Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 08.10.1898, Blaðsíða 2

Dagskrá - 08.10.1898, Blaðsíða 2
46 Búfræðis- Og búnaðarbálkur. ii. Jarðvegurinn og jurtalífið. Jarðvegurinn er tilorðinn af moldar- og mælmingarefnum. Kuldinn, hitinn, vatnið, j'oklarnir og loftsefnin hafa smátt og smátt mulið berg og kletta í leir, sand, vi'ól og grjót. Eru undirlög jarðvegs- ins einkum mynduð af þessum jarðefn- um. Efsta jarðvegslagið, (matjörðin svo kallaða) er mest megnis mynd- að af fúnum jurtaleifum, mold og torf- efnum. Hinir ýmsu eiginleikar jarðvegsins, bæði þeir „fýsisku og kemisku“ fara að mestu leyti eftir blöndunar hlutföllum þessara áminstu jarðefna, hvað mikið er af hverju fyrir sig, og í hvaða ásig- komulagi þau eru. Þannig er t. a. m. sá jarðvegur laus og of þur, og alloft- ast ófrjósamur, sem er mestmegnis mynd- aður af sandi. Þó fer það og aftur eft- ir því, hvað sandurinn er smágerður og af hvaða bergtegundum hann er kom- inn. Sandjörð, sem er mynduð af smá kornóttum sandi, er betur löguð til not- kunar en önnur, sem er stórkornótt, því hún hefir meiri hárpípukraft og heldur betur í sér uppleystum efnum. Sama er að segja um leirjörðina. Eftir þvf sem meira er af sandi saman við leir- inn eftir því er jarðtegundin frjósam- ari og heppilegri bústaður fyrir jurtirnar. Bezt af öllu er að þessi jarðefni séu sem mest blönduð saman. Þegar því dæma á um, hvort ein eða önnur jarð- tegund sé frjósöm eða heppileg til not- kunar, verður vel að athuga hina „mek- anisku" blöndun jarðvegsins, þ. e. hve mikið er af sandi, leir, mold og torfi, og svo ásigkomulág hvers þessa jarð- efnis fyrir sig, og er svo jarðvegurinn eftir þvínefndur: sandj'órð, leirj'órð, mold- jórð Og torfj'órð. Hver þessara jarð- tegunda er því sem næst ónýt, og ein út affyrir sig ónýt til ræktunar. Þegarþær blandast saman, meira eða minna, eru þær ágætar. Svokemurogtilálits hárpípu- kraftur jarðvegsins. Er það mikils varð- andi eiginleiki, að hann hafi mikinn hár- pípukraft. En það er mest undir sam- blöndun hinna áður nefndu jarðtegunda komið og ásigkomulagi þeirra, hvortjörð- in verður hagkvæm til ræktunar. Sú jörð, sem mikinn hárpípukraft hefir, þorn- ar sjaldan til mikils skaða í þurkum. Og sú jörð fær einnig meiri hárpípukraft við framræslu. Það ætti að vera föst regla að gagn- ræsa alla þá jörð, sem er þétt, leir- og rnoldtnikil, og hefir djúpan jarðveg, enda þótt um tún sé að ræða, sem oft- ast nær þó eru þur á yfirborðinu. Þótt yfirborð jarðarinnar sje þurt, þá getur of mikið vatn verið í honum neðar, sé hann djúpur, einkum og sér í lagi sé undirlagið þétt. Þegar nú þess er gætt, að mikill hiti bindst við burt gufun vatns- ins.þá erþað ljóst að þess meiri hiti eyð ist frájurtagróðrinum.sem vatnið erlengur að síga burtu úr jarðveginum. Þar sem nú halli er lítill og jörð að meira eða minna leyti þett, þarf vatnið langan tíma til þess að sígjast niður í gegnum und- irlagið eða til annara lægri liggjandi staða. Eh sé jörðin ræst með hæfilegu millibili (8—io faðm. millibili og 3-—4 feta djúpum skurðum) þá sígur vatnið á einum eða tveimur dögum burtu úr jarðv. í skurðina og flytja þeir það svo í burtu. Sjálfsagt er að hafa fremur lokræsi en opna skurði í þeirri jörð, sem á að rækta fyllilega, (tún eðamat- jurtagarða) því bæði er það að lok- ræsi eru varanlegri, séu þau rétt gerð, og svo er hægra að vinna að jörðinni á eftir og lokræsi taka ekkert af land- inu, sem opnir skurðir gera, Harðbalatún, eða þau sem grunn- an jarðveg hafa, líða alloftast af raka- leysi á sumrum, og spretta þar afleið- andi ver en ella. Aftur á móti er of- mikið vatn í jarðveginum á láglendum túnum, eða þar sem jarðv. er þéttur og djúpur, marga daga, og jafnvel vikum saman á eftir rigningum. Hið lausa vatn sem jörðin ekki getur hald- ið með hárpípukrafti sínum, þarf að leiðast jafnóðum burt og það gerir það í ræstum jarðvegi. Það sannar ekki neitt þótt tún alla jafna spretti vel, ef á þau er borið. Enginn, mér vitan- lega, hefir ræst tún sitt, og þvf ekki fengið neinrt samanburð á gagnræstu landi og óræstu, eða illa ræstu, sem miklu verra er en allsendis óræst, nema ef til vill í forarmýrum, að því leyti að hægra er að heyja þar. Sumir eru hræddir við að gagn- ræsa jörð vegna þess að hún kunni að þorna um of. En slíkt er ástæðulaust. í þurkatíð þornar framræst jörð aldrei eins og sú sem er það af náttúr- unni, eða hefir þornað án framræslu og kemu'r það af því, sem hér að fram- an var tekið fram, sem sé, að ræst jörð hefði meiri hárpípukraft, en sú sem er óræst, dregur því ræst jörð meira vatn tll sín frá jarðgrunninum, og sömuleiðis meira frá andrúmsloftinu af „loptrakavatninu". Þess ber ennfremur að gæta, að ræst jörð hefir ekki í sér skaðleg efni; þau hverfa fljótt úr þeim jarðvegi sem gagnræstur er, fyrir áhrif loftsinsí honum, þótt þau áður hafi verið þar tilfinnan- lega mikil. Á meðan að allar holur jarðvegsins eru fullar af vatni, kemst lftið af lofti um hann, og fara þá litl- ar, eða jafnvel engar gagnlegar efna- breytingar fram í honum, heldur einungis hinar, sem miður heppilegar eru fyrir vöxt og viðgang jurtanna. Athugasemd: Hr. ritstjóril I hina góðgjarnlegu frásögn í blaði yðar af erindi því, er ég flutti á út- breiðslufundi stúkunnar „HIín“ mánu- dagskveldið 19. þ. m., hefir misskiln- ingur nokkur slæðst inn. Það hefir komið til orðs, að þessi ræða mín verði prentuð í heilu lagi hér á landi áður en mjög langt líður, og þess vegna þykir mér ekki þörf á neinum leiðrétt- ingum að þessu sinni. p. t. Reykjavík 28. sept. 1898. Með níikilli virðingu og vinsemd. Jónas A. Sigurðsson. Úr bréfi til Dagskrár, undan Eyjafjöllum. „ . . . Af síðustu blöðum Dagskrár sé ég, að þér eruð búinn að taka við ritstjórn hennar og óska ég yður vegs og virðingar og blaðinu góðrar fram- tíðar í yðar höndum, og ég er yður þakklátur fyrir þá ytirlýsingu, sem þér gefið um skoðun yðar á okkar marg- umtalaða stjórnarbótarmáli, því ég vona að sú stefna, sem Dagskrá o. fl. hafa fylgt hingað til í því máli, vinni sigur að lokum, svo framarlega sem altir íslenzkir pingmenn gjörast ekki leik- soppar í höndum hinnar dönsku stjórn- ar, eins og mönnum vírtist brydda á, á síðasta þingi. En það er vonandi að þeim þingmönnum fækki við næstu kosningar, sem eru svo sljófskygnir að kalla það hvítt, sem svart er, einsognærri lá að þeir Valtýsliðar gjörðu á síðasta þingi. ..." Gríska og latína. Frakkneskur maður, Jules Lemaítre sem er heimsfrægur rithöfundur og rit- dómari, berst nú með hnúum og hnefum fyrir afnámi grísku og latínu. Fyrst reit hann um það allmargar greinar í blaðið Figaro, sem urðu til þess að hver ritfær maður í Paris tók sér penna í hönd, ýmist til þess að taka í sama strenginn eða til þess að andmæla Lemaítre. Mynduðust þannig tveir harðsnúnir flokk- ar, en liðfleiri voru þeir miklu, er héldu fram afnámi gömlu málanna. Lemaítre lét sér ekki nægja að rita um þetta efni, heldur stefndi hann mönnum til fundar og hélt fyrirlestur um það, sem var svo fjölsóttur að undrum sætti. Sýndi Lemaitre greinilega fram á það, að þótt nauðsynleg hefði verið kennsla í gömlu málunum fyr á tímum t. d. þegar látínan var næstum alheims mál, þá væri nú öðru máli að gegna, þegar önnur mál væru komin í staðinn, sem sjálfsagt væri að kenna. Hann gat þess að ekki væri ráð að binda sig svo við liðna tímann fremur í þessu en öðru, að sjálfsagt þætti að halda uppi kredd- um hans af vana, Flestir höfundarnir fornu sagði hann að væru þýddir á nýju málin, og þar gætu menn lesið þá; það væri miklu nær að læra „praktisku- málin" nokkurn veginn, en að eyða mörgum árum til þess að læra að beygja rosa, rosa, rosam, rosae, rosae, rosa, rosae, rosae, rosas, rosarum, rosis o. s. frv. sem flestir lærðu utan að eins og þulu og gleymdu jafnskjótt og þeir hefðu yfirgefið skólana, af þeirri einföldu ástæðu að þeir hefðu þess aldrei nokkur not. Þetta mál er ofarlega á dagskrá víðar en í Frakklandi, og víst er það, að marg- ir hyggja sama hér á landi. Þótt ein- stöku menn haldi enn dauðahaldi í görnlu málin og þyki sjálfsagt að eyða þriðja parti af skólatíð sinni til þeirra.þá munuþeir samt fleiri,sem álíta að nýju málin ættu að sitja í fyrirrúmi fyrir þeim. Tambs Lyche. Kringsjá getur þess að hvervetna streymi að viðurkenningar um það, hversu mjög Tambs Lyche sé saknað um all- an hinn mentaða heim. Kringsjá ber- ast ótal greinir og kvæði, er sýna það Þess er getið, að ekki sé hægt að birta það sökum rúmleysis, og kemst ritsjórn- in þannig að orði: „Kringsjá hefir ekki rúm til þess, að taka upp neitt af því, en þó skal hér prentað eitt erindi úr ágætu kvæði á íslenzku eftir skáldið Guðmund Friðjónsson Með pósti hverjum líf og ljós um löndin sendir þú, og sýndir kreddu: kærleikann, en klerki: von og trú, í glöðum huga gekst þú kring með góðra þinga val — með lýsigull í karlsins kot og kongsins hallarsal. Er það mikill heiður fyrir oss að þessa unga íslenzka skálds er getið fremur en allra annara, er sent hafa Kringsjá sakn. aðarorð eftir Tambs Lyche, annaðhvort í bundnu eða óbundnu máli — Svona eru sumir íslenzku alþýðumennirnir metnir úti í heimí, af þeim, sem vit hafa á, þótt þeir séu kallaðir fífl og froðu- snakkar heima. Það er fleira metið í hinum sannmentuðu löndum heimsins en gríska og latína. Ferðapistlar. Eftir Sig.Júl. Jóhannesson. IV. Klukkan 61/2 að kveldi hins 16. komum við til ísafjarðar, höfuðstaðar vesturlands. Mig hafði lengi langað til að koma þangað. Eins og fleiri góðir menn hafði ég með áhuga fylgt Skúla- málinu forðum og fengið þá hugmynd um ísfirðinga að þeir væru öðruvísi en aðrir menn; þeir væru harðsnúnari og meiri fyrir sér og líkari íslendingum hinum fornu, en nú eru menn alment. Ég hafði í hyggju að halda þar bind- indisfyrirlestur ef tíminn leyfði, og skýra það fyrir mönnum, hvað Good-Templar- reglan hefði til síns ágætis fram yfir önnur bindindisfélög; en ég hafði einn- ig heyrt að ísfirðingar hefðu ilt auga á henni og vildu ógjarna eða jafnvel alls ekki snúa því bindindisfélagi, sem þar er, upp í Good-Templarstúku. Ég þóttist því eiga það víst að fá óvæg mótmæli ef til kæmi, og bjóst við öllu. Það sem mér var sagt að einkumværi haft á móti Good-Templarreglunni þar, var það að hún heimilaði kvennfólki að vera í bindindi, en það teldu menn óhæfu. Ég hefi aitaf verið þeiriar skoðunar að kvennfólkið ynni jafnvel meira gagn en við karlmennirnir í því máli, og þótti því þetta næsta skrítin skoðun. Loksins frétti ég þó við hvað hún hafði að styðjast. Fyrir nokkrum árum var þar Good- Templarstúka er féJl niður. Sqgðu mér það kunnugir menn að dans og aðrar skemtanir hefðu gengið þar svo fram úr öllu hófi að það hefði verið talin stór ókostur á hverju vinnuhjúi, ef það hefði verið í Good-Templarafélag- inu, því allur sunnudagurinn og síðari hluti laugardags hefði þá farið til skemt- unar. Húsmæðurnar hefðu því beðið hamingjuna að forða vinnukonunum sínum frá Good-Templarfélaginu og bændurnir beðið þann neðsta og, versta að takavið vinnumönnunumefþeir gengju í það. Þetta sýnir það hversu hægt er að leiða jafnvel beztu og göfögustu mál afvega, ef mist er sjónar á því, sem göfugt er við þau og gott, en eitthvað annað sett í þess stað eða tekið fram yfir það. Ekki fannst mér eins mikið um byggingarnar á ísafirði og ég hafði gjört mér hugmynd um. Húsin eru flest lítil, örfá tvílyft og standa óreglu- lega. Þó eru þar nokkur hús alllag- leg. Fiskverkunarvélar Ásgeirs kaup- manns eru mjög stórkostlegar og bera langt af öllu því er ég hafði áður séð í þeirri grein; en sökum þess að þeim hefir áður verið lýst allrækilega á prenti, sleppi ég því hér. I kirkjugarðinum eru allstórkostlcgir og fagrir minnis- varðar. Á einum stað voru þar grafin 6 systkin ung, er öll höfðu dáið á ör- stuttum tíma og móðir þeirra, er dáið hafði rétt á eftir. Það var áhrifamik- ið að skoða það leiði. Tíg heimsótti bindindisbróður minn Stefán Runólfsson ritsjóra. Sagði hann mér greinilega alt það, er ég spurði hann um. Er hann einkar áhugarmik-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.