Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 14.01.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 14.01.1899, Blaðsíða 1
Dagskrá kemur út á hverj- um laugardegi, kostar 3,75 erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. október. Afgreiðsla og skrifstofa er Tjarnargötu t, opin hvern virkan dag kl. 11 —12 og 4—5 síðd. M 26. Reykjavík, laugardaginn 14. janúar. 1899. TU mlnnis. J3œjarstjórnaf-fundir 1. og 3. Fmtd. 1 mán., kl. s síðd. Fdtœkranefndar-{\x\\áj\r 2. og 4. Fmtd. í mán. kl. 5 síðd. .Forngripasafnid opið Mvkd. og Ld. kl. 11— 32 árdegis. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til ■2 síðdegis. — Bankastjóri við kL ir1/.— 1 */*• — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. Landsbókasafnid'. Lestrarsalur opinn dagl. kl 12—2 síðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd. — Útlán sömtt daga. Jhittúrugripasaf nið (í Glasgow) opið á sunnu- dögum kl. 2—3 síðd. Söfnunarsjódurinn opinn 1 barnaskólanum gamla kl. 5—6 síðdegis 1, Mánud. í hv mánuði. Okeýpis lœkningá sjúkrahdsinu á þriðjud. og föstud. kl. 11—1 Úkeypis tannlœkmng hjá tannlækni V.Bein- höft. — Hótel Álexandra 1. og 3. mánud. í hverjum mánuði. Fastir fundir í Good-Templarhúsinu. Mánud. kl, 8 síðd. »Verdandi* Þriðjud. - — -nBifröst*. Miðv.d. - — •i>Etningin<í Fimtudag - — *Ðröfm Laugard. - — Barnastúkan „Svava“ Sunnud. kl. i*/a síðd. Barnastúkan „Æskan" — ki. y’fa síðd Bindindisfélag ísl. kvenna; 1. föstudag hvers mánaðar kl, 8V2 síðd. Barnagudsþjónusta hvern s.dag kl. 10 árd. Fastir fundir í Ieikhusi W. Ó. Breiðfj. Fundir »Studentafélagsins<t.i annanhvorn ld. kl. 8‘/a síðd. Havid 0stlund\ Sunnud. kl. ór/4 síðd. og mið- vikud.kl.8. síðd. Fastir fundir Fnamfarafélagshúsinu. hundir Framfarafélagsins á hverjum sunnu- degi. kl. 4 síðd. Sjómannaiélagið „Bdran" kl. 7 síðd. Fastir fundir í iðnaðarmannahúsinu. Fundir 1ðnaðartnannafélagszns annanh vorn föstudag (1. og 3 föstud. í hverjum mán- uði) kl, 8 síðd. T/wrvaldsensfélagið annanhvorn þriðjudag kl. 8 síðd. „Bandalagid“ síðasta Fimtudag í hverjum mánuði kl. 8. síðd. Frentarafélagið 1. sunnúdag í hverjummán- uði kl. 11 árd. Svar til séra Jóhans L, Sveinbjarnarsonar frá einum fríkirkjumanninwn í Reiðarfirði. Motto: But he that filches from me my good náme. Robs me of that which not enriches him, And makes me poor indeed. Sluikesfiea re. Hafi bróðir þinn gjört á hluta þinn, þá átel hann, og iðri hann þess, þá fyrirgef honum Það. Kristur. Þegar ég las greinina í 27—29. nr. »Austra“ þ. á., með fyrirsögninni: „Svar til séra Lárusar Halldórssonar", og hafði íhugað nákvæmlega þann anda sem hún er rituð í, varð mér á að spyrja sjálfan mig á þessa leið: Er það leið- togi leiðtoganna, sem ritar þannig? Erþað ■ sa, er hetir áunnið sér heiðursávarpið „háæruverðugur", sem iaitur slíkt frá sér? Svarið var ljóst: Það er prófast- urinn yfir Suður-Múlaprófastsdæmi, séra jóhann L. Sveinbjarnarson, sem ritar þetta. Ég hafði búist við, að séra Jóhann myndi afsaka domsorð þau, er hann feldi á synódus 1897 yfir oss, og sem voru orsök til svars séra Lárusur. En í þess stað herðir hann enn nú meir að hnútunum, og leitast jafnframt v.ið að villa mönnum sjónir á því, að orð hans hafi nokkur dómsorð verið með því að gefa í skyn, að ummæli hans hafi að eins verið leiðrétting við orð þeirra manna, sem „otuðu" fram frí- söfnuðinum reyðfirzka í fríkirkjumálinu. þótt nú séra J. virðist eigi hafa haft fullan kjark til að endurtaka blált á- fram dómsorð sín, þá standa þau skráð óafmálanlegu letri í tímaritum vorum, jafnhrakin afséra L., fyrirþessa greinpróf., og þau áður voru, vegna þess, að nefnd grein mintist eigi á þau, og slær því í raun og veru eigi annað en vindhögg. Grein séra J., frá upphafi til enda, sann- ar eigi annað en það, — ef hún þá sannar nokkuð — að söfnuður vor sé enginn „fyrirmyndarsöfnuður", nokkuð sem oss hefir aldrei dottið í hug að halda svo mjög fram. Það voru dóms- orðin: „vœri nokkurstaðar andlegur Svefn og dauði ríkjandi, þá væri það þar, >sem oss þótti hörð og sem prest-. ur vor mótmælti. Ég skrifaði einnig nokkur orð á móti þeim og sendi „Kirkjublaðinu", ásamt séra L. En er „Kb". hætti að koma út, voru báðar greinarnar endursendar. Eg gat éigi att við að biðja dagblöðin að veifa grein minni upptöku og lagði hana því í geymslukistu mína. Nú get ég eigi ieitt hjá mér að taka pennan aftur og rita á móti prófastinum. Það mætti skrifa langt mál um nærri hverja setningu í svari séra J.,en ég ætla eigi að gjöra neitt slíkt. Grein- in er ekki þess verð að henni sé svar- aðísamatón. Égvil leyfaméraðbiðjaalla góðgjarnaogskynberandi mennað athuga vel, hvort hún sé rituð afhelgum vand- lætingaranda eða heimsanda. Mérfinst þar eigi nema á einn veg um. í henni er ekkert nema last um séra L. og oss. Ekkert annað en tilraun til að gjöra oss, með prest vorn í broddi fylkingar, afhrak veraldar. Séra Jóhann trúir því líklega ekki, en það er þó satt, að ég kenni verulega í brjósti um hann. — Hann er búinn að dvelja hér um hálf- an annan tug ára, pg stærir sig því sem von er á af því að vera „kunnug- ur vel “ Þó getur hann eigi fundið neitt lofsvert í fari fríkirkjumanna hér; ekki eina einustu undantekningu; ekkert, er geti mildað hans prófastlega valds- dóm. Þær eru dökkar sjónirnar pró- fastsins þess. Betur að það komi eigi niður á öðrum en oss. Hyggur þá próf. að hann geti talið öllum, sem ís- lenzku lesa, tru um það, að eigi sé neitt nýtanlegt í fari voru? Heldur hann að hann geti talið „óllum lýð" trú um það, að fríkirkjuhreifingin í Reyðarfirði sé eigi annað en persónu- legt þras við prestinn á Hólmum og söfnuð hans ? Það kann að vera að einhverjir verði til að trúa því, en fáir vona jeg það verði. 1) Þ. e. í frísöfnuði Reyðfirðinga. Það er einkum þrent, sem prof. segir hafi vakað fyrir t sér á synódus, er hann lagði sinn skerf til fríkirkju- málsins. Hið fyrsta er um guðsþjónusturnar- Séra Jóhann gerir mikið úr guðs- þjónustufæðunni hjá oss. Segist ‘ hann „engin dæmi vita til slíks í þjóðkirkj- unui«. Eru þessi ummæli hans rök- studd?. Hvergi finn ég það í grein hans. Það er samt auðheyrt á mikil- leik ummæla hans, að hann þyk- jst af sér og söfnuði sinum í þeirri grein. Sitt lízt hverjum. Þó skal ég geta þess að enginn muni draga það af séra J., að hann reki alt röggsamlega embættisfærslu sína eftir því sem gerist, enda er hann maður ungur og hraustur, og situr á hentug- um stað, þ. e. í miðri sókn sinni. Hitt getur orðið álitsmál, hvort fríkirkjan á á engan þátt í röggsemd þeirri. En prv>f, kannast að líkindum eigi við það, Og þá er það sjálfsagt heldur eigi svo. Það mætti ætla að séra J. væri þreytt* ui af andvökum, svo mikinn andvara sen, hann virðist hafa haft á sér, með að líta eftir embættisfærslu fríkirkju- prestsins. Þó höfum vér af frásögnum hans í því efni góða ástæðu tíl að hugsa oss, að vitranir hans þar að lút- andi, hafi birst honum í eins konar svefnmóki. Að minsta kosti virðist eigi ósennilegt að leiða þá getgátu af „fjörkippnum", sem hann eignar sér að hafa komið til leiðar með ummælum sínum. Maður skyldi nú ímynda sér, að prófi, svo vandur að virðingu sinni" sem hann er, færi eigi með skrópa, en hér á það sér þó stað, þótt i litlu sé. Því gat ég mér til, nð haun hafi skrif- að niður þau orð í eins konar vand- ræðalegu þreytumóki, fremur en af vakandi, vilja. En sagan er þannig: Frá hvítasunnu 6. júní 1897 til seft.loka sama sumars, þ. e. 17 sunnudaga, liðu aðcins einir þrír messudagar sem séra L. kom eigi til kirkju sinnar, og þeir v°ru allir eftir 1. águst, 29. júní stóð Synodus, má ætla, að frétir a f henni hafi eigi boristaustur miklar fyrir 1. ágúst, en þá hafði séra L. farið 9 sunnudaga í röð út á Eskitjörð. Að sögu þessari óhrakinni þarf því séra J. eigi að vera mjög hróð ugur yfir þvi, að eigij verði með kná- legum rökum fundið beint ranghermi í grein hans, fyrir utan hans mörgu tví- drægu frásagnir, er síðar skulu verða vegnar. Lýðurinn verður eftir þessu, að líkindum báglega sannfærður um and- leysi séra L., ef hann hefir tekið „íjör. kipp" þennan sökum ummæla, sem enn nú voru ótöluð. — Hér er því miður ljóslega hallað réttu máli. Hvað sem um þetta er, þá vil ég leyfa mér að beina þessari spurningu að próíastinum: Hyggur hann, að samanburður við ná- grannaprest hans, reiknist honum með- mæli á hinum mikla degi, er hann á að standa drotni grein á gjörðum sín- um? Hefir hann eigi í önnur horn að líta? Vill hann eigi muna það, aö hvaða álit sem hann sjalfur kann að hafa a sér og emhættisfærslu sinni, þá krefur guðs orð skýlaust, að hann finm og jati sig ónýtan þjón, af því að hann gjörir þó aldrei annað en honum ber að gjöra? (Lúk. 17, 10). Afsökun fyrir vanrækslu tíðagjörða cg tíðasókna hjá oss, gæti ég í mörg- um efnum tilfært, svo að eigi myndi auðhrakið af góðgjörnum og réttsýnum mönnum. En mér segir svo hugur um, að blaðstjórar teljieigi slíkt til uppbygg- ingar fyrir lesendur blaða sinna, og þvl sleppi ég algjörlega að tilfæra slíkt þetta sinn. Verður sérhver að hafa þá. meiningu þar um, sem hann vill. (Framh.) Sigurður Vigfússon. I Ó. G. T. B i f r ö s t. Það er sú stúkan, sem mest er talað utn hér í bænum um þessar mund- ir, enda er það ekki að ástæðulausu; meðlimir hennar hafa gengið svo vel fram nú upp á síðkastið, að þeir hafa nýlega lagt fram á annað hundr- að krónur úr eigfin vasa til út- breiðslu bindindis, fyrir utan öll slcyldu- gjöld, sem hefir borið betri og meiri á- vöxt en nokkrar aðrar fjárVeitingar í Reglunni, að vorum dómi, þar sem fyrir það hafa komið töluvert á annað hundrað manns nýir. Það hefir komið til orða að framkvæmdarnefnd Stórstúkunnar myndi særta hana heið- urspeningi fyrir ómunalegan dugnað í útbreiðslu bindindismálsins, og ætti hún það sannarlega skilið. „Bifröst“ er eiginlega aðalframtíð- arstúkan hér í Reykjavík núna; hún hefir næstum alla skólapilta, sem í bind- indi eru. — Þeir eru undir 30, — Þar eru margir kandídatar og mentamenn, margir ‘duglegir bændur, margir áhuga- miklir ungir menn; margar myndar konur; margar fríðar meyjar, yfir höf- uð mjög öflugur flokkur og einbeitturá móti Bakkusi. „Bifröst« heldur fundi á miðviku- dögum kl. 8 síðd., eru þeir altaf mjög skemtilegir og fara mjög vel fram, enda svo vel sóttir, að húsið er troðfult fram í dyr. „Bifröst" var í goðafræðinni brú, er lá frá jörðu til himins. Stúkan „Bifröst" er brú, sem leið ir neðan frá heimi spillingarinnar upp til himins álits og heiðurs, upp til him- ins auðs og virðirigar, upp til himins heilla og hamingju. Þótt „Bifröst" hafi þegar eftir 7 mánuðifengrið hátt á þriðja hundrað menn, þá eru samt fleiri velkomnir. „BifrÖSt" heldur skemtisamkomu. í húsi W. Ó. Breiðfjörðs kaupm. á morg- un, og geta þeir af stúkufélögum, sem vilja, fengið nánari upplýsingar um hana á skrifstofu Dagskrár kl. 11 —1 á morgun.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.