Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 26.11.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 26.11.1898, Blaðsíða 1
Dagskrá kemur út á hverj- um laugardegi, kostar 3,75 erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. október. DAGSKRA Afgreiðsla og skrifstofa er Tjarnargötu 1, opin. hvern virkan dag kl. 11—12 og 4—S síðd. III. JŒ 19. Reykjavík, laugardaginn 26. nóvember 1898. Til minnis. Bajarstjórnat-fundir i. og 3. Fnitd. í mán., kl. 5 síðd. Bálœkranefndar-íxmáir 2. og 4. Fmtd. í máo., kl. 5 síðd. Borngrifasafnið opið Mvkd. og Ld. kl. 11— 12 árdegis. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 síðdegis. — Bankastjóri við kl. nr/a— 1V2. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. Landsbókasafnið'. Lestrarsalur opinn dagl. kl 12—2 síðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd. — Utlán sömu daga. Náttúrugripasafnið (í Glasgow) opið á sunnu- dögum kl. 2—3 siðd. Söfnunarsjóðurinn opinn í barnaskólanum gamla kl. 5—6 síðdegis 1, Mánud. í hv. mánuði. Okeypis lœkningð. sjúkrahúsinu á þriðjud. og föstud. kl. 11—1 Ókeypis tannlœkning hjá tannlækni V.Bern- höft. — Hótel Alexandra 1. og 3. mánud. í hverjum mánuði. Fasíir fundir í Good-Templarhúsinu, t>Hlím Mánud. kl, 8 síðd. »Verðandh Þriðjud. - — t’Bifr'ösU Miðv.d. - — hEtningim Fimtudag - — Barnastúkan Sunnud. kl. -y/2 síðd. Bindindisfélag ísl. kvenna; 1. föstudag hvers mánaðar kl. 8V2 síðd. Barnaguðsþjónusta hvern s.dag kl. 10 árd. Fastir fundir í Ieikhúsi W. Ó. Breiðfj. Fundir tStudentafélagsins«, annanhvorn Id. kl. 8t/2 síðd. David Ostlund'. Sunnud. kl. 6T/4 síðd. í leik- | húsi V. Ó. Breiðfjörðs og miðvikud. kl. 8. síðd. á sama stað. Fastir fundir í Framfarafélagshúsinu. Fundir Framfarafélagsins á hverjumsunnu- degi. kl. 4 síðd. Sjómannatélagið „Bdran“ kl. 7 síðd. „Bandalagið“ heldur fund í Iðnaðarmanna- húsinu síðasta fimmtudag í hverjum mán- oði kl. 8 síðd. ALÞÝÐUSKÓLINM, Á hana eru nú komnir þessir 25 nemendur. Asgeir Egilsson. Ásgeir Gunnlaugsson. Bergþór Eyjólfsson. Björn Jónsso*. Bogi Ókfsson. Brynjólfur Magnússon. Eyjólfur Eyjólfsson. Geir Bachmann. Gísli Gíslason. Guðmundur Gunnlaugsson. Guðmundur H. Sigurðsson. Halldór Gunnlaugsson. Hallgrímur J. Benediktsson. Helga Ólafsdóttir. Helgi Kristjánsson. Ingibjörg Guimundsdóttir. Hansína Jónsdóttir. Jóhann Oddsson. Jónína Jónatansdóttir. Magnús Sigurðsson. Rögnvaldur Sveinsson. Sigurbjörg Níelsdóttir. Sveinn Oddsson. Þórður Erlindsson. Þórður Þorsteinsson. Auk þessara hafa nokkrir sótt um inntöku á skólann, sem enn eru ekki komnir; má kalla aðsóknina að honum ágæta, þegar þess ergætt að hann var ekki auglýstur fyr en svo seint, að erfitt var fyrir metin utan af landi að sækja hann, og má því ætla að hann verði fjölsóttur næsta vetur, enda mun þá verða svo til hagað, að hann verði full- komnari að ýmsu leyti en föng eru til nú. Er vonandi að fyrirtæki þetia verði til þess að auka mentun alþýð- unnar að nokkrum mun, þegar framlíða stundir, og víst er það að alþýðuskóli hefir fleiri lífs og þroska skilyrði hér í Reykjavík en nokkursstaðar annarsstað- ar á landinu. Svo er til ætlast, að próf verði haldið tvisvar á skólaárinu, annað um mánaðarmótin janúar og febrúar en hitt í lok apríl’manaðar. Nokkrir nem- endur hafa heimavist í skólanum. Síðar verður niinst á skólann ýtarlegar skýrt frá fyrirkomulagi kenhslunnar og fl. Af Eyrarbakka er skrifað 15. þ. m. „Sjávarflóð varð hér svo mik- ið í gær að enginn man annað eins. Garður sá, er gjörður hefir verið til varnar sjógangi, brotnaði víða og gekk næstum óbrotinn sjór upp á Breiðumýri og urðu töluverðar skemdir að“. Kirkjuvígsla fór fram að Laug- ardælum 20. f. m. þrír Ólafar fluttu þar ræður, séra Ólafur Sæmundsson sóknarprestur þar, er vfgði kirkjuna, séra Ólafur Helgason á Stóra-Hrauni og séra Ólatur Ólafsson í Arnarbæli. Kirkjuna hefir látið smíða Eggert Benediktsson og kvað hún vera einkar- vönduð. 23. þ. ra. kom hér til bæjarins Albert bóndi á Héðinshöfða. Sagði hann þau tíðindi, að í ofsaroki á aorð- an, sem gjörzt hefði á Eyjafirði 14. þessa máaaðar, heíði nokrum bátum borist þar á og 12 men» drukknað að því, er frétt var, e» líkindi til að meira tjó* hefði af hlotist. Á Oddeyri druknuðu 2 menn, sem vora að vitj* um síldarnet, og úr Svarf- aðardal druknuðu 6. Þar aií auki rak bát á Gásaeyri tneá sigultré uppi og var lína flækt ut- an um h»nn. Þykir sjálfsagt að þar hafi nwnntjón orðið. En* fremur sagði hann þær fréttir, að nýlega hefði brunnið bærinn á Mýr- arlóni í Kræklingahlíð, og fátt af mun- um bjargast, en fólk komist lífs af. Itkmssaemd. Afsökunar cr beðið á því, að grein hr. D. Ötslunds, birtis einnig í íslandinu í gær, en sökum þess að þá var búið að prenta hana í Dagskrá, varð hún að koma. Þegar hr. D. Ótslund bað fyrir greinina, þótti mér ekki rétt að "synja honum rúms fyrir hana, þar sem Isafold vildi ekki taka hana; það er ekki alls kostar óhlutdrægt að leyfa öðrum málsaðila rúm, en útiloka hinn frá því. Nýtt rit, árbók „Fornleifafélagsins" hefir verið sent Dagskrá ásamt ferðasögu eftir Dan- íel Bruun, er það fylgirit með árbókinni og verður minst á hvorttveggja síðar í þessu blaði. Þess skal þegar getið að bækurnar eru báðar mjög merkilegar og ætti það að verða hvöt fyrir menn til þess að gjörast meðlimir félagsins, þar sem tillagið er aðeins 2. kr. Vantar orðabók. Jón Ólafsson kveðst eiga von á ein- hverjum réf (fréttaréf) frá Lundúnaborg. Hvaða kvikindi það er, vita menn ekki. Jón Ólafsson kveður Breta munu fá einhvern fjóa til verzlunarumáða. Það skilur enginn. Jón Ólafsson talar um eitthvert hundad; það er nýgjörfingur hjá honum. Jón Ólafsson nefnir einhverja eða einhvern eða eitthvert deilk. Það skil- ur enginn. Jón Ólafsson segir að Fj.konan haldi einhvern íram\ það er sjálfsagt einhver aðstoðarmaður hjá Valdimar, en ekki er hann nafnkendur hér í bænum. Þetta er alt í N. Ö. síðast. Réf er á 3. s., 3. d., 17. 1. a. n. Fjói á 3. s. 4. d., 22. 1. a. n. Hundað á 4. s., 2. d., 10. 1. a. n. íram á 4. s. I. d., 3. 1. a, o. Ef Jón Ólafsson ætlar sér að halda þannig áfram með nýyrði sín, þá væri vel gjört af honum að semja orða- bók yfir þau með skýringum, biðja- Jón Vídalín að gefa hana út og senda hana sem fylgirit með Öldinni. Gömul verksmiðja var auglýst í íslandinu nýlega, það er „Pret(t)verk" Jóns Ólafssonar. Hvort það er svo að skilja að Jón vilji nú losna við það, er ekki hægt að sjá af aug- lýsingunni, hún er svo ógreinileg. Samkvæmni. Við skólauppsögn í vor las skólastjóri upp nótur, er 2 piltar höfðu fengið; annað var student og fékk nótu fyrir það að hafa komið inn á veitingahús; hitt var nemandi í skólanum og fékk nótu fyrir það að hafa drukkið vín, „en svo kom rúsínan á botninum" eins og karlinn sagði; því rétt á eftir bauð skóiastjóri gestum og stúdentum mn til sín, tii pess að drekka vín\ „Blótaðu ekkiblessuðum börnunum" sagði kerlingin; »það getur komið fram á þeim seinna, h....b......a..... ... ormunumþeim arna». VIÐGERÐ og HREINSUN á saumavél- um tekur að sér GUÐJÓN JÓNSSON á Smiðjustíg nr. 7 mót mjög vægri borgun. Leikhús-Kíkir alveg nýr, er til sölu fyrir 2/3 hluta verðs. Ritstjóri vísar á. Læknaskólinn. Ýmsar raddir heyrast um það, jafn- vel frá þeim mönnum, sem vilja láta kalla sig sanna ættjarðar-vini, að læknaskóli ætti ekki að vera hér heima á íslandi; heldur vilja þeir senda þá til Hafnar, er þá grein vilja nema. Kveða þeir það svo mörgum örðug- leikum bundið að hafa hér læknaskóla svo úr garði gjörðan, að fult gagn megi að verða, að snjallasta ráðið sé að leggja árar í bát að því er, það snertir. Þessar raddir heyrast auðvit- að oftast úr þeim áttum, sem altaf kveða við þann tón, að enginn stofnun geti þrifist hér, enginn sé hér fær um að hugsa né framkvæma nokkurn skapaðan hlut, verklega eða bóklega. Þótt duglegir menn og skynsamir hafi lært á erlendum skólum og útskrifast þaðan með bezta vitnisburði, þá eiga þeir að vera óhæfir til þess að kenna þegar þeir koma hingaðl Þessi skoðun, ef skoðun skyldi kalla, hefir svo oft fengið verðugan dóm, að ég ætla ekki að fara mörgum orðum um hana að þessu sinni. En það er óhætt að fullyr Ja að vér erum svo vel staddirþegar til kennslu- kraftanna kemur, að óþarft er að telja það Þránd í götu fyrir vænlegum á- vöxtum af náminu. Kennarar þeir, sem nú eru við læknaskólann, eru yfirleitt svo færir, hver í sinni grein að óþarfi er að kvarta, að því, er kennsluna snert- ir. En það er annað, sem þyrfti að athuga við læknaskólann, það er hús- rúmið, kennslustofurnar. Þær eru svo úr garði gjörðar að hver sannur Islend- ingur hlýtur að fyrirverða sig fyrir. har eru tvær meinþröngar holur, sem ætlaðar eru til alls. Þær eru hafðar fyrir kennslustofur fyrir 4 deildir!, þang- að er hrúgað sjúklingum þegar ókeyp- is lækning eru á skólanum; stundum með viðbjóðslegum sjúkdómum. Þeir eru látnir sitja þar í annari holunnijen læknaðir í hinni, og má nærri geta hvernig þær eru út- leiknarþegarþví er lokið, og hversuþægi- legt og þokkalegt sé fyrir kennara og nem- endur að vera þar á eftir, stundum án þess að gjört sé svo mikið sem að þurka af borð- um og bekkjum. Stundum er hrúgað þar inn blautum þvotti, og er það mjög svo óviðkunnanlegt og ekki sera heil- næmast. Þessar tvær holur eru þvf kenslustofur fyrir 4 deildir, sjúkrahús fyrir alla Reykvíkinga og hjallur fyrir þvott. Þetta er svo mikill sóðaskapur að furðu gegnir að menntaðir menn — og það læknar — skuli geta unað við slíkt! Til þess að skólarnir geti þrif- ist vel, er eitt aðalskilyrðið það, að kennendum og nemendum geti 1 iðið vel í skólanum, en til þess að þeim geti liðið þar vel, verða þeir að hafa þægi- lcgt, eða að minnsta kosti viðunanlegt, húsrúm, en það hefir læknaskólinn okkar ekki að bjóða, eins og tekið hefir verið fram. Það er leíðinlegt og það er skömm að því að hafa jafngóða kennara og nú eru við læknaskólann og láta húsrúmið vera því til fyrirstöðu, að skólinn geti verið bjóðandi. Það er öruggasta ráðið til þess að koma þessari stofnun fyrir kattarnef, að halda þessum skrælingjahætti áfram, enda lýtur ekki út fyrir annað en hann ætli gjörsamlega að leggjast niður, ef athuguð er aðsóknin að honum síðustu árin.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað: 19. tölublað (26.11.1898)
https://timarit.is/issue/163047

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

19. tölublað (26.11.1898)

Aðgerðir: