Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 19.11.1898, Blaðsíða 4

Dagskrá - 19.11.1898, Blaðsíða 4
72 Var svo hvast um nóttina að töluverð- ar skemdir urðu hér í bænum. Þar á meðal fauk helmingur þaks af bæ ein- um í Grjótagötu, hús þeirra Oddfélaga fauk og molbrotnaði og nýtt hús, er W. Ó. Breiðfjörð kaupmaður átti í smíðum nálægt Grímsstöðum, skemdist töluvert. Þar að auki skektust og skemdust hjallar og skúrar til og frá. Annar fundur haldinn í leynifélagi því, er getið var um nýlega. Menn þykjast heyra mun á því, hve slúður- sögum hafi fækkað síðan það myndað- ist. Þriðjidagur. Suðaustan rok og kafald fyrripart- inn, lygndi nokkuð er á daginn leið og gjörði bleytuslyddu. Svo mikið var brim um nóttina að sjór gekkyfirgöt- ur bæjarins og ruddi þangað þara og gijóti. Bryggjur skemdust og skip brotn- uðu nokkuð, þar á meðal tók út mastra- laust skip, er Seltirningar attu í Bakka- sandi og brotnaði það f spón; engar urðu þó stórskemdir aðrar. Miðvikudagur. Suðaustan stórviðri með kafalds- éljum; töluvert frost er á leið daginn. Dagskrá var send ný skáldsaga, sem heitir: „Æfisaga Skamma-Jóns“, en söguhetj- an er máluð svö svört, að „Dagskrá" er um og ó að taka hana. Það verð- ur samt undir atvikum komið, hvort saga þessi birtist eða ekki, það erauð- vitað rétt að sýna svörtu myndirnar á leiksviði heimsins. Það getur orðið til aðvörunar. Fimtidagur. Vestanrok og kafaldshríð fram yfir hádegi, lygndi síðari hluta dags og gjörði miJt veður. Orð var á því haft, að hrafnagang- ur ærinn væri vestur í fjöru, þar sem skip þeirra Seltirninga brotnaði; enda er kola lítið í bænum um þessar mundir og veður kalt. Föstudagur. lygnt fram á hádegi, en hvast á suð- austan er á leið óg gjörði regn. Ungfrú Guðrún ísleifsdóttir og Sigurður Briem póstmeistari opinber- uðu trúlofun sína, Dagskrá óslcar þeim til hamingju. Þíílltíll manns hafa gengið í Good-Templarstúkurnar hér í bænum þessa viku. DAGSKRÁ Nr. 16, i. síðu, 3. dálki, 4. 1. að neðan hefir svo ólán- Jega tiltekist að eftir 100, vanta orðin „er það ekki gróðavænlegt fyrir bænd- ur“. En það er samt lán með óláni, hve fagurt Ijós þessi vangá hefir kveikt í rófunni á Nýju Öldinni 12, nóv. s. 1. J. B. Marmalát. 5. okt. andaðist Sigurður Jósefssor. Hjaltalín að Ósi á Skógarströnd; 76 ára gamall. 30. okt. lést Eiríkur Ketilsson sýslunefndarmaður á Járngerðarstöðum í Grindavílc, 36 ára að aldri; hann var sonur Ketils í Kotvogi; byrjaði á námi í lærðaskólanum, en hætti við það eftir eitt ar. Eiríkur sál. var kvæntur og átti Jóhönnu Einarsdóttur bónda Jóns- sonar í Garðhúsum. I. nóv. andaðist uppgjafaprestur Jíón Brynjólfsson að Hala í Holtum. 4. nóv. lést Jóhannes Sveinsson á Svarfhóli í Stafholtstungum, fyrrum bóndi á Síðumúlaveggjum. Hann var um sjötugt. 13. nóv. andaðist hér í bænum Þór- unn Halldórsdóttir, móðir Björns kaupm. Kristjánssonar. Misprentað í þessu bl. á bls. 70. I. d. í fyrirsögninni: Jarðskjálftinn mikli 1897, á að vera 1896. Tombóla ,hins islenzka Kvennfélags* verður haldin í Iðnaðarmannahúsinu í kvöld (19. þ. m.) kl. 5—7 og 8—11, og sunnudagskvöldið (annað kvöld) 20. þ. m. kl. 6V2—7V2 og 8—11. Aðgangur kostar 15 aura. Drátturinn — 25 — Lúðraþeytarafélagið skemtir bæði kveldin- Nýr fugl í eyjunni. Almenningi gefst til vitundar að ég undirritaður tek til aðgjörðar allskon- ar gamlan skófatnað, sömuleiðis nýjan, og laga hann eftir því sem hlutaðeig- andi óskar. 28 Vesturgötu 28. Reykjavík. Kr. Guðmundsson. Gagnlegt, skemtilegt. fróðlegtl Stúkan „Bifröst" nr. 43 heldur aukafund í kveld kl. 7V2 síðd.. Fyrst verða teknir inn nýir msðlimir, margir; þar næst rætt mikilsvarðandi málefni, sem allir verða að taka þátt í og loksins verður haldin skemtun fyrir þá, sem mæta. 'Lífsábyrgð fyrir börn, Lífsábyrgð sú, sem hér er um að ræða, er stofnuð fyrir nokkrum árum af lífsábyrgðarfélaginu „Star“, og er það sú Jífsábyrgðartegund, er sýnist munu verða mest notuð framvegis. Hér skal bent á aðalkosti þessarar lífsábyrgðartegundar. I. Árlegt iðgjald er ekki nema 1 /2—V3 af því, sem fullorðið fólk borgar. II. Fyrir börn þarf ekkert lsekn— isvottorð, sem stundum hefir í för með sér, að menn ekki fá trygt líf sitt. III. Lífsábyrgðin er laus við hinar venju- legu takmarkanir og skilyrði, þannig að, a. Ábyrgðareigandi má ferðast o dvelja hvap sem vera skal á hnettinum, án þess að gera félaginu grein fyrir því. b. Ábyrgðareigandi má Stuntía sjómennsku og hverja aðra atvinnu, án þess að iðgjald hans hækki. Sem ellistyrkur er lífs- ábyrgð þessi einkar hagfeld. Kaupi maður t. d. barni á fyrsta ári Iífsábyrgð til útborgunar þegar það er 55 ára, er árlegt iðgjald 12 kr. Borgi ábyrgðareigandi þetta sama iðgjald í 50 ár, hefir hann borgað út 604 kr. en þá mundi ábyrgðin með viðlögðum „bonus" vera orðin 1500— 1600 kr. Vilji ábyrgðareigandi verja „bonus" til þess að lækka iðgjöldin, hverfa þau smámsaman alveg og hann á ábyrgð sína sér að kostnaðarlausu, en getur eftir þann tíma fengið „bonus" lagðan við, eða þá borgaðan jafnóðum. Þegar ábyrgðareigandi er fulls 21 árs, öðlast ábyrgð hans eiginlegt gildi og nýtur eftir þann tíma allra réttinda félagsins um uppbót, lántöku, endur- kaupsgildi o. s. frv. Deyi ábyrgðareigandi fyrir þann tíma, eru iðgjöldin endurborguð foreldr- unum eða þeim, sem hafa trygt líf barnsins. Ef allir hér á landi, sem með góð- um vilja hafa efni á því, vildu tryggja líf barna sinna, mundu ekki líða marg- ir mannsaldrar áður landsmenn ættu lífsábyrgðir, sem svaraði þúsund krónum á mann, en það væri sama sem að ár- lega borgaðist inn í landið 1,750, OOO kr. með sama fólksfjölda og nú er. Fineste Skandinavisk Export Kaffe Sorrogat, F. Hjort & Co. Kjöbenhavn K. VIÐGERÐ og HREINSUN á saumavél- um tekur að sér GUÐJÓN JÓNSSON á Smiðjustfg nr. 7 mót mjög vægri borgun. Verkafólkseklan. . 1. Þar eð nú fæst ekkert íslenzkt vinnufólk með öðrum kjörum en að það sé látið hafa sómasarhlegt fæði, viðunanlegt húsriæði og rúm og það afsegir að vinna 16 klukku- stundir á sólarhring, þá er það til- laga Fjósakonunnar, að ráðnarséu nokkrar þúsundir af Lassarónum og Kínverjum í vinnumennsku til vor. Hún leggur það einnig til, að þeim séu goldnir 16—17 aurar á dag eða ein króna umvikima, auk einhvers lélegs fæðis, sem búa má til úrnæstumtómu vatni. Hæfilegt væri,aðlátaþávinna 14—18 klukku- stundir á sólarhring. Svo geta þeir legið á gólfinu, breitt undir sig strigatusku og haft ekkert of- an á sér. Með þessu ættu þeir að geta haft 200—300 krónur af- gangs eftir sumartímann, 4 mán- uði. Ef reiknaðir eru 26 virkir dagar í mánuði, bá hefir maður 26’X4=i04 og í04.X 16=30000, Sjá ekki allir, hversu þetta er rétt reiknað? og eru ekki allir sam- dóma Fjósakonunni um það, að tillögur hennar séu bendingar til mikilla framfara? Lífsábyrgöarfélagið ,STAR‘, Skrifstofa félagsins Skólavörðustíg M 11, er opin hvern virkan dag frá 11—2 og 4—5. ■W'Hús'P* nýbygt, mjög vandað, með góðri lóð er til sölu á hentugum stað í bænum. Ritstj. vísar á. nrLESIÐ.-p® Stúlka, sem er vel að sér og æfð í allskonar saumaskap, óskar eftir at- vinnu nú þegar. Ritstjóri vísar á. ^^Tndirritaður kennir að tala og lesa ensku. Laugarvegi 37 Sigurður Pétumon. Fæði, húsnæði og þjónustu selur frú Sigríður Eggerz f Glasgow. TVÍLYFT HÚS með góðum kál- garði á hentugum stað í bænum er til söiu. Ritstjóri vísar á. Álftnesingar, Hafnfirðingar og Mos- fellssveitarmenn eru vinsamlega beðnir að vitja Dagskrár í búð Jóns kaupm. Jónssonar, Aðalstræti 10. SAMTAL, V. Hvaða ráð ætli sé annars vænleg- ast til þess að auka álit og útbreiðslu blaða? Kaupendum að' Fj.konunni fækkár óðum; ég veit ekki hvernig ég á að að fara. Ég' er nú eldri blaðamaður en þú, en þó finn ég engan veg. Þú hefir altaf þúsund ráð“. B. Það sem mér hefir reynst bezt, góði minn, síðan ég byrjaði að fást við þessi blöð, er það að reyná að koma því áliti á aðra, sem gefa út samskonar blöð, að þeir séu ekki hæfir til þess, alt sem þcir riti, sé einskisvirði. Ég hefi meira að segja tekið heila daga til þess að ganga hús úr húsi o> rægt þá og logið uppáþá ýmsurn óhróðri; ég hefi.ferðast um fjarlæg héruð og beitt sömu brögðum, ýmist heíi ég reynt að gjöra þá grunsama í augum þeirra, sem ég hefi talað við eða ég hefi blátt áfram spunnið um þá heilar sögur, sem ég vissi að hlytu að sverta þá. Ég skal ekki segja hvort þetta eru sem vönd- uðust meðul, en hvað tjáir að tala umþað; það dugir elcki að láta sér alt fyrir brjósti brenna. V. Það lá að, að þú hefðir eitthvert gott ráð; ég hefi nú aldrei gjört þetta. en ég sé að það er vænlegt til árangurs ég tek það upp líka. B. Já, það er að vísu gott, en það er verst að ég hefi farið heldur langt stund- um, svo mér gengur miklu ver að fá menn til að trúa mér þess vegna. Ég dauð-kvíði fyrir að þettaráð dugi ekki lengur. Mér hefir gefist það vel, því það var ég, sem fyrst notaði það, en það er bezt að fara varlega. Við skulum samt gjöra það, sem við getum; og ef við leggjumst á eitt, þá hljótum við að koma nokkru til leiðar. Mörgum þykir enn gaman að heyra óhróðursögur um náungann, svo er guði fyrir þakkandi, og ég er lagin á að smíða þær, það held ég að sé ekkert skrum. Útgefandi: Félag eitt i Reykjavik. Abyrgðarm,: Sig. Júl. Jóhannesson, cand. phil. Prentsmiðja Dagskrár. Lavenskjold Fossum-Fossumpr.Skien tekur að sér að útvega kaupmönnum við. Einnig eftir teikningum að byggja hús. Semja má við PÉTUR M. BJARNASON á ísafirði. M>enn ættu að nota tækifærið, því hvergi mun fást ódýrari viður, eða með betri kjörum en hjá undirskrifuðum. Pétur M. Bjarnason. Kemur oftast út einhvern dag vik- unnar, ef ritstj. er ekki á túr. FJÓSAKONAN. Kostar 3 kr., er dýrasta blað eft- ir stærð og frá- gangi. október. 189.,

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.