Dagskrá - 10.12.1898, Side 4
84
Álftnesingar, Hafnfirðingar og Mos-
fellssvcitarmenn eru vinsamlega beðnir
að vitja Dagskrár í búð Jóns kaupm.
Jónssonar, Aðalstræti io.
Bindindis'mannadrykkurinn
,Chika‘,
er ljúffengur og fínn svaladrykkur. —
»Chika« er ekki meðal þeirra drykkja
sem meðlimum Stórstúku Danmerkur af
N. I. O. G. T. er bannað að drekka.
Martin Jensen, Kjöbenhavn.
Umboðsmaður fyrir ísland:
Ft Hjorth.&Co.
N ýr
fugl í eyjunni.
Almenningi gefst til vitundar að
ég undirritaður tek til aðgjörðar allskon-
ar gamlan skófatnað, sömuleiðis nýjan,
og laga hann eftir því sem hlutaðeig-
andi óskar.
28 Vesturgötu 28.
Reykjavík.
Kr. Guðmundsson.
Nýir umboðsmenn fyrir
„Star44,
A ísafirði Jón Helgason verzlunar-
maður
Á Skagaströnd Jón Jónasson verzl-
unarm.
Á Stöðvarfirði Þorsteinn Mýrmann
verzlunarm.
T I L 8ÖLU.
Margar tegundir rammalistar og
ýmsar myndir fyrir afarlágt verð; hent-
ugt fyrir jólagjafir. Komið sem fyrst
að velja úr.
Enn fremur ýmisleg húsgögn t. d.
legubekkur, 4 stólar o. m. fl.
Sveinn Eiríksson.
Garðhúsum.
VIÐGERÐ og HREINSUN á saumavél-
um tekur að sér GUÐJÓN JÓNSSON
ár Smiðjustíg nr. 7 mót mjög vægri
borgun.
Lítil eldavél með bökunar-
ofni er til sölu. Ritstjóri vísar á selj-
anda.
KlNA-LIFS-ELIXÍR.
Vottorð.
Eg undirritaður, sem í mörg ár
hefi þjáðs mjög af sjósótt og árangurs-
laust leitað ýmsra lækna, get vottað
það, að ég hefi reynt KÍNA-LIFS-EL-
IXÍR sem ágætt meðal við sjósótt.
Tungu í Fljótshlíð, 2. febr. 1897.
Guðjón Jónsson.
Undirritaðir, sem hafa séð hr.
Guðjón Jónsson þjást af sjósótt, geta
vottað það, að hann við notkun Kína-
lífs-elixírs hefir hlotið þá lækningu,
sem hann getur um í vottorðinu.
Oddur Jónsson Markús Gíslason
á Brekkum. 2 Válstdtu,
KÍNA-LÍFS-ELIXÍRINN fæst hjá
flestum kaupmönnum á íslandi.
Til þess að vera viss um, að fá
hinn ekta Kín-lífs-elixír, eru kaupendur
beðnir að líta vil eftir því, að^^
standi á Flöskunum í grænu lakki, og
eins eftir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas í
hendi, og firma nafnið Valdemar Peter-
sen, Frederekshavn, Danmark.
Ný stúkustofnun
ier fram í Good-Templarahúsinu á morgi
un (sunnudag 11. des.) kl. 8 síðdegis.
Áttatíu hafa þegar skrifað undir stofn
skrárbeiðni þar af nálægt 30 skipstjór-
ar og stýrimenn.
Þeir sem vilja taka þátt í stofnun
inni og hafa enn ekki skrifað að und-
ir geta skrifað sig á hjá Geir Sigurðs-
syni skipstjóra þangað til stofnunin fer
iram.
Lífsábyrgð fyrir börn.
Lífsábyrgð sú, sem hér er um að
ræða, er stofnuð fyrir nokkrum árum
af lífsábyrgðarfélaginu „Star", og er
það sú lífsábyrgðartegund, er sýnist
munu verða mest notuð framvegis.
Hér skal bent á aðalkosti
þessarar lífsábyrgðartegundar.
I. Árlegt iðgjald er ekki nema V*—V3
af því, sem fullorðið fólk borgar.
II. Fyrir börn þarf ekkert lsekn—
ÍSVOttorð, sem stundum hefir í
för með sér, að menn ekki fá trygt
líf sitt.
III. Lífsábyrgðin er laus við hinar venju-
legu takmarkanir og skilyrði, þannig, að
a. Ábyrgðareigandi má ferðast og
dvelja h var sem vera
Skal á hnettinum, án þess að
gera félaginu grein fyrir því.
b. Ábyrgðareigandi má stunda
sjómennsku og hverja
aðra atvinnu, án þess að iðgjald hans
hækki.
Sem ellistyrkur er lífs-
ábyrgð þessi einkar hagfeld.
Kaupi maður t. d. barni á fyrsta
ári lífsábyrgð til útborgunar þegar það
er 55 ára, er árlegt iðgjald 12 kr.
Borgi ábyrgðareigandi þetta sama
iðgjald í 50 ár, hefir hann borgað út
604 kr. en þá mundi ábyrgðin með
viðlögðum „bonus" vera orðin 1500—
1600 kr.
Vilji ábyrgðareigandi verja „bonus"
til þess að lækka iðgjöldin, hverfa þau
smámsaman alveg og hann á ábyrgð
sína sér að kostnaðarlausu, en getur
eftir þann tíma fengið „bonus" lagðan
við, eða þá borgaðan jafnóðum.
Þegar ábyrgðareigandi er fulls 21
árs, öðlast ábyrgð hans eiginlegt gildi
og nýtur eftir þann tíma allra réttinda
félagsins urn uppbót, lántöku, endur-
kaupsgildi o. s. frv.
Deyi ábyrgðareigandi fyrir þann
tíma, eru iðgjöldin endurborguð foreldr-
unum eða þeim, sem hafa trygt líf
barnsins.
Ef allir hér á landi, sem með góð-
um vilja hafa efni á því, vildu tryggja
líf barna sinna, mundu ekki líða marg-
ir mannsaldrar áður landsmenn ættu
lífsábyrgðir, sem svaraði þúsund krónum
á mann, en það væri sama sem að ár-
lega borgaðist inn í landið 1,750,
OOO kr. með sama fólksfjölda og
nú er.
Nýfluttur til íslands
er hinn heimsfrægi litur
Omnicolor
tilbúinn af efnafræðisverkstofu
Baumanns i Kassel.
Festist ekki við hendurnar,
hefur engin eitruð efni og upplitun
á sjer ekki stað.
Hefur þegar við fyrstu reynslu fengið
bestu meðmæli.
20 litartegundir,
— pakkinn kostar 35 aura og fylgja
litunarreglur á íslensku.
Einkaútsölu fyrir ísland hefur
Gunnar Einarsson.
Tjarnargötu 1. Reykjavík.
Utgefandi: Félag öitt í Reykj&vík.
Ábyrgðarm.: Sig. Júl. Jóhannesson,
cand. phil.
Prentsmið a Dagskrár.
FORMALL
---*----
Saga sú, er hér fer á eftir, er bygð á söguleg-
um og sönnum rökum, þannig, að öllum aðalatriðum
er haldið óbreyttum að mestu. Þótt sumum kunni
að þykja margt ótrúlegt, er sagan getur um, og eiga
erfitt með að trúa því, þá skal þess fyrir fram getið,
að ekkert er þar orðum aukið, en víða felt burt
það, sem annaðhvort var svo níðinglegt eða viðbjóðs-
legt, að taepast þótti gjörandi að birta það á prenti.
Má þar á meðal nefna kvæðí eitt, er gjört var um
sögumanninn, þar sem drepið er á ýms afreks-
verk hans, en kvæði þetta er svo óheflað, að það
verður ekki birt, en þó er þar blátt áfram sagður
sannleikurinn um hann.
Sumir telja það ekki rétt að semja sögu, er
sýni jafnbiksvartar myndir og þessi hlýtur að verða
en vér höfum aðra skoðun; vér álítum að heimur-
inn hafi gott af því að þekkja öll sín börn; góðu
dæmin eiga að vera til eftirbreytni, en hin til við-
vörunar, og sé það ekki mönnum til viðvörunar að
lesa Skamma-Jón, þá þekki ég ekkert, sem gæti
verið það.
Hvar sagan hafi farið fram og hvenærþað hafi
verið, er ekki getið, enda hefir það, að voru áliti,
litla þýðingu. Vér vonum að það dragi ekki úr sann-
leiksgildi hennar í augum lesendanna; vér vonum
að hún geti eins fyrir því náð tilgangi sínum; að
hún geti vakið hjá öllum heiðvirðum lesendum við-
bjóð við athæfi því, er hún getur um og skapað hjá
þeim löngun til þess að koma í veg fyrir að nokkur
6
asta kveldi og segja hver annari alt það,
sem gjörst hefir nóttina næstu á undan. Og
nú var það auðséð að eitthvað var nýtt í
fréttum að færa. Þær töluðu hljótt svo það
heyrðist varla hvað þær sögðu. En sjá
mátti það á svip þeirra, að eitthvað hafði
þeim að óskum gengið.
Þær fagna altaf yfir óförum manna, og
gjöra það eitt, er að grandi má verða, því
þær eru þaðan sendar, sem myrkur og hel-
kuldi taka höndum saman. Þær töluðu hljótt
og veltu vöngum og skældu kjafta með
kuldaglotti, þangað til þær allar féllust í faðma
°g hlógu svo hátt að kvað við í klett-
um, holtum og hæðum. Þá hristust björg
sem hrynja myndu. Svo dönsuðu þessi djöf-
uls flögð og sungu með geigvænum grimd-
arrómi.
»Nú er fantur fæddur,
fölsku gerfi klæddur;
hann mun læra lýgi, svik og róg.
Djöfuls árar allir,
ykkar rýmið hallirl
komið hingað—hér er gleði nóg«.
„0“! kvað viðsvo dimt og dapurlega I holt-
um og hæðum, að auðheyrt var að landið
átti þar ótal vættir, sem vildu hag þess og
heillir styðja og hrygðust af því að heyra
sungin fagnaðarsöng við fæðingu þess, sem
fús yrði að vinna landi og lýði tjón fyrir stuttan
stundarhagnað, en kæmi þó fram í fölskum
flíkum og þættist unna öllu góðu, ein-
ungis til þess að tæla og blekkja og geta
því meira ilt unnið.