Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 10.12.1898, Qupperneq 2

Dagskrá - 10.12.1898, Qupperneq 2
«3 Það væri hægt að halda þessu á- fram, en þér sjáið vonandi, að það verði hvorki yður né sunnudeginum til styrkt- ar. Fáein orð má segja um aðalefni síðustu greinar yðar. Aðalefni hennar er að engu leyti sabbatsdagurinn, held- ur persónuleg óvild og stóryrði gegn mér. En hvílíkar sannanir það eru, hljóta þó allir að sjá. Yðar málstað styrkir það þá allra sízt. Að ávíta mig fyrir það, að ég haldi mínum málstað fram og færi rök fyrir honum, það er dálítið skrítið, séra J. H., og fjarri fer því að ég vildi líkj- ast yður í þessu. Að maður skyldi vera óáreiðanleg- ur, og ekki vilja sjá sannleikann, það er alt of ljót ásökun til þess að maður, sem á góða samvizku, ekki skuli kasta þessu tilbaka þaðan, sem það er komið. Eg hefi ekki gengið fram hjá þvf, sem þeir hafa haldið fram, er aðrar skoðanir hafa haft. Hvíldardagsbók mín er sönnun þessa. Á bls. 24—27, i Hvd. dr. er t. d. sérstaklega talað um ritningargreinir, er verndarmenn sunnu- dagsins nota. Að þessir staðir ekki sanna það, sem þeir eru notaðir til að sanna, er ekki mér að kenna. Að ég hefi talað um og tekið til meðferðar nokkurn veginn alt það, sem þér hafið komið með, það vitið þér, séra J. H., — en máské aðrir þó betur. Að nýju farið þér að ásaka mig fyrir að ég hafi gengið fram hjá og slept síðustu orðunum í Matt. 5, 18, og það til þess að létta fyrir mér, þótt ég hafi svarað þessu og sannað óhrekjan- lega, að þetta sé órétt hjá yður, þar sem ég einmitt í hvíldardagsbókinni tvi- svar hefi tekið orðin með. (Sbr. gr. »Lögm. og séra J. H.«, niðurl.). Að sumir lúterskir guðfræðingar — sumir dauðir og sumir lifandi — hafi verið ósamkvæmir og sjálfum sérsundur- þykkir í kenningum sínum unr lög- málið eða lögmálin, er að vísu slæmt, en það er ekki rétt gert að ávíta mig fyrir það. „Einkenni" rm'n „sem rithöfundar" eru eiginlega máiinu alveg óviðkomandi. Hefðuð þér getað sannað, að það væri á móti heilagri ritningu að halda sabbatsdagir.n heilagann, — hefðuð þér getað sannað, að sunnu- dagshelgihaldið væri annað en manna- skipun og mannakenning, — þá hefðuð þér eflaust ekki eytt tíma yðrum með að skrifa um mín ein- kenni; en af því að hitt er og verður yð- ur jafnómögulegt og það er að taka sólina í burtu, — þá takist þér alt annað starf á hendur, það nefnilega, að reyna að sanna að ég sé ófullkominn, aumur og breysk- ur í starfi mínu, og það mun eflaust tak- ast yður betur, þar sem ég sjálfur er fús á að játa breyskleika minn. Því að þótt sumum þyki, ef til vill, að þér hafi verið alt of stórorður í mörgu af þessu, og þótt ég gæti hafa sagt yður, hvað þekk- inguna snertir, að ég þekki það, sem þér í þessari grein ávítið mig fyrir að þekkja ekki*), þá vil ég þó með heil- um hug játa yður það, að mig vanti svo ákaflega margt og mikið. En samt *) Eitt einasta dæmi viðvíkjandi því, hvern- ig þér „sannið" „þekkingarskort" minn, lang- ar mig þó til að benda yður á. Það er um bréf Ignatíusar. Þegar þér lesið í grein minni í Dagskrá um það e.ina Ígnatíusarbréf, sem þér vitnuðuð í, og sem var tal um, —já--- þá hafið þér undireins sönnun fyrir því, að ég þekki ekki nema eitt bréf, kent við ígna- tíus. — En séra J. H.! Þegar nú menn lesa í Isafold frá yðar eigin penna einmitt það sama, að talað er um þetta eina bréf hans (t. d.: „í bréfi Ígnatíusar" o. s. frv.)-já— sannar það þá, að þér heldur ekki þekkið nema eitt?—?—? sem áður vona ég þó fyrir náð Jesú Krists, að ég geti staðist reynslu ’ hér, og síðan fyrir hástóli himnaföðursins,— og þess vegna gera ásakanir yðar mér alls ekki neitt. Spurningu yðar til mín: „Heldur herra 0., að nokkur sá, er elskar guð af öllu hjarta, láti sér nokkurn tíma til hugar koma vísvitandi að fremja það, er sýnir fyrirlitningu fyrir dýrð drottins?" — ætla ég að lokum að svara með eftir- fylgjandi gagnspurningu til yðar, séra J. H., og til hvets einasta manns, sem þessar línur koma fyrir sjónir: Haldið þér, að nokkur sá, er elskar guð af'óllu hjarta, láti sér nokkurn tíma til hugar koma VÍSVÍtandÍ að sýna fyrirlitn- ingu fyrir hinum heilaga hvíldardegi drottins, sem hann blessaði og helgaði í upphafi, og sem sonurinn líka í sann- leika helgaði? Svar við þessari spurningu gefið þér bezt frammi fyrir honum, sem gaf oss sinn heilaga dag til hvíldar. En eitt er víst: Mjög alvarleg erspurn- ingin, því frelsarinn segir sjálfur, og orð hans eru meira en mannleg stóryrði: „Sá þjónn, sem veit vilja húsbónda síns og hirðir ekki um að hlýða honum, hann mun sæta mikilli refsingu". Lúk. 12, 47. Drottinn frelsi oss frá allri óhlýðni og synd! í kærleika og sannleika. David Osilund. Eftirmáli. Að eins fáorðumþað, sem ég kenni í Breiðfjörðshúsi. — Séra J. H. Svo lengi sem þér sjálfir heyrið það ekki með eigin eyrum, sem ég kenni, þá væri bezt að láta vera að skrifa um það. Þegar þér aftur og aftur lesið það í ritgerðum mínum, sem ekki stendur þar skrifað, þá er enn minni von um að yður takist að segja rétt frá orðum mín- um eftir þvaðri annara. Hinn sami. Dagbók Reykjavíkur. Vikan frá 26. nóv. til 3. des. Þar eð ekki var rúm í síðasta blaði fyrir Dagbók Reykjavíkur, kemur hún tvöföld (fyrir báðar vikurnar) í þessu blaði. Laugardagur. Norðanstormur fram yfir miðjan dag; lygndi þá og gjörði gott veður; frost var lítið. Kom gufubáturinn »Muggur« og með honum eigandi hans, hr. kaupm. P. Thorstenson frá Bíldudal. Hér var maður á ferð sunnan úr Grindavfk og var staddur á hótel ís- land; var þar stolið úr vasa hans pen- ingaveski með 80 kr. (þar af 50 kr. í einum seðli). Veskið fanst síðar tómt inni á Svínastíu. Skáldið Tryggvi Andersen hélt einkarfróðlegan fyrirlestur í Stúdenta- félaginu um skáldskap og bókmentir Norðmanna á siðari tímum. Sunnudagur. StiUiIogn allan daginn, frost og heiður himinn; óvanalega fagurt kveld, eins bjart og um hádegi væri, enda sá það á hér í bænum, því ekki varð þver- fótað um göturnar fyrir þrengslum. Sig. Júl. Jóhannesson fór upp að Lágafelli, hélt þar bindindisfyrirlestur og stofnaði Good-Templarstúku, er nefnist Björg. Leikfélagið skemti í fyrsta sinni á þessum vetri og var aðsóknin svo mik- il, að færri komust inn en kaupa vildu. Stúdentafélagið sýndi myndir í Iðnaðarmannahúslnu. Var þar húsfyllir. Mánadagur. Austankaldi fram á hádegi og dá- lítið frost, gekk því næst í suður. Kom póstskipið „Lára" 2 dögum á eftir áætlun. Með henni kom Magnús læknir Ásgeirsson. J>riöj idagur. Lygnt og frostlitið fram eftir deg- inum, hvesti á austan síðari partinn. Miðvikudagur. Lygnt og gott veður fram undir kveld, hvesti þá nokkuð á suðaustan. Lítið frost. Stúkan Bifröst hélt opinberan fund kl. 9 síðd. og var svo mikil aðsókn að honum að margir urðu frá að hverfa. Muggur fór vestur aftur. Fimtidagur. Norðanstórviðri og nokkuð frost, kafald öðru hvoru. Lára fór til Akraness og Hafnar- fjarðar. Fðstudagur. Norðaustanstórviðri, lítið frost. Dýraverndunarfélagið hélt aðalfund, og var kaupm. W. Ó. Breiðfjörð kos- inn formaður þess. Dó ungfrú Guðrún E. Waage. Hún var söngkona mikil og fékk styrk til þess fyrir nokkrum ár- um að afla sér frekari þekkingar í þessari list. Vikan frá 3—10 des. Laugardagur. Norðaustan kæla lítið frost og heiðskírt veður. Maður varð bráðkvaddur niðri á bryggju, Pétur Ásmundsson fyrrum prentari. Sunnudagur. Norðan kæla, lygndi eftir miðjan dag, nokkuð frost, heiðskírt og skemti- legt veður. Var stofnuð ný barnastúka f Good- Templarahúsinu, er „Svava" heitir. í hana gengu 53 nýir meðlimir; þessi nýja stúka heldur framvegis fundi sína á sunnudögum kl. 1 síðd. Leikfélagið lék í annað skifti sama leikritið og áður. Fór það mjög vel yfir höfuð, eins og áður. Því hefur verið haldið fram af mörgum, að Reykvíkingar, eða íslend ingar yfir höfuð, væru svo blindirfyrirþví hvað þeim væri boðið, að þeir sæktu alt jafnt, en nú hefir reynslan sýnt hið gagnstæða. Þetta er eina leikritið, sem boðlegt hefir verið nú um langan tíma, enda hafa sjónleikar aldrei verið jafn- vel sóttir að undanförnu. Þess skal getið að söngurinn var skárri nú en í fyrra skiftið, þótt ekki væri hann góður. Mánadagur. Heiðskírt veður, stillilogn og lítið frost. Póstgufuskipið Lára fór til útlanda og með því: Ó. H. Benediktsson, Pétur Þljaltesteð úrsmiður, Guðmundur Brynj- ólfsson trésmiður, Eyþór kaupm. Fel- ixson og Otti Guðmundsson skipasmiður til þess að nota styrk þann er honum var veittur á síðasta þingi og læra þil- skipasmíðar. Má vænta góðs af þeirri för, því hr. Otti er maður duglegur og smiður góður. Þriðj idagur. Norðaustan kæla, lítið frost, heið- skírt veður. Opnaði herra Þorkell Þorkelsson frá Reynivöllum nýja verzlunarbúð í húsi Reinholds Andersens skraddara. Er þar nóg af allskonar vörum, vönduðum og ódýrum. Leynifélagið hélt fund og voru þar til umræðu 3 slúðursögur; ein þeirra var rakin að vatnspóstinum, önnur inn í laugar og hin þriðja til’nokkurra hefð- arkvenna hér í bænum. Urðu allharðar umræður um það, hvort rétt væri að auglýsa höfunda þeirra, eða ekki, en niðurstaðan varð sú, að það skyldi ekki gjört að sinni. En varlega mega slúðursagnahöf- undar bæjarins fara héðan af, ef þeir vilja dyljast. Miðvlkudagur. i Lygnt og frostlítið allan daginn. Leikið í þriðja skifti í Iðnaðarmanna- húsinu „Drengurinn minn" og tókstvel eins og áður. Fimtidagur. Hávaðarok á suðaustan allan dag- inn; lá við að fólk yrði uppnumið af götum bæjarins. Föstudagur. Austanrok. Kafaldsél af suðri síð- ari hluta dags: Lygndi um kveldið. Kom gufuskipið „Moss“, (eign stór- kaupm. Thor E. Tuliniusar í Kaupm. höfn), hlaðið kolum til V. Christensens- verzlunar. Jarðsettur Pétur Ásmundsson prent- ari. Prentvilla. í grein mir.ni i „Dagskrá" nr. 19 stendur á 3. bls. 1. dálki, 3. og 4. línu a. o. um rit kirkjufeðranna: „það hafi talað" o. s. frv.; á að vera\ „þau hafi talað" o. s. frv. Eg verð að láta „ljós" „Dagskr ír“ skína á þetta orð, þar sem ritstjóri „Verði ljóssins" (þrátt fyrir það, að «Is- land“ sem líka hefur tekið greinina, í sömu setningu í henni hefir „þau“\ hangir svo fast í „bókstafnum" hér, að hann í staðinn fyrir „þau" les „það" og citerar „það" í síðasta blaði „Dag- skrár“ — með upphrópunarmerki, eins og honum er Iagið. Reykjavík 5. des. 1898. David Ostlund.

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.