Dagskrá

Issue

Dagskrá - 01.10.1898, Page 4

Dagskrá - 01.10.1898, Page 4
44 Reykjavíkin kom frá Borgarnesi og með henni séra Einar Friðgeirsson á Borg, Stefán Kristjánsson stud. theok, Ingólfur Gíslason stúd. med chir. ofl. Sunnudagur. Suðaustanstormur allan daginn og oftast regn. Fjögur ensk fiskiskip komu hér inn á höfn, og keyptu Reykjavíkurbúar af þeim töluvert af fiski fyrir lítið verð. Séra Jónas A. Sigurðsson frá Ameríku prédikaði f dómkirkjunni kl. 5. síðd. og hélt ágæta ræðu. Skáiholt fór vestur um land með nokkra farþega, sfðustu ferðina á þessu ári. Mánudagur. Ofsaveður á suðaustan. Sleit upp á höfninni enskt fiskiskip sem rakst á annað íslenzkt og braut af því bugspjótið. Áður en langt ræki tókst þó að hita upp gufuvél- ina og hlaust því ekki meira tjón af. Kom seglskip til Fichers rerzlunar með olíu. Skipið heitir „Hermod*. Þann 26. vildi það slys til að gömul kona Björg Þórðardóttír tengdamóðir Mark- úsar Bjarnasonar skipstjóra datt ofan stiga og braut báða handleggi og skaðaði sig eigi alllítið á höfði svo blóðið spýttist úr eyrum hennar. Þriðjudagur. Stillilogn og bezta veður frá morgni til kvelds. Ensk botnvörpuskip lágu 6 á höfninni og voru nokkrir enskir sjómenn í landi. Ekki var laust við að nokkuð væri róstusamt af þeirra völdum hér í borginni um kveldið og ekki hættulaust að koma inn á veitinga- hús þar sem þeir voru. Einn þeirra ætlaði að snoppunga félaga sinn niður á póstbryggju, en höggið lenti á Islenzkum manni sem þar var staddur; hann lét sér ekki bylt við verða, heldur borgaði honum í sömu mynt og það svo rækilega að hann hrökk á sjó út svo aðrir urðuaðbjarga honum frá drukknun. Miðvikudagur. T ’"ður gott, logn og regnlítið. m_ L veló 3 fór »Vestac héðan til Hafn- a og með henni fóru: Einar Benediktsson í flutningsmaður (til Englands), Jón Jóns- son cand. phil. (frá Ráðagerði), Helgi Jóns- son grasafræðingur, Guðm. Sch. Thorstein- son kaupmaður, Páll Torfason frá Flateyri og unnusta hans, séra Jónas A. Sigurðsson frá Ameríku, Hanson mannvirkjafræðingur frá Berh'n, F. N. Brinch danskur vitafræð- ingur, Halldór Steinsson cand. med., Guðm. Guðmundsson cand. med., Magnús Magnús- son skipstjóri, Þorgeir Þórðarson (frá Neðra- Hálsi), ungfrú Þórdýs Helgadóttir, Jórunn Guðmundsdóttir saumakona, Ingólfur Sigurðs- son bakari, margir verkamenn Balds bygginga- meistara, fáeinir Englendingar, o. s. frv. Good-Templara-stúkan „Bifröst" nr, 43, liéit samsæti til að kveðja einn meðlim sinn, verzlunarmann Einar G. Þórðarson, sem nú fer suður í Keflavík að kenna börnum í vetur. Flmtudagur. Gott veður deyfa um morguninn en þurt seinni part dagsins. Aðfaranótt fimtudags kom »Hólar« aust- an um land og með honum komu á 3. hundrað farþega, flest kaupafólk, fáeinir skóla- piltar og ennfremur Magnús Magnússon leikfimiskennari (frá Cambridge), Pétur Þor- steinsson stud. theol., Th. Th. Mýrmann kaupmaður (frá Stöðvarfirði) o. fl. „Reykjavíkin' fór upp í Borgarnes og meó henni: Sig Júl. Jóhannesson ritstjóri, (í þeim tilgangi að stofna Good-Templara- stúku þar efra), Kristján Jónasson verzlunar- maður, frú séra Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka, Ditlev Thomsen consul (til Akra- ness) o, fl. Að norðan komu um 500 fjár til slátr- unar. Föstudagur. Ágætt veður allan daginn, hægur and- vari á austan, sólskinslaust. »Reykjavíkin< kom frá Borgarnesi og með henni fjöldi farþega, þar á meðal: séra Gísli Einarsson (frá Hvammi), prófastur og alþingismaður Jón Jónsson (frá Stafafelli í Lóni), kom úr gullbrúðkaupi foreldra sinna á Melum í Hrútafirði, Einar Helgason garð- yrkjufræðingur, ofan frá Hvítárvöllum, Sig- urjón Jónsson stud. med. & chir., Andrés Féldsted stud. med. & chir., Kristján Jónas- son verzlunarmaður og Ditlev Thomsen consul (frá Akranesi;) enn fremur fjöldi skóla- pilta úr Skagafjarðar-, Húnavatns-, Stranda-, Dala- og Borgarfjarðarsýslum. Friðrik Friðriksson st«d. theol. hélt fyr- irlestur að vanda í Framfarafélagshúsinu og var þar svo fult að ekki komst fyrir. TILSÖLU er ágæt og lítið brúkuð (4 tónuð) ,Harmonika\ fyrir tvo þriðjunga verðs. Sömuleiðis: 2 ágætar, óbrúkaðar 01 í u k á p u r fyrir mjög vægt verð. Nánar í Prentsmiðju Dagskrár. Gott vasaÚF er til sölu fyrir hálf- virði í peningum. Guðmundur Þorsteinsson, prentari vísar á. Slitföt úr fallegu vaðmáli eru til sölu, og má borgast í innskrift. Guðmundur Þorsteinsson, prentari vísar á. HeRBERGI til leigu fyrir einhleypa. Guð- mundur Þorsteinsson, prentari vísar á. Góð LÓÐ undir hús er til sölu. Guðm- mundur Þorsteinsson, prentari vísar á. KORN- MÖLUNARKVÖRN er til sölu fyrir væga borgun. Nánar í Prentsmiðju Dagskrár. FINNUR FINNSSON hefir lofað nokkrum sveitabændum að selja fyrir þá í haust valið fé, slátrað, og óskar því að heiðraðir bæjarbúar sýni honum þá velvild, að kaupa af honum, svo að viðskifti þessi geti gengið sem greiðast og bezt. Hann er að hitta á Laugavegi 29 (í húsi Bjarna skipstj. Elíassonar). Fæði, húsnæði og þjónustu selur frú Sig- ríður Eggerz í Glasgow. Nýfluttur til íslands er hinn heimsfræRÍ Iitur Omnicolor tilbúinn af efnafræðisverkstofu Baumanns í Kassel. Festist ekkí við hendunar, heíu engin eituð efni og upplitun á sjer ekki stað. Hefur þegar við fyrstu reynslu fengið bestu meðmæli. 20 litartegundir. — pakkinn kostar 35 aura og fylgja iitunarreglur á íslensku. Einkaútsölu fyrir ísland hefur Gunnar Eímfssoh. Tjarnargötu 1. Reykjavlk. SUNDMAGI kaupist Rvik. 27. júlf 1898. Gunnar Einarsson. Tjarnargötu 1. Framsókn; kvennablað sem gefið er út á Seyðisfirði at Sigríði Þorsteinsdóttur og Ingibjörgu Skafta- dóttur, kemur út einu sinni í mánuði, kostar eina krónu. Blaðið er bæði fróðlegt og skemtilegt og vandað að öllu leyti. Útsölu hefir Sig. Júl. Jóhannesson. Nýtt rit. Hvíldardagur drottins og helgi- hald hans fyr og nú. Plptir David 0stlund. 47 bls. í kápu. Verð: 25 au. Til sölu hiá höfundinum og bóksölunum. Kandissykur í kössum fæst með bezta verði hjá M. Johannesen Aðalstræti 12. Atvinnu við innanbæjarstörf á góðu heimili getur liðleg stúlka fengið vetrarlangt. Ritstjóri vísar á. Tvö herbergi eru til leigu fyrir einhleipa menn a ágætum stað í bænum.Ritstj. vísar á. Skilvindan ,Alfa Colibri\ Hlutatjelagið „Separator" í Stokkhólmi sem hefur fyrir einka umboðsmann fyrir Dan- mörku og Island, maskínuverslun Fr. Creutz- berg í Khöfn, hefur á markaðinum, sem kunn- ugt er, skilvindu, með nafni því sem stendur hjer fyrir ofan. Skilvindan hefur hina sömu ágætu eiginlegleika sem einkennir hinarstóru skilvindur frá þessari verksmiðja, og sem nú eru eingóngu notaðar við smjörgjörð í Dan- mörku, sem er svo nafnfræg fyrir smjörgjörð, og smátt og smátt verða vjelar þesser ein- göngu notaðar um allan heim. Vjelin út- heimtar svo lítinn vinnukrapt að börn gfita aðskilið rjómann frá nýmjólkinni. Ofannefnd verksmiðja »Separator< hefir búið til og afhent hjer um bil 150,000 skil- vindur og hafa þær á sýningum heimsins fengið 450 gullmedalíur og fyrsta flokks heið- urslaun. Með því að nota skilvinduna »Alfa Col- ibrí«, munu menn í strjálbyggðum hjeruðum, er sem ekki er hægt að hafa stórar vjelar í fjelagsskap, vegna fjarlægðar milli bæjanna, hafa sama gagn af mjólkinni eins og hin stóru mjólkurhús (Mejeri). Á íslandi eru vjelar þessar ómissandi. Með því að snúa sjer til undirskrifaðs fæst skilvindan Alfa Colibri send fragtfrat á hverja höfn sem vera skal á Islandi. Verðið er 150 kr. Á »Svía-strokknum« („Svea«. Kernan) hefi jeg einkasölu til íslands. Verð Nr. 1. 15. kr. Nr. 2. 25. kr. Nr. 3. 35 kr. Verð- listi með mynd sendur hingað hverjum sem óskar. Jakob Gunnlögsson. Kjöbenhavn. K. Fineste kandinavisk Export Kaffe Sorrogat, F. Hjort & Co. Kjöbenhavn K. Lífsábyrgöarfjelagið „8TAR“ Skrifstofa fjelagsins Skólavörðustíg M 11 er opin hvern virkan dag frá 11—2 og 4—5 Bindindismannadrykkurinn ,Chika‘, er ljúffengur og fínn svaladrykkur. »Chika« er ekki meðal þeirra drykkja sem meðlimum tórstúku Danmerkur af N. I. O. G. T. er bannað að drekka. Martin Jensen, Kjöbenhavn. Umboðsmaður fyrir ísland: F. Hjorth & Co. Lesið! Þeir, sem kynnu að hafa að láni bækur frá mér, eru vinsamlega beðnir að skila þeim sem allra fyrst. R.vík. 24/9—98. Jóhannes Jónsson. 1.0. G.T. Stúkan .BIFRÖS T‘. M 43 heldur * fundi sína hvert miðvikudagskveld kl. 8 í Good-Templarahúsinu. Nýir meðlimir velkomnir, æðri sem lægri. Inntökugjald er: 2 kr. fyrir hvern karlmann eldri en 18 ára, en 1 kr, fyrir hvern kvennmann og drengi frá 12—18 ára. A hverjum fundi er skemtandi og fræð- andi umtalsefni. FYRIRLESUTR um opinbcr- unarbókina heldur David Ostlund, í Good- Templarahúsinu á sunnudaginn kl. 61h síðd. præcis. Aðgangur að eins með miðum er fást hjá D. Ostlund og í afgreiðslustofu ísafoldar. Undrakrossinn. Utdráttur af „Laufskálahátíðin" eptir FritzWerner. .... Þegar Eifik hafði lokið frásögu sinn' tók hinn ríki verksmiðjueigandi Fried- lænder til máls: Herrar mínir, jeg finn það skyldu mína að stuðla til þess að sannleikur- inn sje viðurkenndur; því jeg hef líka tekið eptir hinum undursamlegu áhrifum Voltakross- ins. Þjer vitið allir hvernig jeg í mörg ár þjáðist af taugaveiklun og brúkaði meðul, tók böð og leitaði margskonar lækninga, en allt árangurslaust. Svo var mjer ráðlagt að bera Voltakrossinn og — jeg var frelsaður og heilbrigður. En þetta urðu ekki einu afleið- ingarnar. Jeg keypti nefnil. fleiri Voltakrossa til þess að reyna verkanir hans á ýmsa menn sem jeg hafði saman við að sælda. Jeg gaf mínum gamla dyraverði einn krossinn og hafði hann alla þá tíð, sem jeg hafði þekkt , hann, þjáðst mikið af gigtveiki. Eptir fáa daga sagði hann mjer, frá sjer numinn gleði, að sársaukarnir væru horfnir. Annan kross gaf jeg einum af skrifurum mínum, sem var mjög blóðlítill og áður en 14 dagar voru liðnir var hann alveg heilbrigður. Svo vanr. ung stúlka í verksmiðju minni, sem þjáðist mjög af bleiksótt og tauguveiklun. Jeg kenndi í brjósti um vesalings stúlkuna, sem var að vinna fyrir gamalli móður sinni, gaf henni þessvegna Voltakrossinn og hafði hún tæp- lega borið hann 6 vikur áður en hún varð alveg frísk, og þannig hef jeg næstliðið á útbýtt ekki minna en 30 Voltakrossum til skrifstofu- og verksmiðju- fólks míns og hef haft mikla ánægju af því. Það er sannnefnd- ur töfrasproti fyrir alla sem þjást og enga hjálp hafa getað fundið. Hver ekta kross á að vera stimplaður á öskjunum. Kejserlig kgl. Patent ella ónnýt eptirlíking. Voltakross professor Heskiers kostar 1 kr. 50 au. hver og fæst á eptir- fylgjandi stöðum; í Reykjavík hjá hr. kaupm. Birni Kristjánssyni —------------— Gunn. Einarssyni Á Dýrafirði--------— N. Chr. Gram. ísafirði hjá hr. kaupm. - Skagastr.--------— - Eyjafirði--------— - Húsavík--------- - Raufarhöfn------ - Seyðisfirði----- Skúla Thoroddsen F. H. Berndsen Gránufjelaginu Sigfúsi Jónssyni. Sigv. Þorsteinss J. A. Jakobssyni Sveini Einarssyni C. Wathne S. Stefánssyni Gránufjelaginu Fr. Wathne Fr. Möller. - Reyðarfirði---- - Eskifirði------ Einkaútsölu fyrir ísland og Færeyjar hefur stórkaupmaður Jakob Gunnlögsson, Cort Adelersgade 4 Köbenhavn K. — Ábyrgðarmaður: Sig- Júi. Jóhannesson, cand. phil.. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.