Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 24.12.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 24.12.1898, Blaðsíða 1
Dagskrá kemur út á hverj- um laugardegi, kostar 3,75 erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. október. Afgreiðsla og skrifstofa er Tjarnargötu 1, opin hvern virkan dag kl. 11—12 og 4 —5 síðd. III. M 23. Reykjavík, laugardaginn 24. desember. 1898. Tll minnis. * Bæjarstjórnat-fundir i. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. ■Fdtœkranefndar-í\xná\x 2. og4. Fmtd. ímán., kl. 5 síðd. ■Forngriþasafniö opið Mvkd. og Ld. kl. 11— 12 árdegis. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 síðdegis. — Bankastjóri við kl. n1/*— lJ/2. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. ■Landsbókasafnid: Lestrarsalur opinn dagl. kl 12—2 síðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til kl. 3 sfðd. — Utlán sömu daga. Náttúrugripasafnid (í Glasgow) opið á sunnu- dögum kl. 2—3 síðd. Söfnunarsjódurinn opinn í barnaskólanum gamla kl. 5—6 síðdegis 1, Mánud. í hv. tnánuði. Okeyþis lækningú. sjúkrahúsinu á þriðjud. og föstud. kl. 11—1 Ókeypis tannlœkning hjá tannlækni V.Bern- höft. — Hótel Alexandra 1. og 3. mánud. í hverjum mánuði. Fastir fundir í Good-Templarhúsinu. nlflím Mánud. kl, 8 síðd. »Verðandh Þriðjud. - — vBifrösh Miðv.d. - — »Einingin« Fimtudag - — \>Ðröfn«. Laugard. - — Barnastúkan „Svava" Sunnud. kl. i'/s síðd. Barnastúkan „Æskan“ — ki. 3V2 síðd Bindindisfélag fsl. kvenna; 1. föstudag hvers mánaðar kl. 8'/2 síðd. Barnaguðspjónusta hvern s.dag kl. 10 árd. Fastir fundir í Ieikhúsi W. Ó. Breiðfj. Fundír »Studentafélagsins«, annanhvorn ld. kl. 8V2 síðd. •David Ostlund: Sunnud. kl. 6V4 síðd. og mið- vikud. kl.8. síðd. Fastir fundir F,'amfarafélagshúsinu. Fundir Framfarafélagstns á hverjum sunnu- degi. kl. 4 síðd. Sjómannaiélagið „Báran" kl. 7 sfðd. Fastir fundir í Iðnaðarmannahúsinu. Fundir Iðnaðarmannafélagsins annanhvom föstudag (1. og 3 föstud. í hverjum mán- uði) kl, 8 síðd. Thorvaldsensfélagið annanhvorn þriðjudag kl. 8 síðd. »Bandalagið“ síðasta Fimtudag í hverjum mánuði kl. 8. síðd. Frentarafélagið 1. sunnudag í hverjum mán- uði kl. 11 árd. Magasinofna Og eldavélar af ýmsum gerðum selur Kristján Þorgrímsson. Aðgöngumiða að skemtun, sem haldin verður í Goodtemplarahúsinu á Jóladaginn kl. 8. síðd. fá „Hlínar‘'-með- hmir kl. 10—i2árdegisog5—(Ssíðdeg- Is en aðrir félagsmenn kl. 6—7 síð- 1 ^egis sama dag heima hjá: Sig. Jíil. Jóhannessyni. til sölu fyrir lítið verð. Ritstj. vísar á. Lífsábyrgöarfélagið ,STAR‘, Skrifstofa félagsins Skólavörðustíg 11 ,er opin hvern virkan dag frá 2og4—5. Gó3 jólagjöf! „Vegurinn til Krists“ 159 bls, innb. í skrautbandi. Verð 1 kr. 50 aurar. Fæst eins og fleiri góð- ar bækur til kaups hjá D. 0stlund. Vallarstræti 4, Rvík.. HÚS til sölu við Bergstaðastræti í Rvík með stórri lóð. Góðir borgunar- skilmálar. Semja má við Pál Ólafsson á Grund. Reynitrén. Eg sé í anda gamalt guðs-liús standa með glugga máða’ af elli’ og tjörguð þil, á reynum slúta blöð til beggja handa og breiðast yfir mæni. Himins til þeir fórna höndum eins og barnið blíða, er biður guð um hjálp til þess að stríða. Við greinar trjánna gamall maðurstendur, um góðlegt enni liðast snjóhvítt hár, en þreklegt bak og beinastórar hendur þær bera glöggan vott um li hn ár; já, liðnar þrautir áttatíu ára á aldnar kinnar ristu hrukkur tára. En rétt við hliðhans leikur lítill drengur, með ljósbjart hár og blómarós á kinn; með samankreptum lófum greitt hann gengur að gömlum hal: „Nei, sjáðu afi minn! Hvað ég er langur, lít á blöðin smáu. Ég las þau öll af reynitrjánum háu". Hinn gamli halur hendur sínar lagði á höfuð litla drengsins; fögur ró um ennið lék, í sorgarróm hann sagði: „Æ, sonur kæri, var þér eigi nóg að ganga’ og skoða greinaskrúðið fríða, er geymir fagra sögu eldri tíða". „Æ, afi góði, bezti seg mér sögur". „Já! sonu r kæri, hlusta þú nú á, því þessi gamla saga er sönn og fögur, hún sýnir hvernig skæðar tungur fá með orðum sínum drepið mannorð manna, en mega’ að lokum kannast við hið sanna. Það voru einu sinni karl og kona í koti sínu, út við bláan mar; þau dreng á lífi áttu einan sona v og eina litla dóttur; hinum var í lága moldarreiti raðað niður, þar ríkir dauðaþögn og grafarfriður. En börnin ungu bráðum þroska náðu sem blóm í morgundögg og sólaryl. Þau voru þekk, að boðum guðs þau gáðu og gjörðu mömmu’ og pabba alt í vil; þau voru eins og hár í litlum lokki, sem lífsglöð blóm á sama rótarstokki. Og brátt þau koma’ af bernskudögum hröðum, þau báru af flestum, líkt og gull af eyr, þau voru jafnan glöð með öðrum glöðum og grétu margoft fögur tár ef þeir, sem að þeim stóðu báru hugarhrygðir, þau höfðu í stuttu máli allar dygðir. Svo liðu tímar. Ljúfa mærin unga \arð löðuð vinarblítt að unguin svein, er hlaut að bera hita dags og þunga, en hjaitað það var létt sem fugl á grein; þau lifðu bæði laus við sorg og kvíða og lífið fyrir þeim var ást og blíða. En tíminn breyttist; brott hann varð að halda á bláu hafi. Mærin unga grét, er nísti hjartað saklaust sorgin kalda, því seinna frétti hún að stormur lét þann, sem hún unni heitast, hníga kaldan í hafið, svo það geymdi’ hann þangi faldan. En bróðir hennar bæta feginn vildi úr böli hennar eftir megni’ og þrótt; og alt hún honum sagði—hannsáogskildi hvað sorgum hennar olli; marga nótt hann sat og reyndi að hugga hrelda lundu með hlýjum ræðum. En frá þeirri stundu f< r það að verða tíðrætt milli manna, að mærin væri þunguð; kvis komst á aö atvik væru fjölmörg fær að sanna að faðir barnsins hlyti að vera sá, er fram í rauðamyrkur margoft dveldi, hjá meyju’, er óljós hræðsla jafnan kveldi. Og faðir þeirra og móðir máttu eigi á meini þessu ráða nokkra bót, það óx sem bál í sinu dag frá degi, það dugði eigi hót að spyrna mót. Þau voru kærð og dæmd, á höggtré hörðu að hníga’ að degi liðnum bæði’ að jörðu«. Svo mælti hann og höfug tár hn<ga niður um vangann bleika; sér gleymir sveinninn, við gulbjart hár gletnir smábyljir rótt sét leika. Blærinn Ijúflega laufin vefur, leikur hóglega um grænan meið. Alt er þögult, unz aftur hefur hinn aldni mál sitt á þessa leið: „Nú rennur dagur; regnþung ský reifa himininn faldi dimmum. Þau systkin bæði eru böndum í, bráðum mæta þau dauða grimmum. Mærin kvíðir þeim mikla degi, hann mælir blítt og með hugar ró : „Góða systir m(n, grát þú eigi, guð mun styrkja’ okkur, þá ernóg". „Æ!“ segir mær og tárin tær titra’ og niður um vangann renna. "Æ! blindni mannanna, bróðir kær, að breyta svona og þeir, sem kenna: „Vega skaltu’ eigi", vega þráfalt veika bræður. Æ! drottinn minn, skal þessi blindni byrgja' ávalt sem biksvart náttmyrkur vilja þinn". Nú opnast hurðin, það hrikta slár og hjarir ryðbrendar marra’ og íla; þau sækir böðullinn, blóðug tár bráðum þerrar hiu dimma hvíla. Himinn þrunginn af harmi grætur höfgum tárum á grassvörðinn. Heitt er meynni’ um hjartarætur, hrynja tár niður fölva kinn. En sveinninn hilgdjarfi segir þá og sjónir hvessir á þröngina’ alla, er hópast til þess að horfa á höfuð löðrandi’ í blóði falla: „Saklaus erum við, ilska manna okkur steypir í djúpið lágt, drottinn mun okkar sýknu sanna, þótt seinna verði, á fagran hátt. Hvort öðru lengst af lifðum við, leyfið okkur að hvíla beinin í sömu gröfinni’, í grafarfrið gleymast sorgir og læknast meinin. Ó! mannþröng, hverjum sem kveðju tekur, kveðju hlýja frá vini ber, senn böðull exina blóðga skekur. Blíði faðir minn hjálpa mér". Svo krjúpa þau, en sem kaldur nár kyr með öndina’ í hálsi bíður fólksgrúinn allur; tár við tár titrar, skelfur og niður hnígur um margan vanga; nú vopnið bjarta. vegur böðull í loft upp hart; exin skelfur sem hugdeigt hjarta hún hnígur rétt eins og leiftrið bjart. Og aftur hraðara’ en augað sér exin fellur; á sömu stundu blóð úr strjúpum í straumum fer, stráin litast á votri grundu, höfuð máttvana hníga niður, hrímfölt ský þau í tárum þvær, hinn mikli og djúpi dauðafriður dularblæ yfir líkiil slær. „Dysjið hræin! herrans vígðu reitir, hylja engan glæpafullan bróður", drottins maður mælir hjartagóður, mörgum grættum slíka huggun veitir. Enginn svarar, alt er hljótt, á öllum þungur drungi hvílir, margir draga andann ótt eins og þegar koldimm nótt mörgu hjarta skefldu skýlir. En er prestur hefir kreist með kvölum, kramið blóðið undan nöglum sárum, ( vígða moldu seinna svörtum fjölum sökt er niður, vættum þrungnum tarum; mold þær hnígur óðum á, armi svörtum hjörtun vefur^ kirkjan skilur leiðin lág; Ifkamshreysin skilja má, en anda skilið enginn hefur. Árin líða, æði löngu síðar upp af grænum leiðum vaxa kvistir, eins og fagurhyrndir hreinar þyrstir hraða sér í lækjarbunur fríðar; himni móti hríslur þær, hátt sig teygja á degi' og nóttu, vefur greinar blíður blær, brosir á þeim döggin skær, geislar rita’ á greinar „njóttu". Og kirkju þá, er skildi leiðin lágu, loks þær vefja í kærleiksörmum sínum; oft ég hefi seinna í sorgum mínum svölun fundið undir limi háu. Þetta’ er sagan, sonur minn,' sælt það væri í augum mínum, ef iðjagrænan grafreit þinn geymdi fagur reynirinn, vaxinn upp af verkum þínum". Jóhann Sigurjónsson.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.