Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 10.12.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 10.12.1898, Blaðsíða 1
Dagskrá kemur út á hverj- um laugardegi, kostar 3,75 erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. október. Afgreiðsla og skrifstofa er Tjarnargötu I, opin hvern virkan dag kl. 11 —12 og 4—5 síðd. III. JIS 21 Reykjavík, laugardaginn 10. desember. 1898. Til minnis. Bœjarstjórnat-fundir i. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Fdtœkranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. ímán., kl. s síðd. Forngripasafnid opið Mvkd. og Ld. kl. 11— 12 árdegis. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 slðdegis. — Bankastjóri við kl. 11V2— 1V2. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. Landsbókasafnid'. Lestrarsalur opinn dagl. kl 12—2 siðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd. — Utlán sömu daga. JVáttúrugripasafnid (í Glasgow) opið á sunnu- dögum kl. 2-^3 síðd. Söfnunarsjódurinn opinn í barnaskólanum gamla kl. 5—6 síðdegis 1, Mánud. í hv. mánuði. Okeypis lœknmgó. sjúkrahúsinu á þriðjud. og föstud. kl. 11—1 Ókeypis tannlækning hjá tannlækni V.Bern- höft. — Hótel Alexandra 1. og 3. mánud. í hverjum mánuði. Fastir fundir í Good-Tempiarhúsinu. t>JLlím Mánud. kl, 8 síðd. »Verðandh Þriðjud. • — t>Bifröst* Miðv.d. - — t>Emingim Fimtudag - — Barnastúkan „Svava" Sunnud. kl. ilj síðd. Bamastúkan „Æskan" — ki. 3'/2 síðd Bindindisfélag ísl. kvenna; 1. föstudag hvers mánaðar kl. 8'/= síðd. Barnagudspjónusta hvern s.dag kl. 10 árd. Fastir fundir í Ieikhúsi W. Ó. Breiðfj. Fundir »Studentafélagsins«, annanhvorn Id. kl. 8V2 síðd. David Ostlund: Sunnud. kl. 6V4 síðd. og mið- vikud. kl.8. síðd. Fastir fundir í Framfarafélagshúsinu. Fundir Framfarafélagsins á hveijum sunnu- degi. kl. 4 síðd. Sjómannatélagið „Bdran" kl. 7 síðd. „Bandalagið" heldur fund í Iðnaðarmanna- húsinu síðasta fimtudag í hverjum mán- uði kl. 8 síðd. I^Vinnustof anjl U Bröttugötu 5, M. A. MATTHIESEN. í BrÖttUgðtU er flest að fá fyrir lítið verð, skótau er þar unnið af allra beztu gerð. Svo er eitt ekki sízt, þar alt er gjört svo fljótt, Þar margir vinna’, en verða samt að vaka fram á nótt. Sjómenn kaupa stígvél sterk, stúlkur fín og nett, þau blessuð börnin þurfa bæði sterk og létt. Reimar, svertu’, áburð eins allir þurfa að fá; það bezt er alt í BrÖttUgÖtU bæði að reyna og sjá. Við þekkjum mörg hann Matthías, sem mest er pantað hjá; hann selur skó úr skinni sem skín og gljáir á. Komi sveinn, kæra mær, og kveðji þig á dans, þá þarftu að fá þér fína skó — og farðu til hans. Um jólin, ef þú opinberar, eflaust þarftu skó, því ekki viltu’ að unnustan þín eigi ljóta skó. Og því er bezt að biðja í tíma í BrÖttUgÖtU um skó, Hjá Matthiasi Og engum öðrum áttu‘ að kaupa skó. L0venskjold Fossum-Fossumpr.Skien tekur að sér að útvega kaupmönnum við. Einnig eftir teikningum að byggja hús. Semja má við PÉTUR M. BJARNASON á ísafirði. ^fllenn ættu að nota tækifærið, því hvergi mun fást ódýrari viður, eða með betri kjörum en hjá undirskrifuðum. Pétur M. Bjarnason. Templarar I sem ætlið að vera á fundi á Lágafelli á morgun (sunnud. 11. des.), gjörið svo vel að mæta kl. 9V2 árd. heima hjá Sig. Júl. Jóhannessyni, í húsi Gunnars Einarssonar. Komið sem flestlrl ^tvin nJ^L óskast, helzt við búðarstörf, skriftir eða einhverja aðra hæga vinnu. Ritstjóri vísar á. Byssa (afturhlaðningur) er til sölu. Ritstjóri vísar á. VETRARJAKKI þykkur er til sölu íyrir lítið verð. Ritsjóri vísar á. Gerið svo vel aðborga Dagskrá fyrir jólin. LESID! ÞAÐ BORGAR SIG. Hjá undirrituðum er úr talsverðu að velja, af mínum góðkunna skófatnaði. Gott efni, góð vinna. Sömuleiðis er pantaður skófatnað- ur smíðaður nákvæmlegfa eftir máli. Enn fremur allar aðgjörðir íljótt og vel af hendi leystar. Þeir, sem enn ekki hafa fengið sér skó til jólanna, komi sem fyrst Og semji við mig. Ég gef háar prosentur til nýárs mót borgun út í hönd. IPÍP' Þeir, sem ekki hafa peninga, geta fengið skó, eða skóviðgjörð- ir móti innskrift. Virðingarfylst. Yilhjálmur Kr. Jakobsson. (Austurstræti 5.). Nú fæst í „Beztu Búðinni“ Hafnarstræti m 8. Allskonar vefnaðarvara t. d. Kjólatau, Klæði, Fataefnl, Flonel, Musselin, Sirts, Gardínutau, Skyrtutau, ErmafóOur, hvítur og mislitur Shirtingur. Ymislegt til ísaums t. d. Grenadin, ísaumsklæði, Silki, 2 sortir af perlugarni, Brodergarni, Zephyrgarn. Ymislegt áteiknað t. d. Avísbönd, Saumaborðteppi, Svuntur. Kaffidúkar, Bufedúkar Úrtöflar. Vasaklútamöppur og Bursta- haldarar, Vasaklútar hvítjr og misl. Handklæði, Kvennsokkar, Slipsi, Axlabönd Hálsklút- ar mjög fallegir og ódýrir, Múfifur Líf- stykki. Allskonar hálslín t. d. Manchettskyrtur, uppist. og niðurl. Flibbar, Brjóst, Manchettur, Slipsi og Slaufur mjög fallegar. Ljómandi falleg Kort o. fl. Rvík. xo. des. 1898. H . C 1 a u s e n . l»eir sem hafa sent Dagskrá ritgerðir eða kvæði, eru beðnir að af- saka, að það getur ekki komið í þetta skifti sökum rúmleysis. STÚDENTAFÉLAGS- FUNDUR í kveld kl. 8V2, ekki 1U/2 eins og »N. I Ö«. segir, Til séra Jóns Helgasonar. Um „síðasta svarið til aðventistans" og aðrar greinir frá yður. Stutt yfirlit. Séra J. H.I Þér eruð þá búnir að svara mér viðvíkjandi hvíldardagsmál- inu. Og þar sem þér byrjuðuð blaða- deiluna, á ] <að við að ég endi hana. Ég ætla þá fyrst að benda á það, sem þér ekki hafið getað hrakið. Það eru þessar setningar: 1) Sjöundi dagurinn er hvíldardagur guðs. Guð, en ekki Móses, er höfund- ur hans, og hann varð til við sköpun- ina, helgaður og blessaður af guði hér umbil2400 árum áður en Móses fæddist. 2) Hann er gefinn mönnunum, en ekki eingöngu Gyðingum. 3) Kristur og postular hans og hinir fyrstu kristnu héldu sjöunda daginn heil- agan. 4) Kristin kirkja hélt hann mjög al- ment heilagan fleiri aldir eftir stofn- setningu hennar. 5) Nýja testamentið talar ekki eitt einasta orð um breytingu dagsins. 6) Hið fyrsta boð um helgihald sunnu- dagsins var gefið af Constantinusi keis- ara árið 321, áður en hannsjálfur varð kristinn; það er þar af leiðandi af mann- legum, heiðnum uppruna. 7) Kaþólskir menn viðurkenna það skýlaust, hvað kristilega kirkju snertir, að breytingin sé gerð af kaþólsku kirkj- unni. Þetta er aðalmálið, alveg eins ó- haggað og áður en þér byrjuðuð að rita á móti því. Fáein auka-atriði langar mig þó til að benda á, áður en ég enda: 1) Þér reynið tvisvar að gera mig hlægilegan fyrir það að ég hefi sagt f bók minni, að orðtakið „drottins dag- ur“ í biblíumálinu (Opinb, 1, 10) tákni sabbatsdaginn. Fyrir því hefi ég fært sannanir{Hv. dr. bls. 27). En þér far- ið algerlega kring um rökleiðsluna, sem þó allir geta lesið þar, og gerið gys að því öllu. 2) Sömu aðferð notið þér, þegar þér talið um það, er ég sagði um stofnun kristilegrar kirkju. Ég staðhæfði, að kristileg kirkja hlyti að vera til, þegar kvöldmáltíðin var innsett í kirkjunni, og það skeði þá á undan dauða Krists. Skyldi ekki þetta vera svo „logiskt", að þér hefðuð átt að reyna að hrinda því? En í staðinn fyrir það gerið þér bara gys að því. * 3) Þér skrifuðuð í fyrstu grein yðar (okt. no. af „Ljósinu") að „allir kirkju- feðurnir" „frá lokum fyrstu aldar og fram eftir öldunum" liafi talað „skýlaust um almennleika sunnudagshelgihaldsins“ á þessum öldum. Allir menn, sem hafa fengið nokkra guðfræðislega mentun, vita að þetta er hreinasta staðleysa, og ég sagði yður í neðanmálsgr. við fyr- irlesturinn í N. O. (Nr. 4), að það mundi verða yður of vaxið starf að 'sanna slík- ar setningar. „Síðasta svar til aðvent- istans" frá yður er komið, en ekki sann- anir yðar.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.