Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 08.10.1898, Blaðsíða 4

Dagskrá - 08.10.1898, Blaðsíða 4
46 olíu; það heitir Aldebaran, 276 amá- lestir að stærð; skipstjóri Hansson. Komu io menn af Miðnesi, erskip- ið Aldebaran bjargaði og flutti hingað. Þeirjætluðu að vitja um fugl í Eldey, en urðu að snúa aftur vegna brims og voru aðfram komnir af þreytu og sjó- volki þegar Hanson skipstjóri bjargaði þeim, og þar að auki viltir. Annað skip ætlaði einnig út í Eldey, en það náði landi í Höfnum um nóttina. Miðvikudagur. Logn og bezta veður frá morgni til kvelds. Ungfrú Guðrún Vigfúsdóttir frá Ási í Rangárvallasýslu og hr. Páll bú- fræðingur Stefánsson frá Ásólfsstöðum í Árnessýslu, voru gefin saman í hjóan- band hér í bænum. Merkiskonan Halldóra Eggertsdótt- ir, sem andaðist 28. f. m. var jarðsett. Hún var tengdamóðir Stefáns Egilsson- ar múrara. Flmtudagur. Lyngt og bezta veður allan dag- inn, en enginn þurkur. Margt fé skorið og selt víðsvegar í bænum og sumstaðar rækilega gætt skrælingjaháttarins gamla, að smámurka lífið úr því í stað þess að skera það fljótt. Annars ætti hálsskurður ekki að tíðkast lengur, og er vonandi að ekki bíði langt þangað til hann.verður bann- aður, að viðlagðri hegningu. Ttyrjað að prenta í nýju prcntvélimii, er Jón ritstjóri Ólaítson heflr keypt og sett niður í póststofunni gömlu. Fðstudagur. Stórviðri á austan meginhluta dags- ins, en þurt. Ungfrú Ólafía Jóhannsdóttir sagði frá ferðum sínum síðastliðið ár til Ame- ríku, í Good-Templarahúsinu. Aðgangur kostaði 15 aura og var húsfyllir. Hún skýrði einkum frá því, hversu mikiðhr. I’ratt hefði gjört til þess að menna og menta Indiána og hversu mikið hon- um hefði orðið ágengt. Ef til vill verð ur hér síðar minnst á skóla þann, er hann hefir stofnað í því skyni. Druknanir. Unglingspiltur, Ingólfur Jónsson að nafni, frá Hömrum í Haukadal, druknaði 15 seft. í Hauka- dalsá. 7 ■ seft. fórst bátur á Skagafirði með 5 mönnum, er allir druknuðu. Formað- ur var Rögnvaldur Rögnvaldsson, mesti efnismaður. Prestsvígsla fer að líkindum fram í dómkirkjunni á miðvikudaginn; mun þá verða vígður prestaskólakandídat Sigtryggur Guðlaugs- son, sem er skipaður til þess að þjóna Þór- oddstað í Köldukinn og Presthólum, og ef til vill fleiri. Það er sjaldgæft að prestvígslur fari fram á rúmhelgum dög- um, mun það vera í annað skifti hér á landi. Prinsinn af Monako. Mildar og margar sögur ganga nú um það að, Hvítárvallabaroninn Boallou muni vera prinsinn af Monako. Hvað menn hafa fyrir sér í því, er ekki hægt að segja, og enginn veit hvaðan þær fregnir eða tilgátur hafa fyrst komið, Jón sagði Gróu, Halla sagði Jóni, Gestur sagði Höllu, Sigríður sagði Gesti, og lengra verður ekki rakið. Hver veit nema það komi nú upp úr kaflnu að þetta sé sattf f Halldór Oddsson. formaður. Druknaði í fiskiróðri frá Akranesi í júlí 1898, Undir nafni unnustu haus og barna. Ég horfði ljósa loftið á, ég leit þar dimmleitt ský — mér fannst það anda á mig kalt og ei var golan hlý — hún lagðist innst í hjartað inn. sem andar nákalt haust, og loftið var mér leitt og þungt, og lífið gleðilaust. Því þetta dimma drunga ský með dauðans boði fór, það byrgði unað anda míns, er æstist brim og sjór. Sá báru kaldan féll í faðm, sem fyr svo kær mér var, og enginn vekur aftur nú það alt, er hvílir þar. Með hverju má ég huggast nú, þú hjartans vinur minn, sem varst mér altaf örugg stoð með arminn sterka þinn! Jeg felli tár, og fæ þó ei þá fornu vakið tíð, er okkur skein hin sama sól og sumargleðin blíð. í tíu ár hann trúr mér var og tryggur hjá mér bjó, og börnin syrgja blíð og smá því bölið dauðinn hjó. Þú ert nú þar sem eymdin á sér óðul ekki nein, þó dauðinn kveði kólguljóð við kaldan unnarstein. B. G. Dagskrá Nú kemur .Dagskrá* út í því broti, er hún verður í framvegis. Hún er töluvert minni eins og menn sjá, en á leturmergðinni munar það ekki eins miklu. Dagskrá kostar þrjár krónur, sjö- tíu og fimm aura. Dagskrá hefir fengið lofun á fróð- legum og ljörugum pistlum frá ýmsum góðum mönnum úti um land. Dagskrá heflr pantað mörg útlend blöð og tímarit til þess að geta flutt fljótt og greinilega útlendar fréttir og fróðleik. Dagskrá hefir feng'ð loiun á kvæð- um við og við frá ungum, efnilegum skáldum, og það vonast ég til að ís- lendingar kunni að virða. Dagskrá flytur skáldsögur bæði þýddar og frumsamdar, Dagskrá segir greinilegar fréttir úr höfuðstaðnum, en hin blöðin. Dagskrá verður fróðlegust og skemtilegust allra blaðanna. Nýir kaupendur geta fenglð blað- ið frá upphafi fyrir ekkert, svo lengi sem það endist. Lesiöl-wa Maður, sem talar og ritar ensku, veitir tilsögn í henni fyrir væga borg- un. Ritstj. vísar á. TiL kaups er falleg kvíga að fyrsta kálfi, jólabær. Borgunarskilmál- ar góðir. Sig. Þórólfsson vísar á selj- anda. T.L KAUPS EÐALEIGUósk- ast borð, helzt skrifborð. Sömuleiðis óskast til kaups eða leigu rúm með dýnum. Sig. Þórólfsson vísar á kaup- anda. IVENNSLA : Undirritaður tek- ur að sér að kenna börnum og fullorðn- um flcstar hinar almennu námsgreinar. Kennslutíminn síðdegis. Rvík. 7. okt. 1898. Sigurður Jónsson. kennari. SUNDMAGA kaupir Gunnar Einarsson. Tjarnargötu 1. Framsókn; kvennablað, sem gefið er út á Seyðis- firði af Sigríði Þorsteinsdóttur og Ingi- björgu Skafta-dóttur, kemur út einu sinni í mánuði, kostar eina krónu. Blaðið er bæði fróðlegt og skemtilegt og vandað að öllu leyti. Útsölu hefir Sig. Júl. Jóhannesson. Lesið! Þeir, sem kynnu að hafa að láni bækur frá mér, eru vinsamlega beðnir að skila þeim sem allra fyrst. R.vík. 24/9—98. Jóhannes Jónsson. I.O.G.T. Stúkan , B I F R Ö S T‘. 43 held- ur fundi sína hvert miðvikudagskveld kl. 8 í Good-Templarahúsinu. Nýir meðlimir velkomnir, æðri sem lægri. Inntökugjald er : 2 kr. fyrir hvern karlmann eldri en 18 ára, en 1 kr. fyrir hvern kvennmann og drengi frá 12—18 ára. A hverjum fundi er skemtandi og fræðandi umtalsefni. Eitt hepbergi með öllu til- heyrandi er til leigu á ágætum stað í bænum. Ristjóri vísár á. AfjÖG ÓDÝRA KENNSLU í dönsku og þýzku veitir skólapiltur. Ritstj. vísar á. Skilvindan ,Alfa Colibri4. Hlutatjelagið „Separator" í Stokk- hólmi sem hefur fyrir einka umboðs- mann fyrir Danmörku og Island, mask- ínuverslun Fr. Creutzberg í Khöfn, hefir á markaðinum, sem kunnugt er, skil- vindu, með nafni því sem stendur hér fyrir ofan. Skilvindan hefir hina sömu ágætu eiginlegleika sem einkennir hin- ar stóru skilvindur frá þessari verks- miðja, og sem nú eru eing'óngu notaðar við smjörgjörð í Danmörku, sem er svo nafnfræg fyrir smjörgjörð, og smátt og smátt verða vjelar þessar eingöngu notaðar um allan heim. Vjelin útheimt- ar svo lítinn vinnukrapt að börn geta aðskilið rjómann frá nýmjólkinni. Ofannefnd verksmiðja »Separator« hefir búið til og afhent hjer um bil 150,000 skilvindur og hafa þær á sýn- ingum heimsins fengið 450 gullmedalí- ur og fyrsta flokks heiðurslaun. Með því að nota skilvinduna »Alfa Coibri«, munu menn í strjálbyggðum hjeruðum, er sem ekki er hægt að hafa stórar vjelar í félagsskap, vegna fjar- lægðar milli bæjanna, hafa sama gagn af mjólkinni eins og hin stóru mjólkur- hús (Mejeri). Á íslandi eru vjelar þess- ar ómissandi. Með því* að snúa sér til undirskrifaðs fæst skilvindan Alfa Colibri send fragtfrítt á hverja höfn sem vera skal á Islandi. Verðið er i5okr. Á »Svía-strokknum« („Svea« Kern- an) hefi ég einkasölu til íslands. Verð Nr. 1. 15. kr. Nr. 2. 25. kr. Nr. 3. 35 kr. Verðlisti með mynd sendur hing- að hverjum sem óskar. Jakob Gunnlögsson. Kjöbenhavn. K. Gott vasaÚF er til sölu fyrir hálfvirði í peningum. Ritstjóri vísar á. Slitföt úr fallegu vaðmáli eru til sölu.og mega borgast í innskrift. Rit- stjóri vísar á. HeRBERGI til leigu fyrir einhleypa. Ritstjóri vísar á. Góð LÓÐ undir hús er til sölu. Ritstjóri vísar á. Fæðl, húsnæði og þjónustu selur frú Sigríður Eggerz í Glasgow. Nýfluttur til íslands er hinn heimsfrægi litur Omnicolor tilbúinn af efnafræðisverkstöfu Baumanns í Kassel. Festist ekki við hendunar, hefurengin eitruð efni og upplitun á sjer ekki stað Hefur þegar við fyrstu reynslu fengið bestu meðmæli. 20 litartegundir. — pakkinn kostar 35 aura og fylgja litunarreglur á íslensku. Einkaútsölu fyrir ísland hefur Gunnar Einarsson. Tjarnargötu 1. Reykjavík. Þeir, sem vilja læra ensku í vet- ur, ættu að koma sem fyrst til Magn- úsar Magnússonar Vinaminni. Heima 4—5. e. h. Utgefandi: Félag ©itt í Reykjavík. Abyrgðarm.: Sifij. JÚl. Jóhann089On, cand. þhil. J

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.