Dagskrá

Issue

Dagskrá - 01.10.1898, Page 2

Dagskrá - 01.10.1898, Page 2
42 SVAR tíl ísafoldar. Það er leiðinlegt starf, að eiga orða- skipti við þá merin, sem alls ekkert skyn- bragð bera á málefni það, sem umræðu-efni er, og auk þess svara út í hött, eins og skynskiptingar væru, þá er þeim er andmælt. Það var svo sem auðvitað, að einhverjir biaðstjórarnir hjerna í Reykjavík mundu reyna að rjettlæta hinar nýju ritreglur sínar; en það hefði þó mátt af þeim heimta, að eitthvert vit væri í svari þeirra, og það snerti málefni það, sem er umræðuefnið, og þeir sæju það, að það styrkti eigi málstað þeirra að neinu, að svara út í hött. Ritstjórar ísafoldar hafa svo sem þótzt reka á mig stampinn með greinum sínum í 54- °S 56. blaði „ísafoldar" þessa árs. Mjer dettur eigi í hug að svara sneiðum þeirra til mín; jeg met þær að vettugi. Þar sem þeir segja í hinni fyrri grein sinni, að skólastafsetningin hafi verið reynd til þrautar, og engin stafsetning sje ólíklegri til samkomulags, þá veit jeg eigi til, að það hafi verið reynt, en þótt ýmsir blaðamenn hafi breytt henni sökum fávizku sinnar, af því að aðrir, sinn í hvert skiptið, hafa tekið upp ýmsar breytingar, þá er það engin sönn- un fyrir því, að hún hefði eigi getað rutt sjer til rúms með tímanum. En það er því miður allt of almennt hjer á landi, að þegar einhver kemur fram með einhverja nýja uppá- stungu, þá gleypa margir íslendingar við henni, án þess að hugsa um það eða grennslast eptir því, hvort þessi nýja uppástunga eigi við sönn rök að styðjast eða eigi; og þannig hefur það gengið með stafsetninguna, eins og ýmislegt annað. Jeg skal að þessu sinni eigi rekja orsakirnar til þessa; það yrði sannar- lega oflangt blaðamál. En hvert verður aðalefnið í „ísafoldar"- greinunum? Það á að vera það, að Konráð Gíslason hafi á síðustu árum sínum breytt skoðun sinni um je í íslenzku, og tekið upp é í staðinn; og þegar jeg legg þá spurn- ingu fyrir þá, hvar K. G. hafi lýst því yfir, þá verður svarað út í hött; því að hannhef- ur hvergi lýst því yfir, og því gátu þeir eigi heldur sagt það. Svarið verður, að hann hafi tekið upp é nálægt 1880. Vjer skulum skoða það lítið eitt, hvernig á þessu stendur. K. G. hefur hvergi sagt, hvorki fyrnjesíðar, að í elztu skáldmælum íslendinga (önnur rit höfum vjer eigi frá 9., 10., 11. og 12. öld- inni) eigi að nta je, eða að íslendingar hafi þá borið fram skýrt je. Hann var of vandur að virðingu sinni til að segja það með vissu, sem hann gat enga vissu fengið fyrir. En þótt K. G. hefði ætlað og sagt það, að í elztu skáldmælum íslendinga ætti að rita je, sem hann hefur aldrei sagt, og jeg aldrei borið upp á hann að hann hafi sagt. °g síðar breytt þeirri skoðun sinni, hvað tekur það til stafsetningar íslenzkunnar nú á dögum? AIIs ekkert. Hjer er að eins spurningin: hvernig berum vjer nú fram og hvernig eigum vjer að rita hljóðið í mjer, þjer, hjer, hjeðan, o. s. frv.? Er nokkurt j heyranlegt í slíkum orðum? Og ef vjer ber- um slík orð fram með skýru ý-hljóði, og eigi sem j væri hljóðstafur, hver er þá ástæðan til að sleppa því? Alls engin. Jeg sagði í fyrri grein rninni, að K. G. heíði sagt, að je væri rjettrætt í íslerxzku nú á dögum, því að það væri runnið af sömu hljóðum i ýms- um eldri tungum, eins og í öðrum íslenzk- um orðum, og það hefur K. G. aldrei tekið aptur, og stóð við það, þangað til hann dó í byrjun ársins 1891. Það eru því hrein ó- sannindi, sem ritstjórar „Isafoldar" segja, að hann hafi 'breytt skoðun sinni í því atriði, og bæði Jacob Grirnm og Rask höfðusömu skoðun, og jeg veit eigi til, að nokkur vísindamaður hafi neitað því, fyr en ef þessir miklu vís- indamenn, ritstjórar „ísafoldar", fara að neita því; en þeir verða þá að koma með ein- hverjar gildar ástæður fyrir því. Hvernig þetta hljóð hafi verið eða hvernig ritað á íslandi á 9. öldinni, getur enginn lifandi maður sagt með nokk- urri vissu, og jafnvel eigi ritstjórar „Isafold- ar“, hversu miklir málfræðingar sem þeir auðsjáanlego þykj rst vera, úr því engin hand- rit eru til frá þeim tímum. En jeg sýndi það í hinni fyrri grein minni með dæmum úr fornurn ritum, að þetta j hafi heyrzt í framburði ísler.cinga þegar um 1200. Ennú skulum vjer skoða lítið eitt, hversu K. G. hefur litið í það mál, og hvort hann rnuni hafa breyít oðun sinni til stórmuna, að je v*ri rjettræ-s I íslenzku nú á dögum. Eins o0 fc«i ugt er, gaf K. G. útNjálu, og var hún fullprentuð 1875. í henni ritaði hann alstaðar je, þar sem vjer nú berumsvo fram; því að þá hefur hann verið sannfærð- ur um, að sá hafi framburðurinn verið al- mennastur, þá er handrit þau, sem vjer höf- um elzt af sögunni, voru skrifuð um 1300. Sama rithátt hefur hann í vísunum, og í formálanum, sem jeg ætla víst að hann hafi ritað 1875, þá er bókin var fullprentuð, seg- ir hann á bls. XIV: „Að rithátturinn je sje rjettur, sýnir annað eins rím og brjánn fjell og hjelt velli (Njála 15 7218); því að slíkt rím gæti eigi átt sjer stað, ef je væri — é, með öðrum orðum, ef je stæði í sama hlutfalli við e, eins og á við a (o. s. frv.). Auk þess (svo jeg fari eigi lengra út í þá sálma) hefur je í fjelL og líkum þátíðarmynd- um með öllu sama uppruna eins og j í hljóp bjoggi, o. s. frv“.— í öðru bindinu af Njálu, bls. 416, sem mun ritað eptir 1880, segir hann um vísuna í sögu Þórðar hreðu: „Kost gj'órik þér á þessu". „í fyrsta áttung vísunn- ar (fyrsta vísuorðinu) getur kost: þessu mynd- að rím1); þó ætla jeg öllu heldur, að þessu standi hjer fyrir upprunalega þersu, og þá er þér: þersu hendingarnar".2) Hjer ætlar þá K. G. að þér væri rjettritað þjer, og þér hafi sama hljóð og vjer höfum í þjer. í fyrirlestrum sínum 1880 yfir háttafræði í íslenzku í fornöld segir hann bls. 68: „í nýrri íslenzku hefur je nú verið ríkjandi fram- burður í hjer um bil 500 ár". í fyrirlestrum sínum 1882 umhinarelztu rímur segir K. G. á bls. 146: „Þaðlítursvo út, að e: é sjeu skothendur. Ex. K I 4: Þáhefiekmisst, ermérvarlént. því er mitt hjarta af bólinu (0: b'ólinu) brent.. Sbr. S V 9: létta: þetta: detta & þetta: létta. F V 8 3-4 „leiðist flest eý lengi er; litla hefr þú ást á mér". en hjer á skrifa: Ijent, mjer, o. s. frv.“. Af þessu vona jeg að hverjum heilvita manni hljóti að vera auðsætt, að K. G. hef- ur talið þann ritháttinn nú á tímum hinn eina rjetta, að rita je, en eigi é, þar sem vjer berum je fram, og þeirri skoðun sinni breytti hann alls eigi, og fylgdi þeirri staf- setningu til dauðadags. Sýni ritstjórar „ísa- foldar" mjer sönnun fyrir hinu gagnstæða, eigi tóman hugarburð sinn, eða þegi. Að K. G. hafi breytt skoðun sinni stór- vægilega um framburð íslendinga í þessu at- riði á 9.—12. öld er mjer ókunnugt um, enda stendur það með öllu á sama, hvort hann hefur gjört það eða eigi. Hjer er fram- burður íslendinga á 9.—12. öldinni eigi um- ræðuefnið, heldur hver stafsetningin sje rjett- ust nú. Hafi framburðurinn verið allur ann- ar, verður og stafsetningin að vera önnur. Meira hirði jeg eigi að segja ritstjórunum um það efni; því að það yrði og árangurs- laust að fræða þá um það, eins skilningslausa menn og þeir virðast að vera. En »ísafoldar« ritstjórarnir hafa eigi viljað láta greinir sínar vera endasleppar, og með þvi að þeir hafa eigi getað komið með nein rök gegn grein minni um je, og sjálf- sagt sjeð þa? sjálfir, þá hafa þeir að líkind- um hugsað sem svo: „Við skulum þó reka í hann nokkuð sem hrífur", og þess vegna eru þeir að segja mjer, að K. G. hafi 11 eða 12 árum fyrir andlát sitt lagt niður »sam- hljóða-tvöföldunina“, og vísa mjer um það atriði rtafsetningarinnar á fyrirlestur hans 1879 um Háttatal Snorra. Hver skilur nú? Á tvöföldun (= að tvöfalda samhljóðandann, þar sem hann er einfaldur) að vera hið sama sem að rita tvöfaldan eptir uppruna?Ef svo er, þá er það nýr vottur þess, hversu djúpsæ þekking þeirra er í íslenzkunni. En þótt K. G. hefði einfaldan samhljóðanda í Háttatali, er það nokkur sönnun fyrir því, að hann hafi viljað láta rita svo nú á dögum? Nei, nei. En með þessari tilvísun sinni sýna ritstjórarnir eigi einungis fáfræði, heldur lfka ósvífni að bera hrein ósannindi á borð fyrir almenning í þeim efnum, sem hver maður getur sann- fært sig um hvað rjett sje. Við fyrirlestra sína um hin fornu kvæði mun K. G. hafa haft fyrir sjer prentaðar bækur, og eptir því sem ráðið verður af hinum prentuðu fyrir- lestrum hans, hefur hann aldrei talað neitt um stafsetninguna í þessum fyrirlestrum sín- um; en einmitt f fyrirlestrum sínum um Hátta- talið hefur hann beinlínis leiðijett ritháttinn í nokkrum orðum og ritað þar tvöfaldan sam- hljóðanda undan hinum þriðja, þar sem svo á að vera eptir upprunanum, enda þótt hann sje z) = verið hendingar. 2) Hann ritar það á dönsku, en jeg set það hjer á íslenzku. einfaldur í Sn.—Ed. prentaðri 1848. Jeg skal nú telja upp öll þau orð í Háttatali, þar sem nokkur spurning gæti verið um, að rita tvöfaldan samhljóðanda undan hinum þriðja, og eru þau þessi í fyr- irlestrunum: 14. vísa: breiðfeld og 76. — hríðfeld 48. v. auðkendar, 63. — kendi — — rendi 93. — hrest Þannig eru þessi tvö orð einnig prentuð í Sn. — E. 1848; en K. G. bætir við um breið- feld: „Hvis breið- felld, saa part. præt. af fella “. þannig lfka f Sn. — E. 1848. Á hinn bóginn: 38. v. hepþnar, en hefnar prentað 1848. Þessi þrjú orð í Sn. — E. 1848: rendi kent, fenta. 64. — renndi) kennt > fennta J 80. —allt',} eins prentað 1848. Og þá er auðsjeð, að K. G. hefur tvö- faldað samhljóðandann á undan hinum þriðja á 4. stöðum, þar sem hann er prentaður ein- faldur 1848; en hvers vegna hann hafi eigi haft samhljóðandann tvöfaldan á hinum stöð- unum, hirði jeg eigi að fræða ritstjóranaum; enda mundi það verða árangurslaust, að reyna að koma þeim í skilning um það. En þetta er Ijóst dæmi þess, hversu mikils þeir meta sannleikann, þar sem þeir skírskota til þeirr- ar bókar, þar sem hver og einn getur sjeð að þeir fara með ósannindi. Ef þetta er eigi ósvífni, hvað er þá ósvffni"? Og ef ræða skal um rithátt K. G. í þvf efni í nýrri ís- lenzku, þá hjelt hann til dánardægurs fastvið þá reglu, að rita tvöfaldan samhljóðanda samkvæmt uppruna, og ritaði aldrei öðruvísi. Rjett í því jeg var að enda svar mitt til „ísafoldar", sem hjer fer á undan, er mjer fært 57. blaðið þ. á., og það er svo sem auðvitað, að ritstjórarnir verða þar að senda mjer vinsamlega kveðju sína. En svo lítið gjöri jeg eigi úr mjer, að jeg fari að svara öðru eins bulli, eins og þessi kveðja er, enda hef jeg þegar svarað ósannindunum f þess- ari kveðju. En jeg verð að biðja ritstjórana að taka það eigi illa upp fyrir mjer, að jeg er eigi sá lausagopi eða flysjungur, að jeg hafi enga sannfæringu eða hafi sína skoð- unina hvern daginn ástæðulaust. Stafsetn- ingin f Fjölni 1837 getur hjer til engra greina komið, enda 6annar hún næsta lítið blaðamönnunum í vil, heldur þvert á móti. 24.—9.—98. H. Kr. Friðriksson. Andstæði. Ég kom þreyttur heim til mín, því ég var búinn að rápa um bæinn í Ketútvegum til Jóns Þórðarsonar kaupmanns uppi á Banka- stígnum, og það veit hamingjan að hann er brattur enn, þrátt fyrir dugnað bæjarstjorn- arinnar, og svo hafði ég runnið víðar — svo ég sagði við Helgu að hún skyldi hressa mig á kaffibolla — ég get ekki verið að neyta mér um kaffi, þó Fjallkonan hafi ný- lega ráðið frá því — kannske maður eigi loksins að fara að drekka seyði af gorkúlum eða gamburmosa, — jæja, ég varð að bíða nokkuð eftir kaffinu og gekk að teikniborð- inu mínu — þar lá þá ísafold frá 21. sept- ember 1898, og blasti við mér fyrirsögnin: „Vestur-íslenzki gesturinn" með feitum stöf- um. Ég hafði áður rekið augun í þetta og sagt, hvaða bölvað bull þetta væri; það væri nóg ef eitthvað kæmi frá Ameríku, þá væri það hafið til skýjanna með hljómandi lofdellu og Einar gengi bezt fram í þvf að hringja þessari bjöllu. Þenna dóm lagði ég á rit- gjörðina, án þess að lesa hana, ég lagði á hana sama sleggjudóm og lagður hefir verið á Göngu-Hrólfsrímur og Biblíuljóðin — því ég tek Göngu-Hrólfsrímur fullkomlega til jafns við Blblíuljóðin eða jafnvel meir, því þær af- baka Biblíuna ekki hið minsta — það er að segja: ég dæmdi ritgjörðina svona ólesna. Nú nú, ég var að bíða eftir kaffinu og fór óvart að lesa ritgjörðina um prestinn. Mér fór þá eins og fleirum, sem hafa snúizt af því að rannsaka það sem þeir ekki höfðu skeytt neitt um áður: mér snérist hugur. Ég fann að ekki einungis var ritgjörðin vel rituð og stíluð — því Einar er með stílfær- ustu mönnum nú, en þeir eru orðnir sjald- gæfir hér meðal skólagenginna manna, — heldur einnig fann ég að. sá myndi vera merkilegur maður, sem þetta væri ritað um, ég gleðst ætíð af því að finna gimstein í sorpinu, þá sjaldan það verður, Ég fer ekki hér út í ritgjörðina, því hver getur lesið hana, sem vill, en það er deginum ljósara og hún ber sjálf með sér, að hún er ekkert oflof, hún er sjaldgæfur vottur um það, sem sjald- an ber við í mannlífinu, ljósgeisli f myrkr- inu, og hún gaf mér tilefni til ýmissa hugs- ana. Ég hugsaði þá: Hvernig hefði þessi maður fengið annað eins verksvið her a landi? Hvernig hefðu menn hér teikð undir hans tilraunir? Hvaða upphvatningu mundi hann hafa fengið hér í sínu stríði? Upp á þessar spurningar þarf engin svör, þjoð vor hefir gefið þau hvað eftir annað og gef- ur þau dags daglega. Sá varð endirinn á, að ég lagði rit- gjörðina frá mér og var miklu ánægðari en áður; ég þakkaði guði í huga mínum fyrir það að hann hefði látið Einar rita þetta, og gladdist af að geta haft vit a meta það og finna að ég var „ekki vitlausari en áður". Nú nú, ekki kom kaffið, ég varð hálfergilegur og rak um leið ölnbogann í eitthvað hart — það var þá tímarit bók- menntfélagsins. — Pálmi hafði lánað mér tvo seinustu árgangana, þvf ég er ekki lengur í félaginu, og held ég þeim þar hafi ekki þótt amalegt að losast við mig — þá varð fyrir mér hin tvískifta ritgjörð Gríms um Platon og Aristoteles. Ég er oft vanur að lesa aftur á bak eins og fjandinn les bibl- íuna (þetta gerði Goethe líka oft, en ég hefi ekki apað það eftir honum) — ég las þá fyrst neðanmálsgreinina á bls. 65 í sfðara heftinu; þar sem stendur: „Ritnefnd Tíma- ritsins treystir sér eigi til að dæma um vfs- indalegt gildi þessarar ritgjörðar" og seinna: „Með samþykki hlutaðeiganda hefir hún ver- ið stytt talsvert, til þess að hún yrði eigi of löng fyrir Tfmaritið. Hinni einkennilegu stafsetningu höfundarins er haldið ó- breyttri". Mér þótti merkilegt að sjá að ritnefndin, með tvcimur kandidötum í mál- fræði, báðum með »philologicum magnum" á bakinu, skyldi þarna gera þá »Fallist erklæring« að segja opinberlega, að hún sé ekki fær um að dæma um vísindalegt gildi ritgjörðarinnar, því að Grími ólöstuðum þá þarf ekki philologiskan kandidat til þess að sjá að ritgjörðin hefir mjög lítið vfsindalegt gildi, enda hefir Grímur hvergi sagt neitt um að hann ætlaðist til að hún væri svo dæmd. Það er lafhægt að rita svona um hvað eina, sem ótal ritgjörðir hafa verið samdar um áður og þar sem úir af þýðingum. Það sem mest er í varið, eru orð Grfms um ágaet? hinna grísku fornrita. Mikið efamál er það hvort ritnefndin hefði hleypt slfkri ritgjörð að, hefði hún verið eftir einhvern annan — ég tala nú ekki um ef ég hefði samið hana. Þá segir ritnefndin, að hún hafi stytt ritgjörð- ina talsvert: hvað heflr verið tekið úr henni? Kannske, og líklega ýmislegt sem höfundin- um hefir þótt árfðandi. Með öðrum orðum; ritnefndin hefur skemt ritjörðina — þvf hverj- ir eru þessir hlutaðeigendur ? Eru það menn sem höfðu vit á að dæma um ritgjörðina? Það er léleg viðbára, að hún hefði orðið of löng fyrir Tímaritið; þvf það hefði verið hægt að skifta henni niður í fleiri hefti; enda munu fáir verða til að lesa hana. Þá segir ritnefndin, að „hinni einkennilegu stafsetn- ingu höfundarins sé haldið obreyttri", en þetta leyfi ég mér að efa, þvi varla mun Grímur hafa ritað ö á einum stað og svo 0 á öðrurn stað, í sama orðinu, og öll ritgjörð- in er rammvitlaus að stafsetningunni til, og heíði ritnefndin átt að vera svo ærleg að kannast við og kunngjöra opinberlega, að hún hafi i° ekkert vit haft á ritgjörðinni og 2° að hún hafi alls ekki lesið hana áður en hún (ritgjörðin) var prentuð. Þar að auki er margt við ritgjörðina sem leynir ser ekki, svo sem það að þar er engin „Kritik", heldur er allt tekið gott og gilt sem eignað hefur ver- ið Aristoteles, þótt menn séu gengnir úr skugga um að hann eigi ekki einn staf í því (t. a. m, Rhettorica ad Alexandrum; Problemata eru einnig álitin sem samsafn eftir ýmsa höfunda, þó að Aristoteles kannske eigi eitthvað í þeim), Náttúrufræð- innar er varla getið, enn þótt hún væri ann- ar aðalhlutinn af verkum Aristoteles; þar sem stendur á bls. 47 um Pygmæana, þá hefði ritnefndin átt að setja í neðanmálsgrein að Grikkir höfðu nasasjón af þessari dvergþjóð löngu fyrir daga Aristoteles, því þeir eru þegar nefndir hjá Hómer. En annars hafa málfræðingar og heimspekingar þvl nær ekkert farið út ( náttúrufræðisrit Aristoteles, af því fæstir þeirra hafa verið náttúrufróðir Annars er skemtilegt að lesa þessar ritgjörð-

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.