Dagskrá - 26.11.1898, Blaðsíða 4
76
þingi, að það þarf að róa vel undir ef
einhverju góðu á að verða framgengt.
Nj'órður.
* * ❖ * *
Þótt línum þessum sé beint tilmín
sem spurning, finn ég mér ekki skylt
að svara þeim, en þess má vænta að
hr. Magnús gjöri það sjálfur og á það
betur við. Ritstj.
Dagbók Reykjavíkur.
Laugardagur.
Suðaustanstormur fyrri partinn,
lygndi eftir hádegið og snjóaði töluvert.
Kvennfélagið hélt tombólu i Iðn-
aðarmannnahúsinu.
Sunnudagur.
Lygnt veður og gott, en dálítið frost,
Indriði revísor Einarsson lagði af
stað austur, í bindindisför, ætlar að flytja
þar fyrirlestra og ef til vill stoína
stúkur.
Gufuskipið „Ásgeir“ kom frá út-
löndum með ko), en engar fréttir.
Áframhald af Kvennfélagstomból-
unni í Iðnaðarmannahúsinu.
Stúkan Einingin nr. 14 hélt 13
ára afmæli sitt í Good-Templarahúsinu,
með mikilli viðhöfn. Fyrst söng Stef-
♦
anía Guðmundsdóttir kvæði, er ort mun
hafa Jón Ólafsson og kallað var „Lyst-
ug vísa", var það einkennilega ort, íjör-
ugt og skemtilegt, og aðdáanlega vel
sungið. Þá talaði Jón Ólafsson lengi
fyrir minni Einingarinnar, Borgþór Jós-
efsson fyrir minni Reglunnar hér á
landi og Jón G. Sigurðsson bæjarfó-
getaskrifari fyrir minni hinna stúknanna,
bæði' Reykjavík og úti um land. Fór-
ust honum bezt og viturlegast orð allra
þeirra. Þá varsungiðannað kvæði.ernefnt
var „Hljóð úr horni,, en Stefanía Guð-
mundsdóttir lék stutt eintal, sem er
mjög lítitilfjörlegt í sjálfu sér, en var
snildarlega leikið og því til mikillar
skemtunar.
Þá söng Þóra Sigurðardóttir kvæði
og fórst það ágætlega, en það var ó-
viðkunnanlegt að velja til þess útlent
(danskt) kvæði.
Loksins mælti Þorv. Þorvarðarson
fyrirminni kvenna. Afmælishátíðin fór vel
fram, en nú eru Templarar orðnir svo
margir að ekki gátu fleiri en Eining-
armenn einir saman verið þar og
nokkrir aðrir, er boðnir voru. Er nú
í ráði að byggja nýtt hús, miklu stærra
eða stækka það gamla.
Mánadagur.
Lygnt veður og gott, frostlítið.
Fór fram jarðarför Þórunnar sál.
Halldórsdóttur og fylgdi henni fjöldi
fólks.
Þriðjidagur.
Suðaustan rok fram á hádegi,
lygndi þá nokkuð og var ailgott veður
til kvelds; frostlítið og þurt.
Miðvikudagur,
Bjart veður og nokkurt frost, lygn
á austan.
Kom út jólanúmer «Herópsins» lit-
prentað, mjög skrautlegt, óefað lang-
fallegasta blað, sem komið hefir út hér
á landi; er það til sölu hjá útgefanda
og kostar 15 aura.
Fimtidagur,.
Sunnankaldi; kafald öðruhvoru,
lítið frost.
Föstudagur.
Suðaustan kaldi, lítið frost, kaf-
aldsél, rigning um kveldið.
Hvítárvallagreifinn kom hér til
bæjarins ásamt fóstursyni sfnum. Segja
sumir að hann muni vera kominn í því
skyni, að leita sér upplýsinga hjá lög-
fræðingum, til þess að geta klekt á
þeim sveitungum sínum fyrir það, hversu
hátt útsvar þeir hafa lagt á hann (500
kr).
Gufuskipið „Ásgeir Ásgeirsson"
fór til ísafjarðar.
Óróna sjóvetlinga
vel stóra—og tómar steinolíu-tvHlll—
UIT, kaupir háu verði
Th, Thorsteinsson
(Iáverpool.)
Mr’ SJ.5 sem stalst undirsænginni úr
læstu herbergi á hæsta lofti í Glasgow,
ert hér með alvarlega ámintur um, að
skila henni tafarlaust, því ella verður
nafn þitt gefið upp fyrir lögreglustjóra
bæjarins. Tveir menn sáu tii þín þegar
þú fórst með sængina.
Skamma-Jón;
æfisaga þessarar persónu byrjar í næsta
blaði Dagskrár, og má ætla að marga
fýsi að lesa, því sagan verður bæði
fróðleg, skemtileg og lærdómsrík.
Sagan verður prentuð neðanmáls, til
þess að kaupendur geti átt hana sér-
staka.
Sá, sem kynni að eiga kvæði, er
heitir „Brot úr þulunni um Jón mann-
orðsþjóf", er vinsamlega beðinn að ljá
það ritstjóra Dagskrár ogsömuleiðis að
gefa honum allar upplýsingar, er hann
getur, um þá persónu.
Gó9 jólagjöf!
„Vegurinn til Krists“
159 bls, innb. í skrautbandi. Verð 1
kr. 50 aurar. Fæst eins og fleiri góð-
ar bækur til kaups hjá D. 0stlund.
Vallarstræti 4, Rvík..
Náttúrusafnið
er lokað í skammdeginu, frá 27. þessa
mánaðar.
Benedikt Gröndal,
Dýraverndunarfélagið
heldur fund í kvöld, 26. nóv. kl. 7 í
Framfarafélagshúsinu. Áiíðandi að all-
ir mæti.
Bindindismannadrykkurinn
,Chika‘,
er ljúffengur og fínn svaladrykkur. —
»Chika« er ekki meðal þeirra drykkja
sem meðlimum Stórstúku Danmerkur af
N. I. O. G. T. er bannað að drekka.
Martin Jensen, Kjöbenhavn.
Umboðsmaður fyrir ísland:
F. Hjorth.&Co.
Stafur.
var skilinn eftir í leikhúsi W. Ó. Breið-
fjörðs síðastliðið laugadagskvöld. Vitja
má til ritstjóra þessa blaðs.
Lífsábyrgð fyrir börn.
Lífsábyrgð sú, sem hér er um að
ræða, er stofnuð fyrir nokkrum árum
af lífsábyrgðarfélaginu „Star“, og er
það sú lífsábyrgðartegund, er sýnist
munu verða mest notuð framvegis.
Hér skal bent á aðalkosti
þessarar lífsábyrgðartegundar.
I. Árlegt iðgjalder ekki nema ‘/2—V3
af því, sem fullorðið fólk borgar.
II. Fyrir börn þarf ekkert laekn—
ÍSVOttOPð, sem stundum hefir í
för með sér, að menn ekki fá trygt
jíf sitt.
III. Ltfsábyrgðin er laus við hinar venju-
legu takmarkanir og skilyrði, þannig, að
a. Ábyrgðareigandi má ferðast og
dLvelja hvar sem vera
skai á hnettinum, án þess að
gera félaginu grein fyrir því.
b. Ábyrgðareigandi má StUllda
sjómennsku og hverja
aðra atvinnu, án þess að iðgjald hans
hækki.
Sem ellistyrkur er lífs-
ábyrgð þessi einkar hagfeld.
Kaupi maður t. d. barni á fyrsta
án lifsábyrgð til útborgunar þegar það
er 55 ára, er árlegt iðgjald 12 kr.
Borgi ábyrgðareigandi þetta sama
iðgjald í 50 ár, hefir hann borgað út
604 kr. en þá mundi ábyrgðin með
viðlögðum „bonus" veraorðin 1500—
1600 kr.
Vilji ábyrgðareigandi verja „bonus"
til þess að lækka iðgjöldin, hverfa þau
smámsaman alveg og hann á ábyrgð
sína sér að kostnaðarlausu, en getur
eftir þann tíma fengið „bonus" lagðan
við, eða þá borgaðan jafnóðum.
Þegar ábyrgðareigandi er fulls 21
árs, öðlast ábyrgð hans eiginlegt gildi
og nýtur eftir þann tíma allra.réttinda
félagsins um uppbót, lántöku, endur-
kaupsgildi o. s. frv.
Deyi ábyrgðareigandi fyrir þann
tíma, eru iðgjöldin endurborguð foreldr-
unum eða þeim, sem hafa trygt líf
barnsins.
Ef allir hér á landi, sem með góð-
um vilja hafa efni á því, vildu tryggja
líf barna sinna, mundu ekki líða marg-
ir mannsaldrar áður landsmenn ættu
lífsábyrgðir, sem svaraði þúsund krónum
Álftnesingar, Hafnfirðingar og Mos-
fellssveitarmenn eru vinsamlega beðnir
að vitja Dagskrár í búð Jóns kaupm.
Jónssonar, Aðalstræti 10.
Lífsábyrgðarfélagið ,STAR‘.
Skrifstofa félagsins Skólavörðustíg
M 11, er opin hvern virkan dag frá
11—2 og 4—5.
'^X^dirritaður kennir að tala og
lesa ensku.
á mann, en það væri sama sem að ár-
lega borgaðist inn í landið 1,750»
OOO kr. með sama fólksfjölda og
nú er.
Nýfluttur til íslands
er hinn heimsfrægi litur
Omnicolor
tilbúinn af efnafræðisverkstofu
Baumanns í Kassel.
Festist ekki við hendurnar,
hefur engin eitruð efni og upplitun
á sjer ekki stað.
Hefur þegar við fyrstu reynslu fengið
bestu meðmæli.
20 litartegundir.
— pakkinn kostar 35 aura og fylgja
litunarreglur á íslensku.
Einkaútsöiu fyrir ísland hefur
Gunnar Einarsson.
Tjarnargötu 1. Reykjavík.
Nýr
fugl í eyjunni.
Almenningi gefst til vitundar að
ég undirritaður tek til aðgjörðar állskon-
ar gamlan skófatnað, sömuleiðis nýjan,
og laga hann eftir því sem hlutaðeig-
andi óskar.
28 Vesturgötu 28.
Reykjavík.
Kr. Guðmundsson.
Ný barnastúka
verður stofnuð í Good-Templarhúsinu
sunnudaginn 4. desember kl. 4. síðdeg-
is. Svo var til ætlast að það yrði gjört
á morgun, en sökum vissra orsaka varð
því ekki við komið. Allir þeir, sem
vilja láta börn sín vera í þessari nýju
stúku, gjöri svo vel að snúa sér til
Sig Júl. Jóhannessonar.
Fineste Skandinavisk Export
Kaffe Sorrogat,
F. Hjort & Co.
Kjöbenhavn K.
Útgefandi: Félag eitt í Reykjavík.
Abyrgðarm.: Sig. Júl. Jóhannesson,
cand. þhil.
Prentsmiðja Dagskrár.
37 Laugarvegi 37.
Sigurður Pétursson.
Lovenskjold Fossum-Fossumpr.Skien
tekur að sér að útvega kaupmönnum við. Einnig eftir teikningum að byggja
hús. Semja má við PÉTUR M. BJARNASON á ísafirði.
Síenn ættu að nota tækifærið, því hvergi mun fást ódýrari viður, eða með
betri kjörum en hjá undirskrifuðum.
Pétur M. Bjarnason.