið, er efnafræðislega rannsakað en þar sem um svo mikið er að ræða finn ég ástæðu til að áminna menn um það eins og ég gjörði í fyrra að fara varlega og bólusetja aðeins fá- ar kindur í senn, en ehki fleiri fyf^ en pað hefir komið í Ijós, að hinar fyrri þola bólu- setninguna. Kaupmannahöfn 20, ágúst 1898. C. O. Jensen. Búfræðis- Og búnaðarbálkur. Undir þessari fyrirsögn flytur »Dagskrá« framvegis smá pistla, í hverju blaði. I. Jarðvegurinn og jurtalifið. Jarðvegurinn sem framleiðir jurtalífið er eins og kunnúgt er mismunandi að gæðum og efnasamsetningu. Jurtirnar taka aðalnær- ingarefni sín úr Jörðunni; hún er lífsefna- forðabúr þeirra og bústaður. Til þess að skilja vel áhrif þau er jarð- vegurinn hefur á jurtagróðui inn og samband- ið milli hans og jurtanna er óhjákvæmilegt að minnast með fáum orðum á helztu lífs- skilyrði jurtanna og efnsambönd þeirra, áður en talað er um jarðveginn og eiginleika hans. Til þess að jurtirnar geti lifað og þrosk- ast í jarðveginum þurfa þær lopt, raka og hita í hæfilegum mæli. Vanti jurtirnar eitt- hvert af þessu þá er líf þeirra í veði. Þessir þrír gjörendur verða allir að vera samverlc- andi. Þótt nægur hiti sé í jarðveginum, og andrúmsloptið bæði umhverfisjurtinaog íjarð- veginum séþeim heilsusamlegt, ef vatnið erann- aðhvort oflítið eða of mikið við rætur þeim þá eykur það kyrking í þeim og efna- samsetning þeirra verður næsta mjög ólík þvísem þau ella mundu. Má með réttu telja að vatnið sé aðal næringarefni jurtanna þar sem það er um 90 % í sumum ungum jurt- um. Hin föstu efni sem jurtirnar taka til sín úr jarðveginum, taka þær með rót- um sínum uppleyst í jarðvökvanum sem síð- ar verður nánara tekið fram. Séu hinir ýmsu jurtahlutir þurkaðir svo að alt laust vatn í þeim fari á burt og þeir svo rannsakaðir efnafræðislega, þá sést að meira en heimingurinn af hinum þurru efrxum, sem eptir er, erkolefni. Er því kolefnið annað að- alefni jurtanna. Veitir náttúran jurtunum þetta efni í ríkum mæli, því kolsýruna draga þær til sín um blöðin úr andrúmsloptinu og úr jarðveginum lítið eitt rneð rótargrein- unum. En nú er kolefnið annað efni kol- sýrunnar; það melta líffæri jurtanna en skila aptur hinu efninu, súrefninu, sem í sambandi við kolefnið myndar kolsýruna. Séu hinir þurru jurtahlutir brendir, þá rýkur kolefnið burtu en eptir verður ein- ungis aska, sem er mjög mismunandi mikil, eptir því úr hvaða jurtum hún er, og sömu- leiðis úr hvaða jurtahlutum. Þannig er t. d. úr 1000 hlutum af þurrum efnum jarðepla 9,4 °/o aska. En íþurrum efnum úr jarðeplagrasi 11, 8 %>. Askan er hin steinkendu efni sem jurtirn- ar fá úr jarðveginum með jarðvökvanum. Með einfaldri tilraun getum vér sannfært oss um þýðingu þessara efna fyrir !íf og þroska jurt- anna, og hvaða efni það einkum eru sem næra jurtirnar. Vér tökum glas og fyllum það með hreinsuðu vatni (destilleret Vand) og látum lifandi jurtir í það. Þær deyja von bráðar því þar vanta steinefni, sem sí- uðust frá vatninu þegar það var hreinsað En láti ég aptur á móti hérumbil 1/2 gram í 1 liter af vatni af saltpéturssúru kalki, saltpéturssúru kalí fosfórsúru kalki og brennisteinssúrri magnisíu, og Iáti síðan lif- andi jurtir í þessa blöndu þá þroskast þar flestar jurtir sem í góðri moldarjörð. En þess skal getið að saltpéturssúra kalkið verð- ur að vera fjórum sinnum meira en hvort hinna efnannna. Eru þetta aðalnwringarefni jurtanna. En fleiri eru þau efni sem jurtirn- ar þurfa en þessi sem nefnd hafa verið, og ef nokkurt þeirra vantar, hnekkir það þroska jurtarinnar að meira eða minna leyti. En svo er nú ekki þar með nóg að þessi efni séu til í jarðveginum þau verða að vera í því ásigkomulagi sem jurtunum er hentugast, þ. e. uppleyst í hæfilegum hlutföllum, og eru það hinir ýmsu eiginleikar jai'ðvegsins se>. hafa áhrif a þetta, og verður skýrt frá bvf síðar. Sérhver lifandi vera, hvert heloe • . ,1' jurtir eðadýr, þarf að hafanægjanlegt t andrúmslopt til innöndunar. Þótt nú ju. ar ekki hafi samskonar öndunarlíffæri os dýrin hafa, þá anda þær að sér lopti og frá sér eins og dýrin.það gera þær með blöðun- um og með rótinni úr jarðveginum. A ein- um ferh. þuml. á blöðum jurtanna eru milli- jónir af smáum opum, sem ekki sjást nema í góðum sjónauka. Um þessi op draga jurtirnar til sín loptið og hagnýta sér úr því ýms loptefni einkum kolsýruna. Kolefnið úr kolsýrunni nota svo meltingarfæri jurtannatil þess að mynda ýmsa hluti sína ásamt öðrum efnum. Það er einungis að deg- inum sem jurtirnar hafa krapt til að draga til sín kolsýruna; í sólskini er kraptur blað- anna mestur til þess að draga efni þessi til sín. Að nóttunni melta jurtirnarkolsýruna.hagnýta sér kolefnið og vaxa því jurtirnar ávallt meirað nóttunni en deginum. Þegar kartöflugrasið fellur hættir að mestu eða öllu leyti mjölefnismynd- unin í þeim, þær verða bæði minni og lausari í sér en þegar grasið fellur seint, það er kol- efnið sem þær vanta úr loptinu. Þcgar önd- unarfærin eru biluð, hættir framför jurtanna all optast. Ur jarðvegitium draga og jurtirn- ar til sín loptefni; verður því jarðvegurinn að vera laus og loptríkur. Vér höfum nú séð að jurtirnar þurfa á- kveðin efni í uppleystu ástandi, að vatnið má ekki vera of lítið eða of mikið, — jörðin þarf að vera ræst, að hitinn verður að vera hæfilegur og jarðv. svo laus að loptið geti komist um hinar ofursmáu holur jarðvegsins. Þetta eru nú þær helztu kröfur -sem jurtirnar gera til jarðvegsins. Seinna skulum vér athuga jarðveginn, eigínieika hans o. s. frv. (Framh.). Til allra augiýsenda JO ajjiBkFá tekur auglýsingar fyrir það verð sem hér segir: Hverja línu með meginmálsletri (Corpus), ef minna er auglýst en 1 þumlungur 12 aura. Hvern þumlung, alt upp að j þuml. jý — Hvernþuml. ef augl. er J—/oþuml. ój — og sé auglýst meira en tíu þuml. þá jo — og þar að auki afslátt ef oft er auglýst. Þetta er svo lágt auglýsingagjald að allir ættu að sjá sér hag í því að auglýsa í Dagskrá, þar sem það er þriðjungi ódýr- ara en í sumum hinum blöðunum og jafn- wel meira. Þakkarávörp verða tekin fyrir sama verð, Skólapiltar! ef ykkur vantar bækur, þá komið til njín; óg hefi til sölu töluvert af flestum skólabók- um fyrir alla bekki skólans, með ágætu verði. Sig. Júl. Jóhannesson. JÓHANN JÓHANNE8S0N. SKÓ3M1ÐUR selur allskonar skófatnað fyrir mjög lágt verð. Jóhann Jóhaimesson hefír ekki annað en vandaða vöru að bjóða. Jóhann Jóhannesson er eini skósmiðurinn í öllum Skagafirði. Jóhann Jóhannesson býr á Sauðárkróki. Hoi»ðle}tld.Ín.0aTT ef þérþurfiðað kaupa skó og viljið fá -þá fallega, sterka og ódýra þá komið til JÓHANNS JÓHANNESSONAR. falleg herbergi í nýbygðu husi, fást til leigu með eða án húsbunaðar. Ritstjóri vísar á. Skýrsla um bólusetning vlð bráðafári á Islandi og Fœreyjum. Eftir að ég í 2 ár hafði rannsakað bráða- fárið efnafræðislega sendi ég haustið 1897 bólusetningarefni til Islands og Færeyja nægilegt í 5000 lömb og nokkru minna til Noregs og Meeklenburg Schwerin. AUir þeir, sem þetta var sent, hafa nú samið skýrslu og sent þær og eru þær þannig. Hcira- ili. Bólu- aett fé Dautt fé at bólu- sctn. Dautt úr bráðafári eftir ból- una. Effersö í Þórsbpfn. 14 384 — — Paterson í Kirkjubæ 5? 402 3 I M. Einarsson í Rvík. 2Ó 989 I 111) 0. Thorlac. á Berufirði. 8 691 43) 143) Jón Jónsson á Vopnaf. II 661 3 24) Fr. Jensson á Staðarhr. I 145 — I5) Nielsen í Bergen. — 45 I — Peters í Schwerin. I 2QO — 66) Samtals. — 3.607 12 ! 3°7) x) Þár af 6 í sömu viku sem bólusett var. 1 lamb hefir að líkindum drepist af öðrum sjúk- dómi. 2). Það sést ekki á skýrslunni, hvort þessar tværkindurhafadrepistafbólusetningunni. 3). Dráp- ust allar fáum dögum eftir bólusetn. 4). Þar af drapst annað lambið fám dögum eftir bólusetninguna. s). Drapst daginn eftir bólusetninguna. 6). Drapst 4 dögum eftir bólusetninguna. ?). Þar af 23 fyrstu vikuna. Af þessu sést það að engin hætta er búin af bólusetningunni; þar sem ekki hafa drepist nema 1 af 300 þess íjár, er bólusett var; og þó hefði það að Iíkindum ekki þurft að vera svo mikið þar sem það sjálfsagt er að nokkru þ ví að kenna, að sílnurn hefir verið þrýst oflangtinn. Afþví fé, sem bólusett var, drápust síðar 30, en þar af 23 fyrstu vikuna eftir bólu- setninguna, en á svo stuttum tíma geta menn ekki búist við að bólusetningin hafi fullkom- inn áhrif til varnaðar sýkinni. Þá eru eftir 7 sem drepist hafa af 3.600 eða hér um bil 2 af 1000. Því miður hefi ég ekki getað fengið skýrslu yfir það fé sem ekki var bólu- sett og hversu margt drepist hafi af því og þess vegna er ekki hægt að álykta neitt fastákveðið af tölum þeim, sem að ofan eru nefndar. Þegar skýrslurnar eru lesnar virð- ist þó óneitanlega svo, sem bólusetningin

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.