Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 08.10.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 08.10.1898, Blaðsíða 1
Dagskrá hemur út á hverj- um laugardegi, kostar 3,75 (erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. október. Afgreiðsla og skrifstofa er í Tjarnargötu 1, opin hvern virkan dag kl. 11 —12 og 4—5 síðd. III. 12. Xil minnis. Bœjarstjórnai-fundir 1. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Bátœkranefndar-fundir 2. og4. Fmtd. í mán., kl. 5 siðd. Bomgripasafnid opið- Mvkd. og Ld. kl. 11 12 árdegis. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 síðdegis. — Bankastjóri við kl. ii1/*— 1V2. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. Landsbókasafnid'. Lestrarsalur opinn dagl. kl. 12—2 síðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til kl. 3 siðd. — Útlán sömu daga. Ndttúrugripasafnid (í Glasgow) opið á sunnu- dögum kl. 2—3 síðd. Söfnunarsjóðurinn opinn í barnaskólanum gamla kl. 5—6 síðdegis 1, Mánud. í hv. mánuði. Fastir fundir í Good-Templarhúsinu. »LLltn«- Mánud. kl, 8 síðd. »Verðandh Þriðjud. - — ■tíBifrösU Miððv.d. - — t>Einingin« Fimtudag - — David Ðstlund Sunnud. kl. 6V4 síðd. Bindindtsfélag ísl. kvenna; 1. föstudag hvers mánaðar kl. 8V2 síðd. Barnaguðspjónusta hvern dag kl. 10 árd. Fastir fundir í Framfarafélagshúsinu. Fundir L'ramfarafélagsms á hverjum sunnu- degi. kl. 4 síðd. Til allra auglýsenda Dagskrá tekur auglýsingar fyr- ir það verð sem hér segir: Hverja línu með meginmálsletri (Corp- us), ef minna er auglýst en / þumlung- ur 10 aura. Hvern þumlung, alt upp að5 þuml. 70 a. Hvernþuml. ef augl er 5—10 þuml. 60 aura. og sé auglýst meira en tíu þuml. þá 50 a. og þar að auki afslátt ef oft er aug. lýst. Þetta er svo lágt auglýsingagjald, að allir ættu að sjá sér hag í því að aug- lýsa í Dagskrá, þar sem það erþriðj- ungi ódýrara en í sumum hinum blöðunum og jafnvel meira. Þakkarávörp verða tekin fyrir sama verð. Skólapiltar! ef ykkur vantar bækur, þá komið til mín;ég hefi til sölu töluvert af flestum skólabókum fyrir alla bekki skólans, með ágætu verði. Sig. Júl. Jóhannesson. Islendingasögur (nýjasta útgáfa), það sem út hefir komið af þeim til 1896, í kápu og Fornaldars. Norðurlanda í góðu bandi, eru til sölu fyrir mjög lágt verð. Ritstjóri vísar á. . Bindindismannadrykkurinn ,Chika‘, er ljúffengur og fínn svaladrykkur. — »Chika« er ekki meðal þeirra drykkja sem meðlimum Stórstúku Danmerkur af N. I. O. G. T. er bannað að drekka. Martin Jensen, Kjöbenhavn. Umboðsmaður fyrir ísland: F. Hjorth & Co. Reykjavík, laugardaginn 8. október. 1898. JÓHANN JÓHANNE8S0N. SKÓSMIÐUR selur allskonar skófatnað fyrir mjög lágt verð. Jóliann Jóhannesson hefir ekki annað en vandaða vöru að bjóða. Jóhann Jóliannessonereini skósmiðurinn í öllum Skagafirði. Jóhann Jóhannesson býr á Sauðárkróki. Norðlendingarl ef þérþurfið að kaupa skó ög viljið fá þá fallega, sterka og ódýra þá komið til JÓHANNS JÓHANNESSONAR. falleg herbergi í ný- bygðu husi,fásttil leigu með eða án húsbunaðar. Ritstjóri vísar á. Fineste Skandinavisk Export Kaffe Sorrogat, F. Hjort & Co. Kjöbenhavn K. Lífsábyrgðarfélagið ,8TAR‘, Skrifstofa félagsins Skólavörðustíg JW 11 ,er opin hvern virkan dag frá II—2 Og 4—5- Fallegasta blaðið, l h| (barnablað með ÆOÍaAIN myndum) er fallegasta blaðið á Islandi. ÆSK- AN er gefin út af Stór-Stúku ís- lands (I. O. G. T.). Ritstjóri ÆSK- UNNAR er* Síg. Júl. Jóhannesson. c'and. phil. Annar árgangur ÆSK- UNNAR byrjar í október. ÆSKAN er með mörgum ljómandi fallegum myndum. ÆSKAN flytur sögur, kvæði, skrítlur, spakmæli, fræði- greinir, gátur o. fl. o. fl. ÆSKAN kostar 1 kr. 20 au. utan Rvkur, í Rvk. 1. kr. Munið eftir að panta ÆSK- UNA i tíma hjá afgreiðsiumanni hennar: Þorv. Þorvarðarsyni prentara, Þingholtsstræti. 4 Rvik. Island. Þar sem á stjörnuheiðum himinboga, við hálfan mána dansa norðurljós og flétta’ í blómakransa rós við rós og reifa hirpinhvelið björtum loga, þar, sem þau gylla grænan ís á sæ og geislastöfum rita hvitan snæ, þar er mín fósturjörð með fjöll og voga. En hafið fagra segir henni sögur, það syngur stundum róleg vögguljóð, en oft það fellir tár af miklum móð á móðurlandsins bjarta fannakögur, og fossahörpur fósturjörð mín á, er frelsisþrá og beiskum gráti ná, af strengjum þeim hún laðar ljóðin fögur. Þeir djúpu hreimar berast bláum klettum, er beygja yfir fossinn höfuð sín; — á iðukastið eygló fögur skín og úðinn liðast til í geislafléttum. — En fram á bergið fylkist vættaher, í fagurbláum kuflum skarinn er og krýndur höfuðdjásnum, kristalsettum. Þeir beygja allir höfuð sín og hlýða á hreiminn djúpa: »Kæru börn mín þér, sem vitið hversu ég er brjóstabér, Æ! breiðið á mig skykkju græna’ og fríða, þá hitnar mér, en hitann, sem ég á og hlotnast, skulu börn mín aftur fá og rentur eftir því sem árin líða“. „Og rentur eftir því sem árin. líða“ frá öllum hömrum kveður bergmál við það hverfur loks í fossins fagra nið og flýr á burtu út í geiminn víða, en hetjuskarinn ijúfi lyftir þá þeim ljósu kristalsdjásnum höfðum frá og hrópar: „Lifi fósturjörðin fríða". Jóhann Sigurjónsson. Vistarbandið. Rvervetna að heyrast raddir um það, að landbúnaðurinn sé í hnignun, bændur vanti vinnukraft til þess að reka búnaðinn nógu rækilega; eða rétt- ara sagt, þá vanti fé tii þess að geta haldið fólk, og þetta er alloft kent því að visiarbandið sé leyst. Menn segja að af því stafi ýmisleg óregla; það sé til þess að ala upp letingja og landeyð- ur, sem liggi uppi á bændum og eyði fé þeirra, án þess að vinna nokk- urt ærlegt verk og án þess að borga nokkurn eyri. Menn segja að leysing vistarbandsins sé því §por í öfuga átt, eitt stig til afturfara, og sumir vildu helzt að hún v*ri sem fyrst úr lögum numin. Hér skal ekki dæmt um það, hvort þeir inenn hafa rétt fyrir sér, sem halda því fram að leysing vistarbands- ins leiði til leti og ómensku, sé til nið- urdreps fyrir land og lýð; en það er óhætt að fullyrða, að ef svo er, þá hiýtur það að vera bændum sjálíum að kenna að miklu leyti. Það er ekki nóg að biðja um lög án þess að gjöra sér grein fyrir afleiðingum þeirra. Vist- arbandsleysingin hlaut auðsælega að hafa það í för með sér, að bændur yrðu að selja lausamönnum allan greiða gegn sanngjarnri borgun, en ekki að gefa þeim hann. Ef það er satt að þetta frelsi sébændum til þyngsla, þá er það þeim sjálfum að kenna. En þótt svo sé að ekki sé tekið tillit til þess, hvað nýjar venjur óhjakvæmilega heimta til þess að þær verði að fullum notum, þá er það ekki rétti vegurinn að kasta þeim frá sér fyrir þá sök og dæma þær til dauða, án frekari reynslu eða tilrauna. Ég býst við að allir við- urkenni það rétt að vistarbandið, hafi verið óeðlilegt haft á persónulegu frelsi vinnulýðsins á íslandi, að allir séu fædd- ir með þeim réttindum að mega leita sér atvinnu, hvar sem þeir geta og hvern- ig sem þeir geta, á allan ærlegan og sómasamlegan hátt, og að það sé hart að svifta þá þessum rétti. En menn segja að landið og þjóðin hafi betra af því yfir höfuð og því sé nauðugur einn kostur að hafa það ráðið; það beri fremur að líta á hag lands og þjóðar, en einstakramanna/eðastétta.vinnulyður- inn verði að fara á mis við þenna rétt til þess að þjóðinni geti iiðið bet- ur, og þessir menn hafa rétt fyrir sér að sumu leyti, eða'frá sérstöku sjónar- miði. Þeir hafa rétt fyrir sér frá því sjónarmiði, að ekkert beri að meta rétt eða tilfinningar einstaklingsins; félags- heildin eigi að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu. F.n markmið þeirra eins og ann- ara er auðvitað það, að allri þjoðinni líði vel, líði sem bezt, og þeir halda að það fáist með þessu móti, en það er misreiknað. Ekkert þjóðfélag hefir náð því takmarki, sem það hlýtur að keppa að fyr en öllum stéttum og meira að segja öllum einstaklingum þess líður svo vel sem hægt er, að því er skipu- lag þess snertir. Á meðan að það sér ekki önnur ráð til heilla sér en þau að ræna einstaklingsfrelsinu, á meðan er það skamt á veg komið. Ef ég sker mig í litlafingurinn, þá er ég ekki heil- brigður, ef minnsti limur þjóðlíkamans er veikur eða vantar eitthvað af þeim þægindum eða því frelsi; sem hann á heimting á, þá líður honum ekki vel. Þótt vistarbandsleysingin, hafi ef til vill, komið til leiðar nokkrum rugl- ingi, þá er ekki þar með sannað að hyggi- legt sé að afnema hana aftur. Það er ekki eina ráðið þegar eitthvað hefir mistekist í fyrstu, að hætta við það fyrir tult og alt, heldur að leita að öðr- um og réttari leiðum. Ef þeirri reglu hefði alment verið fylgt í heiminum og væri fylgt enn, þá stæðum vér feti aft- ar í framfaralegu tilliti; þá væri mann- kynið ekki komið eins langt áleiðis og það þó er. Vistarbandið — þrælahaldið á ís- landi — á aldrei að komast á aftur og það verður aldrei; en bændur eiga að fara hyggilegar að ráði sínu, þeir eiga að selja lausafólkinu allan greiða, og lausafólkið þarf að verða samvizku- samara, það á ekki að geta fengið það af sér að liggja uppi á fátækum bænd- um, án þess að láta nokkuð í té á móti. Þegar þannið lagað jafnvægi kemst á — og það verður innan skamms — þá sannast það, að vistarbandsleysingin verður til mestu blessunar og heilla fyrir land og lyð; þá sannast það að hún leiðir í ljós krafta, sem ekki komu fram áður, hún vekur kapp og áhuga, því baráttan fyrir lífinu hefir miklu meiri og betri áhrif á frjálsa menn en þræla. Frjálsir menn eiga það mest undir dugnaði sínum og fram- kvæmdum, hvort þeimlíðurvel eða illa, hvort þeir bera mikið eða lítið úr být- um og það gjörir þá hugsandi og fram- takssama, en þrælum er gjarnt að vinna líkt og dýr, hugsunarlaust. Vér höf- um nóg af mönnum, sem eru eins og dauðar vélár í höndum annara og vér ættum heldur að reyna til þess að fækka þeim en fjölga.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.