Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 19.11.1898, Blaðsíða 3

Dagskrá - 19.11.1898, Blaðsíða 3
7i Því þótt einhverværi talinn dauður, sem ekkí væri það í raun og veru, segir hann, þá hlyti hann að kafna í kistunni löngu áður en hann væri jarðaður. Lækni þessi hefir rannsakað það, ásamt nokkr- um læknum óðrum, á hverju allar þess- ar kviksetningarsögur séu bygðar og hafa þeir komist eftir því, að þær eru eintómur tilbúningur frá upphafi til enda. Þetta ætti að vera huggun fyrir þá, sem hræddir eru um að þeir verði kviksettir. Ferðapistlar Eftir Sig.Júl. Jóhannesson. VII. Eitt var það, er við tókum eftir á Akureyri, og hvergi annarstaðar. Það voru „fátækrakassar", voru þeir tveir, annar á Akureyri og hinn á Oddeyr- inni. Voru letruð á þá á íslenzku, ensku, dönsku og frakknesku þessi orð: »Mun- ið eftirekkjum og munaðarleysingjum". Sagt var mér að stundum gæfist töluvert í kassa þessa. Ættu samskonar kassar að vera hér í Reykjavík og myndi oft gefast í-þá, bæði af innlendum og útlendum, en nóg er hér af fátæku fólki, semþarfo- ast hjálpar. Þessa hefir áður verið get- ið í Dagskrá og márga hefi eg heyrt því hlynta, en af framkvæmdum hefir enn þá ekkert orðið í þá átt. Fátækra- kassar eru víða í borgum erlendis og verða töluvert til hjálpar, en Reykjavík er á eftir í því efni. Á Akureyri sáust þess glöggvari merki en nokkursstaðar annarstaðar, að meira mætti gjöra til þess að prýða landið en gjört er. Þar eru stór og hávaxin reynitré á 2—3 stöðum, og gnæfa þau yfir húsin. Eg gekk að einu þeirra og skoðaði það; fanst mér eins og ég lifði það sjálfur, er ég hafði les- ið í útlendum skáldsögum, að sitja í skjóli fagurlaufgaðra trjáa og horfa þaðan á fegurð náttúrunnar í kveldkyrð- inni. Það er ekkert skrum, sem skáld- ia segja, að þar geti mann dreymt um dýrð og sælu og lifað sig inn í hulda heinaa. Hvernig stendur á því að ekki skuii vera ræktuð reynitré víðar á íslandi? — Ég hafði gaman af að sjá þá, Norðlendinga, og tala við þá. Ég hafði þekt marga norð- lenzka sjómenn suður í veiðistöðunum áður en ég fór í skóla, og svo hafði cg kynst mörgum norðlenzkum piltum ( skólanum — því þar eru altaf flestir úr norðurlandi — og mér hafði geðj- ast einkarvel að flestum þessum mönn- um. Ég hafði oft átt í deilum við ýmsa menn hér sunnanlands um Norðbnd- inga. Þeim var borið það á brýn að þeir væru montnir og miklir á lofti, þættust vita alt og geta alt, en þegar á ætti að reyna, þá væri annað uppi á teningnum. Ég mælti harðlega á móti þessu, því þeir menn, sem ég hafði þekt að norðan, tóku virkilega yfirleitt fram mönnum úr öðrum hér- uðum landsins að ýmsu leyti. Norð- lendingar eru fjörmeiri og áhugaríkari og frjálslegri í allri framgöngu en ís- lendingar eru alnment. .r Það er eins og þeir hafi annaðhvort ekki fengið á sig eins auðsæan Stimpil ánauðar o'g þræl! dóms á þeírri tírhum þegar att laut er- lendu kúgunarvaldi, eða þá að þeir hafi verið fljótari að ná sér. Mér datt í hug nokkuð, sem ég tók eftir þegar ég var drengur. Ég var sendur út í haga, til þess að taka tvo hesta úr hafti; óðar en ég hafði tekið hnapphelduna af öðrum, þá gekk hann um hagann án þess að á honum sæist að hann hefði nokkru sinni verið í haft, en hinn hoppaði lengi á eftir að hann var laus; hann mundi ekki eftir öðru en að hann væri enn heftur — hon- um fanst hann vera það. Eins er því varið með Norðlendinga og Sunnlendinga. Hinir fyrnefndu ganga óhikað og upp réttir jafnskjótt og böndin losna, en hin- um síðari finst sem þeir séu bundnir lengi á eftir. Loftslagið á sjálfsagt drjúg- an þátt í því hversu miklu fjörugri og léttlyndari þeir eru, Norðlendingar en Sunnlendingar; en þeir eru óefað betur að sér um marga hluti líka, eða svo hefir mér virst. Þeim er brugðið um framhleypni og galsa; en ég tel það kost á hverjum manni, og hann stóran, að hann sé kátur og glaður og fylgist með í sem flestu. Það er nóg til hér af deyfð og doða, hugleysi og heygul- skap, vantrausti á sjálfum sér Og þar afleiðandi framkvæmdarleysi, og vel sé þeim öllum, sem leggja fram þá krafta, sem þeir eiga; heill sé þeim öllum, er auka gleði og fjör og skoða ekki alla skapaða hluti í svartsjá, þar sem jafn vel ljósið verður að myrkri. Norðlend- ingar eru gleðimenn miklir og ættu aðr- ir að taka sér þá til fyrirmyndar í því efni. Á Akureyri er eitt af allra beztu þjóðskáldum okkar íslendinga, séra Matt- hías Jochumsson. Hann var erlendis þegar ég kom þar og gat ég því ekki fundið hann, sem mig langaði þó mjög til — ég hef aldrei séð hann né talað við hann, en ég hefi lesið kvæðin hans og þess háttar mann, sem hann er, þekkir maður betur, miklu betur, en nokkurn annan, þótt maður hafi aldrei séð hann. Ég get ekki glögglega lýst þeim hugsunum, sem vöknuðu í huga mín- um þegar ég gekk fram hjá litla, gamla hrörlega, lága húsinu hans, — hans sem hafði svo oft farið með mig upp á himinhá fjöll og sýnt mér þaðan öll rfki veraldar og þeirra dýrð. Mér fanst það vera stór synd af náttúr- unni að hún skyldi ekki haga svo til að hann gæti búið í fögru skrauthýsi, og umfram alt stóru. — Mér fanst það eiginlega óskiljanlegt hvernig hann færi að rúmast í svona lítilli kytru, eins stór og hann er sjálfur og mér þótti það nærri því eins mikið kraftaverk af honum að geta komist þarna inn eins og af gamla Kölska í sögunni, þar sem talað er um að haun hafi skriðið inn í sauðarlegginn. — Viðtökum átti ég svö góðum að mæta á Akureyri, eins og ég hefði ver- ið þar í mörg ár og allir væru bræð- ur mínir og systur, en viðstaðan var svo stutt, að ég naut ekki : komunnar til hálfs fyrir þá sök. Sjúkrahús var þar nýbygt með líku lagi og Laugarnesspítalinn, var , það gjört eftir fyrirsögn Guðmundar læknis Hannessonar; Báru þeir mikið lof á hann Norðlendingar sem lækni, og mun hann eiga það skilið. Raddir úr ýmsum áttum. Blönduhlíð í Skagafirði, 2. nóv. 1898. Herra ritstjóri „Dagskrár", viljið þér gjöra svo vel og senda mér blað yðar „Dagskrá" framvegis, með því skilyrði, að ég reyni að borga yður það með fréttapóstum héðan úr héraði smátt og smátt við tækifærií Ég er einn af börnum fátæktarinnar og hefir hún Ieikið mig grátt, eins og sum önn- ur börn sín, — svo ég megna ekki að kaupa mikið af blöðum og bókum, þótt ég hafi sterka löngun til þess. Ég hefi séð bæði „Æskuna" og „Dagskrá" síðan þér gjörðust ritstj. henn- ar, hjá bróður, yðar á Sauðárkróki, og geðjast mér vel að þeim systrum. Efnið er margbreytt og skemtilegt; virð- ist mér það eiga bezt við alþýðuhæfi.Eng- ar langar né þreytandi pólitískar rifrildis- greinar, blandaðar persónulegum skömm- um, sem ekki eiga þar heima, og dauð- þreyta hvern einasta lesanda. Enda er mönnum farinn að sárleiðast slíkur ó- samþykkis þvættingur; hér um bil eins mikið og kynjalyfs auglýsingarnar. En að láta blöðin flytja ýmislegan fróðleik — margbreytt efni, það borg- ar sig og það er þarft. Mér virðist sem þér, herra ritstjóri, leitist við að leggja krafta yðar fram, í nafni mannúðarinnar og réttlætisins Og heill, sé yður fyrir það. Fyrsta blaðið af „Dagskrá" — und- ir yðar ritstjórn — ber vott um, að þér munuð styðja að því, að einstakl- ingurinn nái fullum rétti sínum og hon- um sé ekki misboðið, að ékki sé farið í manngreinarálit né þessum synjað um framgöngu, þótt auður og völd séu ekki við hendina, til þess að lyfta honum, eins og sumum öðrum, máske óvirðug- um, upp úr saurnum eða fram á ritvöll- inn, þenna frjálsa þjóðar leikvöll, sem allir skynsamir menn hafa rétt ril að nota......... .... Og ef hin heiðruðu blöð yðar hafa framvegis sama mark og mið og hingað til, þá megið þér vera vissir um, að þau verða vel keypt og [skáka einhverju hinna út í krókinn. Það er annars orðin sú mergð af þessum blöðum, að það er engin von að fátæk alþýða geti alt af bætt við kaupin Ég er nú einmitt einn af þeim mörgu, sem er gagnstæður því, sem Bríet sagði við yður um gömlu blöðin; ég vil láta kaupa eindregið yngri blöðin, því þau hafa mikið „prakt- ískari" tilgang. Þau hafa umskap- að blaðalífið hér á landi; þau hafa bætt þau í öllu; íyrir þau hafa eldri blöðin bæði stækkað, fallið í verði og orðið vandvirkari. Það er þetta stríð, sem hreinsar og glæðir og bætir; þótt orustan sé stundum leiðinleg og jafnvel særandi á meðan að hún stendur yfir, þá er oft betra líf að lok- um. Já, guði sé lof, að þeir ungu eru tímans herrar. En þessi viðbjóðs- lega, fyrirlitlega, kalda jökuljátning: þegi þú, af því þú ert yngri, — eða af því þú ert ekki eins ríkur! eða af því þú ert kona! Það er ekkert annað en réttlætistilfinningin og jafnréttið, sem sannarlega bætir og eyðir skýjunum og skuggúnum, sem blinda augu manna og leiðir þá afvega. Ó, það er sann- leikurinn hans Þorst. Erlingssonar, sem leiðir mann upp á hæðina fyrir ofan dallæðuna og þokusúginn. Borgarfirði 8. nóv. 1898. „ . . . Ég held bara að við sveita- menn lognumst útaf innan skamms, ef árferði f verzlun ekki batnar aftur eða ef þar ofan á bætist hart ir og ótíð. Það er svo greinilega ómögulegt að láta tekjumar svara til gjalda, ef vanalegum lifnaðarhætti er haldið, og hagkvæmasta ráðið er, að taka sig upp og flytja sig búferlum til Ameríku. Ég fyrir mitt leyti álít Ameríku ekkert betra landen ísland, en það er ekkert gagn fyrir svolítið barn, að hafa á milli handa fullan nestmal, ef það ekki kann eða getur, fremur en Þór, leyst fyrirböndin. Fiskimiðin okkar eru miklu aðgengi- legri en gullnámurnar í Klondyke óg þau liggja >/2 tíma ferð frá höfuðstaðn- um okkar, en eru látin að öllu leyti ónot- uð af okkur, — sér er nú hvað. — Hvenær skyldi sá dagur koma, að við, eins og almennilegu fólki ber, gjör- um samtök til lífvænlegri fyrirtækja? Ég álít óumflýanlegt að byrja nýtt líf og lifa af sjó, en skeyta lítið um land- búnað fyr en á eftir. þegar útvegurinn er búinn að færa okkur í betri skyrtu. Ó- gæfan var sú að landbúnaðinum var sýnd þessi litla rækt, sem til var og sjónum engi. Alveg gagnstætt því, sem átti að vera, enda er ósköp til þess áð vita hvernig sakir standa nú ! . . “ Úr bréfi að austan 24. okt. „ . . . . Tíð ágæt, grasspretta í sumar í góðu meðallagi og nýting góð. Tulinius kaupm. í Höfn tók þannig fé í haust: kjötpundið í kroppum, sem vógu 48 'E og þar yfir, 18 aura, 42—47 16 aura, 34—41 14 aura og 12 aura þar undir. Gærur á 2 kr. og 1,15, mör á 18 aura ‘E. Ekki er enn búið að ná út „Ölphu“ og hefir þó miklu verið kostað til þess („Alpha" er gufutkip, sem strandaði £ Hornafirði í hitteð fyrra). 24. mai varð Jón Jónson fyrrum bóndi á Smyrlabjörgum undir skipi í lendingu og dó hann af því 28. s. m. Hann var 77 ára að aldri. í sumar dó Guðmundur Eiríksson fyrrum bóndi á Mosfelli. Hann var kominn hátt á níræðisaldur; þótti góður búhöldur og oft heppinn læknir. Hann var bróðir Stefáns sál. alþm. í Árnanesi og séra Benedikts í Saurbæ í Holtum, er enn. lifir . . . . “ Dagbók Reykjayíkur. Laugardagur. Sunnanstórviðri og kafaldsél öðru- hvoru; frostlítið- Sjómannafélagið »Báran« hélt dans- leik í Good-Templarahúsinu. Sunnudagur. Suðaustanrok og moldöskubylur fram yfir hádegi, eitthvert versta veður, sem verið getur, stytti dálítið upp eftir miðjan daginn, en stórviðri hélst til kvelds og bleytu kafald við og við. Barnastúkan „Díana" hélt tombólu í barnaskólahúsinu á Seltjarnarnesi. Mánadagur. Sama sunnanrokið og daginn áður.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.