Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 15.02.1899, Side 1

Dagskrá - 15.02.1899, Side 1
Dagskrá kemur út á hverj- um laugardegi, kostar 3,75 erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. október. DAGSKRÁ. Af greiðsla og skrifstofa er í Tjarnargötu 1, opin hvem virkan dag kl. II—12 og 4—5 síðd. III. J6 29. Reykjavík, miðvikudaginn 15 febrúar. 1899. Dráttur á útkomu Dagskrár sem orðið hefir, stafar af máli gegn mér> er sum blöðin hafa flutt góðfúslegar skýrsl- ur um; verður drátturinn bættur þannig að út koma jafn mörg tölublöð og vera á, en um málið er það eitt að segja, að öðruleyti, að úr því verður skorið fyrir dómstólunum, sem verður gjört án allrar hlutdrægni, hvað sem hatursmenn mínir kunna að segja um það. Sig. Júl. Jóhannesson. Innheimtu og reikningsskilá Dagskrá annast búfr. Sig. Þórólfson og er hannað hitta á afgreiðslustofu blaðsins í Klrkjustræti 4. kl. 4—5 síðdegis á virk- um dögum. Tvö ný og vönduð hús til sölu með mjög aðgengilegum borgunar- skilmálum. Listhafendur snúi sér til Sig. Þórólfssonar kennara vi ð Vesturgötu Auglýsing. Almenningi gjörist hér með kunn- ugt að ég undirskrifaður hefi í hyggju að flitja mig til Flateyrar í Önundar- firði á næstkomandi vori, til að stunda þar skósmíði, og geta því þeir Sunnlend- ingar, sem verða á hvalstöðinni hjá hr. Ellefssen, fengið allskonar skófatnað og Vaðstígvél hjá mér með eins góðu verði eins hægt er að fa annarstaðar. En sá kostur er við þetta að ég gef mönnum, sem ég þekki og sem verða allan tfman þar, langan lánsfrest, þetta ætti því að koma sér vel hjá mörgum hverjum, sem eigi geta byrgt sig upp með vaðstígvél áður en þeir fara. Isafirði 6. febrúar J899. Magnús Guðmundsson. Skósmiður. Til minnis. Bœjarstjórnai-fundir 1. og 3. Fmtd. í mán., !kl. 5 síðd. ftdtœkranefndar-iwnfSx 2. og4. Fmtd. í mán. kl. 5 síðd. Jtorngripasafnid opið Mvkd. og Ld. kl. 11— 12 árdegis. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 sfðdegis. — Bankastjóri við kl. n'j— i1/*. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. Landsbókasafnid'. Lestrarsalur opinn dagl. kl 12—2 síðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd. — Utlán sömu daga. Ndttúrugriþasafnið (í Glasgow) opið á sunnu- dögum kl. 2—3 síðd. Söfnunarsjódurinn opinn í barnaskólanum gamla kl. 5—6 síðdegis 1, Mánud. 1 hv mánuði. Ókeyþis lœkningé. sjúkrahúsinu á þriðjud. og föstud. kl. 11—1 Ókeypis tannlœknjng hjá tannlækni V.Bern- höft. — Hótel Alexandra 1. og 3. mánud. í hverjum mánuði. Fastir fundir í Good-Templarhúsinu. y>H/í?i« Mánud. kl, 8 síðd. »Veröandh Þriðjud. - — i>BifrösH Miðv.d. - — ' »Etningim Fimtudag - — »Dröfn« Laugard. - — Barnastúkan „Svava“ Sunnud. kl. i1/^ síðd. Barnastúkan „Æskan“ — ki. síðd Bindtndisfélag ísl. kvenna; 1. föstudag hvers mánaðar kl. 8:/2 sfðd. Barnagudsþjónusta hvem s.dag kl. 10 árd. Fastir fundir í Ieikhúsi W. Ó. Breiðfj. Fundir »Studentafé/agsins«, annanhvorn ld. kl. 8r/2 sfðd. David Qstlund’. Sunnud. kl- 6V4 síðd. og föstu- daga kl'. 8. síðd. Fastir fundir Framfarafélagshúsinu. Fundir Framfarafélagsins á hverjumsunnu- degi. kl. 4 síðd. Sjómannatélagið „Bdran“ kl. 7 síðd. Fastir fundir í iðnaðarmannahúsinu. Fundir Iðnaðar?nannafélagstns annanhvom föstudag (1. og 3 föstud. í hverjum mán- uði) kl, 8 sfðd. Thorvaldsensfé/agið annanhvorn þriðjudag kl. 8 síðd. „Bandalagið“ síðasta Fimtudag í hverjum mánuði kl. 8. síðd. Prentarafélagið 1. sunnudag í hverjummán- uði kl. 11 árd. , Skósmíðanemendafélagið »Lukkuvonim sunnud. kl, 3 sfðd.____________________ Um sýningar. Eftir Jósef J. Björnsson. I Tilgangurinn ?neð sýningar. Alt til þessa höfum vér Islending- ar ekki gefið mikinn gaum að sýning- um. Það eru víst engar öfgar, þó sagt sé, að fjöldi manna vor á meðal viti ekki hvað sýning er nema að nafn- inu að eins. Tilraunir þær, er gjörðar hafa verið, eru fáar og kraftlausar. Stafar þetta sjálfsagt af því, áð enginn sterk sannfæring er enn þá vöknuð hjá oss, um gagnsemi þeirra. Væri svo, að veruleg sannfæring findist í þessu efni, þó ekki væri nema hjá fáum mönnum, þá er líklegt, að meira væri gjört til að vekja áhuga almennings á því, en gjört er. — Það er nærri furða, hve rænulitlir vér erum í þessu efni. Það má svo heita að um allan hinn mentaða heim, sé það þekt og viðurkent að sýningar séu mjög mik- ilsverðar fyrir hverskonar framfarir. Þess vegna eru líka sýningar haldn- ar árlega víðsvegar, bæði smáar og stórar, og lagt stórfé fram til þcirra. Og engum kemur til hugar, að álíta því fé illa varið, er til sýninganna fer. Alt það, sem menn hafa að bjóða, verður fyrir þær miklu kunnaraen ann- ars og allar nytsamar nýfundningar og endurbætur breiðast margfalt fllótar út, en annars væri mögulegt. Þeir menn, er bezt þykja hæfir til slíkra hluta, eru látnir dæma um gildi hinna sýndu hluta, og þessvegna fæst strax nokkurn veg- in vissa fyrir því, að það, er verðlaun hlýtur, sé eftirbreytnisvert. — A þenna hátt kynnast menn því betur en á nokkurn hátt annan bæði því, er til bóta má vera og hvað ábótavant er, í einu og öðru, hjá sjálfum þeim og öðr- um. Sýningar eru því mjög svo iær- dómsríkar. En eins og þær eru vel til . þess fallnar að læra af þeim margt og mikið, þá eru þær ekki síður hvetjandi til að taka sér fram, komast lengra og lengra áleiðis. Hvað er eðlilegra en það, að sá, sem einu sinni hefir hlotið verðlaun, vilji keppa við að halda þeim framvegis og eigi láta aðra komast um sig fram, því verðlaununum fylgir bæði sæmd og peningahagnaður: Og sé þetta eðlilegt og sjálfsagt, sem aliir munu játa, þá er það Líka eðlilegt að aðrir rcyni með öllu móti að bæta svo það er, þeir hafa að bjóða að þeir einnig liljóti verðlaun fyrir það. Samkeppnin, sem af þessu leiðir, er eðlileg og næsta gagnleg. Oft má líka sjá mikinn árangur sýn- inganna innan skamms tíma. Það eru ekki einungis hinar stóru sýn- ingarnar: landsýningar eða alþjóða- sýningar, er þessa miklu þýðingu hafa, heldur og hinar smærri: héraðssýning- ar einstakra héraða. Það eru sérstak- lega héraðasýningar á lifandi peningi, er sýnt hafa ákaflega mikið gagn víðs- vegar, og það er sjálfsagt á góðum og gildum rökum bygt, að Norðmenn t. d. þakka héraðssýningum sínum hina sýnilegu framfór, er orðið hefir hjá þeim í griparækt hina síðustu áratugi. Það er því sjálfsagðara að þetta sé sýningunni að þakka, sem framförin stendur í hlutfalli við þann tíiria, sem liðinn er frá því farið var að sýna hverja einstaka tegund gripa aftur og aftur, og velja og verðlauna beztu dýr- in, og því er framförin í liestaræktinni mest, af því fyrst var byrjað á þeim, enda er hún Jíka mjög mikii. Hver sá, er heimsótti gripasýninguna í Björgvin í sumar, og virti vel fyrir sér dýrin, ef sýnd voru, mun liafa tyllilega sann- færzt um þetta. hvort heldur hann var þarlendur maður eða útlendur- Þetta er tekið hér fram til þess, að benda á, að líklegt er, að vér eins og aðrir myndum geta haft gagn af smásýningum hér hjá oss, ef þær væri tíðkaðar, en ekki til þess að lýsa gripasýningunni í Björgvin, því það er el-cki tilgangurinn með línum þessum. Af því, sem hér hefir verið sagt má sjá, að aðaltilgangur allra sýninga er: 1. Að vekja og glæða almennan á- huga og kapp til verklegra framfara og kenna mönnum hverjar leiðir skuli þræða, tiL þess að ná þessu markmiði. 2. Að breiða út þekkinguna á öllu því, er til bóta horfir, og bezt reyn- ist, svo að það sem fyrst geti orðið að almennum notum. II. íslenzkir ??iunir á sýniugunni í Bj'órgvin. Engum blandast víst hugur um það, að gagnlegt sé að kynnast hin- um almennu frainförum í heiminum, og að þetta sé nauðsynlegt fyrir hvern og einn að því leyti, er það snertir verkahring lians. Þetta ættu því allir að kappkosta eftir því, er föng leyfa. En eins og það er gott að lcynna sér það, er fram fer hjá öðrutn, eins er hitt líka gott og gagnlegt, að draga að sér atliygli annara. Einlrum virðist þetta vera lífsnauðsynlegt fyrir þá ,sem afslrektir búa, og annars myndu verða að sætta sig við, að enginn veitti þeim verulega eftirtelrt. — Sem þjóð erum vér fámennir, fátækir og afslíekt- ir, og er því engin furða, þó oss sé veitt litil eftirtelít af öðrum þjóðum, eða því, er vér höfum að bjóða. En gjörum vér þá alt það,er í voru valdi stendur til þess að leiða að oss athygli annara? Því miður er ekld hægt að, segja að svo sé. Dæmin til mótmæla í þessu efni eru deginum Ljósari. Sýn- ingin í Björgvin í sumar er eitt af þeim dæmum. Það fer tæplega hjá því, að öllum þeim íslendingum, er á Björg- vinarsýningun.1 komu, liafi fundist leiðinlegt, að þar skyldi eigi vera nema sárfátt að sjá frá íslandi. Og þetta hiaut að vera því tilfinnanlegra, sem meiri hlutinn af því litla, er þar yar talið frá íslandi, gat ekki annað á- litist en fremur ómerkilegt, Saltfiskur og fátt eitt annað frá kaupmönnunum Leonh. Tang, Thor E. Tulinins, Chr. Popp og Lefoiii var það eina, er á. nægja var að sjá, og þó einkurn saltfiskurinn, sem var mjög fallegur, og að margra áliti hinn bezti fiskur, er á sýningunni var að finna, eins og líka kunnugt er orðið Hefði mikið verið af slíkum munum frá oss, þá hefði það verið gleðilegt, en það er ákaflega langt frá því, að slíku væri að fagna. Hinir munirnir, er sýndir voru, hefðu helzt átt að vera ósýndir, svo lítilfjörlegir voru þeir. Það voru hákarlaskálmar, hákarlasókn, loðin lambs- skinnshúfa með uppbroti, er átti að vera sýnishorn af höfuðbúningi sjó- manna, einn óhreinn sjóvetlingur, gamall línustoklrur og fáeinir hlutir aðr- ir, er óþarfi er að telja, því þeir tóku eigi fram því, er þegar er nefnt. Eft- ir því er, Arthur Feddersen sagðist írá, þá voru hlutir þessir liér um bil 10 ára gamlir og eign danska fiskisam- lagsins (Dansk Fiskeriforening), er hafði fengiðþá handasafni sínu. Það má vel vera, að þessir munir hafi verið sendir til sýningarinnar í góðum til- gangi — en samt liefðu þeir lielzt aldrei átt þar að koma. Það er svo oft „aðbetraer autt rúm, en illa skip- að“ og það átti þarna fyllilega við. Vel má vera að þessir hlutir hafi hvorki verið betri eða verri en samskonar hlutir, er notaðir eru sum- staðar hjá oss, en hvað um það, þeir tóku sig illa út. Sá, sem gekk um á sýningunni og sá þessa muni, sem sýnishorn frá Islandi, rétt við hliðina á fjölmörguin og talsvert merkilegum hluturn frá Færeyjum og Grænlandi, hlaut að líta svo á, sem vér stæðum afarlangt á baki Færeyingum og Græn- lendingum. Það er vanalegt að það, sem á sýningar er sent, sé af því bezta, er menn hafa að bjóða, og vel og þokka- lega frá því gengið, eða það sé ið ein- hverju leyti einlrennilegt; og eðlilegt er því, þó sýnendurnir séu metnir eftir þeim hlutum, er þeir sýna. Væri dæmt, þá gat ekki þjá því farið, að vér hefðum vansæmd af því, ei frá oss var. Ekki er til neins að fást um orð- inn hlut, en leiðinlegt er það, að vér' ekki skyldum taka þátt í þessari sýn- ingu öðruvísi en gjört var. Þar liöf- um vér slept hinu ágætasta tækifæri til að leiða að oss atLiygli manna, og sjálfsagt líka til að auka sóma vorn að ýmsu leyti, en fáum í þess stað verðslruldaö alas fyrir viljaleysi í því, er að verklegum framförum lýtur. Óhætt er að fullyrða, að ýmsum útlendingum, er oss eru velviljaðir og nc-lckuð þekkja til hjá oss, þótti það illa farið, að svo fatt og lítilfjörlegt skyldi vera frá oss sýnt í Björgvin í sumar. Varð ég þess var bæði á meðan ég var ytra og eftir að ég kom lieim. Hr. Daníel Bruun, er liér ferðaðist um land í sumar, sagði þannig við mig, er við áttum tal um þetta, að sér hefði fundist mjög leitt hve fátt og lítilfjörlegt hefði verið frá oss á Björgvinarsýningunni, þá er liann lcom þar. (Frli.)

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.