Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 22.10.1898, Blaðsíða 3

Dagskrá - 22.10.1898, Blaðsíða 3
57 menn „bandingja" og má nærri geta, hvílíkar kvalir það hljóta að vera fyrir fuglinn, að vera þannig bundinn þangað til hann deyr úr kulda oghungri og mikið að enn skuli vera til menn sem geta fengið af sér að hafa slíka grimd í frammi. Þessi ósiður mun reyndar vera að leggjast niður, sem betur fer, en hann hefir tíðkast til skamms tíma. og er ekki alveg úr sögunni enn. Drangey er mjög einkennileg að lögun; alt í kring eru þverhnýftir hamrar, af- arháir, en uppi er eyjan grasivaxin og er beitt þangað fé úr landi; öðru meg- in er drangur einn hár og mjór, þráð beinn í loft upp^, og nokkurn spöl frá eyjunni og segja menn að svo hafi einnig verið hinum megin. Gömul þjóðsaga segir, að eyjan og drangarnir séu þannig tilkomin, að karl nokkur og kerling hans hafi verið á ferð með kú á næturþeli. Það voru tröll. En sökum þess að þau urðu of sein á sér, og sólin kom upp fyrri en þau næðu heim til sín, varð þá alt að steini. Kýrin er eyjan, en drangarnir eru karl og kerl- ing; hann teymir en hún rekur á eftir. Þegar maður fer fram hjá Drangey, getur maður naumast annað en hlegið að þessari sögu, en hins vegar hljóta einnig að vakna alvarlegar og angur- blíðar tilfinningar í hjarta hvers manns, þegar hann hugsar út í það, að þarna var Grettir, atgjörfismaðurinn mikli, sem ef til vill hefir haft mesta hæfileika allra íslenzkra manna, en sem gæfan hafði gjörsamlega snúið við bakinu. Það sannaðist bezt á honum, að ekki er sama gæfa og gjörfileiki. Á Sauðárkróki er fremur fagurt; snotrar byggingar og lagleg húsaskip- un. Kirkjan er ljómandi fögur, en ekki stór. Við fórum þar upp í turninn sáum þaðan yfir allan kaupstaðinn og tókum mynd af honum eins ogöllum þeim stöðumer okkur þótti nokkurs um vert. Kirkjugarðurinn er uppi á háu kasti fyrir ofan bæinn og liggur þang- að gata gjörð með mörgum krókum. Á Sauðárkróki er verzlun, sem Gránufélagið á; er það hlutafélag og eign norðlenzkra bænda. Félagið byrj- aði þar, en er nú komið um alt norð- urland og kveða menn það hafa kom- ið miklu góðu til leiðar, en skuldugt er sagt að það sé. Á Sauðárkróki voru segl notuð á uppskipunarbátum og hefi ég hvergi séð það annarstaðar. — Þar er einhver öflugasta Good-Templarastúka á land- inu, næst Reykjavíkurstúkunum, enda er presturinn, séra Árni Björnsson, einkar áhugamikill og dugandi Templar. Félagið hefir átt nokkurri mót- spyrnu að mæta þar, síðan það var stofnað, og er það, ef til vill, ein ástæða fyrir því, hversu fast Templarar fylgja fram sínu máli, því stríð kveikir áhuga og kapp og án þess er ekki sigurs að vænta. Þeir hafa bygt sér þar einkar snoturt hús og haganlegt, það er þannig gjört að í þvf er laust þil sem velta má til og frá á hjólum,, þannig, að fundarsalurinn verði svo lít- ill sem minn vilja. Þegar leiknir eru þar sjónleikir er þili þessu velt nokkuð fram eftir húsinu. Það er á hjörum um miðjuna og má því leggja út af efri partinn, þannig að hann gangi upp að húsgaflinum, myndast þá leik- pallur og undir honum lítið herbergi til þess að klæða í leikendurna. — Þegar við komum til Siglufjarðar var hávaða stormur, og ætlaði ekki að ganga greitt að komast f land, því þar var lítið um ferjur og fátt af róðr- arfæru fólki. Þó hepnaðist okkur loks- ins að fá far með Færeyingum; var þar allmargt af þeim og svo á hverri höfn er þangað komu norður. Eru þeir mjög kurteisir og við- feldnir og ekki var nærri því kom- andi að þeir vildu taka við ferjutolli þar sem þeir fluttu okkur úr landi eða út á skip. Flestir töluðu þeir nokkuð á íslenzku og allir skildu þeir hana sem væri hún þeirra eigin mál. Á Siglufirði er nýbyrjuð lýsisbræðsla og er það Gránufélagið sem það gjörir. Það var ekki þægilegt fyrir sjóveika farþega að fá framan á sig ódaun þann er út á sjóinn lagði og gjörðu útlendingar orð á því. Þeir fóru þar í land og vildu fá keypt hvalbein, en það var enginn sem treystist að flytja það út og varð því ekkert af þeim kaupum, Næst komum við til höfuðstaðar þeirra Norðlendinga. Ég hafði hugsað mér gott til glóðarinnar að skoða Eyja- fjörð og mundi eftir þessum vísuorðum: „Eyjafjörður finst oss er fegurst bygð á landi hér“. Þar er líka einkarfagurt, það er ekkert skrum. Akureyri stendur undir hárri brekku; hagar þar eins til og á Sauð- árkrók að því leyti að kirkjugarðurinn er þar uppi og krákuvegur liggur þangað. Uppi á háu melkasti er Eyrarland og sést þaðan yfir mikinn part fjarðarins. Beint á móti er Vaðlaheiði sem skilur Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur, en að vestan eru Súlur; eru það tveir tindar allháir. Utan í brekku þeirri sem Ak- ureyri stendur undir, er mikið af kart- öflugörðum, enda munu hvergi á land- inu vaxa betur kartöflur eða vera meira ræktaðar en þar. Bygging er þar mjög snotur og fremur regluleg; nokkuð mörg hús allstór og ekki sett niður af handa hófi. Oddeyri virtist mér hafa útlit fyr- ir að verða aðalkaupstaðurinn innan skamms; þar er næstum eins mikil bygging og á Akureyri og byggingar- arsvæði miklu meira og hentugra. Gránufélagið á nálega alla Oddeyrina. Þar eru verzlunarhús þess, sem eru stór en ekki falleg tilsýndar. Skamt frá Oddeyri eru tóvinnuvél- ar þeirra Norðlendinga og eru þær ný- lega komnar. Þar er prentsmiðja Stefn- is og þar er bókasafn. Þar var nýbygt hús afarstórt og mjög fagurt; átti það Snorri trésmiður og þar verður kvennaskólinn. Vegur er ágætur lagður á milli Akureyrar og Oddeyrar og hvergi sáum við hjól- reiðar á ferð okkar nema þar. Þar er allstórt leikhús og f því halda Good- Templarar fundi sína. Hjá því var ver- ið að byggja hús til þess að hafa þar allar veitingar, nema áfengi. Ak- ureyrarmenn eru gleðimenn miklir eins og Norðlendingar yfir höfuð. Leikfé- lag þeirra heitir „Gleðileikafélag" en þó leikur það einnig sorgarleiki. Kafli úr gamalli ræðu. .... Það er ekki vinsælt verk, að brjóta bág við fornan vana og almenna spillingu. Það er miklu fremur hörmu- legt, hvað viðleitni þeirra fáu manna, sem ræða og rita gegn áfengisnautninni og öðrum slíkum þjóðarlöstum, sýnist að vera árangurslítil og óvinsæl. Allir verða þó að játa, að hér er um alvar- legt mál að ræða. Nautn áfengra drykkja er hið sama fyrir vort andlega og lík- amlega líf og kongavatnið er fyrir gull- ið, þ. e. áfengisnautnin, einkum ofdrykkj- an, eyðileggur líffæri mannlegs líkama, allt eins og kongavatnið eitt fær breytt gildi gullsins. Og þó er ekkert verk vanþakklátara, ekkert verk erviðara en að forða mönnum frá áfenginu....... ......I æskunni er oss sýndur sá rétti vegur sem vér eigum að ganga á- fram til dygða og ráðvendni. En hin- ir andlegu le<ðtogar vorir leggja marg- ir hverjir ótrúlega litla áherzlu á, að vara oss við hinum hálu villigötum vínsins. Þeir brýna fyrir oss, að þjófar og ræningjar ekki muni guðsríki erfa, samkvæmt orðum Páls postula í i. Kor. 6. io. En í sömu málsgrein telur postulinn drykkjumenn með öðrum glaepamönnum er eigi muni Guðsríki erfa. — Vér skulum engar getur leiða að því, hvers vegna kennendur vorir og kirkjustjóm hefir felt þessa setningu úr barnalærdómi vorum. En ég leyfi mér það eitt að segja, að drykkjuskapurinn sé argastur allra þeirra lasta, sem post- ulinn telur upp í áminnstrí grein. I fyrsta lagi af því, að það er engin svo syndsamleg girnd til, í mannlegri nátt- úru eða voru spillta eðli, að hún ekki æsist og margfaldist við áhrif víneiturs ins. í öðru lagi af því, að alt það rán, þjófnaður og alskonar ódáðaverk, er druknir menn hafa framið á síðari tím- um, er smáræði eitt í samanburði við hið ómetanlega tjón er hann óbeinlínis hefir valdið. í þriðja lagi af því, að drykkjuskapurinn er ekki kallaður glæp- ur, heldur saklaus og leyfileg skemtun, meðan hann ekki veldur sýnilegu stór- tjóni, og þá í mesta lagi, mannlegur breyskleiki. í fjórða lagi af því, að dauð og tilfinningarlaus sár eru hættu- legri en lifandi .svíðandi sár.. . . . . Ef áfengið með verkunum sín- um einungis dræpi niður vora tímanlegu velgengni, ef það aðeins eyddi efnum vorum, spilti heilsunni, truflaði skynsem- ina og svifti oss lífinu, gjörði konur vorar að ekkjum og börn vor að mun- aðarleysingjum og yllu hringinn í kring um sig brunaauðn og dauða, þá væri þetta alt þolandi, ef sál vor yrði hrein og óflekkuð, ef hinn ódauðlegi partur vor næði að búa sig undir dýrð og sælu hins eilífa lífs. .... Hvað er glæpur í orðsins fyllsta skilningi, ef það er ekki að svifta sig skynseminni, sem guð hefir gætt oss með fram yfir dýrin? Hvað er brot gegn siðferðislögmálinu, ef það er ekki að svifta sig vísvitandi vitinu, eyða fjár- munum sínum og tíma til ills eins? Vaninn getur ekki helgað slíkt ókristi- legt framferði, en hann blindar þráfald- lega augu vor skammsýnna manna, svo vér sjáum ekki rétt frá röngu. — Ef maður með óbrjálaðri skynsemi talar ógætilegt orð, eða tekur krónu virði frá öðrum, jafnvel aðeins til þess að seðja hungur sitt, má draga hann fyrir lög og dóm. En þótt drukkinn maður steli, rŒni, Ijugt, sviki og misþyrmi mönnum og skepnum, þá getur hann komist hjá refsingu, jafnvel í skjóli laganna, af því hann er ekki fullkomlega með sjálfum sér, af því hann er viti sínu fjær, sjá almenn hegningarlög (39—40) gr. _________ Hann gjörir þetta ekki sjálfur, heldur hinn óhreini andi, sem í honum býr, hinn illi vínandi sem hann hefir gleypt, — Þannig líta of margir á brot drykkju- mannsins. — Er ekki drykkjuskapurinn sjálfsköpuð vitfirring? Er ekki mörg dæmi til þess, að menn hafi drukkið sig fulla til þess að hafa meiri djörfung að fremja eitthvert glæpaverk, er þeir al- gáðir ekki höfðu kjark til. Maðurinn, s«m vísvitandi sviftir sig hinni dýrustu guðs gjöf, skynseminni, ogr eetur því ekki stjórnað girndum sínum og tilhneigingum, sem æsast og margfaldast við áfengisnautnina, hefir meiri ábyrgð á gjörðum sínum en sá, sem algáður af breisklegri náttúru, frem- ur það sem er á móti guðs og manna boðum. Oss er skynsemin gefin til þess, að stjórna tilhneigingum vorum og á- stríðum; vér höfum því engan rétt til þess að svifta oss henni, framar en að taka af oss lífið, sem hefur verið álitið og er enn þá álitið að vera einhver stærsta og voðalegasta ofdyrfska gegn guði almáttugum.......... Smávegis. Mannfjöldi á íslandi hefir farið óðum vaxandi eftir að fólkið var talið síðast. Fólkið var 1890 70927. Eftir skýrslum prestanna var fólks- tala hjer á landi 31. des. 1890 69977. 31. des. 1891 70494. 31. des. 1892 71221. 31. des. 1893 71685. 31. des. 1894 72177. 31. des. 1895 73449- 31. des. 1896 74682. Utflutningur á fólki hefir verið lít- ill eftir 1890, hans gætir valla, svo dánarskýrslur presta verða nærri sanni á þessu tímabili. Mannfjölgun á 6 ár- um hefir verið eftir skýrslum prestanna 4705, en hér um bil þúsund manns lægri ef fólkstalan 1890 er lögð til grundvallar. Helzt verða menn að álíta að fólkstalan 1890 sé hérumbil 1000 manns of há, og að þeir sem voru tjarverandi

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.