Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 14.01.1899, Blaðsíða 2

Dagskrá - 14.01.1899, Blaðsíða 2
102 Merkilegar goðasagnir. eftir Oliphant Smeator. Imsar einkennilegar skoðanir' eru það, sem innf.eddir íbúar í Ástralíu hafa í uppruna heimsins og guðdóms- ins. Þeir eru tvígyðismenn (dualister) Þeir trúa því að til séu tvær verur, önnur vond og ónnur góð. Önnur þeirra er í arnarlíki, en hin í kráku- líki. Áttu þær lengi í deilum út.af því, hvor þeirra skyldi skapa manninn; en loksins komu þær sér saman um það, að þær skyldu gjöra það í félagi. Þetta er ástæðan fyrir því að menn hafa til hneigingar bæði til fUs og góðs. Þegar menn fæðast, keppast þær altaf við að hafa.meiri áhrif hvor um sig,. eftir því hvorri þeirra tekst að hafa yfirhönd- ina, eftir því er meira eða minna gott eða flt í hverjum manni. Fyrsti maður, sem örninn og krák- an sköpuðu saman, hét Pundél. Hann var einn og leiddist það mjög; hann þráði innilega einhvern félagsskap. Til þess að fá bætur á þessu, sneri hann sér til Mokwarra (arnarins) og bað hann að skapa fyrir sig aðra mann- eskju, en Mokwarra hafði svo mörgum hnöppum að hneppa og hafði ekki tíma til þess; hann skipaði þá Pund- él að snúa sér til Kilparra (krákunnar) Kilparra kvaðst ekki hafa tíma til þess og vísaði honum aftur til Mokwarra. Þannig gekk það í langan tíma. Þeir vísuðu altaf hvor frá sér; loksins varð Pundél svo áleitinn, að guðirnir skipuðu honum að gjöra lfkneski af sjalfum sér, svo kváðust þeir skyldu blása í líkneskið lifandi anda, þannig var annar maðurinn skapaður og nefnd- ist hann Karwina. Nú varð ógurlegt sundurlyndi milli Pundél og Karwína og þeir báðu Mak- warra og Kilparra um að skapa þriðja manninn. Þá voru guðirnir í betra skapi en áður og lofuðu þeir að verða við bón þeirra. Á meðan þeir sváfu tóku guðirnir lokk úr hárinu á þeim báðum og sköpuðu úr þeim tvær kon- ur. En í misgripum varð það að Pund- él fékk þá konu, er ætluð var Karwína en Karwína þá, sem sköpuð var handa Pundél. Af þessu leiddi það að konan er altaf hverflynd og óstöðug og ekki við eina fjölina feld. Það segja svertingjar í Astralíu, að fbúarnir í eyjunum, Ombai, Wetter og Kambing, að stórt meginland hafi áður verið þar, sem nú er Kyrrahafið. Ástr- alía og Malaga-eyjamar segja þeir að séu leifar af því. Þeir, sem á þessu meginlandi buggu, voru gulir að lit, en ekki svartir, og hafa þeir því átt að vera Mongola-ættar. Það var einhverju sinni, að sólguð- inn reiddist af því að einkarfögur mær frá Ástralíu vildi ekki hlýða boðum hans; mærin hét Minugane. Þess vegna kveikti hann eld í landinu svo þarvarð svo heitt að íbúarnir urðu svartir. Sagn- ir þeirra um uppruna eldsins eru mjög einkennilegar og merkar, ef til vill merk- ari en nokkurra annara þjóða. Grikkir, Persar, Indverjar og Kínverjar eiga allir sagnir um þetta efni, en þær eru næsta líkar hver annari og má einn g sjá skyidleika Ástralfusagnanna við þær. Eins og Grikkir sögðu að Prome- teus hefði stolið eldinum og flutt hann f holum staf frá himnum ofan til vor mannanna, þannig tala Ástralíusvert- ingjarnir um annan Prometeus; hann heitir Turdt. Prometeus fékk þa hegningu fyrir stuldinn, að hann var bundinn á fjallið Kákasus. Á hverjum degi flaug að honum örn, er át úr honum lifrina, en hún óx stöðugt aftuf. 1 Krákan vildi 1 ekki unra. mönnurn gæða þeirra, ereld- | urinn veitir; en Turdt sýndi þeim, hvern- ig þeir gætu framleitt har.n, með því, að núa saman tveimur trékubbum, Þetta varð til þess að krákan lagði á hann heift og hatur: hann var því bundinn við staur niðri á botni á vatninu Tyrr- ill, en krabbi einn, er Kongula hét, smánartaði af honum hendur og fætur. Mokwarra kom því samt til leiðar, að hendur og fætur uxu á honum aftur og var hann tekirfn upp til himins, Hann er nú stjarna á suðurhveli himins og heitir Kanopus; en þá stjörnu tigna þeir og tilbiðja Önnur sögnin er sú, að krákan, eða hinn illi guð, hafi hatað mennina og viljað gjöra þeim alt ilt. Hann hugsaði sér því áð eyðileggja þá með kulda, stöðugum rigningum og drep- sóttum Um þetta leyti var það, að hinn illi guð hafði yfirhönd yfir guði hins góða, (þeir höfðu altaf betur á víxl). Nú fækkaði mönnunum óðum fyrir áhrif krákunnar; en þá var það, aðsyn- ir Mokwarra, sem voru hálfguðir og hétu Turdt og Trorr, fórnuðu sjálfum sér til að frelsa mennina; er þetta tölu- vert ílíkingu við endurlausnarkenning kristinna manna. Þeir tóku á sig manns- mynd og buggu meðal þeirra, er voru á Qweenslandi. Þar kunnu menn í þá daga hvorki að kveikja eld né byggja hús. Þetta kendu þeir hvort- tveggja. Þegar menn höfðu lært áð kveikja eldinn og byggja yfir sig skýli, hættu þeir að hrynja niður eins og áð- ur. En krákan Kilparra varð óð og æf; hún náði Turdt og Trorr og voru þeir báðir drepnir. Þetta varð orsök til ógurlegs stríðs milli arnarins Mokwarra og krákunnar Kilparra, um það, hvor þeirra skyldi hafa aðalýfirráðin.— Þjóðir þær, er búa við Murray- fljótið, trúa því, að áður en svertingjar bygðu jörðina, hafi hún verið undir yfirráðum fuglanna, og voru þeir jafn- vel vitrari en svertingjarnir og fratn- kvæmdarsamari. Helztur þeirra var örn- inn og þar næst krákan. Húnvarfiam- úrskarandi illgjörn og heiftrækin, kæn og undirförul. Hún reyndi altaf að vekja aðra fugla til óhlýðni við Mok- warra, og þegar henni hafðitekist það, sagði hún honum upp allri hollustu og samvinnu. Krákan drap son arnarins og varð hann þá svo reiður, að hann bjó til snöru, veiddi krákuna í liana og lét drepa hana; en krákan gekk aftur. Sum- ir segja, að krákan hafi drepið son arn- arins þannig, að örninn hafi farið á veið- ar og trúað krákunni fyrir að gæta hans, en hún lét hann í poka, saumaði fyrir og lét hann svelta þar til bana. Þá varð örninn æfur af reiði og veiddi krákuna í snöru, semhannlétígöng.erlágu inn í tré nokkurt og gat krákan ekki losnað öðruvísi, en að brjóta af sér annan fót- inn. Nú laust upp ófriði ogvannkrák- an sigur um stundarsakir með svívirði- legum brögðum, en síðar vann örninnal- gjörðan sigur. Þjóðflokkur einn í Suður-Astralíu trúir því, að fuglarnir séu ódauðlegir ættfeður mannanna og eiga þeir að búa í stjörnunum og gæta að háttum vorum og högum. Örninn er reikistjarnan Marz, en krákan er stjarna, sem kall- ast Alfa Centauri. Margt er það fleira, sem bendir á skyldleika milli ýmsra goðasagna. Toltekar og Aztekar í Peru og Mexikó, Pelasgar bæði Ítalíu og á Grikklandi, Aríanar frá íram, Melanar á Malayjaeyjum og Pólynesar á Kyrra- hafseyjum eiga svo Ííkar goðasagnir,að ástæða er til að ætla, að þeir séu allir af einnm og sama ættstofni. (Lauslega þýtt úr Kringsjá.) Dagbók ReykjaYÍkur. Laugardagur. Austan stormur og frost. Dýravendunarfélagið hélt fund í húsiV. Ó. Breiðfjörðs. Var þar samþykt að skora enn á ný á bæjarstjömina, að látasmala hér hrossum. Sunnudagur. Norðaustanstormur og kuldi. Nemendur á sjómannaskólanum héldu álfadans um kvöldið. og var hann furðu vel sóttur þó að kalt væri veður. Bún- ingarnir voru laglegir. Leikið var í Iðnaðarmannahúsinu »Drengurinn minn» ogfór vel að vanda. Það er fátæklegt af félaginu að verða að hafa altaf sama leikinn mánuð eftir mánuð. Mun hafa átt að leika nýjan ieik, en hann ekki verið tilbúinn. Það lýsti sér glögt, að leikendurnir höfðu alls ekki æft, frá því leikið var næst á undan, því þeir höfðu töluvert týnt niður; annars hafa þeir allir kunnað betur hlutverk sfn en alment gjörist. Þess má geta að búningarnir eru ekki vel góðir, sízt hár óg skegg. Á Fischer t. d. fier skeggið svo afkárlega að turða er að nokkrum skyldi detta í hug að hafa það þannig. Sama er að segja um hárið á Mörup. En kvist- herbergið, sem hr. Guðm. Magnússon hefir málað, er mjög náttúrlegt — miklu betra en hér hefir sést áður. Hr. Guðm. Magnússon hélt fyrir- lestur í Iðnarmannahúsinu fyrir hönd Studenta félagsins og talaði um sjón- leika; gaf hann ýmsar fróðlegar bend- ingar bæði að því, er snertir tjöld, til- högun á herbergjum, klæðnað, tilburði o. fl. Sagði hann einnig sögu sjón- Ieikanna hér á landi og bar þá saman við sjónleika erlendis. Af fyrirlestrin- um mátti margt læra, en málið á hon- um var ílt og þungskilið fyrir alþýðu. En undir því er það mikið komið, að geta látið aðra skilja hugsanir sínar og vita hvað meint er, að orðin, búningur hugs- ananna séu ljós og skiljanleg. Það er merkilegt að allir menn eða flestir hér á landi, sem nokkuð hafa nasað í einhverja mentun, hætta að talanokkurt mál, tala eintóman hrærigraut. Það er ekki hr. Guðm. einn, sem gjörir sig sekan f þessu, æðriskólmennirnir eru verstir, embættismennirnir, leiðtogarnir, það eru þeir, sem ganga bezt fram í því að eyðileggja málið. Það er gömul saga, að fjandin hafi einhverju sinni tekið öil mál og hrært þau lengi í stórum daih; svo hafi hann tekið froðuna, alt það léttasta og 'ít 1- fjörlegasta og búið til úr því eitt mál, sem hafi verið afhrak allra mála — mér dettur í hug hvort embættis- meunirnir og mentamennirnir íslenzku séu að apa eftir djöfsa, að beir séu að hræra saman málin til þess að taka froðuna og setja hana í staðin fyrir islenskuna. Sýnishorn af mentamannamáli á íslandi birtist innan skams í Dagskrá. Það var merkilegt hversu illa fyrirlestur hr. Guðm var sóttur, mönnum ætti þó að vera áhuga- mál að fræðast í þessari grein. Verzlunarmannafélagið hélt skemt- samkomu a „Hotel Island« fyrir fátæk börn hér í bænum. Veitingar höfðu verið þar ágætar og öll börnin leyst út með ýrnsum gjöfhm. Mánadagur. Austanstormur, en lítið frost. l»riöj idagur. Logn og frostlaust allan daginn. Ufsaveiði töluverð við bryggjurnar. Stúkan Verðandi hélt 15 ára af- mæli G. T. reglunnar hér á landi. Fyrst talaði Stórtemplar Indriði Einars- son fyrir minni íslands og var þar næst sungið »Eldgamla ísafold«. Þá talaði Ólafur Rósenkranz fyrir minni Reglunn- ar a íslandi, langa tölu og snjalla. Að því búnu talaði Árni Gísla§on fyrir st. »ísafold. — Fjallkonann«, á Ak- ureyrii sem er élztá stúka landsins og móðir G. T. rcglunnar hér á landi. Mintist hann á ýms atriði bindindis- málsins. Gat hann þess að elzti bindind- ismaður hér á landi væri séra Daníel Halldórsson á Hólmum, faðir bæjarfógeta Halldórs Daníelssonar. Hann hefir ver Íð bindindismaður í 56 ár en fyrsti ís- lenzkur maður, sem gekk í æfilangt bindindi, var Björn kennari Gunnlögs- son. Næst talaði Jón Ólafsson fyrir minni séra Magnúsar í Laufási, hins mesta bindindisfrömuðar á íslandi. Gat hann þess að hann .hefði ekki einungis varið kröftum sínum og dugnaði til bindindisútbreiðslu, heldur einnig lagt til þess stórfé úr eigin vasa, en því miður sjaldan fengið. annað en vanþökk að launum. Stakk hann upp á að G.T.reglan í Rvík sendi honum skraut- ritað ávarp og var það samþykt með lófaklappi. Er það að maklegleikum gjört að minnast séra Magnúsar. Miðvikudagur, Austan kaldi og bezta veður. Hundrað og fimmtíu manns höfðu atvinnu við ísflutnig f íshúsið. Fimmtidagur. Norðanstormur og allmikið frost. Ufsi veiddist mjög mikill hérumbil ÖO' tunnur í einum drætti, í eina vörpu. F1 amfarafélagið hélt skemtisam- konm í húsi V. Ó. Breiðfjörðs. Varð hún ekki eins skemtileg og til var ætlast, af því að nokkrir af helztu mönn- unum, er skemta áttu, voru veikir og gátu því ekki mætt. Skautafélagið er nú farið að láta (Frh. á bls. 104).

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.