Dagskrá - 01.02.1899, Qupperneq 1
Dagskrá kemur út á hverj-
umglaugardegi, kostar 3,75
erlendis 5 kr.),® gjalddagi 1.
október.
Af g»iðsla og skrifstofa er í
Tjarnargötu 1, opin hvem
viAcan dag kl. 11—12 og
4—5 síðd.
III. Jfo 28.
Reykjavík, miðvikudaginn 1. febrúar.
1899.
Til minnis.
Bœjarstjórna')-fundir i. og 3. Fmtd. í mán.,
kl. 5 síðd.
jFátœkranefndar-(\md\r 2. og 4. Fmtd. í mán.
kl. 5 síðd.
Forngriþasafnid opið Mvkd. og Ld. kl. 11—
12 árdegis.
Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til
2 síðdegis. — Bankastjóri við kl. n1/.—
1V2. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1.
Landsbókásafnid’. Lestrarsalur opinn dagl. kl
12—2 síðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til kl.
3 síðd. — Utlán sömu daga.
Ndttúrugriþasafnid (í Glasgow) opið á sunnu-
dögum kl. 2—3 síðd.
Söfnnnarsjódurinn opinn í barnaskólanum
gamla kl. 5—6 síðdegis 1, Mánud. í hv.
mánuði.
Okeyþis lcekningá sjúkra’húsinu á þriðjud. og
föstud. kl. 11—1
Okeypis tannlœkninz hjá tannlækni V.Bern-
höft. — Hótel Alexandra 1. og 3. mánud. í
hverjum mánuði.
Fastir fundir í Good-Templarhúsinu.
»////«« Mánud. kl, 8 síðd.
»Verðandi'i Þriðjud. - —
■tiBifrösh Miðv.d. - —
■tEmingim Fimtudag - —
•»Drófm Laugard. - —
Barnastúkan „Svava“ Sunnud. kl. i1/ síðd.
Barnastúkan „Æskan" — ki. 3V2 síðd
Bindmdisfélag ísl. kvenna; 1. föstudag
hvers mánaðar kl. 8V2 síðd.
Barnaguðsþjónusta hvern s.dag kl. 10 árd.
Fastir fundir í Ieikhúsi W. Ó. Breiðfj.
Fundir nStudentafélagsinsi., annanhvorn Id.
kl. 8Vs. síðd.
David 0stlund\ Sunnud. kl. 6V4 síðd. og föstu-
dagakl.8. síðd.
Fastir fundir Framfarafélagshúsinu.
Fundir Framfaraféíagsms á hverjumsunnu-
degi. kl. 4 síðd.
Sjómannatélagið „Bdran" kl. 7 síðd.
Fastir fundir í Iðnaðarmannahúsinu.
Fundir Iðnaðarmannafélagsins annanhvom
föstudag (1. og <3 föstud. í hverjutn mán-
uði) kl, 8 síðd.
Thorvaldsensfélagið annanhvorn þriðjudag
kl. 8 síðd.
„Bandalagið“ síðasta Fimtudag í hverjum
mánuði kl. 8. síðd.
Prentarafélagið 1. sunnudag í hverjummán-
uði kl. 11 árd.
Skósmíðanemendafélagið i>Lukkuvonin<
sunnud. kl. 3 síðd.
Norskir menn og fé í íslandi.
— Á allra síðustu árum hefir vaknað gleði-
legur áhugi á því meðal margra góðra ís-
lendinga að leita í einhverja aðra átt, held-
ur en til hinnar hálofuðu Kongs-Hafnar að
erlendum áhrifum, erlendri menning, er-
lendu fé til fyrirtækja hér á landi o. s frv.
— Hin margra alda gamla martröð, er
legið hefir til sálártjóns og eyðileggingar
yfir Islendingum, sem sé sú, að álíta Kaup-
mannahöfn miðdepil og meginstöð allrar
heimsmenningar, hefir rénað stórum á síð-
ustu tímum og til mikils fagnaðar fyrir alla
sanna vini íslands. — Sú martröð hefir
bælt niður margan góðan lífsneista og
sjálfstæðishvöt hjá Islendingum fyr og síð-
ar, og blind löngun til þess að sjá og
heyra lífið í þessari veraldarinnar höfuð-
borg I! Höfn befir flónskað, skemt og
féflett margan mann hérlendan, sem hefði
haft tífalt gagn af því að verja sama fé
og tíma til þess að sjá einhvern annan
stórbæ álfunnar, — því Höfn er vafalaust,
fyrir flestra hluta sakir, einn hinn allra ó-
merkilegasti höfuðbær Norðurálfunnar.
— En martröðinni er — guði á himn-
um sé lof — óðum að létta af fólkinu, —
Menn eru óðum að hætta að leggja sig
eftir því að stiggja upp á dönsku«, vera
gormæltir, gjöra sér tæpitungu þegar þeir
tala dönsku o. s. frv.
— Islendingar eru að byrja að líta út
um heiminn eftir nýjum áhrifum, menn-
ing og hjálp til fyrirtækja í landinu.
Islendingar eru að byrja að sjá og
skilja að Höfn — hin fáskrúðuga veitinga-
húsa og dansbúðaborg — er ekki allur
heimurinn.
— En svo liggur næst að spyrja. —
Hvert eigum ver Islendingar einkum og
aðallega að leita samvinnu til þess að
hjálpa á fót fyrirtækjunum hér á landi og
hér við land í evrópiskum stíl? — Því
það er víst að vér eigum ekki að leita
þessa til Hafnar eða Dana yfirleitt. — 1
Margraalda kramsala, — og prangarakúgun
af hálfu Dana hefir sýnt og sannað að
frá þeirri hlið er einskis að vænta ann-
ars en meðhjálpar til þess að halda land-
inu í örbyrgð og niðurlæging með vöru-
skiftaverzlun. 1 peningaverzlun geta
Danir ekki kept við neina aðra þjóð hér
á landi. Það hefir reynslan sýnt.
— En við verðum að fá erlendan
I hugsunarhátt, erlent fé, erlenda framtaks-
semi inn í landið til þess að geta fengið
keim og bragð af því, hvað fólgið er í
skauti íslands af auðsuppsprettum. — Því
hinar innlendu framfarireru of smástígar
til þess að geta orðið samferða hinum vax-
andi kröfuni. En hvert eigum vér einkum
að leita. —
Að vorri hyggju vafalaust til Nor-
egs. , —
í föðurlandi hinna fornu landnáms-
manna og forfeðra vorra eigum vér að
leita að hvötum, áhrifum, samvinnu og
fé til þess að nema Island að nýju. —
ísland er ónumið land. Fiskimið og heið-
ar liggja í auðn, til einkis gagns, af því að
hugsunarhátturinn er og hefirverið of lág-
ur til þess að fylgjast með framförum ann-
ara þjóða í búnaði og veiðiskap. —
En til þess að nema landið að nýju
eru frændur vorir Norðmenn sjálfkjörnir
að voru áliti, vegna skyldleika, sðgulegra
viðburða og vegna þess að tunga og ættar
merki binda oss i svo náið bróðurband
við Norðmenn fram yfii allaraðrar þjóðir,
og síðast en ekki sízt vegnaþess að Nórð-
menn hafa fram yfir flest önnur þjóðerni, per-
sónulegan kraft og framtakssemi til þess
að yngja gamla Island upp aftur. —
Einn landi vor, Ólafur Felixson, hefir
nýlega stofnað blað í Noregi, sem heitir
»Heimhug« — sýnilega i því skyni að
vekja og glæða þessa göfugu og heillavæn-
legu hugmynd um samvinnuNorðmanna
við íslendinga að því að nema Island
að nýju.
Þessi Islendingur á allar vorar inni-
legustu þakkir skyldar fyrir sín drengilegu
orð og hugleiðingar í þessu efni. Vér ósk-
um að blað hans »Heimhugur« megi
blómgast og bera góðan ávöxt.
Hann má vera þess fullviss að berg-
mál er til í hjörtum Islendinga fyrir hverri
rödd, sem heyrist frá Noregi í þessa átt. —
Blóð vort rennur aftur til skyldunnar, og
vér finnum eins og nýjan, heitan straum
af vonum líða fram, lengra fram, þangað
sem framtíð vor býr í frelsi og á grund-
j velli þjóðernisins, án ókunnugra, óskildra
afskifta, frá staðnum við Eyraftund.
— Vér erum í slítandi, eyðandi stjórnar- J
baráttu við Dani, og vér heimtum þar ekki {
annað en það, sem vér höfum rétt til, að 1
guðs og manna lögum.
Oss vantar ekki réttinn, en oss vant-
ar máttinn til þess að koma kröfum vor-
um fram. — Þetta er vor politiska afstaða
gegn Dönum.
En vér getum gjört annað, sem betra
er heldur en að bíða þegjandi og að-
gerðalausir eftir því að Danir láti undan.
— Vér getum tengt bbrgaralegt sam-
band við Norðmenn frændur vora, undir
hinu núgildandi pólitiska ástandi og þann-
ig aflað oss þeirra krafta, sem oss vantar
til þess að geta komið rétti vorum fram. —-
Oss vantar nýja menn og fé frá föðurlandi
Otto Wathnes til þess að yngja gamla
Island upp — nema það að nýju. — Hér
eru gullnámur hafs og heiða, sem bíða eins
og útbreiddur faðmur eftir fé, framtaks-
semi, hugmyndum, til þess. að gjöra þessa
þjóð að auðugri menningarþjóð, ríkri, sterkri,
persónulegri einstaklingsþjóð, sem sé vörð-
ur fornaldartungu og einkenna; — í stað
þess að vera örfámennur hópur bláfátækra
og vonlausra mantra, sem halda að Kaup-
mannahöfn sé öll veröldin! —
Norðmenn, frændur vorir og bræður,
vilja finna ný verksvið, nýtt leiksvæði fyr-
ir norskan dugnað og hugmyndir. Komi
þeir til Islands. — Hér er Klondyke ótæm-
andi fiskimiða og endalausra heiða, engja
og gróinna grunda. —
Norðmenn, sem ekki vilja sækja alt til
Svía, og Islendingar, sem ekki vilja sækja
alt til Dana, ættu að slá bróðurhöndum
saman og nema Island að nýju fyrir hið
forna Norðmannaþjóðerni.
Hjartans þakklæti vort til skáldsins
vors, gamla Matthíasar, fyrir greinar hans
í Þjóðólfi og Dagskrá í líka átt. sem stefna
»Heimhugs« og þessa blaðs fer. — Hann
á enn þá sterka rödd og guðanna gáfu til
þess að syngja öfluga og fagra hugsjón inn
í þessa þjóð — og vér réttum honum hönd
vora til þakklætis \og samvinnu að því sam
eiginlega takmarki:
Norska menn og norskt fé inn i
ísland!
Utlönd.
Agúst Strindberg var 50 ára 22.
jan. átti þá að færa honum heillaóskir
úr öllum áttum, en hann óskar að vera
laus við alt þess háttar. Hann dvelur
nú í Lundi og er mjög ómannblendinn,
það eru einungis 2—3 vinir hans, sem
fá að tala við hann og það mjög sjald-
an.
Berlingatíðindi voru 150 ára um ára-
mótin og í til cfni af því var útgef-
endum þess haldin stórkostleg veizla.
Á afmæli sínu gaf blaðið 2000 kr. til hús-
byggingar blaðamannafélagsins.
Zola hefir lokið við bók, sem heit-
ir „Frjósemi". Hann dvelur í London.
Dreyfusmálið.
Dreyfus er ekki kallaður heim. Rann-
sóknardómararnir töldu það óráð, sök-
um þess að það myndi raska þeirri ró,
er þeir hefðu til þess að rannsaka
málið í næði.
Málinu þokar hægt áfram; rannsóknir
standa altat yfir og upplýsaat fleiri
og fleiri svik eftir Því sem betur greið-
ist úr. Óvíst hvenær hnúturinn verður
algjörlega leystur. Þykir altaf málið
versna að því, er snertir Esterhazy og
fleiri og fleiri flækjast inn í það.
Rannsóknum öllum haldið svo
leyndum, sem unt er, en þó er eins og
hvert orð berist út jafnvel áður en
það er talað. Það hafa menn fyrir
satt, að Dreyfus muni dauður verða
áður en málið sé útkljáð.
Margir af vinum Esterhazys
h'afa verið yfirheyrðir og þar á meðal
ástmey hans, frú Pays og benda vitnis-
burðir þeirra í þá átt að hann muni sekur
vera.
F riðarsamníngarnir
milli Spánverja og Bandamanna eru nú
loksins undirskrifaðir af nefndinni, en
eftir er að samþykkja þá. Þykir líklegt
að Spánverjar gangi að þeim kostum,
er settir hafa verið, þótt þéir séu nokk-
uð harðir. Frá því var skýrt í Dagskrá
nýlega hverjir samningarnir áéu, svo ó-
þarft er að taka það upp aftur.
/Sviþjód varð járnbrautarslys mikið
2. jan. járnbrautarvagn fór út af braut
sinni a miíli Engilbólms og Helsingborg-
ar.
/ý. ára gamall drengur í Danmörku
hefir verið dæmdur til 300 vandar-
hagga, í einfalt fangelsi 220 daga, al-
ment fangelsi í 60 daga og betrunar-
húsvinnu 36 mánuði, alt fyrir þjófnað.
Blaðið Kdbenhavn flytur ianga grein
1 tveim blöðum um Island. Kveður
höf. íslendinga ganga ífélag viðEnglend-
ingameð það, að gjöra varðskipinu Heim-
dal erfitt fyrir að því, er gæzlu snert-
ir. þeir hafi við þá leynilegt samband
og láti þá vita þegar skipið sé í nánd.
Ekki kveður hann einstaka menn ein-
ungis seka í þessu, heldur eigi lands-
menn yfir höfuð þar óskilið mál. Svo kveð-
ur hann þágjöra gysað þeim Heimdell-
ingum og skaprauna þeim á al!ar lund-
ir. Hann segir að þeir noti sér það,
hve lítið varðskipinu verði ágengt til
þess að æsa þjóðina á móti Dönum; eru
það helzt blaðamennirnir, sem hann
þar beinir að skeytum sínum. Kveður
hann þetta þess vert að flett sé ofan af þvf
og Danir látnir vita það. Hann segir
að þessi óeirðaralda sé eiginlega runn-
in frá Norðmönnum. Þeir gjöri alt
mögulegt til þess að æsa íslendinga
gegn Dönum, og tildæmis um það segir
hann að Norðmaður einn, Tryggvi
Andersen, sé hér í vetur f þeim erinda.
gjörðum að koma af stað œsingum í
þá átt, en það hygg ég að flestir geti
borið um, sem þekt hafa lir. Tryggva
hér í vetur, að þetta eru mestu ó-
sannindi og öfgar, sem frekast má verða.
Blaðið talar um að nauðsynlegt sé að
reisa skorður við þeim voða, er at þessu
geti leitt og er allharðort.
Það er auðséð á hverri einustu
setningu í þessari grein að blaðið veð-
i ur reyk og veit alls ekki hvað það er
j að segja. En grein þessi er ekki til
annars en að hlægja að henni eins og
hún er rituð. En það má höt. vita
! og allir, a? kærara myndi Islendingum
| sambandið við Norðmenn en Dani og
ekki mun verða gjört minna 'nér eftir en
hingað til, til þess að tryggja vinaband-
ið við Norðmenn, og blöðin munu
róa að því öllum árum, að minsta
kosti Dagskrá. Framh. á bls. 128.