Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 19.11.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 19.11.1898, Blaðsíða 1
Dagskrá kemur út á hverj- um laugardegi, kostar 3,75 (erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. október. Afgreiðsla og skrifstofa er Tjarnargötu 1, opin hvern virkan dag kl. n—12 og 4—S síðd. III. M 18. Reykjavík, laugardaginn 19. nóvember. 1898, Til minnls. Bœjarstjórnai-fundir i. og 3. Fmtd. i mán., kl. 5 síðd. Fátœkranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. ímán., kl. s síðd. Forngrifasafnid opið Mvkd. og Ld. kl. 11— 12 árdegis. Landsbankinn opinn dagl. kl. n árdegis til 2 síðdegis. — Bankastjóri við kl. n1/*— i'/a. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. Landsbókasafnid: Lestrarsalur ’opinn dagl. kl. 12—2 síðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd. — Útlán sömu daga. Náttúrugrifasafnid (í Glasgow) opið á sunnu- dögum kl. 2—3 síðd. Söfnunarsjóóurinn opinn í barnaskólanum gamla kl. 5—6 síðdegis 1, Mánud. í hv. mánuði. Ókeypis lœkningÁ sjúkrahúsinu á þriöjud. og föstud. ld. 11—1 Ókeypis tannlœkning hjá tannlækni V.Berii- höft. — Hótel Alexandra 1. og 3. mánud. í hverjum mánuði. Fastir fundir i Good-Templarhúsinu. »////«« Mánud. kl, 8 síðd. »Verðandh Þriðjud. - — fiBifröst« Miðv.d. - — »Emingin«. Fimtudag - — Barnastúkan Sunnud. kl. g/2 síðd. Bindmdisfélag ísl. kvenna; 1. föstudag hvers mánaðar kl. 8x/2 síðd. Barnaguðspjónusta hvern s.dag kl. 10 árd. David 0stlund\ Sunnud. kl. 6V4 síðd. í leik- húsi V. Ó. Breiðfjörðs og miðvikud. kl.8. síðd. á sama stað. Fastír fundir í Framfarafélagshúsinu. Fundir Framfarafélagsins á hverjumsunnu- degi. kl. 4 síðd. Ú tlönd. Eins og Dagskrá hefir áður skýrt frá, horfði til ófriðar milli Englendinga og Frakka suður í Afríku og þótti þá óvíst hvorir bera myndu hærra hlut. Nú hafa nýlega borist þær fréttir, í enskum blöðum, að Frakkastjórn hafi kallað Marchand major heim aftur, lík- lega fyrir hræðslusakir; en kynlegt er það, að stjórnin lætur sem hún viti ekk- ert um það, hverjar séu orsakir þessara skyndilegu umskifta. Þrátt fyrir þetta halda Englending- ar hvervetna áfram herbúnaði og þyk- ir það allgrunsamlegt. Er þess getið til að jieir muni nú ætla að reyna krafta sína og ná undir sín yfirráðum í Nílárdalnum og Suezskurðinum, og þykir tvísýnt að stórveldin dugi þar til mót- stöðu, ef Bretar taka sig til. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari, sem var á ferð á Egyftalandi, eins og skýrt var frá í sfðasta blaði, er nú snúinn heim aftur. Mun honum þykja væn- legra að vera heima, ef eitthvað kann að gjörast sögulegt. Ráðaneytisskifti urðu nýlega á Frakklandi, og átti það nýja að taka við 1. nóv. Þar er Delcasse utanrík- isráðherra, og er það ekki vænlegt til samkomulags við Breta, því hann er ó- vinur þeirra mikill. Friðarsamningarnir milli Spánverja og Bandamanna ganga seint og hægt. 31. októberl ögðu' fulltrúar Bandamanna það til, að Spánverjar fengju þeim í hendur öll yfirráð yfir Filippseyjunum, gegn því, að þeir borgi Spánverjum alt það, er þeir hafi k'ostað til á eyj- unum til friðsamlegra framfara. Full- trúar Spánar þóttust ekki einfærir um að svara þessu og kváðust verða að leita um það álits stjórnarinnar heima á Spáni. Svar frá henni var ekki kom- ið, þegar síðast fréttist. Athugas. við bréfkaflana á 3. síðu. Bréfið úr Blönduhlíð er frjálslegt og skynsamlega ritað. Þar sést það glögt, að menn hafa tilfinning fyrir því, hvað rétt er og satt, án þess að gildi þess sé mælt eftir aldri þess, sem það er eftir. Það eru ekki allir með því marki brendir, sem betut fer, að geta ekki viðurkent nokkurt orð sem rétt, nema það sé annaðhvort talað af ein- hverjum gömlum öldungi, þótt hann, ef til vill, hafi lítið eða ekkert til síns á- gætis nema árafjöldann, eða einhverjum maurapúka, þar sem virðing er í raun réttri borin fyrir peningum en ekki persónunni. „ Það er sannleikurinn hans Þor- steins Erlingssonar c: jafnréttið, semleiðir menn upp á hæðina, fyrir ofan dallæð- una og þokusúginn", segir bréfritinn og það er fallega sagt. Þegar hver fær að njóta þeirra krafta, sem hann á, andlegra og líkamlegra, hvort sem hann er ungur eða gamall, ríkur eða fátækur, karl eða kona, þá verður heimurinn betur stadd- ur. Það er óútmálanlega viðbjóðslegt að sjá afgamla sauðarhausa með gylt- um hornum líta fyrirlitningaraugum með drambi og sjálfsþótta á alla þá, sem eru annaðhvort yngri eða umkomuminni að einhverju leyti, þótt þeir í raun réttri taki þeim fram að öllu því, sem nokkuð er í varið. »Jafnrétti!« er það heróp, sem inn- an skamms kveður við um heim allan; og það verður kallað svo hátt á end- anum að allir hljóta að heyra. — Þá er að minnast á bréfið úr Borg- arfirði. Þar er illa látið af líðan lands- manna og hefir það við mikil rök að styðjast, en bréfritinn gjörir sig ekki sekan í því að kenna um landinu, eins og mörgum öðrum er hætt við; hann kennir það þjóðinni sjálfri. í bréfinu kemur fram stefna, sem mun vera alveg ný og er alllíklegt að hún veki nokkur mótmæli hjá ýmsum. Höf. vill láta leggja rækt við sjávarút- veginn eingóngu fyrst um sinn, hugsa lítið um landbúnaðinn á meðan vér sé- um að auðgast af sjónum. Hvort þess- ari stefnu megi telja meira til hróss eða lasts, skal ekkert sagt um að þessu sinni, en bréfritinn er hygginn maður og hugs- andi og hefir þar að auki gott vit á búskap, hann hefir verið um mörg ár útvegsbóndi við sjó og er nú efnaður og dugandi sveitabóndi. Hann hefir reynt hvorttveggja og borið það sam- an og væri því vel vert að orðum hans væri gaumur gefinn. Engum mun bland- ast hugur um það að æskilegt væri að geta sjálfir notað fiskinn í stað þess að láta hann allan lenda í útlend- um ránsklóm, en hvort vænlegt þykir að fara eins langt í þá átt og höf. fer fram á, þar geta skoðanir manna ver- ið' skiftar um. Farðu varlega. Eg hét því í síðasta blaði „Dag- skrár", að senda Jóni Ólafssyni verðuga kveðju áður en langt liði. Ekki afþví að ég álíti að hann, með öllum sínum vilja. gæti hnekt að nokkru heiðri mín- um né „Dagskrár"; fyrst og fremst af því, að næsta fáir lesa blað hans og í öðru lagi af því, að hann er sjálfur eins og hann er. En ástæðan til þess, að ég varpa á hann nokkrum orðum. er sú, að ég hefi altaf haft þá skoðun, og hefi hana enn, að ekki sé rétt að láta nokkrum manni haldast uppi með jafn ósvífnar skammir og hann ritar, án þess að húðstrýkja hann að makleg- leikum. Eg hélt að honum mættuvera minnisstæðar viðtökurnar, sem hann fékk í fyrra, þegar hann réðst á mig óþektan og óverðskuldað að öllu leyti, skákandi í því skjólinu, að ég væri ungur og áræðislítill og myndi veigra mér við að svara öðrum eins manni og hann þóttist vera, en þótt þá sljákkaði í honum um stund, þá rís hann smám- saman upp aftur; en því skal ég lofa og það skal ég efna, að á meðan ég get valdið penna eða opnað munninn, þá skal ég ekki láta slíka pilta fara erindisleysu, ef þeir leita á mig að fyrra- bragði, hvort sem ég hefi sjálfur yfir blaði að ráða eða ekki. Það er meira en lítil vonzka, sem hlaupið hefir í Jón þegar hannlas miðl unargreinina í „Dagskrá" eftir J. B. Fyrst byrjar hann á því að skrifa svívirðilegustu skammir um þau blöð, sem ljái sig til þess að „afvegaleiða lýðinn" og gefur í skyn að „Dagskrá" sé eitt þeirra, af því að hún hafi leyft J. B. rúm fyrir grein, sem var á móti miðluninni og Jóni Ólafssyni, eða stefnu hans í stjórn- arskrármálinu — ef hún annars er nokk- ur. — Hann vill Iáta brennimerkja þessi blöð, og ég man ekki hvað meira, og byrjar sjálfur að brennimerkja N. Óld- ina, eða réttara sagt ritstjóra hennar, með því marki, sem öll hans blöð hafa haft og allir þekkja. Þá þykir mér nú vera farið að sneyðast um frjálslyndið þegar ekki má taka upp greinar með öðrum skoðunum en einhverjir gamlir fiautaþyrlar halda fram, fyrir aðra. Þráttfyir öllþau rótaryrði, allaþá ósvífni og ósannindi, sem borin eru á höf. miðl- unargreinarinnar, í N. Öldinni, myndu fleiri atkvæði verða fyrir því að hann sé heiðvirður maður, en átjánblaðarit- stjórinn, ef leitað væri álits þjóðarinnar. Þótt hann (J. B.) sé nefndur bæði óráðvandur og vitfirringur, þá munu flestir er til þekkja, vita það og vitna, að hann er hvorugt. Það er náttúrlegt að menn geti orðið harðorðir í þeirra garð, er að fyrra- bragði ráðast á þá persónulega eins og Jón Ólafsson hefir svo oft gjört; en að stökkva svona heimskulega upp á nef sér út af pólitískri grein, sem ckki snertir nokkra persónu sérstaklega, þar þarf meira en meðal fólsku til. En það fer eins með þetta fyrir Jóni og fyrir þeim, sem sigar iila vöndum hundi á fé, hann hleypur í húsbónda sinn og glepsar í hann í stað þess að hlaupa f féð. Þessi andlegi hundur, sem Jón sigar á marga sér betri menn, glepsar oftast í hann sjálfan og svo er nú. Efjónhefði haft einhverjar skyn samleg- ar ástæður á móti greininni, þá hefði hann að líkindum komið með þær, í stað þess að rótast svona um, en á þeirri stefnu sem hann tók þar, sést bezt, hversu veikum röftum hann hefir að refta. Ef tekin væri í gegn pólitík Jóns Ólafssonar frá því fyrst hann fór að sletta sér fram í það mál, þá myndi það koma glögglega í ljós, hvílíkur póli- tiskur vindhani hann hefir verið, ogget- ur verið, að þetta verði gert áður en langt líður. Það þykir Jóni óviður- kvæmilegt, að nemendur í lærðaskólan- um gjöri athugasemdir við nokkuð það, er þeim finst fara aflaga hjá þeim, sem yfir þeim eiga að ráða. Hann hefir sjálfsagt gleymt ritstjóra „Baldurs" og „Gönguhrólfs. Hann man líklega ekki eftir grein, er nefnist „Prestaskóla- húsið" og annari, sem nefnist „Lands- höfðingjahneykslið" o. s. frv. Hann man það víst ekki, að það var unglingur, sem ritaði þessar grein- ar um þá, sem honum voru æðri, Það lítur annarsút fyrir, að Jón sé einnþeirra manna, sem vill hafa einkaleyfi til þess að mega athuga sjálfur alla skapaða hluti milli himins og jarðar, en ekki leyfa nokkrum öðrum að tala eða rita nokkurt orð. Og þetta er frelsispostul- inn gamli! Hann hefir glamrað meir um pólitík en flestir aðrir, og þó þyk- ir honum það óhæfa, að blöðin skuli taka pólitískar greinar, ef þær falla ekki saman við hans ímynduðu skoð- anir. Hann byrjaði yngri en flestir aðrir, eða jafnvel nokkur annar að senda óvægar og jafnvel strákslegar klausur um ýmsa merka menn út um land alt og hefir haldið því áfram alt til þessa dags, þegar hann hefir þorað, og þó viðurkennir hann ekki rétt annara yngri raanna, til þess að lýsa rétt og óhlut- drægt skoðunum sínum, Hann, sem komst aldrei mörgum stigum hærra en það, að verða busi í lærðaskólanum og sletti sér samt fram í alla skapaða hluti, leitast við að gera gys að því, að skólapiltar riti í opinber blöð um skólafyrirkomulagið, en þar fer eins og víðar að hann snoppungar sjálfan sig Þótt Jón sé að glepsa í mig öðru hvoru, þá hræðist ég það ekki. Hann ætlaði að eyðileggja „Æskuna" í fyrra, en allar hans tilraunir í þá átt mis- hepnuðust algerlega, og eins mun fara enn. — Annars er það bezt fyrir þig Jón Ólafson, að fara varlega, hvort sem það er ég eða einhver annar, sem þú átt orðakast við; Það væri líklega hollast fyrir þig og blaðsnepil þinn, að áreita ekki fólk að fyrra bragði, en ef þig langar til þess að korna enn þá einu sinni, þá er það vel- komið, — ekki er þér alt ofgott. Ég ætlaði ekki að áreita þig að fyrra bragði frernur en aðra; en ég ætla heldurekki að taka með þökkum slettum þeim, er þú sendir mér; þú mátt reiða þig á, að þeim verður öilum kastað í þig aft- ur og fylgt vel á eftir. Eg sagði þér það í fyrra að þú þyrftir ekki að láta mikið, þar sem um prófarkalestur væri að ræða; þú sem aldrei, eftir átján blaða ritstjórn, hefir getað lært að lesa prófarkir sjálfur án þess að hneyksli væri að, og til sönn- unar því þarf ekki annað en líta í N. Öldina síðast; þar er t. d. „fiokkur" „þan" „Hvorirtvorirtveggju" „Náunugns" o. s. frv.. Engin af þessum orðskríp- um þínum skilur nokkur lifandi maður og það er að eins rúmsins vegna að ég nefni ekki fleiri. Að þú skuiir ekki skammast þín að tala um illa lesnar prófarkir!

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.