Dagskrá - 26.11.1898, Blaðsíða 2
74
Búfræðis-
Og
búnaðarbálkur.
Efnatökuafl.
IV.
Hinar ýmsu jarðtegundir hafa mis-
munandi mikið efnatökuafl. Er það mest
í þéttri jörð og þó einkum í hinni svo
lrölluðu smá mold, sem er í mátjörðinni
(efsta lagi jarðv). Þess betur sem stein-
tegundirnar eru loftmolnaðar, sem eru í
jarðv. því meira efnatökugfl hefir jörðin,
þannig hefir leirjörð meira efnatökuafl
en sandjörð, sem stafar að mestu leyti
af því að leirinn er úr af afar
smáum steinögnum, af vel loftmolnuð-
um stein- og bergtegundum, en sandur
inn er illa loftmolnaðar bergtegundir.
Ekki fer efnatökuafl jarðvegsins
algjörlega eftir því, hversu smágerður
eða þéttur hann er, heldur Og
einungiseftirþeim kemisku efnasambönd-
um, sem í honum eru. Eru það einkum
hin „vatnskendu 'kisilsuru' vvófóldu sólt",
(KisiJsúrt alúminíum annars vegar og
Irisilsúrt kali, natron, kolcíum, magníum
og vatn hins vegar) sem auka efnatöku-
afl smámoldarinnar.
Þau jurtanærandi efni, sem hæglega
bindast í smámoldinni eru: kali, amm-
cniak, fosfórsýra, kolsýra og kisilsýra
Aftur á móti bindast ekki vel: natron,
magnisía og einkum þó kalk. Þau efni
sem jarðvegurinn alls ekkert bindur,
og skolast því úr honum ef meira leys-
ist af þeim úpp í honum, en jurtirnar
jafnóðum hafa þörf fyrir, eru: Saltpétur,
Saltpctursýra, brennisteinssýra og klór.
Er það einkum saltpétursýran, sem skaði
er mikill að missa þannig, eins og að
framan er tekið fram. En sú er bót í
máli að saltpétursýran getur alls ekki
myndast í jarðveginum, sé jarðhitinn
minni en 50 og svo mikill hiti ersjald-
an eða aldrei í jarðveginum hjá oss,
á þeim tíma ársins, sem hættast er við
að hún skolist á burtu mcð vatni niður
i undirlögin, sem sé á haustum og
vetrum, þegar jörð er ekki gegnfros-
in. Alt hvað hitinn er minni en 8°
myndast mjög lítið af sýru þessari í
jarðveginum. Það er því einkum á vor-
in og sumrin, sem hún myndast í jörð
hjá oss, og þá draga jurtirnar hana jafn-
óðum til sín, áður en hún getur skol-
ast í burtu. Má af þessu ráða að ekki
•nuni neitt að mun tapast á þennan hátt
at saltpéturssýru úr jarðveginum, nema
ef vera skyldi ef mjög mikið er borið
á jörðina í einu af auðleystum köfnun-
arefnisríkum áburði í gróandanum, þegar
mikil hlýindi eru í jörðunni.
Þegar hin ýmsu efni, sem leyst
eru upp í jarðveginum, bindast undir
eins eða komast í nokkurskonar fast á-
stand í smámoldinni, mætti svo sýnast
í fljótu áliti, að jurtirnar hafi þá ekki
nóg af uppleystum efnum í jörðunni.
En við nánari íhugun verður það ljóst,
að þessu er ekki þannig varið. Þegar
moldin bindur eitt eður annað efni, þá
skeður það á þann hátt að eitthvert annað
efni í smámoldinni gengur í samband
við hið leysta efni og myndar nýtt efna-
samband, sem er aðgengilegra fyrir
jurtirnar, hvenær sem vera skal, en þau
sambönd sem eru óleyst. Þegr t. a. m.
fosfórsýra leysist upp í jarðveginum, þá
bindur kolsúrt kalk hana. Fosfórsýran
er aðgengilegri jurtunum í þessu sam-
bandi, en meðan hún var óleyst í öðr-
um samböndum. Efnin eru í alt öðr-
um samböndum bundin, en þegar þau
eru óleyst og þegar eitt eða annað efni
bindur uppieyst efni, þá verður það ekki
á reglulega kemiskan hátt , eins og þeg-
ar efnabreytingar eiga sér stað, eða
kemisk efnasameining.
Efnatökuaflið hefir hina mestu þýð-
ingu fyrir frjósemi jarðvegsins, því sú
jörð sem ekki hefir nægilegt efnatöku-
afl, hefir ekki nóg af jurtafæðuefnum
í hæfilegum samböndum, hvenær sem
vera skal, eða þegar jurtirnar hafa mesta
þörf fyrir þau. Er það og vísindalega
sannað að sú jörð er aldrei frjósöm,
sem hefir h'tið sem ekkert efnatökuafl
og aftur á hinn bógin að frjósöm jörð
hefiir æfinlega mikið efnatökuafl.
Af þeim litlu efnarannsóknum, sem
gerðar hafa verið hér á landi, má sjá að
ísl. jarðtegundir standa ekki ábaki útlend-
um jarðtegundum, hvað efnatökuafl snert-
ir, heldur þvert á móti. Þær hafa fl.
langtum meira efnatökuafl, og bendir það
á frjósemi jarðvegsins frá náttúrunnar-
hendi. (Frh.)
Til ritst|óra ,Dagskrár‘.
Herra ritstjóri!
Eg sé af blaði yðar á laugardag-
inn 19. þ. m., að þér hafið skotiðskjóls-
húsi yfir greinargrey frá Ágúst stud.
mag. Bjarnasyni í Kaupmannahöfn, sem
segist hafa verið að suða á því við
„Þjóðólf" síðan í vor, að taka hana ai
sér, -— ef það þá er sama greinin, —•
en fengið heldur litla áheyrn, auk þess,
sem vandamenn hans hér munu ekki
hafa kært sig mjög mikið um, að hún
kæmi fram. Grein þessi þykist vera
„leiðrétting" við yfirlýsing frá mér, sem
Ágúst segir að birzt hafi í „Þjóðólfi"
„26. Apríl þ. á.“, og hefir það blað þó
aldrei til verið. Þar á móti stóð yfir-
lýsing frá mér í „þjóðólfi" 29. Apríl í
vor, og er það líklega hún, sem Ágústi
Bjarnasyni finst koma Boga Th. Mel-
sted svo mikið við, að Ágústi ímdihann
sjálfur þurfa að skrifa um hana. Ur
því að Ágústi þykir það rangt af rit-
stjóra „Þjóðólfs", að hafa látið blaðið
koma út 29. í staðinn fyrir 26. Apríl,
og finst sér koma þaðviðað „leiðrétta"
það, þá er svo sem ekki að kynjaþótt
hann þykist þurfa að leiðrétta yfirlýs-
inguna. Upp á þessa „leiðrétting" verð
eg nú að biðja yður að ljá mér rúm í
blaði yðar fyrir þessi svör:
1. Ágúst Bjarnason skilur það
ekki, en þyrfti með tímanum að reyna
að komast í skilning um það, að það
kemur honum ekkert við, hvort ég eða
aðrir stúdentafélagsmenn lýsa opinber-
lega ósamþykki á þeim gerðum fé-
lagsins, sem pað sjálft hefir gert oþin-
berar.
2. Ágúst Bjarnason verður enn-
fremur að reyna að komast í skilning
um það, að ályktun stúdentafélagsins
gegn Valtýsstefnunni og ritgerð Boga
Melsteðs eru sitt hvað og tvent ólíkt.
Ályktunin lá fyrir í félaginu 6. Nóv.
f. á., en ekki ritgerð Boga. Eg hefi
samþykt ályktunina, sem eg sá og
heyrði, en ekki ritgerð Boga, sem ég
aldrei sá fyrri en hún var prentuð og
komin af stað til íslands.
3. Það hið þriðja verður Ágúst
og að láta sér skiljast, að menn útium
land hér á íslandi eru jafnnær, þótt eitt-
hvað kunni að standa í fundabók stúd-
entafélagsins í K.höfn, ef það er ekki
auglýst. Þó cð Bogi kunni að hafa
sagt það á félagsfundi 4. Dec. f. á., að
hann, en ekki félagið, bæri ábyrgð á
öllu því, er í riti hans ætti að standa,
hefir það enga þýðingu, úr því að því
var stungið undir stól, og það var ekki
tekið fram í ritinu sjálfu, en hitt þar á
móti sett heldur ótvírætt framan á það,
að það værigefiðútað„tilhlutun“ stúdenta-
félagsins. Hlaut því hver einasti maður |
hér á landi að skilja það svO, að ritið
væri með öllum þess orðum og endi-
mörkum samhljóða skoðun allra stúd-
entafélagsmanna, því að fáum mun hafa
dottið það í hug, að svo óviturlega
væri um alt búið, að ekki hefðu fleiri
en þrír eða fjórir félagsmenn séð ritið
áður en það var prentað, og svo hefði
verið ætlazt til, að hinir samþyktu það
eftir . á! I Það er óneitanlega til mikils
mælst, enda hefir atferli þetta hefnt sín.
Ritið er óviturlega skrifað orðið, Og hér
á landi hefir verið gerður að því lítill
rómur, útbreiðsla þess hefir verið nauða-
lítil, fáir sózt eftir að lesa það, oghafi það
haft nokkur áhrif, sem ég efast um, þá
er eins víst, að það hafi verið í gagn-
stæða átt við það, sem ætlast var til.
Þetta er harður dómur, en ég held mér
sé óhætt að segja, að hann sé réttur.
Að vera að vitna f það, að menn hafi
heyrt erindi það, er' Bogi flutti, — sem
ég reyndar ekki heyrði, — hefir enga
þýðingu, því orðalag þar og enda heil-
ir kaflar gátu verið alt annað en kæmi
fram í riti. Hefði Á. B. sem forseti
félagsins lagt ritgjörðina fyrir félags-
fund, áður hún var prentuð og látið
setja nefnd til álita um hana, þá mundi
mart hafa verið dregið út úr henni,
sem ekki mátti standa, en nú stendur, og
hefði hann síðan látið félagsmenn sam-
þykkjahana.þá fyrstgat felagið verið þekt
að því að dreifa nafni sínu við ’hana.
En þetta var ekki gert. Mér gat því
ekki dottið í hug. þegar ég sá ritgerð-
ina, annað en lýsa mér öllum veg og
vanda af höndum hvað hana snerti.
Félag íslenzkra stúdenta í Kaup-
mannahöfn hefði haldið viðunanlega
sóma sínum með ályktaninni frá 6. Nóv.
einni, þótt það hefði svo haft vit á að
þegja.
En sæmdina, sem félagið hefir af
ritgerð Boga, geta þeir höfundurinn
og Ágúst Bjarnason einna fremst eign-
að sér. Verður er verkamaðurinn laun-
anna. Eg hefi ekkert til þessarar
sæmdar unnið og vil ekki eiga hana,
og þeir mega bezt vita, hversvegna þeim
sárnar það svo mjög, að ég vil vera
undan þeginn henni, og hversvegna
þeim er nú svo ant um að ég eigi hana
með þeim.
Reykjavík, 21. Nóv. 18981
Jón Þorkelsson,
* * *
* # * * * *
AthS. Eg skal ekki fara mörgum
orðum um deilu þeirra Ágústs ogjóns,
en það eitt vil ég taka fram, að óskyn-
samlegri ályktun hefir aldrei verið gjörð
í nokkru félagi að mínum dómi, þar
sem skynsamir og mentaðir menn hafa
átt sæti, en sú, að fela manni á hend-
ur að gefa út heila bók um brennandi
áhugamál, stórkostlegt alvörumál á
kostnað og ábyrgð félagsins og senda
hana út án þess að það (fél.) sæi hana
áður, eða vissi hvernig hún væri úr
garði gerð.
Slík fljótfærni og óaðgæzla lýsir
annaðhvort því, að áhuginn hefir
verið einungis á vörunum og ís-
lenzkum stúdentum í Höfn hefir í
raun réttri staðið á sama, hvernig það
veltist, eða að öðrum kosti framúrskar-
andi barnaskap og hugsunarleysi.
Ritstj.
„Aðventistinn og kirk]ufeðurnir“.
*
Blaðið „ísafold" hefir þann 19.
Nóv. fundið „sérstaklegt atvik og á-
stæður" til að taka nærri þriggja dálka
grein um þetta efni frá séra J. H. og
um leið lýsa yfir því, að pláss í blað
inu sé „aðeins" leyft séra J. H. „íþetta
sinn“ (og því ekki mér, sem hann þar
berst á móti) — og svo auk þess —
að „bardagann við aðventistann var og
er ísafold fjarri skapi að láta nema
hlutlausan".
Hvort þessi aðferð ritstjórnarinnar
sé samkvæm því „frelsi", er höf. gr.,
séra J. H., nýlega hefir ritað um, er
mér ekki kunnugt, -— og að leggja
'minn dóm á aðferðina þarf ekki. Marg-
ir aðrir geta máske dæmt „hlutlausara"
um það en ég.
Hér er þá mitt svar til séra J. H.
þetta skifti:
Séra J. H. segir, að ég „ítreki
hátíðlega bannfæringu" „yfir kirkjufeðr-
unum og ritum" þeirra. (Þetta er alls
ekki rétt. „Bannfært" þá eða nokkra aðra
menn hefi ég aldrei gert. Um memiina
(feðurna) sjálfa getur séra J. H. með
sönnu og einlægni ekki fundið eitt ein-
asta orð af „sleggjudómum", hvorki í
fyrirlestri mínum, né í bókum eða
ritgerðum mínum. Þvert á móti er þar
tekið fram, að talað hefir verið um
„þau rit, sem eru kend við kirkjufeð-
urna“. Getur séra J. H. séð mun á
þessu? Um sannleika „rita kirkjufeðr-
anna" efast ég að miklu leyti og margir
upplýstir menn með mér. Séu þau
sönn, þá sanna þau að eins að „frá-
hvarfið" frá hinum sanna kristindómi
snemma átti sér stað. Séu þau fölsk,
er sjálfsagt ekkert á þeim að byggja.
Séra J. H. byrjar með að tilfæra
nokkur orð úr hinu svo nefnda Barna-
basarbréfi. Veit þá ekki séra J. H.,
að þetta bréf sérstaklega hefir verið á-
litið falskt, bæði fyr og nú á tímum ?
Eusebius, hinn elzti kirkjusöguhöfundur,
segir um falskar bækur: „Meðal hinna
fölsku bóka hlýtur maður að telja þá
bók, er nefnist ,Gerningar Páls‘, þær
er nefnast ,Pastor‘, og ,Opinberun Pét-
urs‘, auk þessara lílca þær bækur, er nefn-
ast ,Brép Barnabasar' og þá sem nefn-
ist .Skipanir postulanna". Hist. Eccl.
I. öld, 2. kap. § 21. — Sé þetta ekki
nóg, gæti eg tilfært Mosheim, Neander
Kitto og fl.
Hér um bil það sama hefir verið
sagt og sannað um Ignatiusarbréfið o.
fl., en ég þarf ekki að lengja málið
með því að tala um hverf rit, sem séra
J. H. trúir á til stuðnings sólardagsins.
Eg skal að eins segja það, að mér
finst að jafnvel alþyðumenn gæti fund-
ið ástæðu einmitt í þeim tilvitnunum,
sem séra J. II. býður þeim, til að á-
líta að rit þessi verðskuldi það að
maður efist um áreiðanlegleika þeirra.
Eg skal einungis taka eitt dæmi, það,
sem séra J. H. tilfærir úr „ritum Tert-
ullians"; og máské „rit" hans þó sé
meðal hinna skárstu. Tertullian á að
hafa sagt: „Vér álítum það óhæfu að
fasta á drottins degi eða biðjast fynr,
jallandi á kné. Þessa hins sama frels-
is njótum vér með’ gleði frá páskum
til hvítasunnu". —- Meðal þess, sem rit
hans kenna að sé „frelsi" er það, að mað-
ur beygi ekki kné fyrir drotni á ein-
um degi vikunnar, „frá páskum til
hvítasunnu" 111 — Að slík „rit" líka
kenna frelsi frá hvíldardagsboðorði guðs,
er sjálfsagt enginn furða.
Framhald af þessu gæti verið bæði
fróðlegt og gagnlegt. En því miður
hefi ég hvorki „ísafold" né „Ljósið"
til að tala í; þessvegna má ég vera
stuttorður.
Ég skal enda með þeirri athugasemd,
að sé séra J. H. að nokkru leyti sam-
kvæmur sjálfum sér, þá hlýtur hann að
verða talsvert kaþólskari framvegis en
hann hefir verið að undanförnu (sbr.
grein hans: „Erindisreki páfakirkjunnar"
í „Þjóðólfi" 27. marz 1896). Því að