Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 24.12.1898, Blaðsíða 3

Dagskrá - 24.12.1898, Blaðsíða 3
91 síður þegar hann fer með hana reiður frá föður hennar, eða þegar gamli maðurinn leitar aftur á náðir hans. Skyldutilfinningin fyrir því að hann eigi að liðsinna tengdaföður sín- um, föður konunnar sinnar, er hann elskar svo mjög, á harða og langa or- ustu í huga hans við aðra skyldu, dreng- skaparloforð hans, þvíhann hefir svarið það, að veita honum enga hjálp fyrri en hann hafi fallið á kné frammi fyrir hon- um eins og Klara varð að gjöra frammi fyrir föður sínum forðum. Þetta leikur Árni svo vel að fáir myndu feta þar í fótspor hans. Gunnþórunn Halldórsdóttir leikur og ágætlega, einkum skóarasveininn, sem er þó ekki hægðarleikur fyrir kvenn- mann. Strákurinn á að vera svo undur glettnis- og hrekkjalegur á svipinn þegar hann er að tala við húsbónda sinn, og það tekst Gunnþórunni mjög vel. Þá er Þóra Sigurðardóttir, hún leikur mjög vel, einkum þegar hún á að sam- eina angurblíðu og gremju; það fer henni ágætlega, t. d, þegar hún ætlar að fá Leopold bróður sinn til þess að láta karlinn hætta við að reka fátækan leiguliða út á klakann; hún er gröm yfir hörku föður sfns, en ætlar að vinna bróður sinn með blíðu, Og sama er að segja þegar hún fréttir að maður henn- hafi rekið Mörup út á vinnustofuna. Þá vakna í huga hennar gamlar minn- ingar frá því að faðir hennar rak hana burt, og það skapar gremjuna, en aftur á móti rennur blóðið til skyldunnar; hún kennir í brjósti um föður sinn, sem orðið hefir að reyna hverflyndi ham- ingjunnar og þessar tilfinningar sam- blandaðar fara henni einkarvel. Ekki þarf að taka það fram, að Stefanfa leikur ágætlega, hún gjörir það altaf. Þuríður Sigurðardóttir fer vel með sitt hlutverk. Hún er -fyrst glöð og áhyggjulaus vinnukona, sem lætur sér ekki alt fyrir brjósti brenna; svo trú- lofast hún og giftist, en litlar tilfinning- ar virðast vera því samfara. Það sýn- ist svo sem skeyti Amors hafi ekki gengið djúpt inn í hjarta hennar; en þar á móti er hún öll í búskapnum; hún er forsjál og hugsunarsöm, en ekki viðkvæm eða kvennleg. Svona leikur hún og svona á hún að leika; henni tekst það mjög vel. Eg gat þess fyrir skömmu að mér hefði þótt Sigurður Magnússon leika ekki sem náttúrlegast. Öll hin blöðin hafa tekið í annan streng, en ég sé ekki betur en Dagskrá hafi þar á réttu að standa. Það er næsta ótrúlegt og ó- náttúrlegt, að önnur eins stúlka og Emma á að vera, verði ástfanginn í manni, sem ekki er nettari í framgöngu; mér finst það alveg óhugsandi. Með þessu er það alls ekki sagt, að Sigurður leiki ekki vel, hann leikur altaf vel, en í þetta skifti hefði honum getað tekist betur; af þeim, sem mikið er lánað, verður mikið heimtað. Hinir leikendurnir eru tilkomuminni; þó leika þeir sumir laglega, svo sem Friðfinnur Guðjónsson. Mánadagur. Norðaustan kaldi og frost fram eftir deginum, gekk þá í suður og hvesti nokkuð. Þriðjidagur. Sunnankaldi og hláka. Maður fótbrotnaði í glímuæfingu, er Þórður hét Erlendsson að austan. Hann er einn af nemendum Alþýðuskólans. Miðvikudagur. Sunnanstormur og rigning meiri hluta dags. Ný verzlun byrjaði hér í bænum; hún er uppi í latínuskóla. Rektor sel- ur þar nemendum »frí«, en það eiga þeir að borga með „stillingu“. Þess háttar skifti eru dálítið einkennileg. Fimtidagur. Suðvestan stormur og éljagangur, lítið frost. Dýraverndunarfélagið hélt fund í húsi kaupm. W. Ó. Breiðfjörðs. í dóm- nefnd voru þeir kosnir: Magnús Ein- arsson dýralæknir, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri; Sighvatur Bjarnason banka- bókari, Olafur Olafsson bæjarfulltrúi og B. H. Bjarnason kaupm. Nefnd þessi á að skera úr því, hvað teljast skuli ill meðferð á skepnum, et félagsmenn eiga hlut að máli, og ákveða sektir á hend- ur þeim, er sekir verða. Stjórninni falið að skora á bæjar- stjórnina að láta framfara rækilega hrossasmölun til þess að ko.mast eftir, hvort ekki séu hér aðkomuhross án húss og nægilegrar hirðingar. Þrír menn kosnir í nefnd til þess að sjá um, að frumvarp verði samið og lagt fyrir næsta þing, er ákveði nákvæmar en nú er, hvað talin skuli ill meðferð á skepn- um og hvað við liggi. Kosnir voru þeir: Tryggvi Gunnarsson, Ólafur Ó- lafsson og W. O. Breiðfjörð. Stjórn- inni falið að skrifa öllum dýraverndun- arfélögum öðrum, og fá þautil að gjöra eitthvað 1 sömu átt. Fðstudagur. Suðvestan kaldi; Kafaldsél öðru hvoru, lftið frost. Kom kolaskip til Fischersverzlunar, er legið hafði í Keflavík og Hafnafirði nokkra daga. Stúdentafélagið hélt veizlu í Iðn- aðarmannahúsinu til heiðurs Þorláki biskupi hinum helga. Voru þar sungin tvö kvæði og fluttar margar ræður. Dánir eru tveir merkisbændur í Miðdölum: Sumarliði Jónsson á Breiða- bólsstað, um ftmtugt og Benedikt Þórð- arson á Svínhóli, liðlega þrítugur. Þeir voru báðir í röð allra fremstu bænda þar í héraði og er að þeim mannskaði mikill. Ofsarok gjörði á Seyðisfirði 14. nóv. af suðvestri. Bátar flugu í loft upp, þök fuku af húsum, hey fauk á Dvergasteini, vörugeymsluhús Gránufé- lagsins skektist á grunni og særokið var svo mikið að nam við hæstu fjöll. Gufuskipið „Alpa“, sem strandaði á Hornafirði í fyrra, hefir nú náðst út. Tulinius kaupmaður keypti það fyrir 1000 kr. og ætlar að senda það út til viðgjörðar. Náhveli hljóp á land á Hringvers- reka á Tjörnesi 22. f. m. Var um 7 álnir á lengd og ákaflega feitt, en tönn- in alt að þrem álnum. Ætti „náttúrusafnið" að leggja drögur fyrir tönnina, áður en hún verð* ur send til Danmerkur. ári lífsábyrgð til útborgunar þegar það er 55 ára, er árlegt iðgjald 12 kr. Borgi ábyrgðareigandi þetta sama iðgjald í 50 ár, hefir hann borgað út 004 kl*. en þá mundi ábyrgðin með viðlögðum „bonus" vera orðin 1500— 1600 kr. Er það rétt af kaupmönnum bæj- arins, að panta ekki nauðsynjavörur landsmanna upp til landsins fyr ensvo seint að þær hafa hækkað mjög í verði, svo almenningur á mjög erfit með að kaupa þær, t. d. eins og kolin núna, sem flutt voru hingað til bæjarins og eru seld hér fyrir 5 krónur skpd., sem þykir geypiverð, þar sem kol frá Dys- art í Skotlandi kostuði í næst síðast- liðnum mánuði 6 shillings tonnið (87 aura skpd.) þar á staðnum Hafa kolin hækkað í verði ytra? eða er flutningur á þeim orðinn dýrari en áður? Hver ráð eru til þess að kaupmenn hér etir hugsi meira um velferð þjóðarinnar? — Svar næst. LESIÐ! ÞAÐ BORGAR SIG. Hjá undirrituðum er úr talsverðu að vtlja, af mínum góðkunna skófatnaði. Gott efni, góð vinna. Sömuleiðis er pantaður skófatnað- ur smíðaður nákvæmlega eftirmáli. Enn fremur allar aðgjörðir fljótt og vel af hendi leystar. Þeir, sem enn ekki hafa fengið sér skó til jólanna, komi sem fyrst og semji við mig. Ég gef háar prosentur til nýárs mót borgun út í hönd. Þeir, sem ekki hafa peninga, geta fengið skó, eða skóviðgjörð- ir móti innskrift. Virðingarfylst. Yilhjálmur Kr. Jakobsson. (Austurstræti 5.). Vilji ábyrgðareigandi verja „bonus“ til þess að lækka iðgjöldin, hverfa þau smámsaman alveg og hann á ábyrgð sína sér að kostnaðarlausu, en getuj eftir þann tíma fengið „bonus“ lagðan við, eða þá borgaðan jafnóðum. Þegar ábyrgðareigandi er fulls 21 árs, öðlast ábyrgð hans eiginlegt gildi og nýtur eftir þann tíma allra réttinda félagsins um uppbót, lántöku, endur- kaupsgildi o. s. frv. Deyi ábyrgðareigandi fyrir þann tíma, eru iðgjöldin endurborguð foreldr- unum eða þeim, sem hafa trygt líf barnsins. Ef allir hér á landi, sem með góð- um vilja hafa efni á því, vildu tryggja líf barna sinna, mundu ekki líða marg- ir mannsaldrar áður landsmenn ættu lífsábyrgðir, sem svaraði þúsund krónum á mann, en það væri sama sem að ár- lega borgaðist inn í landið 1,750, OOO kr. með sama fólksfjölda og nú er. NýTT tímari ríkirkjan. Mánaðarrit til stuðnings frjálsri kirkju og frjálslyndum kristin- dómi, byrjar að koma út 1. jan. 1899. Utg. Lárus Halldórsson, fríkirkjuprest- ur. Blaðið verður að stærð eins og Kirkjublaðið var, og með myndum. Verð 1 kr. 50 au. Fæst hjá öllum út- sölumönnum bóksalafélagsins. Kaupendur gefi sig fram sem fyrst. Fineste Skandinavisk Export Kaffe Sorrogat, F. Hjort & Co. Kjöbenhavn K. KlNA-LlFS-ELlXÍR. Lífsábyrgð fyrir börn. Lífsábyrgð sú, sem hér er um að ræða, er stofnuð fyrir nokkrum árum af lífsábyrgðarfélaginu „Star“, og er það sú lífsábyrgðartegund, er sýnist munu verða mest notuð framvegis. Hér skal bent á adalkosti þessarar lífsábyrgðartegundar. I. Árlegt iðgjalder ekki nema V*—£/i af því, sem fullorðið fólk borgar. II. Fyrir börn þarf ekkert lækn- isvottorð, sem stundum hefir í for með sér, að menn ekki fá trygt líf sitt. Vottorð. Ég hefi lengst æfi minnar verið mjög veikur af sjósótt, en hefi oft orð- ið að vera á sjó í misjöfnu sjóveðri; kom mér því til hugar að brúka Kína- lífs-elixír herra Valdemars Petersens í Friðrikshöfn, sem hafði þau áhrif, að ég gat varla sagt, að ég fyndi til sjó- sóttar, þegar ég brúkaði þennan heilsu- samlega bitter. Vil ég því ráðleggja öllum, sem eru þjáðir af veiki þessari, að brúka Kína-lífselixír þennan, því hann er að minni reynzlu áreiðanlegt sj ósóttarmeðal. Sóleyjarbakka. Bx. Einarsson. KÍNA-LÍFS-ELIXÍRINN fæst hjá III. Lífsábyrgðin er laus við hinar venju- legu takmarkanir og skilyrði, þannig, að a. Ábyrgðareigandi má ferðast og dvelja hvar sem vera skal á hnettinum, án þess að gera félaginu grein fyrir því. b. Ábyrgðareigandi má stunda sjómennsku Og hverja aðra atvinnu, án þess að iðgjald hans hækki. flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kín-lífs-ehxír, eru kaupendur beðnir að líta vel eftir því, að ^.p‘- tandi á Flöskunum í grænu lakki, eins eftir hinu skrásetta vörumerki flöskumiðanum: Kínverji með glas í endi, og firma nafnið Valdemar Peter- en, Frederekshavn, Danmark. Sem ellistyrkur er lífs- ábyrgð þessi einkar hagfeld. Kaupi maður t. d. barni á fyrsta Leikhúskíkir nýr, mj'óg góður er til sölu; vœgt verd. Ritstj. vísar á.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.