Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 22.10.1898, Blaðsíða 4

Dagskrá - 22.10.1898, Blaðsíða 4
frá heimilum sínum daginn sem talið var, hafi verið taldir tvisvar. Fólkstala í helztu kaupstöðum landSÍnS, var eftir skýrslam prestanna 3‘/i2 1890. 31/12 1896 Vestm.eyjar ... — 3H- — 238. Eyrarbakki ... — 596. — 666. Keflavík .... — 241. — 37<5. Hafnarfirði ... — 616. — 538. Reykjavík .... — 3706. — 4282. Akranes — 622. — 719. Ólafsvík — 219. — 334- Stykkishólmi... — 236. — 290. ísafirði — 822. — 932- Sauðárkrók ... — 179. — 225. Ak.eyri óg Odde. — 605. — 838. Húsavík — 124. — 267. Seyðisfirði .... — 377- — 596. Eskifirði — 190. — 208. í öllum kaupstöð- nmálandinuvoru: — 9758. — 12494. Dagbók Reykjavíkur. Laugardagur. Logn og glaða sólskin. Kl. V2II árd. lagði „Thyra“ af stað vestur um land áleiðis t!l Hafnar og má þetta vel verða hennar síðasta ferð hér um slóðir, jþví að í ráði mun vera að hafa hér nýtt og vandað skip í förum í stað hennar. Með „Thyra" tóku sér far: ritstjórarnir stud. med. & chir. Sig. Júl. Jóhannesson og Stefán Runólfsson, báðir til ísafjarðar, hefir Stefán dvalið hér um 4 daga, en Sigurður ætlar að stofna Good-Templ- arastúku á ísafirði, sem hann undirbjó á ferð sinni í sumar; , ennfremur séra Sigtryggur Guðlaugsson til Akureyrar, cand. jur. Marino Havstein til Ísaíjarð- ar, Scheving læknir með konu til Stykk- ialiOÍUlS o. tl. Gufubáturinn „Reykjavíkin" kom frá Keflavík, síðustu ferð sína hér um Flóann á þessu hausti; með henni komu: Björn kaupm. Guðmundsson, Jón al- þingism. Jakobsson og Kristján Jónas- arson verzlunaragent. Sjómannafélagið „Báran" hélt stóra tombólu til eflingar styrktarsjóð sínum; var þar spilað á horn, sem nú virðist orðið nauðsýnilegt á öllum tombólum hér í bæ. Sjómannaskólinn var settur í hinu nýja húsi skólans; það er allsnoturt liús, en ekki svo stórt sem skyldi og mun vera þröngt fyrir þá, yfir ýonem- endur sem þar eru nú. Sunnudagur. Logn og sólskin. í barnaguðsþjónustu k!. 10. árd. prédikaði cand. theol. Halldór Jóns- son frá Ármóti og komust færri þar að en reyndu. Davíð Östlund trúboði talaði kl. V27 í Iðnaðarmannahúsinu. Og var þar húsfyllir; aðgöngumiðar gefnir. „Báran" hélt síðari hluta tombólu sinnar með hornablæstri. Kom seglskip með salt til Eyþórs- verzlunar. Gufuskipið „Hengest" fór upp á .Akranes að sækja sauði. 9± Um kveldið kom gufubáturinn „Oddur" af Eyrarbakka og hafði með- ferðis vörur úr Keflavfk. Mánudagur. Sama góðviðrið, í nótt hefir verið töluvert frost. Landsyfirréttardómar: Franz Zimsen gegn Jóni Breiðtjörð og Kristján Sig- urðsson gegn Magnúsi Sölfasyni; undir- dómarnir staðfestir. Fór Reykjavíkin kl. V25 af stað til Noregs (Mandal), eptir góða frammi- stöðu hér í sumar. Kom seglskip með salt til Eyþórs- verzlunar. Oddur fór fermdur til Hafnafjarðar; á að Hggja þar í vetur. X»riflj udagur. Logn, lítið sólskin, töluvert frost. í dag er landshöfðingi vor 62 ára gamall, bankastjóri Tr. Gunnarsson 63 og Jón Þorvaldsson cand. phil. 34 og var hér fáni uppi á flestum stöngum, en hornaflokkurinn spilaði góða stund í landshöfðingjagarðinum. Á annað þúsund fjár kom austan úr sveitum, sem á að fara með „Heng- est". Uppboð hjá lyfjabúðinni á tómum kössum, járndunkum o. fl. „Hengest" kom um kveldið með liðug 2000 fjár frá Akranesi. Mlðvikudagur. Austan andvari, frost. Kl. V2ii árd. var Larnaskólinn nýji vígður og settur með mikilli við- höfn. Héldu þar ræður: skólastjóri Morten Hansen, prófastur Jóhann Þor- kelsson og bæjarfógeti Halldór Dan- íelsson. Þar var sungið kvæði eftir Steingr. Thorsteinsson. Var þar saman komin múgur og margmenni. Barnaskólahúsið er stórt og snot- urt að innan, en hefir kostað ærna fé. ------------------ ----% Kom timburskip til Björns kaup- manns Guðmundssonar. Fór »Hengest« út með fjárfarm. Flmtudagur. Logn og frost, lítið sólskin. Uppboð á vefnaðarvöru hjá H. Clausen. Kom garðyrkjum. Einar Helga- son austan frá Þingvöllum; hefir hann verið þar að undirbúa svæði til skóg- ræktunar, og á að byrja að vori að gróðursetja þar tré. Landbúnaðarfélag- ið danska hefur lagt fé til þessa fyrir- tækis fyrir forgöngu capt. Rydes og væri vel farið að það heppnaðist. Föatudagur. Austan andvari, skýjaður himinn, él í morguu, en rigning síðari hluta dags. Framhald á uppboði hjá Clausen. V innustofa Jóns Guðjónssonar 40. Vesturgötu 40. Þar er allskonar skófatnaður gjörð- ur og sniðinn eftir máli; ekkert útlent. Efni er alt mjög vandað og viðskifti fljót og greið. Sem sönnun fyrir því, að þar sé vel unnið, skal þess getið, að einungis vinna þar útlærðir sveinar, enginn viðvaningur. Verð mjög lágt. NB. Þar er seldur stígvélaáburður sem aldrei hefir flutst hingað áður (Everetts Premier Creams). Það er rjómi, og heldur hann stígvélunum símjúkum. Þenna áburð ættu menn að reyna. Þar eru korksólastígv'el með nýju lagi og betra en hér hefir áður þekst. Ég hefi skoðað efni það sem herra Jón Guðjónsson vinnur úr og er það einkarvandað. Sömuleiðis get ég vott- að skófatnaði frá honum er mjög hrósað af þeim, sem reynt hafa. Sig. Júl. Jóhannesson. Góð LÓÐ undir hús er til sölu. Ritstjóri vísar á. Fæðl, húsnæði og þjónustu selur frú Sigríður Eggerz í Glasgow. Takið eftir! Fornaldars. Norðurlanda í góðu bandi, eru til sölu með mjög vægu verði. Ritstjóri vísar á. falleg herbergi í ný~ bygðu husi.fásttil leigu með eða án húsbunaðar. Ritstjóri vísar á.__________ Lífsábyrgðarfélagið ,STAR‘. Skrifstofa félagsins Skólavörðustíg M 11,er opin hvern virkan dag frá 11—2 og 4—5; Fineste Skandinavisk Export KafTe Sorrogat, F. Hjort & Co. Kjöbenhavn K. Bindindismannadrykkurinn ,Chika‘, er ljúfíengur og fínn svaladrykkur. — »Chika« er ekki meðal þeirra drykkja sem meðlimum Stórstúku Danmerkur af N. I. O. G. T. er bannað að drekka. Martin Jensen, Kjöbenhavn. Umboðsmaður fyrir Island: F. Hjorth.&Co. Framsókn; kvennablað, sem gefið er út á Seyðis- firði af Sigríði Þorsteinsdóttur og Ingi- björgu Skafta-dóttur, kemur út einu sinni í mánuði, kostar eina krónu. Blaðið er bæði fróðlegt og skemtilegt og vandað að öllu leyti. Útsölu hefir Sig. Júl. Jóhannesson. Yfirfrakki nokkuð brúkaður, er til sölu fyrir hálfvirði. Guðm. prentari Þorsteinsson, vísar á seljanda. þeir, sem vilja Iæra ensku í vet- ur, ættu að koma sem fyrst til Magn- úsar Magnússonar Yinaminni. Heima 4—5. e. h. I.O.G.T. Stúkan ,B I F R Ö S T‘. M 43 held- ur fundi sína hvert miðvikudagskveld kl. 8 í Good-Templarahúsinu. Nýir meðlimir velkomnir, æðri sem lægri. Inntökugjald er: 2 kr. fyrir hvern karlmann eldri en 18 ára, en 1 kr. fyrir hvern kvennmann og drengi frá 12—18 ára. A hverjum fundi er skemtandi og fræðandi umtalsefni. Skilvindan ,Alfa Colibri1, Hlutatjelagið „Separator" í Stokk- hólmi sem hefur fyrir einka umboðs- mann fyrir Danmörku og Island, mask- ínuverslun Fr. Creutzberg í Khöfn, hefir á markaðinum, sem kunnugt er, skil- vindu, með nafni því sem stendur hér fyrir ofan. Skilvindan hefir hina sömu ágætu elginlegleika sem einkennir hin- r stóru skilvindur frá þessari verks- miðja, og sem nú eru eing'óngu notaðar við smjörgjörð í Danmörku, sem er svo nafnfræg fyrir smjörgjörð, og smátt og smátt verða vjelar þessar eingöngu notaðar um allan heim. Vjelin útheimt- ar svo lítinn vinnukrapt að börn geta aðskilið rjómann frá nýmjólkinni. Ofannefnd verksmiðja »Separator« hefir búið til og afhent hjer um bil 150,000 skilvindur og hafa þær á sýn- ingum heimsins fengið 450 gullmedalí- ur og fyrsta flokks heiðurslaun. t Með því að nota skilvinduna »Alfa Coibri*, munu menn í strjálbyggðum hjeruðum, er sem ekki er hægt að hafa stórar vjelar í félagsskap, vegna fjar- lægðar milli bæjanna, hafa sama gagn af mjólkinni eins og hin stóru mjólkur- hús (Mejeri). Á íslandi eru vjelar þess- ar ómissandi. Með því að snúa sér til undirskrifaðs fæst skilvindan Alfa Colibri send fragtfrítt á hverja höfn sem vera skal á íslandi. Verðið er isokr. Á »Svía-strokknum« („Svea« Kern-. an) hefi ég einkasölu til íslands. Verð Nr. 1. 15. kr. Nr. 2. 25. kr. Nr. 3. 35 kr. Verðlisti með mynd sendur hing- að hverjum sem óskar. Jakob Gunnlögsson. Kjöbenhavn. K. Slitföt úr fallegu vaðmáli eru til sölu.og mega borgast í innskrift. Rit- stjóri vísar á. HeRBERGI til leigu fyrir einhleypa. Ritstjóri vísar á. Eitt lierbergi með öllu til- heyrandi er til leigu á ágætum stað í bænum. Ristjóri vísár á. A.ENN sl a ; Undirritaður tek- ur að sér að kenna börnum og fullorðn- um flcstar hinar almennu námsgreinar. Kennslutíminn síðdegis. Rvík. 7. okt. 1898. Sigurður Jónsson. kennari. IMLjög ódýra kennslu í dönsku og þýzku veitir skólapiltur. Ritstj. vísar á. Útgefandi: Félag eltt I Reykjavik. Abrgðarm.: Sig. Júl. Jóhanne9Son, cand. þhil. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.